Fátækt er stundum ekki fátækt

Eggert Gunnarsson segir í aðsendri grein að við verðum horfast í augu við þá staðreynd að fátækt, léleg lífskjör og óréttlæti séu enn svo sannarlega til staðar – þó að árangri hafi verið náð þá sé enn langt í land.

Auglýsing

Fyrir stuttu var ég að skruna á flakki um Face­book, alls ekki að leita að neinu sér­stöku svo sem. Þá rakst ég á þetta mynd­band þar sem Mich­ael nokkur Parenti tal­ar. Þetta er gömul ræða og honum er mikið niðri fyr­ir.

Ég kunni lítil deili á ræðu­mann­inum og ætl­aði bara að halda skrun­inu áfram en eitt­hvað hélt aftur af mér og ég horfði til enda á þetta mynd­skeið.

Mich­ael Parenti þessi er banda­rískur stjórn­mála­fræð­ingur og sagn­fræð­ingur sem hefur rann­sakað og skrifað bækur og greinar meðal ann­ars um heims­valda­stefnu, kynja­mis­mun­un, kyn­þátta­hyggju og lofts­lags­mál.

Hann lýsir því yfir að þriðja heims ríki séu ekki fátæk og segir jafn­framt að ekki sé farið til fátækra ríkja til að vinna sér inn pen­inga. Mynd­bandið er frá níunda ára­tugnum svo að þetta eru ekki ný sann­indi heldur hefur ein­hver grafið þetta mynd­skeið upp úr kompu gleymsk­unn­ar.

Auglýsing

Parenti heldur áfram og segir að í ver­öld­inni séu í raun fá fátæk ríki. Þetta er nokkuð sem ég hef verið að velta fyrir mér. Marg­vís­leg vanda­mál blasa við þeim ríkjum sem hafa verið skil­greind sem fátæk og þriðja heims ríki.

Vanda­málin eru oft af völdum nátt­úru­ham­fara; þurrka, flóða og óveð­urs. Þessi ríki stríða einnig við ýmis önnur vanda­mál sem ég ætla að snerta á hér laus­lega.

Vanda­málin sem við er að glíma víða í Afr­íku, í Suð­ur­-Am­er­íku og sums staðar í Asíu eru af sama eða svip­uðum meiði. Þarna ríkir land­lægur ójöfn­uður og fátækt er mikil en auður einnig gríð­ar­leg­ur.

Meiri­hluti íbú­anna býr við fátækt, jafn­vel örbirgð, fær ekki tæki­færi til að mennta sig, heilsu­gæsla er af skornum skammti og leiðir til þess að hafa í sig og á eru oft tor­fær­ar. Þegar upp­skeru­brestur verður eru góð ráð dýr og oft fáar eða engar leiðir út úr vand­an­um.

Þegar það ger­ist senda alþjóða­stofn­anir og ríki heims neyð­ar­hjálp til að halda íbúum svæð­anna á lífi en litlar ráð­staf­anir eru gerðar til að hjálpa fólk­inu að vinna sig út úr raunum sín­um. Það stendur í besta falli í sömu sporum þegar ham­för­unum linn­ir.

Tón­leikar til bjargar bág­stöddum

Vel mein­andi popp­stjörnur hafa reynt að leggja hönd á plóg við að safna fé þegar neyðin kveður að. Það gerðu tón­list­ar­menn­irnir Bob Geldof og Midge Ure þegar þeir skipu­lögðu Live Aid-tón­leik­ana til þess að safna fé fyrir bág­stadda sem þjáð­ust vegna hung­ursneyðar í Eþíópíu á árunum 1983 til 1985.

Þurrk­arnir voru ekki það eina sem íbúar Eþíópíu áttu við að glíma heldur hafði rík­is­stjórnin tak­mark­aðan áhuga á að hjálpa þeim sem rak þarna í nauð­ir.

Live Aid

Laug­ar­dag­inn þrett­ánda júlí 1985 voru tón­leikar haldnir sam­tímis á Wembley-­leik­vang­inum í London frammi fyrir um 72 þús­und manns og aðrir tón­leikar á John F. Kenn­edy leik­vang­inum í Fíla­delfíu í Banda­ríkj­un­um. Þá tón­leika sóttu 89.484.

Fámenn­ari tón­leikar voru haldnir til dæmis í Sov­ét­ríkj­un­um, Kana­da, Júgóslavíu, Aust­ur­ríki, Ástr­alíu og Vest­ur­-Þýska­landi. Þetta var feiki­lega vel heppnað fram­tak og talið er að 1,9 millj­arðar manna í um 150 löndum hafi horft á sjón­varps­út­send­ingu frá tón­leik­unum á meðan þeir stóðu.

Það var um 40% af íbúum jarðar á þessum tíma. Þrátt fyrir gott gengi Live Aid er enn deilt um hversu vel tókst til við að koma þeim 245 millj­ónum Banda­ríkja­dala sem söfn­uð­ust, til þeirra sem sann­ar­lega þurftu á hjálp að halda.

Nú er talið að mikið af fénu hafi ratað beint í vasa Meng­istu Haile Mariam sem öllu réði í Eþíóp­íu, frá 1974 til 1991. Hann var leið­togi marx­ista sem tóku völdin í land­inu eftir að keis­ar­inn Haile Selassie missti stjórn á rík­inu í kjöl­far mik­illar hung­ursneyð­ar.

Mengistu Haile Mariam Mynd: Wiki Commons

Árið 1991 flúði Meng­istu land og leit­aði hælis hjá Robert Mugabe í Zimbabwe en hæsti­réttur Eþíópíu dæmdi Meng­istu til dauða fyrir þjóð­ar­morð í heima­land­inu árið 2008. Hann lifir þó enn.

Vitað er að hann var hinn mesti fauti sem gekk milli bols og höf­uðs á þeim sem hann taldi vera óvini sína. Jafn­vel er talið að eitt­hvað af söfn­un­ar­fénu hafi verið notað til að kaupa vopn en ekki mat fyrir þurf­andi. Allar líkur eru einnig taldar á að Meng­istu hafi hirt eitt­hvað til einka­nota.

Live Aid er enn ein birt­ing­ar­mynd afskipta vest­rænna manna sem eru ekki eins heilla­væn­legar og ætla má, fyrir þau sem hjálp­ina þurfa. Geldof var að vísu aðlaður fyrir vikið af Elísa­betu II Breta­drottn­ingu sem honum þótti örugg­lega vænt um.

En sífelld birt­ing skelfi­legs lífs hungr­aðra íbúa Eþíópíu á sjón­varps­skján­um, olli því sem kalla mætti eins konar hörm­unga-­þreytu meðal Vest­ur­landa­búa. Þreytan sú varð til þess að fjöl­margir stungu hausnum end­an­lega í sand­inn og vilja ekk­ert vita meira af ógn­ar­at­burðum sem eiga sér stað ann­ars staðar í heim­in­um.

Hvað er þá til ráða?

Oft verður fátt um svör þegar stórt er spurt en hörm­ungar líkt og annað fela í sér mynstur og svip­aðir atburðir end­ur­taka sig. Þá er kannski vert að líta til baka og spyrja hvers vegna auðnum er mis­skipt svona voða­lega og hvers vegna sagan end­ur­tekur sig á meðan eig­endur fjár­magns heims­ins auðg­ast sífellt meira en þau sem sitja í súp­unni á hinum end­anum fá minna og minna í sinn hlut?

Eins og Mich­ael Parenti kemur að er það ekki rétt að þriðja heims ríki séu fátæk heldur er mis­skipt­ing mikil og gríð­ar­legir fjár­munir og ríki­dæmi safn­ast á fárra hend­ur. Ógrynni verð­mæta hverfur frá þessum ríkjum sem arður og einnig með ólög­mætum hætti í formi hrá­efna.

Eitt dæmi sem kemur upp í hug­ann er mál sem teng­ist indónesíska fyr­ir­tæk­inu Rimb­unan Hijau. Fyr­ir­tæki hefur stundað skóg­ar­högg í Papúa Nýju Gíneu og víðar og hefur verið sakað um að fella skóga án þess að færa til bókar hversu mikið magn. Rík­is­stjórn Papúa Nýju Gíneu hefur verið sökuð um að leyfa fyr­ir­tæk­inu að fara sínu fram.

Auglýsing

Mútur eru algengar til að liðka fyrir leyf­is­veit­ingum og öðrum fyr­ir­greiðsl­um. Það er að vísu vanda­mál sem landið hefur átt lengi við að glíma líkt og svo mörg þró­un­ar­land­anna. Nú eru hinir víð­feðmu skógar lands­ins farnir að láta veru­lega á sjá og spurn­ingar um fram­ferði fyr­ir­tæk­is­ins verða áleitn­ari.

Hér er talað á breiðum grund­velli og þykkur pens­ill not­aður til að reyna að finna það sem er sam­merkt en ekki það sem er sér­tækt.

Rót vand­ans eða rætur hans?

Þau ríki sem falla undir skil­grein­ing­una þriðja heims ríki, þró­un­ar­ríki eða fátæk ríki voru nán­ast öll nýlendur undir stjórn vest­rænna ríkja. Að vísu var Eþíópía aldrei nýlenda þó að Ítalir reyndu að koma henni undir sín yfir­ráð með inn­rás árið 1936.

Nýlendu­stefnan byggir í stórum dráttum á því að valda­mikið ríki hafði völdin í valda­m­inna ríki til lengri eða skemmri tíma, einkum í ásókn eftir auð­lind­um. Þó var til að nýlendu­veldin söfn­uðu land­svæðum til að auka hróður sinn og iðu­lega urðu „eig­enda­skipti“ á land­svæðum eftir hern­að­ar­brölt eða í hrossa­kaupum milli ráða­manna.

Nýlendur lutu stjórn nýlendu­velda sem þýddi að íbúar þeirra höfðu lítið með það að gera að ákveða sín örlög. Landa­mæri eru oft kveikja deilna og hern­að­ar­á­taka í eft­ir­mála nýlendu­stefn­unn­ar.

Þeir stjórn­mála­menn sem unnu fyrir og báru hag nýlendu­veld­anna fyrir brjósti höfðu í mörgum til­vikum lítið sem ekk­ert skyn­bragð á það hvernig ætt­bálka­tengslum var háttað innan þeirra land­svæða sem þeir réðu og að með ákvörð­unum sínum skáru þeir hreint og beint nána ætt­ingja hvern frá öðrum með penna­strikum á papp­ír.

Í Afr­íku voru flest landa­mæri dregin á kort af nýlendu­herr­unum og víða ríkir sú skipt­ing enn­þá.

Kort frá árinu 1911

Hver var ástæða þess að stór­veldi í Evr­ópu og síðar Banda­rík­in, Japan og jafn­vel Kína keppt­ust um að sölsa undir sig nýlend­ur? Jú, ríkin skorti til dæmis hrá­efni og auð­vitað vinnu­afl. Það vinnu­afl sem var sótt til nýlendn­anna var ekki bara ódýrt, þau sem voru hneppt í þræl­dóm fengu ekki vinnu­laun, þau gengu kaupum og sölum og höfðu enga stjórn á eigin lífi.

Þó að nú sé horft til þess að þrælar hafi kostað sitt þegar þeir gengu kaupum og sölum þá má einnig hugsa sér að þeir sem keyptu þræla sendu þá út á akra, til vinnu í verk­smiðjum og svo fram­vegis hafi auðg­ast á því að ræna mann­eskjur mann­rétt­ind­um.

Þræl­arnir eign­uð­ust börn sem urðu eign þræla­haldar­anna og áfram hélt þessi ljóta saga og sjaldn­ast varð þeim aft­ur­kvæmt þó að und­an­tekn­ingar hafi verið þar á. Okkar eigin Guð­ríður Sím­on­ar­dótt­ir, stundum kölluð Tyrkja Gudda – þó að ekki hafi hún verið hneppt í ánauð til Tyrk­lands heldur til Alsír, komst heim aft­ur.

Þræla­hald var og er smánar blettur sem seint verður máður af þeim ríkjum sem tóku þátt í því. Enn er þeirri sögu ekki lokið þar sem þeir sem eru af öðrum kyn­þætti og eru afkom­endur þræla verða iðu­lega fyrir miklu mis­rétti.

Raddir sem kalla eftir hreinum kyn­þáttum og trúa því að einn sé ofar öðrum vilja koma þessum svoköll­uðu vand­ræða­geml­ingum aftur til síns heima og vilja ekki heyra á það minnst að allt það sem hefur gerst og breyst síðan þræla­hald var afnumið á vest­ur­löndum hafi ekki dugað til að gera upp það mál.

Þó margt hafi áunn­ist þá eru brotala­mir í lög­gæslu og rétt­ar­gæslu víða veru­leg­ar.

Þræla­hald er tíðkað í heim­inum í dag og það eru allar líkur á því að við höfum keypt vörur sem fram­leiddar voru af fólki sem hneppt var í þræl­dóm. Áður fyrr seldu þró­un­ar­löndin hrá­efnin án þess að vinna þau á nokkurn hátt.

Á þessu hefur orðið breyt­ing og oft eru vörur unnar í þeim ríkjum sem auð­lind­irnar eiga upp­runa sinn í. Þetta hefur vita­skuld góð áhrif á efna­hag ríkj­anna en enn er fátæktin og órétt­lætið mik­ið.

Við njótum góðs af þess, að því er virð­ist, þar sem þetta á sam­kvæmt kap­ít­al­ískum kenn­ingum að halda verð­inu til neyt­enda niðri. Þessi þróun hefur auð­vitað einnig mikil áhrif á auð­söfnun þeirra ofur­ríku.

Nýlendur öðl­ast sjálf­stæði

Á seinni hluta 18. aldar kröfð­ust þrettán nýlendur í Norð­ur­-Am­er­íku sjálf­stæðis og lýstu yfir stofnun ríkis árið 1776. Smám saman misstu Spán­verjar og Portú­galar sínar nýlendur og æ fleiri nýlendur víða um heim tóku að krefj­ast sjálf­stæðis og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­ar.

Eftir að heim­ur­inn allur hafði í tvígang háð blóð­ugar og gríð­ar­lega kostn­að­ar­samar styrj­aldir á fyrri hluta tutt­ug­ustu ald­ar­innar var nokkuð af Evr­ópu­ríkjum dreg­ið, enda þurftu þau flest að end­ur­byggja eigin inn­viði að síð­ari heims­styrj­öld lokið auk þess sem valda­hlut­föll færð­ust til. Þegar nýlend­urnar vildu hver af annarri fá sjálf­stæði þá var iðu­lega orðið við þeirri ósk.

Það sem hins vegar gerð­ist var að þau kerfi sem þessi lönd ætl­uðu að nota til að stjórna sér sjálf voru oft sett á lagg­irnar af van­þekk­ingu og van­mætti sam­an­ber það að þau erfðu oft landa­mærin sem nýlend­urnar höfðu ákveðið sín á milli.

Evr­ópsku nýlendu­veldin höfðu haldið í horf­inu og stjórnað með harðri hendi, stundum deilt og drottnað rétt eins og Róm­verjar forð­um.

Auglýsing

Bret­ar, Frakkar og örugg­lega hin nýlendu­veldin áttu það til að slátra inn­fæddum ef þeir vildu fá að hafa meiri stjórn á sínum mál­um. Útrým­ing­ar­búðir voru fundnar upp á nýlendu­tím­anum þó að Þjóð­verjar hafi sann­ar­lega full­komnað það dráp­stól í seinni heims­styrj­öld­inni. Sjálf­stæð­is­bar­átta er enn háð víða um heim.

Þegar nýlend­urnar fengu sjálf­stæði virt­ist fram­tíðin iðu­lega björt en fljót­lega tók að fjara undan gleð­inni og í sumum til­vikum bár­ust ætt­bálkar á bana­spjót­um, ein­ræð­is­herrar steyptu kjörnum full­trúum sem voru að vísu ekki alltaf barn­anna bestir þó að þeir hafi sigrað í kosn­ing­um.

Oftar en ekki fór allt á versta veg. Það má til sanns vegar færa og segja að nýlendu­veldin skil­uðu ekki alltaf af sér góðu búi. Stór­fyr­ir­tæki tóku að sumu leyti við kefl­inu af rík­is­vald­inu og vildu halda áfram að skara eld að eigin köku. Með ýmsum ráðum komust hjá því að greiða rétt og sann­gjarnt verð fyrir það sem þau tóku.

Afr­íku­ríki eru, eða voru, rík af auð­lindum og ef sann­girni hefði ráðið ferð er lík­legt að þró­un­ar­ríkin eða þriðja heims ríkin hefðu kom­ist betur á legg en raun ber oft vitni, en það varð því miður ekki raun­in.

Græðgi þeirra sem sótt­ust í hrá­efni, hvort sem um var að ræða eðal­málma, aðra málma eða namibískan fisk var og er, ótæpi­leg. Fátækir íbúar land­anna sitja eftir og vita ekki sitt rjúk­andi ráð. Fátæktin kemur því til vegna mis­skipt­ingar en ekki vegna skorts á skipt­an­legum auði.

Nauru í Eyja­álfu er gott dæmi um tak­marka­laust rán utan­að­kom­andi afla á nátt­úru­auð­lind­um. Eyjan var alsett fos­fati sem var und­ir­staða efna­hags­ins en eftir að síð­ustu mol­arnir voru numdir af yfir­borði eyj­unnar árið 1990 hefur efna­hag­ur­inn verið í rúst. Ástr­alía hefur séð um að reka hana og talað er um að lítið fari fyrir sjálf­stæði eyj­ar­skeggja um þessar mund­ir.

Ástr­alir vilja auð­vitað fá eitt­hvað fyrir sinn snúð og fengu þá snjöllu hug­mynd að setja á stofn búðir fyrir þá sem sótt­ust eftir því að setj­ast að í Ástr­alíu á eyj­unni.

Það er flótta­fólk sem beið þess að fá að vita hvort umsókn þess um land­vist­ar­leyfi yrði svarað ját­andi eða neit­andi. Snjall­ræði fannst áströlskum stjórn­völdum en þessar búðir hafa sætt mik­illi gagn­rýni. Fram­tíð Nauru er mjög óviss og nú er svo komið að vegna þess­ara aðstæðna geta eyja­skeggjar enga björg sér veitt.

Þeir gerðu til­raun að koma eyj­unni á kortið sem skatta­skjóli en það gekk ekki alveg sem skyldi heldur og því lítur út fyrir að Naur­u-­búar séu heillum horfn­ir.

Kort af Eyjaálfu Mynd: Aðsend

Íbúar Bouga­in­ville sem heyrir undir Papúa Nýju-Gíneu sam­þykktu nýverið að lýsa yfir sjálf­stæði. Í um þrjá­tíu ár hafa íbúar eyj­unnar átt í átökum til að losa sig undan oki þess vold­uga fyr­ir­tækis Rio Tinto sem rak kop­ar­námu þar á bæ.

Sömu­leiðis lögðu heima­menn kapp á að losna undan yfir­ráðum Papúa Nýju-Gíneu. Eyja­skeggjum þótti þeir bera harla lítið úr bít­um, nema mengun og lélegan efna­hag þar sem arð­ur­inn af námunni komst aldrei til þeirra heldur fór að megn­inu til í vasa fyr­ir­tæk­is­ins og í fjár­hirslur Papúa Nýju-Gíneu.

Enn er er allt á huldu um hvort og hvenær sjálf­stæði verður komið á og þá á eftir að ræða um það hvort opna eigi kop­ar­námuna aft­ur.

Hverjir græða?

Auð­vitað græða auð­valdið og stjórn­ar­herr­arnir á því ástandi sem skap­ast og spill­ing verður alls­ráð­andi. Greiðslur sem koma hvergi fram ganga á milli manna til að smyrja hjól græðginn­ar.

Fyr­ir­tæki eru mjög fær í að skjóta tekjum undan skatti og leggja þess vegna tak­markað til sam­neyslu og upp­bygg­ingar þeirra ríkja þangað sem hrá­efnið og vinnu­aflið er sótt. Þegar auð­lind er upp­urin verður fátt til bjargar þar sem ekki hefur verið hugað að því að byggja þjóð­fé­lögin upp.

Mennt­un­ar­stig íbú­anna er lágt, heilsu­gæsla bág­borin og inn­viðir land­anna í mol­um. Fjölgun fólks og þau auknu vanda­mál sem henni fylgir bæta ekki úr skák. Trú­ar­stofn­anir eins og kaþ­ólska kirkjan hafa verið mik­ill þrándur í götu við að stemma stigu við allt of miklu barna­láni.

Hér má finna hlekk á Worldomet­ers, eina mögn­uð­ustu vef­síðu okkar tíma. Að horfa á töl­urnar tifa upp á við á fólks­fjölda­klukk­unni með miklum hraða skelfir mig. Hvernig og hvar mun þetta enda?

Íbúar jarð­ar­innar verða innan skamms 7,9 millj­arð­ar. Á bak­við þessa tölu eru ein­stak­lingar sem allir eiga rétt á að eiga gott líf, fá nóg að borða, hafa aðgang að ómeng­uðu vatni, að eiga vísa heilsu­gæslu, tæki­færi til mennta og til atvinnu til að sjá sér og sínum far­borða.

Það er þó ekki raunin og á meðan fólki er ekki bent á leiðir til að geta notið ásta án þess að úr verði barn þá er ein­sýnt að áfram haldi fjölg­un­in. Trú­ar­stofn­an­ir, sem mik­ill fjöldi leitar til, banna notkun getn­að­ar­varna og segja að þau skila­boð komi frá Guði sjálf­um. Þetta hefur auð­vitað einnig áhrif á útbreiðslu sjúk­dóma. Sjúk­dóma sem oft valda þján­ing­ar­fullum og ótíma­bærum dauð­daga.

Heimur versn­andi fer, eða hvað?

Það er með þessa spurn­ingu eins og allar aðrar að ekk­ert eitt ákveðið svar er til. Engin töfra­lausn, nema ef vera kynni að við tækjum okkur tak og reyndum að breyta því sem breyta þarf.

Það er ekki spurn­ing að það kerfi sem við lifum við er komið í öng­stræti og þeir sem ráða ríkjum vilja annað hvort ekki eða geta ekki fundið leið út úr vand­an­um. Hræðslu­á­róður óprútt­inna manna er hávær, áróður sem snýst um það að verja það sem þeir eiga og neita að gefa eft­ir, já og vilja meira.

Barack Obama Mynd: EPA

Árið 2017 sagði Barack Obama, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, í við­tali við Harry Breta­prins á BBC að mann­kynið lifi nú á bestu tímum allra tíma. „Já, það er margt sem við getum glaðst yfir. Mann­kynið hefur fundið lækn­ingu við mörgum sjúk­dómum og dregið hefur úr örbirgð. Helsta ógn mann­kyns felst í lofts­lags­breyt­ing­um,“ sagði for­set­inn.

Það má örugg­lega taka undir með Obama en það verður líka að horfast í augu við þá stað­reynd að fátækt, léleg lífs­kjör og órétt­læti eru enn svo sann­ar­lega til stað­ar. Þó að árangri hafi verið náð þá er enn langt í land og ekki vitum við enn hvaða áhrif óvæntur heims­far­aldur hefur til fram­tíðar víða um heim.

Allt teng­ist þetta, en ein helsta ástæða hnatt­rænu hlýn­un­ar­innar er einmitt sú að við kaupum dót og drasl sem gengur fljótt úr sér, lendir á haug­unum og við kaupum nýtt þess í stað.

Þörfin til að fram­leiða og auka gróða ár frá ári, svo­kall­aður hag­vöxt­ur, hefur komið okkur í mik­inn vanda. Við heyrum um og sjáum afleið­ingar þessa á hverjum degi. Hægt hefur gengið að snúa frá notkun olíu og enn eru kol brennd sem eykur á vand­ann.

Skógar eru rudd­ir, brenndir og höggnir til að fram­leiða timbur og að taka meira land undir mat­væla­fram­leiðslu. Þetta hefur allt áhrif á hnatt­ræna hlýnun og nú heyrum við fréttir af miklum hit­um, met falla um víða ver­öld.

Ástandið er ekki gæfu­legt og eina leiðin sem er fær til að kom­ast eitt­hvað áleiðis út úr því er að breyta um kúrs og vera sam­taka um að bjarga því sem bjarga verður áður en það er um sein­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar