Framsókn daðrar ekki lengur við rasista, heldur skipar þá í nefndir

Auglýsing

Í gær skip­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn yfir­lýstan and­stæð­ing Islam og sam­kyn­hneigðra í Mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar. Mað­ur­inn, Gústaf Níels­son, sagði í sam­tali við RÚV fyrr í dag að honum þætti sér­kenni­legt að Mann­réttinda­ráðið væri til. Það væri „ein­hvers­konar gervi­þörf sem vinstri­menn á Íslandi búa til“.

Gústaf styður sam­tökin PEG­IDA á Íslandi og spyr hvort það sé vondur félags­skap­ur. PEG­IDA sam­tökin eru sam­tök fólks gegn Islam­væð­ingu Evr­ópu. Þau eru stofnuð af Lutz Bach­mann, marg­dæmdum saka­manni, sem vill að sett verði lög sem skylda þá útlend­inga sem fái land­vist­ar­leyfi að „að­lag­ast þýsku sam­fé­lag­i“. Skil­grein­ingin á aðlögun í þessu sam­hengi er sú að útlend­ingar eigi að vera hvít­ari, kristn­ari og vest­rænni.

Að lokum spyr Gúst­af: „Þykja mönnum þetta fínar breyt­ingar á þjóð­fé­lögum okkar eða hvað?“

Auglýsing

Gústaf sagði líka að íslenskir stjórn­mála­menn hafi „valið sér hlut­verk kon­unnar í ofbeld­is­sam­band­inu sem tiplar á tánum í kringum ofbeld­is­mann af ótta við óvænt við­brögð hans. Þannig tipla stjórn­mála­menn á tánum í kringum múslima. Og afleið­ingin er að verða skelfi­leg." Að lokum spyr Gúst­af: „Þykja mönnum þetta fínar breyt­ingar á þjóð­fé­lögum okkar eða hvað?“

Útlend­inga­andúðin sett í fimmta gírÍ aðdrag­anda síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga var Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir skyndi­lega gerð að odd­vita sam­an­s­uðu­fram­boðs Fram­sókn­ar­flokks­ins og því sem kall­að­ist flug­vall­ar­vin­ir. Ástæðan var sú að fylgi flokks­ins var að mæl­ast undir þrjú pró­sent. Svein­björg virt­ist ekki lík­leg til stór­ræð­anna fyrr en hún mætti í við­tal átta dögum fyrir kosn­ingar og sagði: „á meðan við erum með þjóð­kirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rét­trún­að­ar­kirkj­una“. Í við­tali við Vísi sagð­ist hún hafa „búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á for­dóm­um, heldur reynslu.“

Tvennt gerð­ist í kjöl­far­ið. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins stórjókst og útlend­inga­andúð var allt í einu orðið aðal­kosn­ing­ar­málið í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í Reykja­vík. For­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins tók enga skýra afstöðu gegn þessum ummæl­um. Svein­björg túlk­aði „þögn for­yst­unnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“.

­For­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins tók enga skýra afstöðu gegn þessum ummæl­um. Svein­björg túlk­aði „þögn for­yst­unnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn“.

Dag­inn fyrir kosn­ingar var Svein­björg svo gestur í þætt­inum „Stóru mál­in“ á Stöð 2. Þar greip Svein­björg frammí fyrir öðrum fram­bjóð­anda og sagði: „Vilt þú búa í sam­fé­lagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síð­ustu viku, að það er refsi­vert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsi­vert að þvinga fólk í hjú­skap.“

For­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins tjáði sig ekki í níu dagaFram­sókn fékk 10,7 pró­sent atkvæða og tvo borg­ar­full­trúa. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, tjáði sig fyrst efn­is­lega um málið dag­inn eftir kosn­ing­ar, níu dögum eftir að upp­haf­leg ummæli Svein­bjargar féllu. Hann hafði samt sem áður verið þrá­spurður um það í aðdrag­anda kosn­ing­anna.

