Eldgos og jarðskjálftar

Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður skrifar um stöðu mála varðandi eldgos og jarðskjálfta á Íslandi. Hann segir stöðuna í Grímsvötnum benda til að líkur á eldsumbrotum geti vaxið verulega á næstunni.

Auglýsing

Til­efni þess­arar greinar eru óróa­merki og ýmsir nýliðnir atburðir í all­mörgum af eld­stöðvakerfum lands­ins. Ég dreg saman upp­lýs­ingar héðan og þaðan og renni stutt­lega yfir það helsta.

FAGRA­DALS­FJALL 

Afgösun úr Geld­inga­dala-eld­borg­inni hefur minnkað en ekki stöðvast að mestu. Skjálfta­virkni hefur verið þrá­lát en minnkað S við Keili og lít­il­lega grynnkað á hana. Land­lyft­ing mælist þar og lengra til suð­urs og merki er um þenslu, senni­lega á 15-20 km dýpi (í kviku­þró?). Haldi þró­unin áfram aukast líkur á frek­ari umbrotum í nánd við Fagra­dals­fjall. Hins vegar má telja nokkuð öruggt að eld­borgin sé þögn­uð, sbr. yfir­lýs­ingu þar um.

HEKLA

Hekla hefur risið og bólgnað langt umfram stöð­una fyrir gosið 2000. Smá­skjálfta­virkni hefur mælst árum saman en ekki tíðar hrær­ing­ar. Ára­tugur er lið­inn umfram tíu ára gos­tíð­ina milli 1970 og 2000. Skjálfta­virkni í Vatna­fjöll­um, sem er eld­virkt svæði með skyld efna­fræði­leg fingraför við Heklu, er talin til virkni á Suð­ur­lands­skjálfta­belt­inu.

Auglýsing
Ekki hefur tek­ist að para saman þar skjálfta og Heklu­gos, en ekki unnt að úti­loka að stundum geti gætt áhrifa af stórum eða með­al­stórum jarð­hrær­ingum af þessu tagi á eld­fjall­ið. Það eitt má segja um stöð­una að Heklu­gos getur haf­ist hvenær sem er - og aðdrag­and­inn er stutt­ur.

GRÍM­SVÖTN

Í Grím­svötnum hefur verið líf­leg gos­virkni sbr. eldsum­brotin 1983, 1998, 2004 og 2011, auk Gjálp­ar­gos­ins 1996 fyrir norðan þau. All­mikil jök­ul­hlaup, flest vegna jarð­hita­virkni, hafa verið reglu­leg en smá á 20. öld (stærð­argráða 1.000 rúmm/­sek), eftir stóra Gjálp­ar­hlaup­ið. Síðla sl. nóv­em­ber hafði um 1 millj­arður rúmmetra vatns safn­ast í Vötn­in, skv. mæli­gögn­um. Þá var 17 fer­kíló­metra stöðu­vatn undir fljót­andi jök­ul­hell­unni í öskju eld­stöðv­ar­inn­ar. Vatns­hæðin náði „lyfti­getu“ í lok nóv­em­ber og tók þá rennsli í Gígju­kvísl að aukast. Stefnir í með­al­stórt hlaup. Kvika rís til meg­in­eld­stöðv­ar­inn­ar, nú sem und­an­farna ára­tugi. Tölu­verð skjálfta­virkni hefur verið ár hvert, und­an­far­ið. Sum Grím­s­vatna­gos leiða bein­línis til Skeið­ar­ár­hlaupa en jök­ul­hlaup geta líka leyst Grím­s­vatna­gos úr læð­ingi eins og árið 2004. Staðan gæti bent til að líkur á eldsum­brotum vaxi veru­lega á næst­unni, jafn­vel í kjöl­far nýjasta jök­ul­hlaups­ins.

ÖRÆFA­JÖK­ULL

er virk og mjög stór meg­in­eld­stöð. Gosin tvö á sögu­legum tíma eru vel kunn. Það fyrra (1362) var harka­legt og olli miklu tjón, m.a. vegna ösku­flóða og öfl­ugs jök­ul­hlaups. Und­an­farin ár hafa komið fram ummerki um aukna virkni í fjall­inu: Nýtt jarð­hita­svæði undir miðjum jök­ul­bunk­an­um, jarð­hita­vatn í afrennsli og aukin skjálfta­virkni undir fjall­inu, þó ekki sívax­andi. Atburðrás sem þessi getur staðið árum, senni­lega ára­tugum sam­an, án eldsum­brota en einnig mögu­legt að hún stig­magnist, m.a. með kvikuinnskotum sem kynnu að vera und­an­fari eld­goss.

ASKJA

Askja á sér langa og fjöl­breytta eld­gosa­sögu. Hún er sú meg­in­eld­stöð, með stóru öskju­sigi og án jök­ul­þekju, sem er einna skýr­ust í lands­lagi hjá okk­ur. Sveina­gjár­eldar og öfl­uga gjósku­gosið síðla á 19. öld og röð miklu minni gosa 1920 til 1930, auk gos­ins 1961, bera virkni hennar vitni. Hægt minnk­andi land­sig í Öskju mæld­ist 1983 til 2020. Frá því snemma í ágúst 2021 hefur mælst næstum 20 cm land­hækk­un, með ris­miðju á vest­ur­bakka Öskju­vatns. Tölu­verð skjálfta­virkni er sam­tím­is, en aust­an­vert við vatn­ið, og hefur hún eflst und­an­farna rúma tvo mán­uði. Lík­an­reikn­ingar benda inn­flæðis kviku, svo nemur yfir 6 milljón rúmmetr­um. Frek­ari mæl­ingar og víð­tæk­ari reikn­ingar gefa skýr­ari mynd. Atburða­rásin getur orðið all­löng og stöðvast án eldsum­brota, en líka farið svo að gos hefj­ist í Öskju eða utan Dyngju­fjalla. Teikn um að í það stefni ættu að verða nokkuð skýr. 

BÁRЭAR­BUNGA

Bárð­ar­bunga sýnir engin merki þess að hún legg­ist í langan dvala eftir Holu­hraun­selda 2014-2015, þvert á móti: Land­ris, mælt utan í eld­fjall­inu, við­var­andi skjálfta­virkni, m.a. stóra skjálfta á hring­laga öskju­jaðr­in­um, litla skjálfta á miklu dýpi austan fjalls­ins (ætt­ar­dýpi kviku), og auk­inn jarð­hita í öskj­unni. Eld­stöðvakerfi Bárð­ar­bungu er stórt og vel virkt í sög­unni. Það nær inn í sprungu­kerfi Torfa­jök­ul­s-eld­stöðv­ar­innar og lang­leið­ina vestur fyrir Öskju. Telja má tölu­verðar líkur á að upp úr sjóði í eld­fjall­inu, eða fjær, á næstu árum eða ára­tug­um. 

TORFA­JÖK­ULL

Ein­kenni Torfa­jök­uls­meg­in­eld­stöðv­ar­inn­ar, auk stórrar öskju, eru útbreiddar mynd­anir úr kís­il­ríku (súru) bergi. Sprungu­kerfi Bárða­bungu og norð­ur­hluti öskju Torfa­jök­uls skar­ast og gliðn­un­ar­hrinur í því fyrr­nefnda kalla fram óróa og jafn­vel eld­gos í því síð­ar­nefnda. Þannig var með jarð­eldana í kringum árið 100 og 877. Einnig 1477 en þá gaus hressi­lega þar sem nú eru Veiði­vötn (í Bárð­ar­bungu­kerf­inu) og í litlum mæli á Torfa­jök­uls­svæð­inu (m.a. rann þá Lauga­hraun). All­tíðar jarð­skjálfta­hrinur ganga yfir Torfa­jök­uls­svæðið og vísa til þess að við verðum að gera þar ráð fyrir eldsum­brotum fyrr eða síð­ar.

KATLA

Að með­al­tali hefur liðið um hálf öld á milli svo öfl­ugra, sögu­legra eld­gosa í Kötlu að þau hafa bæði gatað jökul­inn yfir öskj­unni og sent jök­ul­hlaup til sjáv­ar. Miðað við gosið 1918 hefur sú til­hneig­ing verið rof­in. Um smá­gos undir jökli á umliðnum 100 árum skal ekki fjöl­yrt.

Auglýsing
Katla hefur sýnt af sér hefð­bundin merki auk­innar en bylgj­óttrar virkni, svo sem tíma­bundið land­ris, fjölgun háhita­svæða, minni háttar jök­ul­hlaup og nokkuð þrá­láta jarð­skjálfta­virkni í öskj­unni og undir Goða­bungu vestan henn­ar. M.a. skilar farglétt­ing vegna sum­ar­bráðn­unar á jökli sér í auk­inni tíðni skjálfta á haustin. Skýr ummerki yfir­vof­andi eld­goss, m.a. öfl­ugir jarð­skjálftar eða skyndi­legt land­ris, munu vafa­lítið vera und­an­fari eldsum­brota, en nú sem stendur er ekki unnt að bæta neinu við setn­ing­una: - Fylgst er vand­lega með eld­stöð­inni.

HENG­ILL

Eld­stöðvakerfi Heng­ils­ins er stærst kerf­anna á Reykja­nesskaga og Heng­ill­inn stækk­andi eld­fjall með kviku­hólfi. Síð­ast gaus þar ­fyrir um 1.900 árum úr slitr­óttri sprungu, frá Hell­is­heiði og Stóra-­Meitli yfir að Nesja­völlum og úti í Þing­valla­vatni (Sand­ey). Miklir jarð­skjálft­ar, m.a. á Þing­völl­um, og senni­lega inn­skota­virkni settu mark sitt á árið 1789. Árin 1994 til 1999 mæld­ust fjöl­margir skjálftar í Hengli og nágrenni og land­ris varð á mið­svæði kerf­is­ins, vegna inn­skots í rætur fjalls­ins. Ástæða er til að fylgj­ast vel með Heng­ils­kerf­inu og er það gert, m.a. vegna skjálfta sem tengj­ast nið­ur­dæl­ingu jarð­hita­vökva en hún er þó ekki talin hafa nein áhrif á ástand kviku­geyma á miklu meira dýpi en dæl­ingin nær til.

BRENNI­STEINS­FJÖLL

Vestan við Heng­ils­kerfis nær virkt eld­stöðvakerfi yfir Brenni­steins­fjöll, Blá­fjöll og nágrenni þessa hálend­is. Þar ganga yfir gliðn­un­ar- og eld­gosa­hrinur eins og ann­ars staðar á Reykja­nesskaga. Síð­ast gerð­ist það á síð­ari hluta 10. aldar og inn í þá 11. Hraunið austan Litlu kaffi­stof­unnar (Svína­hrauns­bruni eða Kristni­töku­hraun) er frá þessum tíma. Einnig hraun­flæmi nálægt skíða­svæðum Blá­fjalla og úr gos­s­töðvum í Brenni­steins­fjöll­um. Jarð­skjálftar M6+ geta orðið á N-S sprungum í kerf­inu. Allsnarpar skjálfta­hrin­ur, t.d. í Þrengsl­um, eru nýleg dæmi um óró­leika og alls óvíst hvernig eld­stöðvakerfið bregst við umbrota­tíma­bil­inu sem kann að vera í upp­sigl­ingu á öllum skag­an­um.

KRAFLA

Þriðja gliðn­un­ar- og gos­hrinan á sögu­legum tíma í Kröflu­kerf­inu gekk yfir 1975-1984 með yfir tutt­ugu kviku­hlaupum (inn­skota­hrin­um) og níu eld­gos­um. Þar á undan upp­lifðu menn Mývatns­elda 1724-1729 og enn fyrr Dal­selda, senni­lega nálægt 950. Land seig í Kröflu, a.m.k. fram undir síð­ustu alda­mót, og hefur ekki risið að neinu marki á stóru svæði. Stutt er aftur á móti i gló­heit kvikuinnskot, sbr. nýlega bor­holu sem end­aði í hálf­stork­inni kviku á 2,1 km dýpi. Gera má ráð fyrir alda­löngu gos­hléi í Kröflu­kerf­inu en þó er aldrei unnt að full­yrða um hegðan eld­stöðva, ein­göngu miðað við fyrri sögu.

REYKJA­NES­HRYGGUR

Plötu­skilin á Norð­ur­-Atl­ants­haf­hryggnum næst Íslandi kall­ast Reykja­nes­hrygg­ur. Úti á Reykja­nes­hrygg liggja ská­stæðar hálend­is­skákir norð­austur eftir plötu­skil­un­um. Þar eru sigdal­ir, gos­bergs­mynd­an­ir, eld­stöðvar og eyjar hlað­ast upp og hverfa af völdum sjáv­ar­rofs, sumar hratt en aðrar hægt. Dæmi um skamm­lífa eyju er Nýey frá 1783 en Eldey er dæmi um lang­lífa eyju (aldur óþekkt­ur). Heim­ildir eru um gos á þessu slóð­um, t.d. 1830, og vitað er um að gjósku­gos urðu skammt undan landi á Reykja­nesi (Reykja­nestá) snemma í Reykja­nes­eldum 1210-1240. Nýlegir skjálft­ar, til­færslur háhita­svæða og mögu­leg inn­skota­virkni benda til þess að telja beri Reykja­neskerfið virkt svæði sem getur opn­ast fyrir kviku að neð­an, úti á hafi eða inni á land­i. 

SNÆ­FELLS­NES

Snæ­fells­nes skera þrjú eld­stöðvakerfi með stefnu NV/SA. Tvö þeirra eru áber­andi: Snæ­fells­jök­ull (meg­in­eld­stöð/eld­keila) og nágrenni og svo Ljósu­fjalla­kerfið sem liggur frá Hrauns­firði í NV yfir Hnappa­dal, Hít­ar­dal og að Grá­brók í Norð­ur­ár­dal. Jök­ull­inn og nágrenni bærðu síð­ast á sér fyrir um 1.700 árum með litlu hraun­gosi (Væju­hran rann í hlíðum eld­keil­unn­ar). Nokkru áður, fyrir um 1.800 árum, varð allöflugt gjósku­gos ásamt hraun­flæði í eld­fjall­inu með til­heyr­andi jök­ul­hlaupi. Í Ljósu­fjalla­kerf­inu gaus síð­ast skömmu eftir land­nám, í Rauð­hálsum í Hnappa­dal. Þar á undan urðu Rauða­melskúlur til fyrir um 2.600 árum. Grá­brók er þús­und árum eldri en þeir gígar og hin þekkta Eld­borg er enn eldri. Mjög lítil skjálfta­virkni er í og við Snæ­fells­jökul en ástæða til að að rann­saka inn­viði eld­stöðv­ar­innar betur og auka vöktun henn­ar. Heldur meiri skjálfta­virkni hefur verið um mið­bik Ljósu­fjalla­kerf­is­ins, einkum í Hít­ar­dal. Af henni verða þó ekki dregnar neinar álykt­anir um hættu á eld­gosi en full ástæða til árvekni og góðrar vökt­un­ar.

Önnur eld­stöðvakerfi í land­inu en hér koma fram geta breytt og aukið virkni sína hvenær sem er. Þess vegna hefur verið byggt upp öfl­ugt rann­sókna- og vökt­un­ar­kerfi.

Höf­undur er rit­höf­undur og jarð­vís­inda­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar