Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum.

Auglýsing

Þann 25. sept­em­ber næst­kom­andi höfum við kjós­endur vald­ið. Þá er okkar að velja á milli mis­mun­andi val­kosta. „Hvað á ég að kjós­a?“ Þetta er nokkuð sem hver maður ætti að spyrja sig nú fyrir kosn­ing­ar. Það er að mörgu að huga; efna­hags­mál­um, heil­brigð­is­mál­um, skóla­málum og fleiru. Það er síðan kjós­enda að velja á milli.

Umhverf­is­mál verða æ mik­il­væg­ari. Flestir stjórn­mála­flokkar setja fram sína stefnu í umhverf­is­mál­um. Þó eru ein­hverjir sem skila auðu í þessu sam­hengi.

Í þess­ari grein er ætl­unin að varpa ljósi á hvaða kröfur ætti að gera til stefnu­mörk­unar stjórn­mála­flokka. Grein­inni verður síðan fylgt eftir með öðrum greinum um stefnu hvers flokks fyrir sig í umhverf­is­mál­um. Til­gang­ur­inn er fyrst og fremst sá að reyna að skapa umræðu um umhverf­is­mál.

Auglýsing

Það sem við hér­lendis köllum stefnu er þýð­ing á enska orð­inu „stra­tegy“ sem þýðir hern­að­ar­á­ætl­un. Það felur í sér að ef stefna á að standa undir nafni verður að gera grein fyrir bæði tak­marki og einnig leiðum til að ná því mark­miði. Ekki er trú­verð­ugt að setja eitt­hvað mark­mið en íhuga ekki hvernig því skuli náð. Sama gildir um að setja fram til­lögu að aðgerðum án þess að gera grein fyrir því að hvaða marki er stefnt.

Flokk­arnir setja fram sína stefnu í þeim mála­flokkum sem þeir telja að skipti máli. Vafa­laust eru hug­sjónir þar á bak við. Hug­sjón­irnar bein­ast í ýmsar átt­ir. Stjórn­mála­flokk­arnir eru jú að fiska á ólíkum miðum á sínum atkvæða­veið­um. Það er í þágu lýð­ræðis að flokk­arnir hafi mis­mun­andi stefnu. Þá geta kjós­endur valið á grund­velli þess sem þeir vilja hver og einn.

Sumir stjórn­mála­flokkar setja fram nokkuð ítar­lega lýs­ingu á því hvað flokk­ur­inn muni gera, kom­ist hann til valda, en hjá öðrum flokkum er eins og gengur bara ein­hver texti, inni­halds­lausar klisjur sem settar eru fram til þess að hafa eitt­hvað í skjal­inu.

Þetta er öðrum þræði sölu­mennska. Þess heldur verða kjós­endur að vera í færum með að meta hvað er raun­hæft og hvað ekki, og ekki síð­ur; hvað er æski­legt og hvað ekki.

Nokkur líkön eru notuð við stefnu­mót­un, sum henta til að leiða að „réttri“ stefnu en önnur henta til að leggja mat á stefn­una. Eitt líkan fyrir hið síð­ar­nefnda er kallað PEST – skamm­stöfun fyrir Polit­ical, Economical, Soci­al, Technical. Það er mögu­leiki að meta póli­tíska stefnu út frá þessu lík­ani. Þó hljóta tékk­listar að vera ólíkir því sem ger­ist með stefnu fyr­ir­tækja.

  • Fyrir póli­tíska þátt­inn er rétt að líta til þess hvort lík­legt er að hægt sé að afla málum fylg­is. En einnig hvort stefnan muni höfða til kjós­enda.
  • Tékk­listi fyrir efna­hags­lega þátt­inn væri hver efna­hags­leg áhrif stefnu­málin séu og einnig hvernig gert sé grein fyrir fjár­mögnun ein­stakra stefnu­miða.
  • Sam­fé­lags­leg áhrif ætti að meta. Hvort það hefði jákvæð eða nei­kvæð áhrif ef mark­miðin nást.
  • Tækni­lega verður að skoða hvort tækni sé til staðar til að ná fram stefnu­mið­inu. Einnig hvort ný tækni, ef til er, skili ein­hverju jákvæðu.

Til dæmis mætti nefna stefnu um að fiski­skipa­flot­inn skuli nota end­ur­nýj­an­lega orku. Póli­tískt, efna­hags­lega og sam­fé­lags­lega er þetta í flestu hið besta mál. En þá kemur að tækni­legu hlið­inni. Not­hæf tækni er ekki til í dag. Þess vegna ætti stefnan að vera að stuðla að nýsköpun í tækni sem þarf til að raun­gera þetta atriði.

Ég kem til með að birta greinar um stefnur stjórn­mála­flokk­anna í umhverf­is­málum á næstu dög­um. Bæði til að meta hvort mark­miðin eru til góðs og einnig hvort yfir­höfuð sé hægt að ná mark­mið­inu. Stefna flokk­anna flestra liggur fyrir á vef­síðum þeirra.

Ég tek það fram að greinar mínar mót­ast af eigin við­horfum og skoð­un­um. Grein­unum er ætlað að vekja umræður og ef það tekst er til­gang­inum náð.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar