Framtíðin er hér og nú

Guðlaug Kristjánsdóttir
10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Það er auð­velt að missa sjónar á meg­in­til­gangi og detta í þras. Á stjórn­mála­svið­inu ger­ist þetta gjarnan með þeim hætti að fólkið í póli­tík­inni fer að tala við sjálft sig um sjálft sig.

Björt fram­tíð var meðal ann­ars stofnuð til höf­uðs slíkri iðju. Við viljum fyrir alla muni ræða mál, við fólk, af sann­girni og án upp­hrópana og gera sem minnst af því að „fara í mann­inn“. Umfram allt viljum við þó fram­kvæma, gera gagn og ná fram þeim breyt­ingum sem við teljum nauð­syn­legar til að sam­fé­lagið í land­inu blóm­stri.

Það er svo margt í íslensku þjóð­fé­lagi sem þarf að huga að. Mörg grund­vall­ar­at­riði sem kalla á athygli. Horfum á þau, frekar en hvert á ann­að.

Auglýsing

Íslenskt sam­fé­lag iðar af krafti og frum­kvæði. Ungt fólk er þar í far­ar­broddi, lyft­andi hverju lok­inu á fætur öðru af gömlum fúnum kössum, kallandi eftir breyt­ingum og fram­þró­un.

Almenn­ingur vill miklu frekar ræða hvað á að gera, heldur en hver á að gera það. Full­trúar gamla tím­ans eru hver á fætur öðrum að missa af lest­inni, það fylgi sem ekki er bundið beinum hags­munum tálg­ast af rót­gróna flokka­kerf­inu á meðan það situr fast í fari gam­alla vinnu­bragða, gogg­unarraðar og titla­togs.

Al­menn­ingur vill miklu frekar ræða hvað á að gera, heldur en hver á að gera það. Full­trúar gamla tím­ans eru hver á fætur öðrum að missa af lest­inni, það fylgi sem ekki er bundið beinum hags­munum tálg­ast af rót­gróna flokka­kerf­inu á meðan það situr fast í fari gam­alla vinnu­bragða, gogg­unarraðar og titlatogs.


Staðan



Fram­tíð­ar­tæki­færi Íslands eru ótelj­andi ef okkur auðn­ast að grípa þau. Nógur er kraft­ur­inn, svo mikið er víst.

Gróska á vinnu­mark­aði fram­tíð­ar­innar mun aukast um leið og við stökkvum á þau aug­ljósu færi sem við höfum í þekk­ingu, nýsköpun og þróun ásamt því að gera öllum atvinnu­greinum jafn­hátt undir höfði hvað opin­beran stuðn­ing snert­ir.

Við þurfum að byggja upp sterka inn­viði í fjar­skipt­um, til þess að virkja allar byggðir jafnt, auk þess sem sam­göngur í raun­heimum þurfa að vera í lagi. Í þessu til­liti þarf landið allt að vinna sem heild, enda erum við ekki lengur bara að takast á við fólks­flótta úr sveit í bæ, af lands­byggð í borg, heldur frá landi til umheims. Því fyrr sem við tök­umst á við þann veru­leika, því betra.

Fram­tíð okkar vill opin­bera stað­reynd­ir, tryggja aðgang að gögn­um, vita hvað er á seyði. Og hún er ekki hrædd við að taka frum­kvæð­ið. Á meðan fyrri kyn­slóðir brenndu und­ir­föt og klædd­ust rauðum sokkum er nútím­inn reiðu­bú­inn að afklæð­ast alveg til að þvinga fram opnun á gömlum þagn­ar­gild­um. Við eigum ekki að vera spé­hrædd, við eigum að treysta fólki fyrir upp­lýs­ing­um, þannig eru mestar líkur á að sam­fé­lagið taki virkan þátt í eigin umsýslu.

Fram­tíðin þarf á auð­lind­unum okkar að halda. Hún má ekki við því að þær séu gefnar fáum eða gerðar upp­tækar með öðrum hætti eða þurrausn­ar. Við erum með landið og miðin að láni.

Við verðum að gæta að því hvernig við tökum á móti gest­um, þannig að jafn­vægi náist milli mik­il­vægrar atvinnu­upp­bygg­ingar í ferða­þjón­ustu og varð­veislu þeirra gæða sem fólk er að koma til að upp­lifa. Við þurfum að þora að setja mörk, gest­irnir munu á end­anum þakka okkur fyrir það.

Við verðum að þora að umgang­ast aðrar þjóðir á jafn­ingja­grunni og eigum að axla ábyrgð and­spænis neyð í öðrum löndum sem rekur fólk á flótta. Við eigum að vera mennsk.

Ein verð­mætasta auð­lind fram­tíð­ar­innar er æskan sjálf, sköp­un­ar­kraft­ur­inn. Börnin þurfa að kom­ast í heim­inn, við verðum að tryggja heil­brigð­is­kerfi sem hlúir að ungum fjöl­skyldum hvar sem þær eru og leyfa vaxt­ar­sprot­unum að dafna á leið sinni um mennta­veg­inn. Okkar er að styðja og tryggja örugga og greiða leið til þekk­ing­ar­sköp­un­ar, á þann hátt að kerfið bregð­ist við þörfum not­enda frekar en öfugt.

Íslenskur almenn­ingur er sífellt upp­tek­inn, sífellt starf­andi. Lífs­kjörin leggja fyrir okkur að því er virð­ist von­laust dæmi, þar sem skuld­bind­ingar við­halda sér og vaxa sjálf­krafa en það sem við drögum í bú ekki. Vinnu­vikan okkar er alltof löng, sér­lega ef saman er borið erf­iði og árang­ur.

Kyn­slóð­irnar í land­inu búa við mis­munun hvað hús­næð­is­kjör varð­ar. Yngsta fólkið stendur höllustum fæti og fram­tíð­ar­lausnir láta á sér standa.

Ef ég mætti ráða



Ef ég mætti ráða þá væri Ísland land með góðum og umhverf­is­vænum sam­göng­um, fyrsta flokks heil­brigð­is- og mennta­þjón­ustu, fjöl­skyldu­vænum vinnu­mark­aði sem kall­aði til sín frum­kvöðla á öllum sviðum á grunni nýrrar jafnt sem rót­gró­innar þekk­ingar af öllu tagi. Horfið yrði frá því að byggja störf aðal­lega á stað­bundnum nátt­úru­gæðum og í rík­ara mæli stefnt að landamæra­lausri nýt­ingu þekk­ing­ar.

Hér væri umgengni um landið í jafn­vægi, við tækjum á móti gestum frá öðrum löndum af alúð og ábyrgð, bæði þeim sem kíkja við í svip og hinum sem staldra við.

Við myndum passa upp á auð­lind­irnar okkar og almenn­ingur fengi meiri arð af nýt­ingu þeirra en nú er.

Stofn­anir okkar myndu, í sam­ræmi við þarfir not­enda, styðja vel við íbú­ana á öllum ald­urs­skeið­um. Vinnu­degi fólks væri þannig háttað að næg orka og rými væri fyrir stór­fjöl­skyld­una, sem myndi styðja og hvetja holl félags­leg tengsl þvert á kyn­slóð­ir.

Ef ég mætti ráða þá væri hver og einn ein­stak­lingur met­inn að eigin verð­leikum og aldrei dreg­inn í dilka. Fjöl­breytni væri við­ur­kennd sem verð­mæti, tæki­færi sett framar hindr­unum og kraftar allra nýtt­ir.

Kerfin okkar myndu sýna af sér líf og hreyf­an­leika, ekki leit­ast við að við­halda sjálfum sér heldur búa yfir snerpu til að aðlag­ast breyti­legum þörf­um, hugsa út fyrir kassa og laga sig að not­end­um.

Ef ég mætti ráða þá væri orðið póli­tík ekki blóts­yrði tengt sér­hags­muna­gæslu og poti, heldur væri það sjálf­sögð iðja okkar allra að hafa áhrif á sam­fé­lags­mynd­ina. Áhrif fólks á sam­fé­lagið væru ekki bundin við kosn­ingar á fjög­urra ára fresti, heldur væri hægt að láta til sín taka í raun­tíma. Almenn­ingur ætti að sjálf­sögðu greiða leið að allra­handa upp­lýs­ing­um, sem er frum­for­senda þess að geta tekið upp­lýsta afstöðu hverju sinni.

Ef ég mætti ráða þá væri orðið póli­tík ekki blóts­yrði tengt sér­hags­muna­gæslu og poti, heldur væri það sjálf­sögð iðja okkar allra að hafa áhrif á sam­fé­lags­mynd­ina. Áhrif fólks á sam­fé­lagið væru ekki bundin við kosn­ingar á fjög­urra ára fresti, heldur væri hægt að láta til sín taka í raun­tíma. Almenn­ingur ætti að sjálf­sögðu greiða leið að allra­handa upp­lýs­ing­um, sem er frum­for­senda þess að geta tekið upp­lýsta afstöðu hverju sinni.

Ef ég mætti ráða væru fjár­hags­legur styrkur og rót­gróin ítök ekki lyk­ill að fram­gangi í stjórn­mála­flokk­um, almanna­hagur væri alltaf í for­grunni. Stjórn­mála­fólk myndi sýna í verki að það er kosið til að þjóna almenn­ingi, til­einka sér þjón­andi for­ystu.

Ef ég mætti ráða væri fólki í auknum mæli treyst fyrir eigin vel­ferð. Stutt væri við frum­kvæði á jafn­rétt­is­grund­velli og for­ræð­is­hyggja minnkuð.

Ef ég mætti ráða yrðu settir skýr­ari rammar til að styðja þann hluta sam­fé­lags­þjón­ust­unnar sem rek­inn er af hálf­op­in­berum og einka­að­il­um. Jákvætt yrði tekið í aðkomu fleiri en hins opin­bera að veit­ingu þjón­ustu, ævin­lega þó á for­sendum sam­fé­lags­ins og snúið yrði frá eldri aðferðum sem þjóð­nýta tap en einka­væða gróða. Arð­greiðslur af grunn­þjón­ustu myndu heyra sög­unni til.

Vinnu­vika land­ans er óþarf­lega löng, þrátt fyrir vit­neskju um að lengri vinnu­tími eykur ekki afköst. Enn er launa­fólki frekar umb­unað fyrir yfir­vinnu en aukna þekk­ingu, enn er launa­munur milli kynja. Þetta verður að breyt­ast.

Grund­vall­ar­mann­rétt­indi og jöfn tæki­færi til sam­fé­lags­þátt­töku eiga að vera frum­krafa en ekki afgangs­stærð. Fram­lag til túlka­þjón­ustu á að ráð­ast af fjölda heyrn­ar­lausra en ekki fyr­ir­fram­gef­inni upp­hæð á bók­halds­lykli, svo nýlegt dæmi sé not­að.

Almanna­þjón­ustan á ekki að stjórn­ast af sér­hags­mun­um, kjörnir full­trúar eiga að þjóna almenn­ingi en ekki fjár­sterkum bak­hjörl­um. Stjórn­málin eiga ekki að stjórna fjöl­miðlum heldur á fjórða valdið að fá frið til að starfa óáreitt.

Af hverju er ég að skrifa allt þetta?



Vegna þess að mér finnst umræðan um það hvað þarf að ger­ast vera að falla í skugg­ann fyrir vanga­veltum um það hver á að koma því til leið­ar. Mér finnst umræðan vera að missa sjónar af aðal­at­rið­un­um, af raun­veru­legum til­gangi okkar sem stofn­uðum Bjarta fram­tíð.

Höf­undur situr í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar fyrir Bjarta fram­tíð og er for­seti bæj­ar­stjórn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None