Eru Píratar að nálgast takmark sitt um að þurfa ekki að vera til?

Auglýsing

Píratar hafa nú mælst með yfir 30 pró­sent fylgi í skoð­ana­könn­unum frá því í febr­ú­ar. Þótt margir sem láta stjórn­mála­aflið fara æv­in­týra­lega í taug­arnar á sér tali í síbylju um að Píratar séu bóla sem hafi oft blás­ist áður upp í íslenskri stjórn­mála­sögu þá er ekki svo. Engin nýlegur flokk­ur ­sem á þegar kjörna full­trúa á þingi hefur náð slíkum hæðum í skoð­ana­könn­unum og eng­inn hefur haldið þeim í jafn langan tíma. Í fylgi Pírata end­ur­spegl­ast enda bæði krafa um breyttar áherslur við stýr­ingu sam­fé­lags­ins, vilji til að almenn­ingur fái að koma beint að fleiri ákvörð­unum og óþol fyrir því hvern­ig ­stjórn­mál hafa verið stunduð í allt of langan tíma.

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, ­þing­maður Pírata, var í við­tali við mbl.is í byrjun sept­em­ber, í kjöl­far þess að flokkur hans mæld­ist enn og aftur með mest fylgi íslenskra flokka. Þar var­aði hann við því að staða Pírata gæti breyst snögg­lega þegar nær dræg­i ­kosn­ing­um, með inn­komu nýrra fram­boða og að hinir flokk­arnir hlytu að end­ur­skoða sína stöðu og breyta við­horfum sinna til ákveð­inna mála, í ljós slæ­legs fylg­is. „„Von­andi verð­ur­ það í þá átt að það verði ekki jafn mik­il þörf á okk­­ur. Við vilj­um hel­st ekki þurfa að vera til. Það væri best ef það væri eng­in þörf á lýð­ræð­is- og ­kerf­is­breyt­ing­­um. Það væri best ef það væri til sam­keppni um lýð­ræð­is­um­bæt­­ur ­meðal ann­arra flokka. Jafn­­vel ef fylgið fer nið­ur, þá er það ekki sjálfu sér­ ekki áhyggju­efni ef það ger­ist á rétt­um for­­send­um,“ sagði Helgi Hrafn. Ósk hans virð­ist vera komin á rek­spöl í átt að ræt­ast. Að minnta kosti að hluta.

Auglýsing

Meira frjál­syndi, minna íhald

Tveir lands­fundir fjór­flokka fóru fram um helg­ina. Vinstri græn sam­þykktu meðal ann­ars á sínum fundi ályktun þar sem rík áhersla var lögð á heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og að vægi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslna við að útkljá mál verði auk­ið, sem eru bæði á meðal helstu bar­áttu­mála Pírata.

En stóru breyt­ing­arnar áttu sér stað hjá ­Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Á lands­fundi hans storm­uðu inn hund­ruð ung­liða vopn­uð allskyns breyt­ing­ar­til­lögum á stefnu flokks­ins. Ljóst er að mörgum kristnum íhalds­mann­inum hef­ur ­svelgst alveru­lega á kaff­inu þegar krafa ung­lið­anna um nýjan gjald­mið­il, aðskiln­að ­ríkis og kirkju, aukið net­frelsi, aflagn­ingu refsi­stefnu í fíkinefna­mál­u­m, ­aukin mann­rétt­indi handa trans- og inter­sex­fólki, til­færslu hjóna­vígslna al­farið til sýslu­manna, aflagn­ingu manna­nafna­nefnd­ar, að sam­kyn­hneigðir karl­menn ­fái að gefa blóð, að kvóta­kerfið í land­bún­aði verði afnumið og að kosn­inga­ald­ur verði lækk­aður í 16 ár, voru lagðar fram.

Og ekki skán­aði það þegar þorri til­lagn­anna hlut­u braut­ar­gengi í mál­efna­nefnd­um. Þótt allar kröfur ung­lið­anna hafi ekki náð í gegn á end­anum höfðu þær gríð­ar­lega áhrif á lands­fund­inn og nið­ur­stöðu hans. Það end­ur­spegl­að­ist ágæt­lega í kosn­ingu Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, sem hafð­i ­leitt hóp­inn, sem rit­ara.

Skila­boðin voru skýr: Meira frjáls­lyndi, minna íhald.

Vör­uð­ust ekki eft­ir­lík­ingar

Ljóst er að ein­hverjir sjálf­stæð­is­menn höfðu óttast ­ná­kvæm­lega þessa nið­ur­stöðu í aðdrag­anda lands­fund­ar. Davíð Odds­son, fyrrum ­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, reyndi til að mynda að leggja mönnum lín­urnar í leið­ara á föstu­dag sem bar yfir­skrift­ina „Varist eft­ir­lík­ing­ar“. Þar sagði Davíð að stjórn­mála­mönnum sem horfðu til kann­ana væri vorkun og að P­íratar stæðu ekki fyrir neitt. Það ætti ekki að ein­henda sér í að apa upp­ eftir þeim sem mæl­ast með mest fylgi. Í stað þess ætti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að skerpa á sínum áhersl­um. Það hefði hann gert þegar Kvenna­list­inn mæld­ist með meira fylg­i en hann fyrir tæpum ald­ar­fjórð­ungi og þá skil­aði það góðri útkomu í kosn­ing­um og rík­is­stjórn­ar­setu.

Í lok leið­ar­ans sagði síð­an: „Sagt er að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vilji nú krukka í stjórn­ar­skrána, þótt ekki sé minnsti áhugi fyrir því hjá stuðn­ings­mönnum þess flokks. Eina ástæð­an, ­sem upp er gef­in, er að það sé svo píra­ta­legt og því kannski væn­legt til­ ­fylg­is­aukn­in­ar! Trúa menn því virki­lega? Sé svo, er langt í vax­andi traust“.

Hlust­uðu ekki á varn­að­ar­orð Dav­íðs

SJálf­stæð­is­menn virð­ast ekki hafa hlustað á varn­að­ar­orð Dav­íðs. Á meðal þeirra álykt­anna sem sam­þykktar voru á lands­fund­in­um voru loka­á­lyktun stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar, þar sem segir m.a.: „Lands­fund­ur ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins leggur áherslu á að til­teknir kaflar og ákvæð­i ­stjórn­ar­skrár­innar verði tekin til end­ur­skoð­un­ar. Í stjórn­ar­skránni ætti að vera ákvæði um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur, þannig að til­tekið hlut­fall atkvæð­is­bærra ­manna geti knúið fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um ein­stök laga­frum­vörp.“

Í loka­á­lyktun efna­hags- og við­skipta­nefndar flokks­ins seg­ir m.a.: „Ís­lenska krónan í höftum getur ekki verið fram­tíð­ar­gjald­mið­ill ­þjóð­ar­innar ef Íslend­ingar vilja eiga þess kost að taka átt í alþjóð­legri ­sam­keppni. Kanna skal til þrautar upp­töku myntar sem gjald­geng er í al­þjóða­við­skiptum í stað íslensku krón­unnar og gefa lands­mönnum og fyr­ir­tækj­u­m frelsi til að ákveða hvaða gjald­mið­ill hentar þeim best.“

Þótt á öðrum stað segi að hag Íslands sé best borgið utan­ ­Evr­ópu­sam­bands­ins, og að við­ræður við það verði ekki teknar upp að nýja fyrr en að lok­inni þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, er ljóst að krafa um nýjan gjald­miðil ýtir ­flokknum aftur nær aðild­ar­daðri. Það var að minnsta kosti nið­ur­staða Seðla­banka Ís­lands, í ítar­legri skýrslu um mögu­leika Íslands í gjald­miðla­málum sem birt var fyrir rúmum þremur árum, að þeir mögu­leikar væru tveir: íslensk króna eða ­upp­taka evru með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Fær­ast nær Pírötum

Píratar sam­þykktu fyrr á þessu ári að lofa íslensku þjóð­inn­i, ­fái flokk­ur­inn umboð hennar til þess í næstu kosn­ing­um, að Alþingi mun­i að­al­lega fjalla um og sam­þykkja tvö mál. „Í fyrsta lagi að sam­þykkja nýja stjórn­ar­skrá þar sem til­lögur stjórn­laga­ráðs sem verði lagðar til­ grund­vallar og í öðru lagi boða til bind­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu vegna um­sóknar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Að þessum málum afgreiddum verði boð­að til nýrra Alþing­is­kosn­inga svo ný stjórn­ar­skrá geti tekið gild­i“.

Þótt fáir telji það lík­legt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn muni kúvend­ast í frjáls­lynd­isátt á næsta eina og hálfa árinu, þótt margar sam­þykktar lands­fund­ar­á­lykt­anir end­ur­spegli að lítið sé að breyt­ast í sögu­legri varð­stöðu flokks­ins um sjáv­ar­út­veg, land­búnað og þjóð­kirkju, og þótt stjórn­mála­menn kjósi að túlka álykt­anir flokka sinna mjög frjáls­lega þegar á reyn­ir, þá voru stór skref stigin um helg­ina.

Hluti nýsam­þykktra álykt­anna Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru nefni­lega nokkuð nærri áherslum Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None