Er skilvirkni virkilega fallegasta orðið?

Þingmaður Viðreisnar skrifar um fyrirliggjandi útlendingafrumvarp.

Auglýsing

Reglu­lega eru fréttum sögur fólks sem hefur leitað hingað til lands hefur leitað eftir að hafa verið á flótta. Því miður heyrum við þessar sögur oft í sam­hengi við að vísa á þessu fólki, kon­um, körlum og börnum úr landi. Við munum til dæmis mörg eftir fal­legri sam­kennd­inni sem nem­endur Haga­skóla sýndu skóla­systur sinni Zainab Zaf­ari sem íslensk stjórn­völd höfðu ákveðið að senda til Grikk­lands. Sam­staða barn­anna vakti aðdáun þjóð­ar­innar en afstaða stjórn­valda vakti um leið undrun og reiði. Þessi sam­staða og sam­kennd varð til þess að Zainab og bróður hennar Amir og móður þeirra bauðst að vera hér áfram. Sú nið­ur­staða að vísa 15 ára stelpu, bróður hennar og mömmu í ömur­legar aðstæð­urnar sem biðu þeirra í Grikk­landi gekk ein­fald­lega gegn því sem við viljum segja um okkur sem þjóð. Sú nið­ur­staða fór gegn rétt­læt­is­kennd fólks. Við­brögð almenn­ings og mót­mæli skil­uðu árangri í það sinn.

Nú er aftur til með­ferðar á Alþingi frum­varp dóms­mála­ráð­herra um útlend­inga­mál sem felur í sér marg­vís­legar breyt­ing­ar, flestar því miður þannig að þær skerða vernd og rétt­ar­stöðu fólks eins og fjöl­skyldu Zainab. Í stuttu máli má segja að mögu­leikar stjórn­valda á að neita fólki um vernd verða miklir með þessu frum­varpi en mögu­leikar fólks á vernd á Íslandi verða litl­ir.

Í heim­inum öllum eru tugir millj­ónir manna  á flótta í heim­inum en engu að síður eru það sög­urnar af ein­stak­lingum sem snerta okkur mest. Frétta­flutn­ingur hefur verið af sorg­legum sögum fólks, full­orð­inna og barna, sem hefur sótt skjól á Íslandi og svo af ákvörð­unum Útlend­inga­stofn­un­ar. Ábyrgðin er hins vegar stjórn­valda, því það eru stjórn­völd sem hafa samið reglu­verkið í þessum mála­flokki.

Viljum við senda fólk til Grikk­lands?

Fólk sem hefur fengið alþjóð­lega vernd ann­ars staðar mun lítið skjól eiga hér verði frum­varp dóms­mála­ráð­herra að lög­um. Ekki skiptir máli í hvaða löndum sú vernd hefur boð­ist, sem er þó það atriði sem öllu máli skiptir því við vitum að það er eng­inn sem til dæmis óskar sér þess að fara til Grikk­lands þar sem aðstæður fólks á flótta hafa vakið heims­at­hygli. Rök­stuðn­ing­ur­inn er sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raun­veru­legri þörf“ fyrir vernd hér­lend­is. Í umsögn Rauða kross­ins  benda sam­tökin á að það sé óal­gengt að fólk sem veitt hefur verið alþjóð­lega vernd í ríkjum norður Evr­ópu sæki um vernd á Íslandi. „Stærsti hóp­ur­inn kemur frá Grikk­landi, Ítalíu og Ung­verja­landi, þar sem aðstæður flótta­fólks eru óvið­un­and­i.“

Auglýsing
Frumvarp dóms­mála­ráð­herra boðar skil­virkni og ein­fald­ari máls­með­ferð. Það er sann­ar­lega mik­il­vægt að stytta máls­með­ferð­ar­tíma en það er hins vegar ekki skil­virknin sem hefur sem hefur truflað almenn­ing þegar fólki hefur verið vísað burt. Styttri máls­með­ferð­ar­tími er nefni­lega ekki stóri sann­leik­ur­inn hér þegar nið­ur­staðan verður vond. Nem­endum Haga­skóla sárn­aði ekki skortur á skil­virkni, heldur skort­ur­inn á sam­kennd. Fólk átti erfitt með þá til­hugsun að senda börn út í ömur­legar aðstæð­ur. Í því sam­bandi er þögn barna­mála­ráð­herra í þessum mála­flokki áber­andi.

Sam­kennd er svarið

Auð­vitað er ekki hægt að gera allt fyrir alla og mat þarf að fara fram á aðstæðum fólks sem hingað leitar eftir vernd og það á að for­gangs­raða í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda. Það er verk­efn­ið, og alls ekki ein­falt, að draga lín­una í þeim efn­um. Þar gætu stjórn­völd létt mjög á þessu kerfi ef aðrar leiðir væru tækar fyrir fólk að setj­ast hér að. Það myndi fækka umsækj­endum ef auð­veld­ara væri fyrir útlend­inga utan Evr­ópu að koma hingað og búa vegna vinnu.

Grein­ar­gerð með frum­varpi er oft eins og speg­ill á laga­setn­ing­una. Þessi grein­ar­gerð birtir skýrt hvað átt er við með ein­fald­ari máls­með­ferð og skil­virk­ari. Þar er boðað að við megum eiga von sé fleiri sögum eins og sögu Zainab Zaf­ari, af fólki sem senda á til Grikk­lands. Veik­ari staða fólks á flótta heitir í grein­ar­gerð­inni: ein­föld og skil­virk máls­með­ferð. Máls­með­ferðin er sögð eiga að vera skýr­ari en áður og gagn­sæ. Það er póli­tíkin að baki mál­inu því miður líka: Skýr og gegn­sæ. Við höfum sem þjóð glaðst yfir sam­stöðu og sam­kennd á erf­iðum tímum og í því ljósi er sorg­legt að á Alþingi liggur fyrir stjórn­ar­frum­varp sem stendur fyrir hið gagn­stæða.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar