Hugsað til framtíðar

Birna Gunnlaugsdóttir grunnskólakennari skrifar um sögu mannkynsins, minnis- og vinnslugetu mannsheilans og veltir fram spurningum um framtíð náms.

Auglýsing

Margt ein­kennir tutt­ug­ustu og fyrstu öld­ina í tíma­tali mann­kyns umfram síð­ustu öld. Hæst ber senni­lega öfl­ugar tækninýj­ung­ar, öra hnatt­væð­ingu efna­hags­kerfa, menn­ing­ar­heilda og hug­mynda­kerfa yfir­leitt, auk til­tölu­lega aug­ljósra breyt­inga á loft­hjúpi jarð­ar. Breyt­ing­arnar eru það hraðar að hugir manna og þau kerfi, sem þeir hafa skapað til að halda utan um þekk­ing­una, virð­ast ekki duga til að hafa yfir­sýn svo nokkru nemi.

Hlut­falls­lega örfáir ein­stak­ling­ar, vís­inda­menn af mis­mun­andi rann­sókn­ar­svið­um, gera sér þokka­lega grein fyrir umfangi og jafn­vel inn­taki þekk­ing­ar­inn­ar. Almenn­ingur fer gjarnan villu vegar s.s. í þekk­ingu á lýð­fræði og skyldum þáttum í heims­þorp­inu og reyndar á það líka við um fjöl­miðla­fólk og háskóla­borg­ara. Ola Ros­l­ing, sænskur læknir á alþjóð­lega vísu, hefur sýnt fram á það frammi fyrir fjöl­mörgum áheyr­end­um, með því að gera úttekt á þekk­ingu þeirra á ýmsum stað­reyndum um íbúa jarð­ar.

Sem líf­vera er mað­ur­inn ekki enn orð­inn mið­aldra. Frá myndun fyrstu örver­unnar til manns­ins í núver­andi mynd eru liðnar um 4,5 millj­arðar ára af líf­tíma jarð­ar, sam­kvæmt Sir Martin Rees, pró­fess­ors í heims- og stjarneðl­is­fræði. Enn eru 5,5 millj­arðar ára eft­ir, þ.e. þar til sólin okkar hefur leyst upp allan kjarna sinn, brennur út og líf jarðar hverf­ur. Ef við hefðum horft á þróun jarð­ar­innar utan frá, sem geim­verur á annarri plánetu, hefðum við lengst af ekki séð neinar breyt­ingar aðrar en að völdum nátt­úr­unn­ar. Séð ísbreiður stækka og minn­ka, lönd fær­ast til og yfir­borð jarðar breyt­ist vegna eld­gosa. Allra fyrstu mann­gerðu breyt­ing­arnar verða sýni­legar með til­komu akur­yrkju­sam­fé­laga fyrir aðeins um 11 þús­und árum síð­an.

Auglýsing

Nú á síð­ast­liðnu sek­úndu­brota­broti af ævi manns­ins og for­vera hans sem líf­vera, tekur mann­fólk­inu að fjölga sífellt örar, það þjappar sér saman í borgir og tekur til við iðn­að­arfam­leiðslu. Afleið­ingar þess eru á okkar tímum að koltví­sýr­ingur í and­rúms­lofti er í sögu­legu hámarki, en hann er nú sam­bæri­legur við magnið sem var fyrir millj­ónum ára. Ofræktun lands og óhóf­leg notkun kemískra efna á nátt­úr­una er alþjóð­leg. Dr. Bob Ward, fram­kvæmda­stjóri innan CCCEP bendir á að menn­irnir hafa nú sjálfir end­ur­skapað for­­sög­u­­legt veð­ur­far og snúið lofts­lags­klukk­unni við. Eins og hendi sé veifað þekja auk þess margss­konar raf- og örbylgjur jarð­kringl­una og menn­irnir hasla sér völl utan jarð­ar. Þeir setja mark sitt á eigin stjörnu­kerfi með geim­förum og gervi­hnöttum að lág­marki.

Hug­takið hraði nær vart yfir þann vöxt þekk­ingar og tækni sem er að verða til, en kannski veld­is­hraði. Spurn­ing er jafn­vel hvort „tím­inn“ sjálfur fái breytta merk­ingu?

Vís­inda­menn eru frekar en ekki á því að minnis- og vinnslu­geta manns­heil­ans sé allt að því full­nýtt. Mað­ur­inn geti ekki aflað sér þeirrar orku sem frek­ari heila­starf­semi þarfn­ist. Aðrir mót­mæla því s.s. „biohackers“ eða líf­hakk­ar­ar, og segja að breytt matar­æði, líf­ræn og ólíf­ræn lyf, hug­leiðsla og e.t.v. fleira geti virkjað heilan tölu­vert betur en nú er. Ef mann­kynið þró­ast áfram í 5-6 millj­arða ára, hvað ætli teg­undin heiti þá og hvers verður hún megn­ug?

Ég hef stiklað á veru­lega stóru, snert á tækni- og vís­inda­heim­inum og gengið út frá því að jarð­kringlan sé eitt heims­þorp í efna­hags-, nátt­úru­fars­legu og menn­ing­ar­legu til­liti. Hvar allur almenn­ingur stendur í þeirri ver­öld hef ég varla nefnt. Hvernig komum við börnum sam­tím­ans og kyn­slóðum fram­tíðar til manns? Hvaða hlut­verk hafa skólar og aðra mennta­stofn­anir í fram­tíð­inni? Eða er spurn­ingin kannski frem­ur; hvernig menntum við hvort ann­að?

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari og for­manns­fram­bjóð­andi í Kenn­ara­fé­lagi Reykja­víkur

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar