Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum.

Auglýsing

Þann 25. sept­em­ber næst­kom­andi höfum við kjós­endur vald­ið. Þá er okkar að velja á milli mis­mun­andi val­kosta. „Hvað á ég að kjós­a?“ Þetta er nokkuð sem hver maður ætti að spyrja sig nú fyrir kosn­ing­ar. Það er að mörgu að huga; efna­hags­mál­um, heil­brigð­is­mál­um, skóla­málum og fleiru. Það er síðan kjós­enda að velja á milli.

Umhverf­is­mál verða æ mik­il­væg­ari. Flestir stjórn­mála­flokkar setja fram sína stefnu í umhverf­is­mál­um. Þó eru ein­hverjir sem skila auðu í þessu sam­hengi.

Í þess­ari grein er ætl­unin að varpa ljósi á hvaða kröfur ætti að gera til stefnu­mörk­unar stjórn­mála­flokka. Grein­inni verður síðan fylgt eftir með öðrum greinum um stefnu hvers flokks fyrir sig í umhverf­is­mál­um. Til­gang­ur­inn er fyrst og fremst sá að reyna að skapa umræðu um umhverf­is­mál.

Auglýsing

Það sem við hér­lendis köllum stefnu er þýð­ing á enska orð­inu „stra­tegy“ sem þýðir hern­að­ar­á­ætl­un. Það felur í sér að ef stefna á að standa undir nafni verður að gera grein fyrir bæði tak­marki og einnig leiðum til að ná því mark­miði. Ekki er trú­verð­ugt að setja eitt­hvað mark­mið en íhuga ekki hvernig því skuli náð. Sama gildir um að setja fram til­lögu að aðgerðum án þess að gera grein fyrir því að hvaða marki er stefnt.

Flokk­arnir setja fram sína stefnu í þeim mála­flokkum sem þeir telja að skipti máli. Vafa­laust eru hug­sjónir þar á bak við. Hug­sjón­irnar bein­ast í ýmsar átt­ir. Stjórn­mála­flokk­arnir eru jú að fiska á ólíkum miðum á sínum atkvæða­veið­um. Það er í þágu lýð­ræðis að flokk­arnir hafi mis­mun­andi stefnu. Þá geta kjós­endur valið á grund­velli þess sem þeir vilja hver og einn.

Sumir stjórn­mála­flokkar setja fram nokkuð ítar­lega lýs­ingu á því hvað flokk­ur­inn muni gera, kom­ist hann til valda, en hjá öðrum flokkum er eins og gengur bara ein­hver texti, inni­halds­lausar klisjur sem settar eru fram til þess að hafa eitt­hvað í skjal­inu.

Þetta er öðrum þræði sölu­mennska. Þess heldur verða kjós­endur að vera í færum með að meta hvað er raun­hæft og hvað ekki, og ekki síð­ur; hvað er æski­legt og hvað ekki.

Nokkur líkön eru notuð við stefnu­mót­un, sum henta til að leiða að „réttri“ stefnu en önnur henta til að leggja mat á stefn­una. Eitt líkan fyrir hið síð­ar­nefnda er kallað PEST – skamm­stöfun fyrir Polit­ical, Economical, Soci­al, Technical. Það er mögu­leiki að meta póli­tíska stefnu út frá þessu lík­ani. Þó hljóta tékk­listar að vera ólíkir því sem ger­ist með stefnu fyr­ir­tækja.

  • Fyrir póli­tíska þátt­inn er rétt að líta til þess hvort lík­legt er að hægt sé að afla málum fylg­is. En einnig hvort stefnan muni höfða til kjós­enda.
  • Tékk­listi fyrir efna­hags­lega þátt­inn væri hver efna­hags­leg áhrif stefnu­málin séu og einnig hvernig gert sé grein fyrir fjár­mögnun ein­stakra stefnu­miða.
  • Sam­fé­lags­leg áhrif ætti að meta. Hvort það hefði jákvæð eða nei­kvæð áhrif ef mark­miðin nást.
  • Tækni­lega verður að skoða hvort tækni sé til staðar til að ná fram stefnu­mið­inu. Einnig hvort ný tækni, ef til er, skili ein­hverju jákvæðu.

Til dæmis mætti nefna stefnu um að fiski­skipa­flot­inn skuli nota end­ur­nýj­an­lega orku. Póli­tískt, efna­hags­lega og sam­fé­lags­lega er þetta í flestu hið besta mál. En þá kemur að tækni­legu hlið­inni. Not­hæf tækni er ekki til í dag. Þess vegna ætti stefnan að vera að stuðla að nýsköpun í tækni sem þarf til að raun­gera þetta atriði.

Ég kem til með að birta greinar um stefnur stjórn­mála­flokk­anna í umhverf­is­málum á næstu dög­um. Bæði til að meta hvort mark­miðin eru til góðs og einnig hvort yfir­höfuð sé hægt að ná mark­mið­inu. Stefna flokk­anna flestra liggur fyrir á vef­síðum þeirra.

Ég tek það fram að greinar mínar mót­ast af eigin við­horfum og skoð­un­um. Grein­unum er ætlað að vekja umræður og ef það tekst er til­gang­inum náð.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar