Gamla valdið upplifir máttleysi sitt

Auglýsing

Björn Bjarna­son, sem einu sinni var einn valda­mesti maður lands­ins, hefur verið að dunda sér við að reyna að draga úr trú­verð­ug­leika Kjarn­ans und­an­farna daga vegna skrifa okkar um þá nið­ur­stöðu Per­sónu­verndar að lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi brotið lög. Alls hefur Björn ritað fjórar færslur um okkur á einni viku.

Nið­ur­staða Per­sónu­verndar er reyndar alveg skýr. Í nið­ur­stöð­unni segir að emb­ætt­is­færslan hafi brotið í bága við lög. Og það er nið­ur­staða allra fjöl­miðla sem lesið hafa úrskurð­inn utan Morg­un­blaðs­ins að lög hafi verið brot­in. Allra.

Það sem tek­ist hefur verið á um eftir að nið­ur­staðan var birt er hvort það sé í lagi að lög­reglu­stjóri brjóti lög eða ekki. Birni finnst það ekki skipta máli. Gott og vel.

Auglýsing

Fjall­aðu um það sem ég vil að þú fjallir um!Þeir sem hafa lesið það sem Björn Bjarna­son skrifar í gegnum tíð­ina vita að hann er ekki mikið fyrir að rök­styðja mál sitt með dæmum heldur notar mun frekar lýs­ing­ar­orð eins og „sér­kenni­legt“ og „und­ar­legt“ og stað­hæf­ingar á borð við „við blasir“ og „það dettur engum í hug að...“ Björn vill mun fremur að fjöl­miðlar fjalli um rann­sókn leka­máls­ins, sem honum finnst óeðli­leg, en um efn­is­at­riði þess máls. Látum þetta allt liggja milli hluta, enda Björn, fyrrum ráð­herra, algjör­lega frjáls að sínum skoð­unum og álykt­un­um.

Hann, líkt og margir sam­ferð­ar­menn hans í líf­inu, fellur hins vegar í þann pytt að bera bein­leiðis ósann­indi á borð þegar hann hjólar í nafn­greinda menn til að vega að trú­verð­ug­leika þeirra. Þessi hópur manna heldur enda að eng­inn geri neitt nema það sé í þágu ein­hverra ann­ar­legra sér­hags­muna.

Hann, líkt og margir sam­ferð­ar­menn hans í líf­inu, fellur hins vegar í þann pytt að bera bein­leiðis ósann­indi á borð þegar hann hjólar í nafn­greinda menn til að vega að trú­verð­ug­leika þeirra. Þessi hópur manna heldur enda að eng­inn geri neitt nema það sé í þágu ein­hverra ann­ar­legra sér­hags­muna. Um dag­inn del­er­aði háskóla­pró­fess­or, vinur Björns, um að við værum að ganga erinda erlenda kröfu­hafa, án þess að geta sýnt fram á það, enda er það ósatt.

Gam­al­gróin tengsl sem eru ekki raun­veru­legBjörn hefur oft dottið í þennan gír. Og nú vill hann skýra allar fréttir Kjarn­ans um mál lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og það að við höfum skúbbað skýrslu Per­sónu­verndar í mál­inu, með því að þetta megi allt rekja til gam­al­gró­inna tengsla minna við Þórð Sveins­son, lög­fræð­ings hjá Per­sónu­vernd.

Tvennt í þessu. Í fyrsta lagi er mjög skrýtið fyrir blaða­menn að vera gagn­rýndir fyrir að skúbba. Það er bein­línis í starfs­lýs­ing­unni að reyna að vera fyrstur með frétt­irn­ar. Í öðru lagi þekki ég Þórð Sveins­son ekk­ert. Núll. Ég held að ég hafi aldrei hitt hann og kannski talað við hann tví­vegis í síma fyrir ein­hverjum sjö eða átta árum í tengslum við frétta­skrif. „Gam­al­gróin tengsl“ mín við hann eru því eng­in.

Staðið í lappir gagn­vart vald­inuBjörn byggir þessa aðdróttun sína á Face­book-­færslu manns sem blogg­aði oft um mig þegar ég skrif­aði fréttir af rann­sókn Per­sónu­verndar á söfnun Alcan í Straums­vík á per­sónu­grein­an­legum upp­lýs­ingum um íbúa Hafn­ar­fjarðar í aðdrag­anda kosn­inga um stækkun þess álvers. Þeim manni var mjög umhugað um að ég og þessi Þórður værum í ein­hverjum tengsl­um. Þau tengsl voru hins veg­ar ein­ungis til í huga hans.

Vert er að rifja upp að nið­ur­staða Per­sónu­verndar í því máli var sú að Alcan hefði brotið lög við söfnun per­sónu­upp­lýs­ing­anna. Allar fréttir voru því réttar og sann­ar.

­Leka­málið sýndi að fjöl­miðlar lands­ins geta staðið af sér vald­níð. Þeir bug­ast ekki undan oki gam­alla valdatrölla sem vilja fá að mála veru­leika allra í sínum lit­um, og halda alltaf ein á penslinum.

Leka­málið sýndi að fjöl­miðlar lands­ins geta staðið af sér vald­níð. Þeir bug­ast ekki undan oki gam­alla valdatrölla sem vilja fá að mála veru­leika allra í sínum lit­um, og halda alltaf ein á pensl­in­um. Það er nán­ast eng­inn fjöl­mið­ill und­an­skil­inn í þessu. DV, 365-miðl­arn­ir, RÚV, mbl.is, Kjarn­inn, Pressu­miðl­arn­ir, Reykja­vík Viku­blað o.s.frv. Þeir stóðu í lapp­irnar þegar valdið sagði þeim að hætta að fjalla um mál­in. Og nið­ur­staðan er dómur yfir aðstoð­ar­manni fyrir leka og afsögn ráð­herra fyrir vald­níðslu.

Kjarn­inn, líkt og flestir aðrir fjöl­miðl­ar, er ein­ungis að segja fréttir af máli sem skiptir sam­fé­lagið miklu. Traust á lög­regl­unni er gríð­ar­lega mik­il­vægt.

Gömlu með­ölin eru lyf­leysaÞessar fréttir eru ekki sagðir vegna þess að fram­kvæmda­stjór­inn okkar á pabba í lögg­unni, eða vegna þess þess að afi minn heit­inn hafi verið lög­ga, eða vegna þess að ein­hver sem vinnur hjá okkur átti kær­ustu sem átti pabba sem var lögga fyrir ára­tug síð­an. Þær eru ekki sagðar vegna þess að Þórður Sveins­son, maður sem vinnur hjá eft­ir­lits­stofnun og ég þekki ekk­ert, sé að nýta sér „gam­al­gróin tengsl“. Hvaða hag ætti Per­són­un­vernd enda að hafa af því að nið­ur­staða hennar leki áður en stofn­unin vill birta hana?

Það virð­ist hins vegar vera að gömlum valda­kreðsum sé mjög umhugað um að skýra frétta­flutn­ing með öðru en sann­leik­an­um. Þær nota gömlu með­ölin sín til að koma því á fram­færi. Og það er dásam­legt að þau eru hætt að virka. Þegar fólk áttar sig á því að þau eru lyf­leysa hverfa áhrifin sam­stund­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None