Ekkert að óttast - Betur má ef duga skal

Auglýsing

Það hefur verið ánægju­legt að fylgj­ast með þeirri vit­und­ar­vakn­ingu sem orðið hefur um vanda flótta­manna, einkum frá Sýr­landi, Írak og Afganistan, und­an­farin miss­eri. Stjórn­völd ríkja í Evr­ópu virð­ast hafa áttað sig betur á umfangi vand­ans og brugð­ist við með því að opna fyrir for­dæma­lausa fólks­flutn­inga ann­ars veg­ar, og hins vegar neyð­ar­að­stoð sem felst í því að koma fólki í skjól.

Þýska­land hefur leitt þess breyt­ingu, með því að heim­ila för tug­þús­unda flótta­manna inn í landið á skömmum tíma, opnað landa­mærin og hafa aðrar þjóðir fylgt í kjöl­far­ið.

Yfir­þyrm­andi vandi og of sein við­brögð



Vand­inn sem við er að etja er samt yfir­þyrm­andi, og því miður virð­ist Evr­ópu­sam­band­ið, Sam­ein­uðu þjóð­irnar og þjóð­ar­leið­togar stærstu ríkja heims­ins – sem ráða ferð­inni þegar ákvarð­anir undir merkjum „al­þjóða­sam­fé­lags­ins“ eru ann­ars vegar – ekki hafa áttað sig á umfang­inu fyrr en of seint. Skað­inn er skeð­ur, að miklu leyti.

Það er eitt að ræða um hlut­ina á vett­vangi utan­rík­is­stjórn­mál­anna, hvort sem er milli ríkja eða inn­an­ al­þjóða­stofn­anna, og annað að bein­línis stíga inn í atburða­rás­ina og hefja stór­felldar neyð­ar­að­gerðir með öllum mögu­legum ráð­um.

Auglýsing

Eins og fram hefur kom­ið, ítrek­að, ekki síst í stöðu­mats­skýrslum Flótta­manna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna, þá er uppi næstum alveg for­dæma­laus staða. Aðeins hörm­ungar seinni heim­styrj­ald­ar­innar eru sam­bæri­leg­ar, þegar kemur að fjölda fólks á flótta undan stríðs­á­tökum á sama tíma.

Lítið brot



Talið er að allt að 25 millj­ónir manna séu á ver­gangi, ýmist innan sinna heima­landa – Í Sýr­landi, Írak og stríðs­hrjáðum nágranna­ríkjum ekki síst – eða utan þeirra, meðal ann­ars í Aust­ur-­Evr­ópu. Því miður eru hörmu­legar frétta­myndir frá Mið­jarð­ar­haf­inu, þar sem þús­undir hafa dáið á flótta, aðeins lítið brot vand­ans sem við er að eiga.

Til ein­föld­unar má hugsa sér að allir íbúar Norð­ur­landa séu nú á flótta, heim­ils­lausir í örvænt­ingu í leit að festu fyrir sig og sína. Það kannski segir fólki eitt­hvað um stöðu mála.

Kuld­inn er ógn



Vet­ur­inn er líka mikil ógn í þessu sam­hengi og ljóst að margar hendur verða að vinna hálf­gert krafta­verk, ef ekki á mjög illa að fara þegar kuld­inn sækir að flótta­fólki. Skýrslur um stöðu mála í Úkra­ínu og stríðs­hrjáðu nágranna­svæði Aust­ur-­Evr­ópu, þar sem líf fimm millj­óna sak­lausra borg­ara er undir nei­kvæðum áhrifum átaka, benda til þess að vetr­ar­mán­uð­irnir gætu orðið erf­ið­ir, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Jafn­vel þótt skýrslur sem þess­ar, þar sem þjóðir heims­ins eru hvattar til þess að bregð­ast við vanda fólks fyrir vet­ur­inn, sé árlegur við­burður nú orð­ið, þá er staðan nú óvenju­lega slæm.

Hin sið­ferð­is­lega staða í mál­inu er áhuga­verð en í sjálfu sér ekki svo flók­in. Stjórn­mála­menn eiga ekki að kom­ast upp með að reyna að beina umræð­unni um þessa skelf­ingu inn á þær braut­ir, að „rót vand­ans“, stríð og borg­ara­styrj­ald­ir, sé ekki rædd nægi­lega mikið eða fram­hjá henni lit­ið.

Ég held að allir geri sér grein fyrir því að hern­að­ar­póli­tík er flókin og eng­inn getur komið fram með skyndi­lausnir á stríðs­á­tök­um. En neyð­ar­að­stoðin verður að bein­ast að þeim sem flýja þessar hörm­ung­ar, venju­legu fólki í leit að betra lífi.

Fyrir aðeins tveimur vikum ætl­uðu stjórn­völd í fullri alvöru að fara taka móti ein­ungis 50 flótta­mönn­um, sem hefði verið smán­ar­leg afstaða í ljósi þeirra hörm­unga sem heim­ur­inn stendur frammi fyr­ir. Von­andi mun metn­að­ar­fyllri stefna en það líta dags­ins ljós og betur má ef duga skal.

Upp­lýs­ingar um stöð­una eins og hún var, þegar talað var fyrir mót­töku 50 flótta­manna, lágu samt fyrir þá og ítrek­anir um að þjóðir heims­ins tækju höndum saman og legðu miklu meira af mörkum voru komnar fram, meðal ann­ars frá aðal­rit­ara Sam­ein­uðu þjóð­anna, Ban Ki-Moon. Það sem virð­ist hafa breytt afstöðu stjórn­valda var þrýst­ingur frá almenn­ingi, og er það hið besta mál.

Ekk­ert að ótt­ast



Það kann að vera erfitt fyrir stjórn­mála­menn að átta sig á því hversu há talan á að vera, þegar kemur að flótta­mönn­um. Í mínum huga er erfitt að ímynda sér að hún verði of há. Best væri ef landið yrði ein­fald­lega opnað fyrir flótta­mönnum og þeir boðnir vel­komnir til Íslands. Ef þjóð­irnar í mið­ríkjum Evr­ópu, brenni­merktar í bækur stríðs­sög­unn­ar, eru farnar að opna sig upp á gátt fyrir flótta­mönnum sem þrá ekk­ert heitar en að kom­ast í skjól, í tug­þús­unda­tali, þá ætti það að segja litlu auð­ugu eyríki að ekk­ert sé að ótt­ast. Komi þau sem vilji og sæki um að fá hér skjól í fyrstu, og von­andi fasta búsetu þegar fram í sæk­ir.

Vand­inn sem flótta­menn standa frammi fyrir verður aldrei jafn sýni­legur á Íslandi og við land­mærin í ríkjum Evr­ópu þessa dag­ana, en einmitt þess vegna höfum við tæki­færi á því að sýna mann­úð­leg við­brögð við hrika­legum aðstæðum með því að líta ekki und­an, þó hin áþreif­an­lega hlið þess­ara skelfi­legu aðstæðna sé ekki hér við dyrnar hjá okkur nema í mýflugu­mynd, heldur bregð­ast taf­ar­laust við og rétta fram styrka hjápar­hönd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None