Eina sem frá honum hafði komið um málið í milli­tíð­inni var pist­ill sem hann birti á heima­síðu sinni þar sem hann sagði það vera „með ólík­indum hvað menn leggj­ast sumir lágt í til­raunum til að koma höggi á póli­tíska and­stæð­inga. Þegar menn seil­ast svo langt að saka heilu hópana um kyn­þátt­a­níð að ósekju þá er það ekki bara alvar­legt mál fyrir þá sem fyrir því verða heldur fyrir sam­fé­lagið allt.“

Dag­inn eftir kosn­ing­arnar mætti Sig­mundur Davíð í sjón­varps­þátt­inn Eyj­una og sagði að það að gera upp á milli trú­ar­bragða væri ekki í anda stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins og sagð­ist telja að það hefði verið það sem fram­bjóð­endur flokks­ins voru að ræða í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Það væri óþol­andi að ras­ista­stimp­ill væri á flokknum og að umræðan hefði farið út í öfg­ar. Sér væri veru­lega mis­boð­ið.

Í við­tal­inu tók Sig­mundur Davíð líka þann pól í hæð­ina að ummæli Svein­bjargar Birnu snér­ust um skipu­lags­mál, ekki andúð á múslim­um. Hún hefði bara verið á móti stað­setn­ingu mosku og því að trú­fé­lög fengu fríar lóð­ir, ekki á móti múslim­um.

Þetta er línan sem borg­ar­full­trúar Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa fylgt síð­an. Að ummælin hafi verið sett fram í hálf­kær­ingi og snér­ust ein­vörð­ungu um skipu­lags­mál. Þótt ummælin beri öll sann­ar­lega vott um ann­að.

Við­brögð erlend­is, þetta er fávitiEftir hryðju­verka­árás­irnar í Frakk­landi er útlend­inga­andúð, og sér­stak­lega andúð gegn múslim­um, gríð­ar­lega stórt mál. Hreyf­ingar sem þríf­ast á fáfræði og reiði hafa eflst gríð­ar­lega und­an­farin miss­eri með því að breiða út ein­feldn­ings­legan hat­urs­boð­skap sinn. Álfan er púð­ur­tunna.

Leið­togar stærstu Evr­ópu­ríkj­anna hafa tekið mjög afdrátt­ar­lausa afstöðu í þess­ari umræðu. David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, kall­aði til að mynda Steven Emer­son, álits­gjafa Fox sjón­varps­stöðv­ar­innar sem sagði að allir íbúar Birming­ham séu múslimar og að fólk af öðrum trú­ar­brögðum ætti ekki að hætta sér þang­að, fávita. Hann hik­aði ekki.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hefur líka verið umbúða­laus og bein­skeytt í öllum sínum yfir­lýs­ing­um. Hún tók þátt meðal ann­ars þátt í frið­ar­göngu í Berlín í síð­ustu viku þar sem barist var fyrir opnu og umburð­ar­lyndu sam­fé­lagi.

Talandi um göngur þá mættu bæði Cameron og Merkel í sam­stöðu­göngu í París í kjöl­far voða­verk­anna þar. Þangað mættu líka tugir ann­arra þjóð­ar­leið­toga, meðal ann­ars allir for­sæt­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna. Þ.e. nema Íslands. Sig­mundur Davíð var upp­tek­inn. Það tók ráðu­neyti hans þrjá daga að senda frá sér opin­bera yfir­lýs­ingu um fjar­veru hans.

Tökum umræð­unaÞeir sem hávær­astir eru í boðun á hræðslu sinni við allt sem er ekki hvítt, kristið og með herra­klipp­ingu kalla iðu­lega eftir því að við „tökum umræð­una“.

Sá stjórn­mála­flokkur sem leiðir rík­is­stjórn lands­ins skip­aði mann sem segir homma vera öfug­snúna, afbrigði­lega og óeðli­lega sem full­trúa sinn í Mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur.

Tökum þá umræð­una og ræðum hlut­ina umbúða­laust. Sá stjórn­mála­flokkur sem leiðir rík­is­stjórn lands­ins skip­aði mann sem segir homma vera öfug­snúna, afbrigði­lega og óeðli­lega sem full­trúa sinn í Mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur. Mann sem er þeirrar skoð­unar að hommar eigi ekki að fá að gift­ast. Mann sem líkir múslimum við ofbeld­is­mann sem lemur kon­una sína ef hún hlýðir honum ekki og alhæfir að næst fjöl­menn­ustu trú­ar­brögð heims séu að valda breyt­ingum á þjóð­fé­lagi okkar sem eru ekki „fín­ar“. Þessi maður var skip­aður af borg­ar­stjórn­ar­full­trúum flokks­ins, sem boðnir voru fram í umboði for­ystu flokks­ins.

Það sem vantar í þessa umræðu er að benda á vanda­málin sem hinir höt­uðu útlend­ingar eru að valda hér­lend­is. Þau eru nefni­lega ekki til stað­ar.

Til að setja umræð­una í sam­hengi þá er vert að rifja upp að í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum árið 2010 leiddi Einar Skúla­son Fram­sókn­ar­flokk­inn í Reykja­vík. Hann var árum saman fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­húss, þekk­ing­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tækis á sviði fjöl­menn­ingar og mann­rétt­inda.Til að umræðan sé hrein­skiptin þá er því eðli­legt að við­ur­kenna að það hefur orðið eðl­is­breyt­ing á afstöðu Fram­sókn­ar­flokks­ins til fjöl­menn­inga­sam­fé­lags­ins. Hún hefur færst frá Ein­ari til Gúst­afs. Það að reyna að neita því er eins og að segja að það sé vafa­at­riði hvort vatn sé blautt.

Þörf á skýrri afstöðuSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn átti sitt Fram­sókn­ar-moment í síð­ustu viku þegar Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður flokks­ins, viðr­aði hug­myndir um að bak­grunnur allra múslima á Íslandi yrði kann­aður vegna þess að hann væri hræddur um að þeir væru hryðju­verka­menn. Sjálf­stæð­is­menn brugð­ust hart við. Eng­inn tók undir með hon­um. Ung­liðar sögð­ust skamm­ast sín fyrir að vera í sama flokki og Ásmundur og áður en dag­ur­inn var lið­inn var Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, búinn að taka af allan vafa um hvar for­ysta flokks­ins stendur í þessum mál­um.

Útlend­inga­andúð­ar­um­ræðan sem fram­bjóð­endur Fram­sókn­ar­flokks­ins nýttu sér til að kom­ast í borg­ar­stjórn fékk að grass­era í meira en sjö mán­uði án þess að for­ysta flokks­ins hafi brugð­ist við. Það gerð­ist fyrst í dag eftir að homma­hat­ari með múslima­ó­þol var skip­aður sem full­trúi flokks­ins í Mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar.  Og það voru allt aðrir for­ystu­menn en for­mað­ur­inn sem sáu um þá hörku. Eina sem Sig­mundur Davíð hefur sagt er að skipan Gúst­afs hafi verið mis­tök.

Viljum við ein­streng­ings­legt, ein­tóna og þröngt sam­fé­lag sem elur á hræðslu við hið óþekkta með fáfræði og hatri.

Viljum við ein­streng­ings­legt, ein­tóna og þröngt sam­fé­lag sem elur á hræðslu við hið óþekkta með fáfræði og hatri. Eða viljum við búa í opnu og fjöl­breyttu sam­fé­lagi þar sem fólk með mis­mun­andi skoð­an­ir, mis­mun­andi trú­ar­brögð, mis­mun­andi húð­lit, mis­mun­andi kyn­hneigð og mis­mun­andi [hvaða orð sem er] lifir saman og ber virð­ingu fyrir því að það eru ekki allir steyptir í sama mót­ið.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er hættur að daðra við ras­ista og far­inn að skipa þá í nefnd­ir. Ef Gústaf Níels­son og þær skoð­anir sem borg­ar­full­trúar Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa boðað eru það sem koma skal hjá Fram­sókn­ar­flokknum þá á þjóðin sem hann stýrir rétt á að fá að vita það.

Svo hún geti brugð­ist við.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None