Hrein og klár eignatilfærsla

Þingmaður Flokks fólksins og formaður VR skrifa um verðbólgu, orsök og afleiðingar hennar.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

Það er blússandi verð­bólga í kjöl­far heims­far­ald­urs. Hún stafar EKKI af atburðum hérna heima nema að litlu leyti. Það er blússandi verð­bólga út um allan heim og því verður að takast á við hana út frá þeim for­send­um.

Sú leið sem alltaf hefur verið farin til að slá á þenslu er að hækka meg­in­vexti Seðla­bank­ans og svo á einnig við nú. Skoðum aðeins hvernig það virkar og spyrjum okkur nokk­urra grund­vall­ar­spurn­inga eins og t.d.:

  1. Ef verð­bólgan er fyrst og fremst vegna utan­að­kom­andi áhrifa, hvernig eiga þá hærri álögur á heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins að slá á hana?
  2. Stærstu útgjalda­liðir flestra heim­ila eru #1 hús­næð­is­kostn­aður og #2 mat­ar­kostn­að­ur. Hverjum hjálpar það ef BÁÐIR þessir liðir hækka vegna utan­að­kom­andi verð­bólgu?
  3. Af hverju er Seðla­bank­inn að standa að stór­felldri eigna­til­færslu frá fólki til banka?
  4. Koma þessar hækk­anir sam­fé­lag­inu á ein­hvern hátt til góða?
  5. Hvaða lausnir eru í boði fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki?

Hér á eftir verður fjallað um hverja þess­ara spurn­inga fyrir sig.

1. Ef verð­bólgan er fyrst og fremst vegna utan­að­kom­andi áhrifa, hvernig eiga þá hærri álögur á heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins að slá á hana?

Það eina sem hærri vextir gera er að auka á erf­ið­leika heim­ila og fyr­ir­tækja sem eru nægir fyr­ir, m.a. vegna heims­far­ald­urs og afleið­inga hans.

Ástandið er erfitt víða um heim vegna Covid og rof hefur komið í fram­leiðslu- og flutn­ings­línur heims­ins, hina svoköll­uðu virð­is­keðju. Hrá­vöru­verð, orka, umbúðir og flutn­ings­kostn­aður hefur hækkað gríð­ar­lega sem þrýstir upp vöru­verði á nauð­synja­vör­um.

Hærri álögur á íslensk heim­ili mun ekki hafa nein áhrif á þessa þró­un. Núna ætti þvert á móti að koma íslenskum heim­ilum í skjól fyrir afleið­ingum þess­ara verð­hækk­ana og sjá til þess að þau skað­ist ekki meira af Covid far­aldr­inum en þegar er orð­ið, þar sem margir hafa orðið fyrir tekju­missi og standa illa undir auknum álögum vegna vaxta­hækk­ana sem vafa­samt er að beri til­ætl­aðan árang­ur.

2. Stærstu útgjalda­liðir flestra heim­ila eru #1 hús­næð­is­kostn­aður og #2 mat­ar­kostn­að­ur. Hverjum hjálpar það ef BÁÐIR þessir liðir hækka vegna utan­að­kom­andi verð­bólgu?

Hjá sumum fjöl­skyldum er mán­að­ar­legur hús­næð­is­kostn­að­ur, hvort sem það eru afborg­anir lána eða leiga, allt að 60% af ráð­stöf­un­ar­tekj­um. Oft er þetta staðan hjá fjöl­skyldum sem eru tekju­lágar fyrir og hafa lítið borð fyrir báru. Hvert ein­asta pró­sentu­stig til hækk­unar hús­næð­is­kostn­aðar getur skilið á milli feigs og ófeigs, sér­stak­lega hjá tekju­lágum fjöl­skyld­um, með hvort þær nái að halda hús­næði sínu eða ekki. Auk þess er ljóst að launa­hækk­anir næstu kjara­samn­inga þurfa að vera mun hærri en hægt er að gera sér vonir um til að þær geti staðið undir þeim hækk­unum sem þegar orðn­ar, hvað þá þeim sem eiga eftir að bæt­ast við.

Hvað varðar hús­næð­is­kostnað þá er neyt­and­inn algjör­lega valda­laus, hann getur ekki breytt „hegðun sinn­i“, hann annað hvort stendur undir þessum hækk­unum – eða ekki.

Auglýsing
Aftur á móti, þó hækk­anir á nauð­synja­vörum séu alltaf slæmar, þá er sá kostn­að­ar­liður í fyrsta lagi lægri í heim­il­is­bók­hald­inu og því munar þar minna um sam­svar­andi hækk­an­ir. Að auki á neyt­and­inn þann mögu­leika að breyta „hegðun sinni“ þó ekki væri nema um stund­ar­sak­ir. Ef á þarf að halda getur hann neitað sér um ein­hverjar fæðu­teg­undir eða fatn­að, hætt að kaupa súkkulaði­kex o.s.frv. og lækkað með því kostn­að­ar­lið­inn „Matur og nauð­synjar“ í heim­il­is­bók­hald­inu.

Í hnot­skurn er vöru­verð sam­sett úr mörgum litlum ein­ingum sem neyt­endur geta haft ákveðna stjórn á með því að minnka ein­hverja neyslu til að lækka kostn­að, á meðan hús­næð­is­kostn­aður er „einn stór massi“ sem hækkar allur í einu án þess að neyt­and­inn geti nokkra björg sér veitt eða haft nokkur áhrif þar á.

Af tvennu illu, væri því betra að vöru­verð hækk­aði en hús­næð­is­kostn­aður og því algjör­lega glóru­laust að hækka hann til að ná niður hækk­unum á hveiti, bens­íni og ávöxt­um.

Það má þannig gera ráð fyrir að „þenslan“ (ef þessi verð­bólga stafar yfir­leitt af þenslu) hjaðni af sjálfu sér þegar vöru­verð hækk­ar. Það er því algjör óþarfi að bæta gráu ofan á svart með því að auka á erf­ið­leika fólks með því að hækka hús­næð­is­kostnað þess og, í ein­hverjum til­fell­um, ógna hús­næð­is­ör­yggi þess og jafn­vel valda heim­il­is­missi.

Svipuð lög­mál eiga við um fyr­ir­tæki og aðföng þeirra og verði vaxta­hækk­unum stillt í hóf, þá minnkar það líka þann kostnað sem þau ann­ars þyrftu að velta út í verð á vöru eða þjón­ustu.

3. Af hverju er Seðla­bank­inn að standa að stór­felldri eigna­til­færslu frá fólki til banka?

Það er væg­ast sagt vafa­samt að vaxta­hækk­anir hafi til­ætluð áhrif til að slá á verð­bólgu. Það á ekki síst við í sam­fé­lagi þar sem næstum helm­ingur hús­næð­is­lána eru verð­tryggð, hvað þá þegar hlut­fall þeirra var hærra. Á bak við þessa stað­reynd er hag­fræði­kenn­ing sem ekki verður nánar farið út í hér en við erum þó loks­ins með seðla­banka­stjóra sem virð­ist skilja þetta sam­hengi, sem er gríð­ar­leg fram­för frá því sem var.

En engu að síður er Seðla­bank­inn að þumb­ast við og hækka vexti af því að „þannig hefur þetta alltaf verið gert“ og það gerir hann á sama tíma og við­brögð flestra ann­arra seðla­banka í heim­inum er að halda aftur af vaxta­hækk­unum í svona ástandi.

Af hverju er Seðla­bank­inn að standa með þessum hætti að stór­felldri eigna­til­færslu frá fólk­inu til bank­anna og hvaða áhrif hefur þessi eigna­til­færsla á  sam­fé­lag­ið? 

4. Koma þessar hækk­anir sam­fé­lag­inu á ein­hvern hátt til góða?

Svarið við því er ein­falt; NEI og ekki nóg með það, það eru allar líkur á því að það skað­ist veru­lega af þessu.

„Við“ erum sam­fé­lag­ið, heim­ilin og fyr­ir­tækin í land­inu. Auknar og íþyngj­andi álögur á þau sem skila sér ekki til baka út í sam­fé­lagið heldur stöðvast bara í yfir­fullum uppi­stöðu­lónum bank­anna, geta aðeins haft nei­kvæð áhrif.

„Við“ munum flest hafa minna á milli hand­anna og sumir munu ekki geta staðið undir skuld­bind­ingum sín­um. Það fólk mun þurfa á aðstoð að halda frá sam­fé­lagi sem mun þá standa verr að vígi en áður.

Auglýsing
Þar sem þessir fjár­munir heim­ila og fyr­ir­tækja munu stoppa í uppi­stöðu­lónum bank­anna í stað þess að skila sér til baka út í sam­fé­lagið munu tekjur rík­is­sjóðs minnka sem því nem­ur. Hann mun engu að síður þurfa að takast á við vand­ann sem fyr­ir­sjá­an­legt er að skap­ist vegna þess­ara glóru­lausu vaxta­hækk­ana og áhrifa þeirra á bæði heim­ili og fyr­ir­tæki.

Lík­urnar á því að vaxta­hækk­anir Seðla­bank­ans sem bank­arnir geta skýlt vaxta­hækk­unum sínum á bak við, nái til­ætl­uðum árangri, eru hins vegar hverf­andi eins og áður hefur verið lýst.

En „við“ sem byggjum þetta sam­fé­lag fáum kannski að gleðj­ast með hlut­höfum bank­anna þegar þeir leysa út hagn­að­inn sinn eftir nokkra mán­uði. Kannski má líta á þá „sam­gleði“ sem ein­hvers­konar ávinn­ing – sumir virð­ast a.m.k. gera það.

5. Hvaða lausnir eru í boði fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki?

Það er ljóst að bank­arnir munu græða stór­kost­lega á þessum vaxta­hækk­un­um. Enn og aft­ur, eins og alltaf áður, þá munu þeir bíða með gap­andi ginin og taka við því sem heim­ilin hafa lagt mikið á sig til að afla, og svo til að bæta gráu ofan á svart, er heim­il­unum boðið upp á þá „hjálp“ að afhenda þeim sparifé sitt að auki.

Eina „lausn­in“ sem heim­il­unum er boðið upp á til að standa undir þessum hækk­unum lána sem Seðla­bank­inn er að færa bönk­unum á silf­ur­fati, er að nota sér­eigna­sparn­að­inn sinn til að greiða niður skuldir og létta á greiðslu­byrði. Það að þessi leið sé í boði sem „lausn“ sýnir betur en flest annað hversu skakkt kerfið er. Þarna er verið að færa sér­eign­ar­sparnað ein­stak­linga, sem á að létta þeim lífið á efri árum, beint í vasa bank­anna.

Þetta er ótrú­lega skamm­sýn hugs­un. Að því sögðu er ekki furða að fólk nýti sér hana, margir eiga ekki ann­arra kosta völ, en að þessa „lausn“ þurfi til svo fólk geti staðið undir skuld­bind­ingum sín­um, sýnir svo ekki er um villst að þetta kerfi stendur ekki undir sér og hlýtur að riða til falls áður en langt um líð­ur, en þá verða bank­arnir löngu búnir að hala inn sinn góða feng, og aðrir sem munu sitja uppi með skað­ann.

Auk þess er vert að hafa í huga að í öðrum sið­mennt­uðum löndum getur fólk gert hvort tveggja, greitt af hús­næði sínu OG safnað til efri áranna.

Hvað varðar fyr­ir­tækin ætti öllum að vera ljóst að bank­arnir eru farnir að renna hýrum augum til þeirra sem verst hafa orðið úti vegna heims­far­ald­urs­ins og standa í von­lausri stöðu gagn­vart þeim þar sem kostn­aður hleðst upp á meðan inn­koma er lítil sem eng­in. Er nokkur ástæða til að ætla að þeir hagi sér eitt­hvað öðru­vísi en í eft­ir­málum hruns­ins 2008 þar sem væn­leg­ustu fyr­ir­tækin voru yfir­tekin á hrakvirði og komið í hendur vild­ar­vina fyrir slikk eða seld með ómældum hagn­aði, rétt eins og gert var við heim­il­in. 

Þetta er ekk­ert annað en hrein og klár eigna­til­færsla frá heim­ilum og fyr­ir­tækjum til bank­anna.

Aftur er heim­ilum og fyr­ir­tækjum fórnað fyrir bank­ana

Hér á landi eru þrír bankar sem hafa sam­an­lagt hagn­ast um a.m.k. 960 millj­arða frá hruni. Til að setja þessa upp­hæð í sam­hengi þá sam­svarar hún því að hvert ein­asta manns­barn í 360.000 manna þjóð­fé­lagi, hafi lagt 2,5 millj­ónir til HAGN­AÐAR bank­anna.

Bankar selja „af­urð“ í formi lána. Eins og árs­reikn­ingar þeirra sýna fram á, þá eru þeir að hagn­ast gríð­ar­lega á þess­ari afurð sinni sem hlýtur að þýða að álagn­ing á henni sé nógu mikil og einnig er auð­velt að færa rök fyrir því að hún sé allt of há.

Af hverju ætti fyr­ir­tæki í þess­ari stöðu að hækka álagn­ingu á þess­ari „vöru“ til við­skipta­vina sinna? Hvernig getur það rétt­lætt þá hækk­un?

Af hverju eiga bank­arnir að hagn­ast á verð­bólgu, á kostnað heim­ila og fyr­ir­tækja, til þess eins að geta greitt hlut­höfum sínum arð?

Og hvernig í ósköp­unum getur Seðla­bank­inn rétt­lætt í nafni þess að „ná niður verð­bólgu“ að auka erf­ið­leika heim­ila og fyr­ir­tækja til mik­illa muna með því að beina fjár­munum þeirra í þegar yfir­fullar hirslur bank­anna?

Auglýsing
Er þetta ekki svo­lítið eins og að „lækna“ putta­brot þar sem spelka myndi duga, með því að taka hand­legg­inn af við öxl?

Af hverju er verið að færa eignir fólks­ins til bank­anna?

Það má jafn­framt minna á þá stað­reynd að bank­arnir skulda heim­ilum lands­ins enn þá tölu­verðar vaxta­lækk­an­ir. Þar hefur munað allt að 250% á því sem vextir bank­anna hafa verið og því sem þeir hefðu átt að vera ef vaxta­lækk­anir Seðla­bank­ans skil­uðu sér jafn vel til neyt­enda og hækk­an­ir. Um það er fjallað hér og hér.

Bank­arnir eru í raun baggi á sam­fé­lag­inu, blóðsugur sem engu eira og gefa ekk­ert til baka. Við verðum að fara að horfa á hlut­ina í sam­hengi og hætta að skríða fyrir þeim, því þeir eiga ekki neitt inni hjá íslensku þjóð­fé­lagi, sem þeir hafa merg­sogið svo árum skipt­ir.

Eru allir í sama báti í miðju kreppu­á­standi hjá þjóð­inni?

Á meðan að kreppu­á­standið ríkir hjá þjóð­inni voru arð­greiðslur og upp­kaup eigin bréfa til hlut­hafa skráðra fyr­ir­tækja yfir 80 millj­arðar 2021 og stefna í að vera 200 millj­arðar 2022 og þar eru bank­arnir lang frek­astir til fjárs­ins. 

Er til of mik­ils ætl­ast að hlut­hafar skráðra fyr­ir­tækja og stjórn­endur þeirra taki minnsta til­lit til aðstæðna í sam­fé­lag­inu eða sjá þeir bara tæki­færin til að græða í því ástandi sem nú er, alveg sama hvað?

Rík­is­stjórn­in, Seðla­bank­inn og tals­menn sér­hags­muna eru síðan sam­mála um að kjara­samn­ings­bundnar launa­hækk­anir séu helsta ógnin við stöð­ug­leika.

Hvernig hægt að er snúa hlut­unum svona algjör­lega á hvolf, er ofar okkar skiln­ingi.

Stjórn­mála­menn, ekki síst þeir sem sitja í rík­is­stjórn og mynda meiri­hlut­ann á Alþingi, VERÐA að fara að vakna og standa með fólki framar fjár­magni.

Það er komið nóg!

Almenn­ingur er ekki fóður fyrir bankana!

Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir þing­maður Flokks fólks­ins og for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna og Ragnar Þór Ing­ólfs­son er for­maður VR.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar