Gott lífeyrisjóðskerfi í framtíðinni er ekki nóg, það þarf líka að vera í lagi í dag!

Helga Ingólfsdóttir segir að með því að tryggja lágmarksframfærslu eldri borgara stuðlum við að því að önnur markmið um heilsueflingu og félagslega virkni nái fram að ganga.

Auglýsing

Við getum verið stolt af mörgu í líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu okkar og að óbreyttu munu næstu kyn­slóðir njóta þess að kerfið er öfl­ugt og jafn­framt hafa verið stigin skref í þá átt að jafna líf­eyr­is­rétt­indi milli almenna og opin­bera mark­að­ar­ins. Með því að hækka inn­greiðslur úr 12% í 15,5% á að nást jafn­vægi milli þess­ara hópa og mik­il­vægt að lög­gjöf um líf­eyr­is­mál verði upp­færð og taki mið af þeim kjara­samn­ingum sem sam­þykktir hafa verið í þessu skyni.

Gangi allar fyr­ir­ætl­anir eftir munu fram­tíðar líf­eyr­is­þegar geta vænst þess að fá 72% af með­al­tali ævi­tekna sinna í líf­eyrir sem er gott plan fyrir yngri kyn­slóðir sem eru greið­andi sjóðs­fé­lagar en bætir í engu hlut þeirra sem í dag eru að fá líf­eyri úr sínum sjóðum á almenna mark­aðnum og hafa af marg­vís­legum ástæðum ekki náð að ávinna sér rétt­indi úr sínum líf­eyr­is­sjóðum sem duga til lág­marks­fram­færslu þrátt fyrir langa starfsævi á vinnu­mark­aði. Sam­an­burður íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins við önnur lönd sem miða við fram­reikn­ing þeirra sem nú eru að hefja störf á vinnu­mark­aði er þannig ekki að gang­ast þeim sem nú eru komnir á eft­ir­laun en gefur vís­bend­ingu um að kerfið muni í fram­tíð­inni verða sjálf­bært.

Auglýsing

Eft­ir­laun eldri borg­ara byggja á þremur stoð­um: Almanna­trygg­inga­kerf­inu sem er greitt af rík­is­sjóð­i(TR), greiðslum úr líf­eyr­is­sjóði sem eru tengdar áunnum rétt­indum og sér­eigna­sparn­aði hvers og eins. Nýlegt og nöt­ur­legt dæmi um hvernig þessi kerfi eru ekki að vinna saman er að Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna(LI­VE) hækk­aði greiðslur til sinna félaga sem fá líf­eyr­is­greiðslur um 10% frá síð­ustu ára­mót­um.

Hækk­unin er til­komin vegna sterkrar stöðu sjóðs­ins og í sam­ræmi við þau lög sem sjóð­ur­inn starfar eftir og besta mál fyrir sjóðs­fé­laga nema það að þeir fá ekki að njóta nema að litlu leyti þess að fá 10% hækkun þar sem Trygg­ing­ar­stofnun skerðir strax sínar greiðslur þannig að af hverjum 10 þús­und kr sem sjóð­ur­inn greiðir til sjóðs­fé­laga standa aðeins eftir um 2 þús­und krón­ur. Þetta skiptir veru­legu máli fyrir þann hóp sjóðs­fé­laga sem hefur ekki áunnið sér rétt­indi sem duga til fram­færslu.

10% hækkun á líf­eyri hjá LIVE skerðir greiðslur frá TR yfir 70%

Staðan er sem sagt þannig að hækkun líf­eyris til félags­manna LIVE bætir ekki hag sjóðs­fé­laga nema að litlu leyti þar sem TR lækkar strax sína upp­bót og skeytir í engu hvort um sé að ræða heild­ar­greiðslur undir fram­færslu­við­mið­um. Hér er komið enn eitt dæmið um hvernig kerfin sem eiga að standa vörð um hag­sæld eldri borg­ara eru ekki að tala saman og mik­il­vægt að full­trúar stjórn­valda axli ábyrgð á því að leið­rétta þetta mis­ræmi þannig að fram­færsla eftir starfs­lok verði við­un­andi og ekki undir fram­færslu­við­miðum fyrir stóra hópa sem komnir eru á eft­ir­laun eins og staðan er núna.

Eldri borg­arar eiga fullan rétt á því að vera þátt­tak­endur í sam­fé­lag­inu og geta lagt mikið af mörkum en þeir þurfa eins og aðrir að geta fram­fleytt sér. Með því að tryggja lág­marks­fram­færslu þessa hóps stuðlum við að því að önnur mark­mið um heilsu­efl­ingu og félags­lega virkni nái fram að ganga. Miðað við opin­ber mark­mið um lág­marks­fram­færslu er um þriðj­ungur eldri borg­ara með sam­an­lagðan líf­eyri undir þessum við­miðum og þrátt fyrir öfl­ugan mál­flutn­ing Gráa hers­ins og fleiri hags­muna­sam­taka fyrir hönd þessa hóps hefur ekki náðst að leið­rétta kjör þeirra. Það verk­efni bíður nýrrar rík­is­stjórnar sem er von­andi með skýr mark­mið þess efnis í sínum stjórn­ar­sátt­mála.

Höf­undur er bók­ari og bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­firði – og stjórn­ar­maður í VR og LIVE.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar