Er skilvirkni virkilega fallegasta orðið?

Þingmaður Viðreisnar skrifar um fyrirliggjandi útlendingafrumvarp.

Auglýsing

Reglulega eru fréttum sögur fólks sem hefur leitað hingað til lands hefur leitað eftir að hafa verið á flótta. Því miður heyrum við þessar sögur oft í samhengi við að vísa á þessu fólki, konum, körlum og börnum úr landi. Við munum til dæmis mörg eftir fallegri samkenndinni sem nemendur Hagaskóla sýndu skólasystur sinni Zainab Zafari sem íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið að senda til Grikklands. Samstaða barnanna vakti aðdáun þjóðarinnar en afstaða stjórnvalda vakti um leið undrun og reiði. Þessi samstaða og samkennd varð til þess að Zainab og bróður hennar Amir og móður þeirra bauðst að vera hér áfram. Sú niðurstaða að vísa 15 ára stelpu, bróður hennar og mömmu í ömurlegar aðstæðurnar sem biðu þeirra í Grikklandi gekk einfaldlega gegn því sem við viljum segja um okkur sem þjóð. Sú niðurstaða fór gegn réttlætiskennd fólks. Viðbrögð almennings og mótmæli skiluðu árangri í það sinn.

Nú er aftur til meðferðar á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingamál sem felur í sér margvíslegar breytingar, flestar því miður þannig að þær skerða vernd og réttarstöðu fólks eins og fjölskyldu Zainab. Í stuttu máli má segja að möguleikar stjórnvalda á að neita fólki um vernd verða miklir með þessu frumvarpi en möguleikar fólks á vernd á Íslandi verða litlir.

Í heiminum öllum eru tugir milljónir manna  á flótta í heiminum en engu að síður eru það sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Fréttaflutningur hefur verið af sorglegum sögum fólks, fullorðinna og barna, sem hefur sótt skjól á Íslandi og svo af ákvörðunum Útlendingastofnunar. Ábyrgðin er hins vegar stjórnvalda, því það eru stjórnvöld sem hafa samið regluverkið í þessum málaflokki.

Viljum við senda fólk til Grikklands?

Fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd annars staðar mun lítið skjól eiga hér verði frumvarp dómsmálaráðherra að lögum. Ekki skiptir máli í hvaða löndum sú vernd hefur boðist, sem er þó það atriði sem öllu máli skiptir því við vitum að það er enginn sem til dæmis óskar sér þess að fara til Grikklands þar sem aðstæður fólks á flótta hafa vakið heimsathygli. Rökstuðningurinn er sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Í umsögn Rauða krossins  benda samtökin á að það sé óalgengt að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd á Íslandi. „Stærsti hópurinn kemur frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi.“

Auglýsing
Frumvarp dómsmálaráðherra boðar skilvirkni og einfaldari málsmeðferð. Það er sannarlega mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma en það er hins vegar ekki skilvirknin sem hefur sem hefur truflað almenning þegar fólki hefur verið vísað burt. Styttri málsmeðferðartími er nefnilega ekki stóri sannleikurinn hér þegar niðurstaðan verður vond. Nemendum Hagaskóla sárnaði ekki skortur á skilvirkni, heldur skorturinn á samkennd. Fólk átti erfitt með þá tilhugsun að senda börn út í ömurlegar aðstæður. Í því sambandi er þögn barnamálaráðherra í þessum málaflokki áberandi.

Samkennd er svarið

Auðvitað er ekki hægt að gera allt fyrir alla og mat þarf að fara fram á aðstæðum fólks sem hingað leitar eftir vernd og það á að forgangsraða í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda. Það er verkefnið, og alls ekki einfalt, að draga línuna í þeim efnum. Þar gætu stjórnvöld létt mjög á þessu kerfi ef aðrar leiðir væru tækar fyrir fólk að setjast hér að. Það myndi fækka umsækjendum ef auðveldara væri fyrir útlendinga utan Evrópu að koma hingað og búa vegna vinnu.

Greinargerð með frumvarpi er oft eins og spegill á lagasetninguna. Þessi greinargerð birtir skýrt hvað átt er við með einfaldari málsmeðferð og skilvirkari. Þar er boðað að við megum eiga von sé fleiri sögum eins og sögu Zainab Zafari, af fólki sem senda á til Grikklands. Veikari staða fólks á flótta heitir í greinargerðinni: einföld og skilvirk málsmeðferð. Málsmeðferðin er sögð eiga að vera skýrari en áður og gagnsæ. Það er pólitíkin að baki málinu því miður líka: Skýr og gegnsæ. Við höfum sem þjóð glaðst yfir samstöðu og samkennd á erfiðum tímum og í því ljósi er sorglegt að á Alþingi liggur fyrir stjórnarfrumvarp sem stendur fyrir hið gagnstæða.

Höfundur er þingmaður Viðreisnar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar