Er búið að styrkja heilbrigðiskerfið á kjörtímabilinu?

Þingmaður Pírata spyr hvort nóg hafi verið gert á kjörtímabilinu til að efla heilbrigðiskerfið. Hans útreikningar sýna að ríkisstjórnin hafi „mætt vanda heilbrigðiskerfisins með í mesta lagi tveimur milljörðum, líklega nær einum milljarði, á fjórum árum.“

Auglýsing

Í stuttu máli

Þetta er löng grein þannig að ég ætla að gera stutta grein fyrir nið­ur­stöðum mínum í þessum kafla. Ef þú, les­andi góð­ur, vilt skoða nánar hvernig ég komst að þeirri nið­ur­stöðu sem ég fer hér yfir þá endi­lega haltu áfram að lesa eftir þennan kafla.

Ég spyr ein­faldrar spurn­ing­ar, hefur rík­is­stjórnin verið að efla heil­brigð­is­kerf­ið, nánar til­tekið sjúkra­hús­þjón­ustu, á kjör­tíma­bil­inu? Svarið sem ég fæ er að í mesta lagi hefur 2 millj­örðum verið bætt við - ég myndi per­sónu­lega segja að það sé nær einum millj­arði, jafn­vel minna - sem sam­svarar tæp­lega 2% af fjár­veit­ingum í mála­flokk­inn. Miðað við hvað við vissum um stöðu heil­brigð­is­kerf­is­ins fyrir þetta kjör­tíma­bil og þá stöðu sem við búum nú við þá verður hver og einn að svara hvort 2 millj­arðar hafi verið nóg.

Fjár­mála­ráð­herra segir að ekki sé hægt að henda pen­ingum í heil­brigð­is­kerfið og búast við betrum­bót­um. For­stjóri Lands­spít­al­ans segir að hver króna sé vel nýtt. Auð­vitað þurfum við að fá að vita að fjár­munir komi að góðum notum og hverfi ekki ofan í ein­hverja holu sem nýt­ist ekki sjúk­ling­um. Stjórn­völd hafa hins vegar ekk­ert gert til þess að skýra það út hvernig nýt­ingin er, hvorki fyrir þingi né þjóð. Staðan er því algjör­lega á þeirra ábyrgð, ekki þings­ins og ekki heil­brigð­is­kerf­is­ins. Staðan er að rík­is­stjórnin hefur mætt vanda heil­brigð­is­kerf­is­ins með í mesta lagi tveimur millj­örð­um, lík­lega nær einum millj­arði, á fjórum árum.

Auglýsing

Sam­hengi mála

Heil­brigð­is­kerfið er ekki á góðum stað í dag. Spít­al­inn er kom­inn á hættu­stig aftur og hver bendir á ann­an. Fjár­mála­ráð­herra segir að það sé ekki hægt að leysa bara vand­ann með meiri pen­ing og skamm­ast út í að skil­virkni hafi ekki auk­ist sam­hliða auknum fjár­heim­ild­um. For­stjóri Land­spít­ala segir að ekki sé hægt að kenna skil­virkni spít­al­ans um, þar sé hver króna nýtt til hins ítrasta. Hvað er satt og rétt í þessu öllu? Það er langt frá því að vera ein­falt að svara hluta þeirrar spurn­ingar í þess­ari grein. Mjög mik­il­vægum hluta að mínu mati, en það snýr að full­yrð­ingum rík­is­stjórn­ar­innar um hversu mikið þau hafi styrkt heil­brigð­is­kerfið á þessu kjör­tíma­bili.

Til þess að halda nákvæmni, af því að það skiptir máli þegar svara á svona flók­inni spurn­ingu, þá skipti ég svar­inu í tvennt. Ann­ars vegar skoðum við til­lögur stjórn­valda í fjár­lögum og hins vegar afgreiðslu Alþing­is. Fjár­lögin koma frá rík­is­stjórn­inni og bera með sér hvað stjórn­völd vilja gera. Afgreiðsla þings­ins er flókn­ari og lýsir sér í póli­tískri nið­ur­stöðu eftir gagn­rýni stjórn­ar­and­stöðu, eftir sem áður á ábyrgð stjórn­ar­flokka sem fara meiri­hluta­vald­ið.

Einnig ætla ég ein­ungis að skoða mál­efna­svið sjúkra­hús­þjón­ustu. Það væri alveg gagn­legt að skoða einnig mál­efna­svið heil­brigð­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa og hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­inga­þjón­ustu en þau mál­efna­svið segja í raun alveg sömu sögu, verri sögu fyrir rík­is­stjórn­ina ef eitt­hvað er. Þannig að við ein­beitum okkur að sjúkra­hús­þjón­ust­unni, hún er jú þunga­miðja þess álags sem hér um ræð­ir. Fjár­lögin sem skipta máli eru fjár­lög fyrir árið 2018 til fjár­laga fyrir árið 2021.

Hluti rík­is­stjórnar

Sjúkra­húsa­þjón­usta skipt­ist í þrjá mála­flokka: Sér­hæfða, almenna og erlenda sjúkra­hús­þjón­ustu. Sér­hæfð sjúkra­hús­þjón­usta er Lands­spít­al­inn og sjúkra­húsið á Akur­eyri. Almenn sjúkra­hús­þjón­usta eru heil­brigð­is­stofn­anir í þeim umdæmum öðrum en þar sem Lands­spít­al­inn og sjúkra­húsið á Akur­eyri eru. Til erlendrar sjúkra­hús­þjón­ustu telst brýn með­ferð sem veitt er erlendis og sjúkra­kostn­aður sem til fellur vegna veik­inda og slysa á erlendri grundu.

Fjár­fram­lög alls

Hér í töfl­unni fyrir neðan eru þær við­bót­ar­fjár­heim­ildir sem rík­is­stjórnin lagði fram í fjár­lögum hvers árs, á verð­lagi hvers árs fyrir sig. Töl­urnar eru við­bót við árið á undan og safn­ast sam­an. Án þess að verð­lags­bæta töl­urnar þá eru þetta rúmir 28 millj­arðar auka­lega á fjár­lögum 2021 miðað við stöð­una eins og hún var 2017.

Viðbótarfjárheimildir sem ríkisstjórnin lagði fram í fjárlögum hvers árs, á verðlagi hvers árs fyrir sig.

Stórar töl­ur, er það ekki? Þetta er líka hátt hlut­fall af fjár­hæð hvers árs, allt að 10%. Þessar tölur segja þó ekki alla sög­una, það er jú verið að byggja heilt nýtt sjúkra­hús vegna þess að núver­andi hús­næði er löngu komið á tíma. Sá kostn­aður er hluti af eðli­legri upp­bygg­ingu en ekki sér­stök efl­ing heil­brigð­is­kerf­is­ins. Það fjár­magn sem fer í bygg­ingu nýja spít­al­ans hefur einnig engin áhrif á stöðu heil­brigð­is­kerf­is­ins í dag, sem er sá vandi sem þarf að leysa. Bygg­ingin klár­ast ekki fyrr en í fyrsta lagi 2024. Þetta er fjár­fest­ing inn í fram­tíð­ina, mik­il­væg sem slík að vísu, en er samt ekki fram­lag til rekst­urs­ins eins og hann er í dag. Spurn­ingin verður því að vera, hvað er rík­is­stjórnin búin að vera að gera til þess að leysa vand­ann þangað til? Drögum því fjár­fest­ingar vegna nýs spít­ala frá og skoðum þær töl­ur.

Fjár­fram­lög án nýbygg­inga

Fjárframlög án nýbygginga.

Sam­tals eru þetta þá tæpir 12 millj­arðar árið 2021 miðað við stöð­una eins og hún var 2017. Þetta eru allt aðrar tölur en þær svara samt ekki spurn­ing­unni hvað stjórn­völd hafa gert til þess að leysa vand­ann. Til þess þarf að skoða hvað liggur á bak við töl­urn­ar. Stór hluti af upp­hæð­inni er svo­kall­aður kerf­is­lægur vöxtur sem end­ur­speglar bæði fjölgun og öldrun þjóð­ar­inn­ar. Drögum þá fjár­hæð líka frá því það er sjálf­virk upp­færsla til þess að koma í veg fyrir hrörnun kerf­is­ins.

Fjár­fram­lög án fjölg­unar og öldr­unar

Fjárframlög án fjölgunar og öldrunar

Allt í lagi, þetta svarar spurn­ing­unni er það ekki um hvað rík­is­stjórnin er búin að gera til þess að koma til móts við vand­ann í heil­brigð­is­kerf­inu? Sam­tals tæp­lega sex millj­arðar frá því 2017?

Nei, því mið­ur. Sem dæmi þá var millj­arði bætt við árið 2018 til þess að laga myglu­vanda Land­spít­al­ans. Þar er ekki verið að efla heil­brigð­is­kerf­ið, þar er verið að koma í gera við slys þannig að hægt sé að halda uppi starf­semi sem var þegar til stað­ar. Það er ekki verið að efla neina starf­semi með því að fjar­lægja myglu. 400 millj­ónir voru sett í almenn við­halds­verk­efni. Það er ekki efl­ing, það er nauð­syn­legt til þess að koma í veg fyrir skerð­ingu á þjón­ustu. 640 millj­ónir til þess að þjón­usta erlenda ferða­menn, það er vissu­lega efl­ing en það er efl­ing á móti kerf­is­lægum vexti utan frá. Þarna eru fjár­heim­ildir vegna tækja­kaupa sem má rök­styðja sem hvort tveggja, við­halda eðli­legri þjón­ustu og skipta út úreldum tækjum eða að kaupa ný og betri tæki. Búum til enn nýja töflu þar sem kostn­aður vegna við­halds og ann­ara verk­efna til þess að koma í veg fyrir skerð­ingu á þjón­ustu er fjar­lægð­ur.

Fjár­fram­lög til að koma í veg fyrir skerta þjón­ustu

Fjárframlög til að koma í veg fyrir skerta þjónustu.

Þessar tölur end­ur­spegla tækja­kaup, sem að hluta til ættu að telj­ast sem eðli­leg upp­færsla en ég tel þær tölur í heild sinni sem efl­ingu frekar en að reyna að skipta því eitt­hvað upp. Upp­hæðin um “efl­ingu” heil­brigð­is­kerf­is­ins er þannig frekar hærri en hún er í raun og veru, ef eitt­hvað er. Þó það sé ekki eins nákvæm fram­setn­ing og ég myndi vilja, þá er ég að minnsta kosti ekki að draga frá ósann­gjarnar upp­hæð­ir. Ég leyfi vaf­anum að vera rík­is­stjórn­ar­megin hérna. Þau verk­efni sem eftir standa, sem hægt væri að segja að efli heil­brigð­is­kerfið eru þá fram­lag til rekst­urs sjúkra­hót­els, rekstur jáeindaskanna, rekstur útskrifta­deildar á Landa­koti, fram­lag til tækja­kaupa, tæki fyrir Brjósta­mið­stöð, efl­ing geð­heil­brigð­is­þjón­ustu, efl­ing á mönnun í sjúkra­húsa­þjón­ustu, þjónsta við þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is, efl­ing göngu­deildar á Lands­spít­ala og efl­ing geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á BUGL.

Ég gæti dregið frá rekstur sjúkra­hót­els þar sem það ætti að vera hluti af við­brögðum við kerf­is­lægum vexti en það mætti einnig setja slíkt spurn­inga­merki við önnur af þeim atriðum sem að ofan eru tal­in. En þar sem kerf­is­lægur vöxtur er reikn­aður sér er sann­gjarnt að segja að þetta sé við­bót við kerf­is­lægan vöxt, til þess að bregð­ast við slæmu ástandi í heil­brigð­is­kerf­inu. Sam­tals um 3 millj­arðar króna frá 2017, tæp­lega 3% af heild­ar­fram­lögum rík­is­ins til sjúkra­hús­þjónstu til þess að efla kerfið og þá er covid fram­lag upp á 1,8 millj­arða talið með. Án covid erum við þá að tala um rétt rúman millj­arð á fjórum árum til þess að efla sjúkra­húsa­þjón­ustu. Það bæt­ist við rétt um 1% af heild­ar­fjár­fram­lögum til þess að efla rekstur sjúkra­húsa og heil­brigð­is­stofn­anna. Allt annað er nauð­syn­legt við­hald til þess að skerða ekki þjónstu vegna myglu­vanda­mála eða öldr­unar þjóð­ar­inn­ar.

Hluti þings­ins

Þingið gerir aðal­lega tækni­legar breyt­ingar á mál­efna­sviði sjúkra­húsa, milli­færsla fjár­heim­ilda frá einum stað á annan eða upp­færsla vegna breyt­ingar á launa­tölum og þess hátt­ar. Einnig var fjár­heim­ild til bygg­ingar á nýjum lands­spít­ala lækkuð um sam­tals 6 millj­arða vegna tafa við fram­kvæmd­ir. Ég sleppi þeim tölum og legg bara saman þær tölur sem gætu flokk­ast sem efl­ing á starf­semi sjúkra­hús­þjón­ustu. Þetta eru fjár­veit­ingar sem eru sagðar vera vegna þarfa­grein­ingu á nýrri leg­u­álmu á sjúkra­húsin á Akur­eyri. Það gæti auð­veld­lega flokk­ast sem nauð­syn­leg upp­færsla vegna fjölg­unar og öldr­unar þjóð­ar­inn­ar. Einnig er efl­ingar og þróun sér­hæfðrar göngu­deild­ar­þjón­ustu, styrk­ing á rekstr­ar­grunni sjúkra­húss­ins á Akur­eyri, Land­spít­ala og heil­brigð­is­stofn­anna. Styrk­ing á sjúkra­sviði sér­stak­lega og end­ur­nýjun á mynd­grein­ing­ar­bún­aði.

Það væri auð­veld­lega hægt að flokka allt hérna sem fjár­fram­lag til þess að koma til móts við veik­leika, til þess að forða halla­rekstri á venju­legri þjón­ustu en gefum okkur að þetta sé til þess að efla þjón­ustu en ekki til þess að koma til móts við van­mat á fjölgun og öldrun þjóð­ar­innar eða vegna venju­legs við­halds og nauð­syn­legrar upp­færslu á tækja­bún­aði. Þá líta töl­urnar svona út.

Breytingar á málefnasviði sjúkrahúsa sem flokkast geta sem efling á starfsemi sjúkrahúsa.

Meiri­hlut­inn á Alþingi bætir um 900 mlljónum við þann millj­arð sem rík­is­stjórnin hefur lagt í efl­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Eftir stöndum við árið 2021 með rétt tæpa tvo millj­arða umfram eðli­lega upp­bygg­ingu og við­hald í efl­ingu sjúkra­hús­þjón­ustu. Ég met það sem svo að hér sé ég að vera örlátur á upp­hæð­ina, það sé mjög auð­velt að sýna fram á lægri upp­hæð, en án nákvæm­ari gagna get ég ekki með góðri sam­visku gert þetta nákvæmara.

Staðan í dag

Hver er staðan í dag eftir að rík­is­stjórnin er búin að efla sjúkra­hús­þjón­ustu um tæpa tvo millj­arða? Ég býð ekki í að spá því hvernig ástandið væri án þess­ara tveggja millj­arða en hvort staðan í dag sé ásætt­an­leg eft­ir­læt ég öðrum að meta. Mér finnst samt sjálfum staðan aug­ljós­lega vera óásætt­an­leg, en ég er klár­lega hlut­drægur í því mati. Ég vona þó að ég hafi sett stöðu mála nægi­lega skýrt fram til þess að fólk sjái að mín afstaða er ekki ósann­gjörn og sjái einnig hver staða heil­brigð­is­kerf­is­ins sjálfs er. Með því sam­hengi sem ég sýni hér, ætti hver og einn að geta svarað spurn­ing­unni um hvort sjúkra­hús­þjón­usta hafi í raun og veru verið efld í þeim mæli sem rík­is­stjórnin vill hrósa sér fyr­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar