Hugleiðing um traust

14521350757-25e5e2c033-k-1.jpg
Auglýsing

Í síð­ustu tveimur greinum fjall­aði ég ann­ars vegar um hvernig heim­sókn til Auschwitz sann­færir mann um mik­il­vægi mann­rétt­inda og hve brýnt er að berj­ast gegn hat­urs­orð­ræðu hvar sem hún birt­ist. Hins vegar skrif­aði ég um það grund­vall­ar­at­riði að ekki er nóg að hafa lög, reglur og stofn­an­ir, heldur verður hið sam­fé­lags­lega and­rúms­loft að styðja við hvort tveggja. Við eigum ekki að ham­ast í eft­ir­lits­stofn­unum eða sak­sóknurum eða lög­reglu fyrir að vinna vinn­una sína. En um leið eigum við kröfu á að þessar stofn­an­ir, þar með talið frjáls félaga­sam­tök og fjöl­miðl­ar, vinni vel og vand­lega.

Þessi grein er hug­leið­ing um annað grund­vall­ar­at­riði – sem er traust.

audunn-atlasonFærum okkur yfir til Sló­ven­íu, þess frá­bæra lands. Þar búa ríf­lega 2 millj­ónir manna í landi sem er um fimmt­ungur af stærð Íslands. Sló­venía er rík af auð­lind­um, ekki síst skóg­lendi, en meiru skiptir að þar býr vel menntuð þjóð sem byggir efna­hag sinn einkum á mannauð og hug­viti (kann­ast ekki allir við Gor­enje heim­il­is­tækin og Elan skíð­in?).

Auglýsing

Sló­venum bar gæfa til að slíta sig lausa strax frá júgóslav­neska ríkja­sam­band­inu og dróg­ust ekki inn í hið hörmu­lega stríð á Balkanskaga á sínum tíma. Þess í stað náði landið sterkri fót­festu sem full­valda ríki með því að ger­ast aðili að ESB og NATO árið 2004, og tók upp evr­una árið 2007. Við tóku upp­gangsár og fram­far­ir.

En Sló­venar lentu illa í fjár­málakrepp­unni eins og fleiri. Lengi vel var búist við að þeir myndu fylgja Grikkjum inn í neyð­ar­að­stoð ESB og AGS. Þeim tókst hins vegar sjálfum að afstýra bráða­vand­anum en lang­tíma­vanda­málin eru enn til stað­ar. Banka­kerfið er of stórt og of skuldugt, hag­vöxtur of lít­ill og atvinnu­leysi of hátt.

Nýr for­sæt­is­ráð­herra lands­ins heitir Miro Cer­ar, 54 ára gam­all laga­pró­fess­or. Það sem er merki­legt við hann er að nýr flokkur hans vann stór­sigur í þing­kosn­ingum í júlí síð­ast­lið­inn með um 35% atkvæða. Á aðeins þremur mán­uðum stofn­aði hann stjórn­mála­flokk, vann kosn­ingar og varð for­sæt­is­ráð­herra!

Hvað gerð­ist? Ein skýr­ing er sú að árin á undan höfðu ein­kennst af hörðum innri átökum og tíðum stjórn­ar­skipt­um. Þar­síð­asti for­sæt­is­ráð­herra afplánar nú tveggja ára fang­els­is­dóm sem hann fékk fyrir að hafa tekið við mútum (hann heldur fram sak­leysi sín­u). Síð­asti for­sæt­is­ráð­herra sat aðeins rúmt ár í emb­ætti vegna þess að henni var velt úr sessi sem flokks­for­manni – af sínu eigin fólki. Hún setti krók á móti bragði, rauf þing og boð­aði til kosn­inga, og bauð sjálf fram undir merkjum ann­ars flokks. Sló­venskir kjós­endur virt­ust hins vegar vera búnir að fá nóg af þessu öllu sam­an. Þeir kusu splunku­nýjan flokk Cerar og treystu honum til að leiða land­ið.

Þó Cerar sé nýr í stjórn­mál­unum er hann síður en svo óþekkt­ur. Hann hefur notið virð­ingar sem stjórn­skip­un­ar­lög­fræð­ingur sem ­fjöl­miðlar hafa leitað til í umfjöllun um umdeild mál. Þar hefur hann tjáð sig æsinga­laust og án hlut­drægni. Raunar eru for­eldrar hans líka þjóð­þekkt­ir. Pabbi hans er gömul íþrótta­hetja sem vann til ólymp­íu­verð­launa í fim­leikum og mamma hans var fyrsta konan til að vera skipuð rík­is­sak­sókn­ari. Í því emb­ætti naut hún virð­ingar fyrir fag­mennsku og hug­rekki og gera engan grein­ar­mun á háum og lág­um.

Fyrstu orð Cerar við emb­ætt­is­tök­una í haust voru hóf­stillt. Hann lof­aði fáu fögru, lét dig­ur­barka­legar yfir­lýs­ingar vera og boð­aði engin slags­mál við útlönd, ESB eða aðra meinta óvini (eins og kollegar hans í ónefndum nágranna­ríkjum hafa haft til­hneig­ingu til). Þvert á móti sagði hann á lág­stemmdum nótum að þó efna­hags­málin væru aðkallandi væri for­gangs­verk­efni að end­ur­reisa traust í sam­fé­lag­in­u. ­Traust.

Það er mikið til í þessu hjá hon­um. Traust er nefni­lega grund­vall­ar­at­riði í mann­legum sam­skipt­um. Það er bæði hollt og gott að geta treyst öðru fólki, og það er líka nauð­syn­legt þegar nánar er að gáð. Því þegar traust er ekki til stað­ar, þá verður öll vinna svo miklu erf­ið­ari. Þetta þekkja all­ir, hvort sem er úr fjöl­skyld­um, hús­fé­lag­inu, af vinnu­staðn­um, úr íþrótta- eða félags­starfi eða bara hvar sem er. Ef traust er horfið þá skekkj­ast sam­skipti og brenglast, and­rúms­loftið verður eitr­að. Beina brautin breyt­ist í krækl­ótta fjalla­baks­leið. Maður verður að geta treyst næsta manni –  til að segja satt, standa við það sem ákveðið hefur verið og að fylgja leik­reglum hvort sem þær eru skrif­aðar eða óskrif­að­ar.

Að sama skapi elur van­traust á ótta og enn meira van­trausti. Alveg eins og óheið­ar­leiki kallar fram meiri óheið­ar­leika. Þegar einn hefur rangt við, og kemst upp með það, þá fylgir næsti maður hratt í kjöl­far­ið. Spill­ing breið­ist hratt út og áður en varir eru leik­regl­urnar breytt­ar. Sá sem er ósvífn­astur nær und­ir­tök­un­um. Mönnum er hampað fyrir hegðun sem áður var óþol­andi.

En aftur til Sló­ven­íu. Nýja rík­is­stjórnin í Sló­veníu fékk aðeins örfáa hveiti­brauðs­daga því Alenku Brat­ucek, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, var hafnað af Evr­ópu­þing­inu sem full­trúa Sló­veníu í nýrri fram­kvæmda­stjórn ESB aðeins örstuttu eftir að stjórnin tók við. Það tók á að ná sam­stöðu um nýjan kandi­dat og fá hann sam­þykkt­an, en það tókst. Stuttu seinna sagði við­skipta­ráð­herra lands­ins af sér eftir að fjöl­miðlar höfðu greint frá að aðild hans að ólög­legu verð­sam­ráði í við­skipta­líf­inu væri til rann­sókn­ar. Hann sagð­ist sak­laus en sagði emb­ætt­i sínu lausu með þeim orðum að hann vildi ekki mál hans skað­aði mik­il­vægt starf rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Von­andi er leiðin nú greið fyrir Sló­ven­íu. Hin nýja rík­is­stjórn hefur kynnt efna­hags­að­gerðir sem miða að því að draga úr skuldum en jafn­framt styðja við efna­hags­batann. Hún vill auka erlenda fjár­fest­ingu og utan­rík­is­við­skipti. Cerar boðar sann­girni og vill standa vörð um vel­ferð almenn­ings. Hann vill minnka umsvif rík­is­ins í efna­hags­líf­inu, sem flestir eru sam­mála um að séu of mik­il, en telur rétt að ráð­ast hægt og umfram allt vand­lega í einka­væð­ingu. Hann veit að almenn­ingur ótt­ast að fyr­ir­tækin verði seld vild­ar­vinum á und­ir­verði. Sporin hræða. Traustið er far­ið.

Van­traust er víða vanda­mál. Sló­venía er alls ekk­ert eins­dæmi, staðan er lík­lega verri í ýmsum ríkjum og eflaust eitt­hvað betri í öðrum hvað varðar traust almenn­ings til stjórn­valda. Þetta er mikið rætt á vett­vangi ÖSE þar sem ég starfa. Mann­rétt­indi og lýð­ræði, lög­gjöf og stofn­an­ir, and­rúms­loft og traust. Grund­vall­ar­at­riðin þurfa að vera í lagi svo sam­fé­lög geti blómstr­að. Stjórn­völd í öllum ríkjum þurfa að vinna fyrir trausti almenn­ings. Þannig virkar lýð­ræðið – og þannig á það að virka. Ég er hand­viss um að Sló­veníu á eftir að vegna vel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None