Framsókn daðrar ekki lengur við rasista, heldur skipar þá í nefndir

Auglýsing

Í gær skipaði Framsóknarflokkurinn yfirlýstan andstæðing Islam og samkynhneigðra í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Maðurinn, Gústaf Níelsson, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að honum þætti sérkennilegt að Mannréttindaráðið væri til. Það væri „einhverskonar gerviþörf sem vinstrimenn á Íslandi búa til“.

Gústaf styður samtökin PEGIDA á Íslandi og spyr hvort það sé vondur félagsskapur. PEGIDA samtökin eru samtök fólks gegn Islamvæðingu Evrópu. Þau eru stofnuð af Lutz Bachmann, margdæmdum sakamanni, sem vill að sett verði lög sem skylda þá útlendinga sem fái landvistarleyfi að „aðlagast þýsku samfélagi“. Skilgreiningin á aðlögun í þessu samhengi er sú að útlendingar eigi að vera hvítari, kristnari og vestrænni.

Að lokum spyr Gústaf: „Þykja mönnum þetta fínar breytingar á þjóðfélögum okkar eða hvað?“

Auglýsing

Gústaf sagði líka að íslenskir stjórnmálamenn hafi „valið sér hlutverk konunnar í ofbeldissambandinu sem tiplar á tánum í kringum ofbeldismann af ótta við óvænt viðbrögð hans. Þannig tipla stjórnmálamenn á tánum í kringum múslima. Og afleiðingin er að verða skelfileg." Að lokum spyr Gústaf: „Þykja mönnum þetta fínar breytingar á þjóðfélögum okkar eða hvað?“

Útlendingaandúðin sett í fimmta gír


Í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga var Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skyndilega gerð að oddvita samansuðuframboðs Framsóknarflokksins og því sem kallaðist flugvallarvinir. Ástæðan var sú að fylgi flokksins var að mælast undir þrjú prósent. Sveinbjörg virtist ekki líkleg til stórræðanna fyrr en hún mætti í viðtal átta dögum fyrir kosningar og sagði: „á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna“. Í viðtali við Vísi sagðist hún hafa „búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“

Tvennt gerðist í kjölfarið. Fylgi Framsóknarflokksins stórjókst og útlendingaandúð var allt í einu orðið aðalkosningarmálið í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Forysta Framsóknarflokksins tók enga skýra afstöðu gegn þessum ummælum. Sveinbjörg túlkaði „þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“.

Forysta Framsóknarflokksins tók enga skýra afstöðu gegn þessum ummælum. Sveinbjörg túlkaði „þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“.

Daginn fyrir kosningar var Sveinbjörg svo gestur í þættinum „Stóru málin“ á Stöð 2. Þar greip Sveinbjörg frammí fyrir öðrum frambjóðanda og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“

Formaður Framsóknarflokksins tjáði sig ekki í níu daga


Framsókn fékk 10,7 prósent atkvæða og tvo borgarfulltrúa. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, tjáði sig fyrst efnislega um málið daginn eftir kosningar, níu dögum eftir að upphafleg ummæli Sveinbjargar féllu. Hann hafði samt sem áður verið þráspurður um það í aðdraganda kosninganna.

Eina sem frá honum hafði komið um málið í millitíðinni var pistill sem hann birti á heimasíðu sinni þar sem hann sagði það vera „með ólíkindum hvað menn leggjast sumir lágt í tilraunum til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Þegar menn seilast svo langt að saka heilu hópana um kynþáttaníð að ósekju þá er það ekki bara alvarlegt mál fyrir þá sem fyrir því verða heldur fyrir samfélagið allt.“

Daginn eftir kosningarnar mætti Sigmundur Davíð í sjónvarpsþáttinn Eyjuna og sagði að það að gera upp á milli trúarbragða væri ekki í anda stefnu Framsóknarflokksins og sagðist telja að það hefði verið það sem frambjóðendur flokksins voru að ræða í aðdraganda kosninganna. Það væri óþolandi að rasistastimpill væri á flokknum og að umræðan hefði farið út í öfgar. Sér væri verulega misboðið.

Í viðtalinu tók Sigmundur Davíð líka þann pól í hæðina að ummæli Sveinbjargar Birnu snérust um skipulagsmál, ekki andúð á múslimum. Hún hefði bara verið á móti staðsetningu mosku og því að trúfélög fengu fríar lóðir, ekki á móti múslimum.

Þetta er línan sem borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa fylgt síðan. Að ummælin hafi verið sett fram í hálfkæringi og snérust einvörðungu um skipulagsmál. Þótt ummælin beri öll sannarlega vott um annað.

Viðbrögð erlendis, þetta er fáviti


Eftir hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi er útlendingaandúð, og sérstaklega andúð gegn múslimum, gríðarlega stórt mál. Hreyfingar sem þrífast á fáfræði og reiði hafa eflst gríðarlega undanfarin misseri með því að breiða út einfeldningslegan hatursboðskap sinn. Álfan er púðurtunna.

Leiðtogar stærstu Evrópuríkjanna hafa tekið mjög afdráttarlausa afstöðu í þessari umræðu. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kallaði til að mynda Steven Emerson, álitsgjafa Fox sjónvarpsstöðvarinnar sem sagði að allir íbúar Birmingham séu múslimar og að fólk af öðrum trúarbrögðum ætti ekki að hætta sér þangað, fávita. Hann hikaði ekki.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur líka verið umbúðalaus og beinskeytt í öllum sínum yfirlýsingum. Hún tók þátt meðal annars þátt í friðargöngu í Berlín í síðustu viku þar sem barist var fyrir opnu og umburðarlyndu samfélagi.

Talandi um göngur þá mættu bæði Cameron og Merkel í samstöðugöngu í París í kjölfar voðaverkanna þar. Þangað mættu líka tugir annarra þjóðarleiðtoga, meðal annars allir forsætisráðherrar Norðurlandanna. Þ.e. nema Íslands. Sigmundur Davíð var upptekinn. Það tók ráðuneyti hans þrjá daga að senda frá sér opinbera yfirlýsingu um fjarveru hans.

Tökum umræðuna


Þeir sem háværastir eru í boðun á hræðslu sinni við allt sem er ekki hvítt, kristið og með herraklippingu kalla iðulega eftir því að við „tökum umræðuna“.

Sá stjórnmálaflokkur sem leiðir ríkisstjórn landsins skipaði mann sem segir homma vera öfugsnúna, afbrigðilega og óeðlilega sem fulltrúa sinn í Mannréttindaráð Reykjavíkur.

Tökum þá umræðuna og ræðum hlutina umbúðalaust. Sá stjórnmálaflokkur sem leiðir ríkisstjórn landsins skipaði mann sem segir homma vera öfugsnúna, afbrigðilega og óeðlilega sem fulltrúa sinn í Mannréttindaráð Reykjavíkur. Mann sem er þeirrar skoðunar að hommar eigi ekki að fá að giftast. Mann sem líkir múslimum við ofbeldismann sem lemur konuna sína ef hún hlýðir honum ekki og alhæfir að næst fjölmennustu trúarbrögð heims séu að valda breytingum á þjóðfélagi okkar sem eru ekki „fínar“. Þessi maður var skipaður af borgarstjórnarfulltrúum flokksins, sem boðnir voru fram í umboði forystu flokksins.

Það sem vantar í þessa umræðu er að benda á vandamálin sem hinir hötuðu útlendingar eru að valda hérlendis. Þau eru nefnilega ekki til staðar.

Til að setja umræðuna í samhengi þá er vert að rifja upp að í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 leiddi Einar Skúlason Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Hann var árum saman framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, þekkingar- og þjónustufyrirtækis á sviði fjölmenningar og mannréttinda.Til að umræðan sé hreinskiptin þá er því eðlilegt að viðurkenna að það hefur orðið eðlisbreyting á afstöðu Framsóknarflokksins til fjölmenningasamfélagsins. Hún hefur færst frá Einari til Gústafs. Það að reyna að neita því er eins og að segja að það sé vafaatriði hvort vatn sé blautt.

Þörf á skýrri afstöðu


Sjálfstæðisflokkurinn átti sitt Framsóknar-moment í síðustu viku þegar Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, viðraði hugmyndir um að bakgrunnur allra múslima á Íslandi yrði kannaður vegna þess að hann væri hræddur um að þeir væru hryðjuverkamenn. Sjálfstæðismenn brugðust hart við. Enginn tók undir með honum. Ungliðar sögðust skammast sín fyrir að vera í sama flokki og Ásmundur og áður en dagurinn var liðinn var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, búinn að taka af allan vafa um hvar forysta flokksins stendur í þessum málum.

Útlendingaandúðarumræðan sem frambjóðendur Framsóknarflokksins nýttu sér til að komast í borgarstjórn fékk að grassera í meira en sjö mánuði án þess að forysta flokksins hafi brugðist við. Það gerðist fyrst í dag eftir að hommahatari með múslimaóþol var skipaður sem fulltrúi flokksins í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar.  Og það voru allt aðrir forystumenn en formaðurinn sem sáu um þá hörku. Eina sem Sigmundur Davíð hefur sagt er að skipan Gústafs hafi verið mistök.

Viljum við einstrengingslegt, eintóna og þröngt samfélag sem elur á hræðslu við hið óþekkta með fáfræði og hatri.

Viljum við einstrengingslegt, eintóna og þröngt samfélag sem elur á hræðslu við hið óþekkta með fáfræði og hatri. Eða viljum við búa í opnu og fjölbreyttu samfélagi þar sem fólk með mismunandi skoðanir, mismunandi trúarbrögð, mismunandi húðlit, mismunandi kynhneigð og mismunandi [hvaða orð sem er] lifir saman og ber virðingu fyrir því að það eru ekki allir steyptir í sama mótið.

Framsóknarflokkurinn er hættur að daðra við rasista og farinn að skipa þá í nefndir. Ef Gústaf Níelsson og þær skoðanir sem borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa boðað eru það sem koma skal hjá Framsóknarflokknum þá á þjóðin sem hann stýrir rétt á að fá að vita það.

Svo hún geti brugðist við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None