Fjórða þorskastríðið

Örn Bárður Jónsson segir að málflutningur stjórnmálaflokka og fyrirtækja sem háð hafa stríð á hendur eigin þjóð eigi ekki framtíð fyrir sér.

Auglýsing

Að herja merkir að fara með her gegn ein­hverj­um. Skylt sögn­inni er nafn­orðið sam­herji sem hefur reyndar yfir sér jákvæðan blæ í her­lausu landi. Í ljóði Huldu um land og þjóð segir m.a.:

Með frið­sæl býli, ljós og ljóð,

svo langt frá heims­ins víga­slóð.

Nýlega skrif­aði ég vini mínum afmælis­kveðju á Face­book og byrj­aði svohljóð­andi: „Til ham­ingju með dag­inn, kæri vin­ur, sveit­ungi og sam­herj­i.“ Ég hik­aði við og strik­aði út orðið sam­herji. Hvers vegna? Ástæðan er sú að búið er að að tjarga og fiðra þetta ann­ars fal­lega orð, geng­is­fella það og eyði­leggja. Það hafa stjórn­endur fyr­ir­tækis nokk­urs með sama heiti gert, útgerðar sem hagn­ast hefur á gjafa­kvóta, sem fært hefur þeim afl og tæki­færi til að fara um víðan völl með vafasömum hætti, út fyrir öll sið­mörk. Þeir eru þess nú megn­ugir í krafti auðs að reka sína eigin leyni­þjón­ustu með mönnum sem svífast einkis og leggja fólk í ein­elti sem gagn­rýnir fram­göngu þeirra hér á landi, í Fær­eyj­um, Namibíu og vítt og breitt um heim­inn. Helztu for­kólfar fyr­ir­tæk­is­ins hafa nú rétt­ar­stöðu sak­born­inga á Íslandi og eru sumir eft­ir­lýstir erlend­is. Hátt­semi þeirra skaðar ekki aðeins fjár­hag þessa lands og ímynd heldur skaðar það um leið sjálft tungu­mál­ið!

Auglýsing

Sam­þjöppun auðs í höndum manna með skert sið­vit er lýð­ræð­inu hættu­legt. Hættan er fólgin í því að menn geti haft óeðli­leg áhrif á skoð­anir fólks með því m.a. að kaupa upp fjöl­miðla og stjórna þannig umræð­unni í land­inu eins og dæmin sanna.

Hollt er að þekkja sið­vit og speki Háva­mála:

Svo er auður

sem auga­bragð

hann er valt­astur vina.

Til er annað orð sem mér er hug­leikið þessa dag­ana og það er orðið mótherji sem merkir and­stæð­ing­ur, leik­maður í and­stæðu liði. Nú hafa stjór­mála­flokkar þeir sem eru sann­kall­aðir sam­herjar Sam­herja náð völdum á Íslandi og ætla engu að breyta sé horft til rétt­lætis handa lands­ins börn­um. Þessir sam­herjar Sam­herja hafa þar með gerst mótherjar eigin þjóðar og lýst yfir stríði á hendur henni sem er svo skyni skroppin að hafa kosið and­stæð­inga rétt­læt­is­ins yfir sig.

Árgalli

Nýliðnar kosn­ingar voru okkur sem þjóð eins­konar próf í sið­viti. Árið 2009 rit­aði Njörður P. Njarð­vík grein í DV er bar heit­ið: „Ef árgalli kemur í sið­u.“ Hann vitnar í Kon­ungs skugg­sjá þar sem rætt er um erfitt árferði en svo er farið skrefi lengra og dýpra með þank­ann eins og fram kemur í þess­ari til­vitn­un:

Nú er sá einn ótaldur árgalli er miklu er þyngri einn en allir þessir er nú höfum vér talda, ef óáran kann að koma í fólkið sjálft er byggir landið eða enn heldur ef árgalli kemur í siðu þeirra og man­vit og með­ferðir er gæta skulu stjórnar lands­ins. ... En ef óáran verður á fólk­inu eða á siðum lands­ins þá standa þar miklu stærstir skaðar af, því að þá má ei kaupa af öðrum löndum með fé, hvorki siðu né man­vit ef það týn­ist eða spillist er áður var í land­inu (Kgs45, 51).

Margar eru raunir manna. Sið­vit telst til auðs, til verð­mæta hjá hverri þjóð. Sið­vit er ákveð­inn höf­uð­stóll, eins­konar gjald­eyr­is­forði, sem nú virð­ist hafa rýrnað hræði­lega.

Hinir nýju „sig­ur­veg­ar­ar“ kosn­ing­anna, eru sann­kall­aðir sam­herjar Sam­herja og mótherjar fólks­ins í land­inu. Allt of margir kjós­endur hafa illu heilli orðið fyrir árgalla á siðu. Þjóðin veit ekki lengur sitt rjúk­andi ráð.

Þorska­stríðin

For­seti vor, Guðni Th. Jóhann­es­son, rit­aði bók­ina Þorska­stríðin þrjú. Þau kost­uðu miklar fórnir en ávinn­ing­ur­inn varð mik­ill. Þessi ávinn­ingur hefur nú verið afhentur nokkrum fjöl­skyldum á silf­ur­fati og þær ásamt mótherjum þjóðar sinnar vilja nú sem fyrr engu breyta í „landi tæki­færanna“ þegar kemur að rétt­látri skipt­ingu auð­æfa þjóð­ar­inn­ar. Land tæki­fær­anna er auð­vitað um leið land tæki­fær­is­sinna. Mótherjar þjóð­ar­innar hafa ögrað henni með alvar­legum hætti, svikið hana og beitt órétti, háð stríð gegn henni.

Hvað er þá til ráða? Þjóðin þarf að taka til varna í þessu Fjórða þorska­stríði. Varnir þær eru ekki mót erlendri þjóð heldur inn­lendum árás­ar­her. Þetta er inn­an­lands­stríð, borg­ara­styrj­öld um grund­vall­ar­mann­rétt­indi. For­rétt­inda­stéttin í land­inu hefur kostað öllu til að halda bæði völdum og ver­ald­ar­gæðum sem til­heyra þjóð­inni, þér og mér, okkur öll­um.

Þyngra er það en tárum taki að þurfa að grípa til vopna í eigin landi. Við verðum að berj­ast sem þjóð gegn svik­unum því þau er svo him­in­hróp­andi órétt­lát. En vopn okkar eru ekki úr málmum eða byssupúðri, heldur vopn raka og orð­ræðu, rétt­lætis og sann­leika.

Rétt­lætið mun sigra

Við, sem eigi unum órétti, munum vinna þetta stríð með sið­vitið að vopni, en um leið þarf að byggja það upp aftur hjá þeim sem hafa glutrað því niður í holta­þokum flokk­anna, sem hrann­ast hafa upp að und­ir­lagi sam­herja Sam­herja og mótherja þjóð­ar­inn­ar. Þeir hafa nú enn á ný dregið þjóð­ina á asna­eyrum hennar sjálfrar og það tókst því sið­vit­inu var kastað á glæ í kjör­klefum lands­ins.

Við sem þráum rétt­lætið ætlum að vinna þetta stríð með snörpum rökum og sið­vit að vopn­um.

Mál­flutn­ingur flokk­anna og fyr­ir­tækj­anna sem háð hafa stríð á hendur eigin þjóð á ekki fram­tíð fyrir sér.

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­­ar­­prest­ur.

- - -

*Sam­herji í þess­ari grein er pars pro toto/hluti fyrir heild, sam­heiti notað um útgerðar­að­al­inn í land­inu.

**For­maður Sós­í­alista­flokks­ins, Gunnar Smári Egils­son, not­aði heitið Fjórða þorska­stríðið í mál­flutn­ingi sínum fyrir kosn­ing­arnar 2021. Þetta sama heiti hefur mallað innra með mér um langt skeið en ég hef ekki notað það í grein fyrr en nú. En þökk sé Gunn­ari Smára fyrir að hafa sett það á flot í umræð­unni. Kannski gerðu fleiri einmitt það sama? Ég veit það ekki.

Í spil­ar­anum hér fyrir neðan má hlusta á höf­und lesa grein­ina:

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar