Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við

Núverandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er í „besta falli ágæt byrjun“ til að uppfylla skilyrði Parísarsamningsins, skrifar Eyþór Eðvarðsson, frambjóðandi Viðreisnar. Áætlunin sé engan veginn fullnægjandi og taka verði miklu stærri skref.

Auglýsing

Það þarf ekki að fjöl­yrða um mik­il­vægi þess að stöðva hlýnun jarðar en sam­kvæmt vís­inda­mönnum heims blasir mjög alvar­leg staða við okkur jarð­ar­búum ef ekki tekst að halda hlýn­un­inni undir 1.5°C. Við erum nú þegar komin upp fyrir 1°C og að óbreyttu mun hit­inn fara yfir 1.5° innan 10 ára. Þetta þýðir að hnatt­rænt verður að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (GHL) um helm­ing á næstu 10 árum og það er risa­vaxið verk­efni stjórn­mála­manna í dag.

Við Íslend­ingar erum ekki und­an­skildir þeirri áskorun enda erum við með lang­mestu losun GHL í Evr­ópu á ári eða um 44 tonn á mann á meðan Lúx­em­borg vermir annað sætið með 18 tonn. Með­al­l­osun á mann í heim­inum er rúm 4 tonn. Á heims­vísu erum við í flokki mestu umhverf­is­sóða heims og ein­ungis Qatar með meiri los­un, miðað við höfða­tölu.

Heild­ar­losun Íslands er tæp 14 millj­ónir tonna. Ef illa farið land er talið með er los­unin tæp 18 millj­ónir tonna en til sam­an­burðar er losun GHL í Nor­egi 55 millj­ónir tonna.

Auglýsing

Núver­andi aðgerða­á­ætlun stjórn­valda miðar að sam­drætti upp á 1,5-2 millj­ónir tonna árið 2030 (af 18 millj­ón­um) sem er besta falli ágæt byrjun til að upp­fylla skil­yrði Par­ís­ar­samn­ings­ins, en minnsti hluti los­unar GHL Íslands fellur þar und­ir. Aðgerða­á­ætl­unin er því engan veg­inn full­nægj­andi, taka verður miklu stærri skref.

Það stytt­ist í kosn­ingar og stefnur stjórn­mála­flokk­anna eru að líta dags­ins ljós. Ekki munu allar aðgerðir skila árangri í lofts­lags­málum en til að ná stórum skrefum strax þarf að ein­blína á nokkur atriði. Gagn­legt væri því að kjós­endur myndu krefja stjórn­mála­menn svara við nokkrum mik­il­vægum spurn­ingum þegar kemur að aðgerðum í lofts­lags­mál­um.

Fyrsta spurn­ingin til stjórn­mála­manna er: Hvernig á að fá land­eig­endur fram­ræsts vot­lendis til að end­ur­heimta það?

Heimild: Umhverfisstofnun

Líkt og sjá má á mynd­inni frá Umhverf­is­stofnun er heild­ar­los­unin (án illa far­ins lands sem nemur 4 millj­ónum tonna) tæp 14 millj­ónir tonna. Sjá má að flokk­ur­inn Land­notkun og skóg­rækt er langstærsti los­un­ar­þátt­ur­inn en hann sam­anstendur af fram­ræstu vot­lendi upp á 9,5 millj­ónir tonna og bind­ingu frá skóg­rækt upp á 446 þús­und tonn.

Líkt og sjá má eru land­eig­endur fram­ræsts vot­lendis almennt ekki að taka ábyrgð á losun GHL frá sínu landi, meira þarf til.

Raun­hæft er að stöðva losun frá fram­ræstu landi eða um 6,6 millj­ónum tonna og án þess að ganga á land­bún­að­ar­land í ræktun en vel innan við 15% af fram­ræstu vot­lendi er í rækt­un.

Önnur spurn­ing til stjórn­mála­manna er: Hvernig á að stöðva losun frá illa förnu landi þ.e. stöðva land­eyð­ingu?

Næst­mesta los­unin er frá illa förnu landi sem að stórum hluta má rekja til langvar­andi ofbeitar sauð­fjár á við­kvæmum gróð­ur­svæð­um. Svæðið sem um ræðir er stórt og krefst sam­starfs margra aðila.

Þriðja spurn­ingin til stjórn­mála­manna er: Hvernig á að stór­auka bind­ingu GHL?

Magn GHL í and­rúms­loft­inu er allt of mikið og ljóst að það verður að reyna að ná því eins mikið niður og hægt er sem fyrst. Við höfum tvær leiðir til þess, ann­ars vegar með gróðri og hins vegar með tækni eins og að binda í berg líkt og Car­bFix er að gera og lofar mjög góðu. Bind­ing GHL í skóg­rækt er 446 þús­und tonn á ári og með lít­illi fyr­ir­höfn mætti marg­falda hana.

Fjórða spurn­ingin til stjórn­mála­manna er: Hvernig inn­leiðum við hringrás­ar­hag­kerfi hratt og örugg­lega?

Dagur auð­linda jarð­ar­innar (Earth Overs­hoot Day) er í ár 29. júlí en það er sá dagur árs­ins sem auð­lindir jarð­ar­innar duga í sjálf­bærri nýt­ingu. Rest­ina af árinu, þ.e. ágúst, sept­em­ber, októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber, erum við að ganga á auð­lindir jarð­ar­inn­ar. Miðað við vist­spor okkar jarð­ar­búa þyrftum við 1,7 jarðir til að standa undir núver­andi nýt­ingu auð­linda. Vist­spor Íslands er langt yfir heims­með­al­tal­inu og ekki hollt fyrir nokkur mann að reikna út hvað við þyrftum margar jarðir ef allir væru eins og við.

Við eigum bara eina jörð og því verðum því að aðlaga og breyta okkar hegð­un. Þetta snýst um hvað við veljum að kaupa, hvernig við ferð­um­st, hvaða mat við veljum að borða, hvaða vörur við fram­leiðum og hvaða efni við not­um. Við verðum að hætta að sóa og henda hlutum og nýta þá aftur og aft­ur. Breyta þarf kerf­inu og við­horfum almenn­ings.

Fleiri spurn­ingar ættu heima hér en mik­il­vægt er að kjósa stjórn­mála­flokk sem hefur sann­fær­andi stefnu um hvernig eigi að takast á við þetta stærsta mál sam­tím­ans. Það er mikið í húfi.

Höf­undur er á fram­boðs­lista Við­reisnar í Krag­an­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar