Hvernig Landsvirkjun hefði getað bjargað Austurlandi

Andri Snær Magnason
karahnjukavirkjun_or.jpg
Auglýsing

Stundum finnst mér eins og Ísland sé eins­kon­ar Ground­hog Day. Sömu atburðir og orð­ræða end­ur­tekur sig í sífellu, sömu orðin fara hring eftir hring en það er eins og þau hafi engin áhrif, sama fólk og sömu orð dag eftir dag eftir dag. Ég fann grein í gömlu úthólfi í tölvu frá árinu 1998, Power­Book 5300cs nánar til­tek­ið. Þarna var ég 25 ára gam­all að skrifa Sög­una af Bláa hnett­inum en rétt eins og núna, með litla hug­arró út af sam­fé­lags­um­ræð­unni. Þarna skrif­aði ég það sem átti að verða mín fyrsta að­senda grein í Morg­un­blað­ið. Hún­ fjall­aði um Lands­virkjun og hvernig Lands­virkjun gæti bjargað Aust­ur­landi. Ég hafði aldrei þorað að birta skoð­anir mínar í stórum fjöl­miðli svo ég gugn­aði og stakk grein­inni ofan í skúffu. Greinin lá á mér eins og mara og ég dauðsá eftir því að hafa ekki birt hana og ímynd­aði mér lengi hvernig hún hefði breytt heim­in­um. Hérna er grein­in frá nóv­em­ber 1998. Margt hefur auð­vitað breyst í heimun­um, þarna er Google til dæmis tveggja mán­aða gam­alt sprota­fyr­ir­tæki:

Thu Nov 12 12:49:06 1998 To: From: andri@is­holf.is (Andri Snaer Magna­son)

Subject: Lands­virkjun

Auglýsing

Sæll Ármann. Ég var að spá í að senda mogg­anum þessa grein, hvað finnst þér? Bréf er á leið­inni með snigla­pósti og svo skal ég koma sög­unni af stað. kveðja Andri Snæri

Hvernig getur Lands­virkjun bjargað Aust­ur­landi? Ein alls­herj­ar­lausn á byggð­ar­vanda.

Frá ung­lings­aldri hef ég unnið öll sumur við að sá fræjum og planta hríslum í örfoka land. Ég hef borið skít á sanda og mela og hokrað við þetta í hinum ýmsu veðrum, sól hefur brennt mig og vindur kalið mig en aldrei hefur maður misst sjónar á tak­mark­inu: Ég ætl­aði að skila feg­urra og betra landi til næstu kyn­slóð­ar. Sam­tals eru þetta kannski ekki nema nokkrir fer­metrar gróð­ur­lendis og fáeinar birki­hríslur sem öll mín sumur hafa skilað land­inu en mér fannst þetta hafa skipt máli. Það er því ekki laust við að maður fyllist von­leysi þegar manni ber­ast til eyrna áform um að sökkva 27 km2 gróð­ur­lendis í Eyja­bökkum sem eru auk þess með rúm­lega 300 gróð­ur­teg­undum og ein­stöku fugla­lífi. Hvers virði var mitt starf í 10 sum­ur? Hvers virði er þá starf þeirra þús­unda sem hafa stefnt að sama marki? Í von­leysi mínu lá ég and­vaka heila nótt og ég held að ég hafi fundið lausn á vanda Aust­firð­inga, sem myndi auk þess spara mér mörg þús­und ára sum­ar­vinnu.

Lausnin liggur í sjálfri Lands­virkjun

Lausnin liggur í sjálfri Lands­virkj­un, þar býr öll sú orka sem þarf til að bjarga Aust­ur­landi og hvaða landi sem er ef því er að skipta. Hjá Lands­virkjun vinnur mikið af gáf­uðu og vel mennt­uðu fólki sem vinnur við þau und­ar­legu skil­yrði að þessar gáfur bein­ast allar í einn far­veg og þær munu ekki ekki fá notið sín nema nátt­úruperlum verði fórn­að. Vand­inn er ekki síst Lands­virkj­unar því hún er ekki einu sinni að græða á nýj­ustu stór­iðj­unni. Fyr­ir­tækið græðir aðeins um 20 millj­ónir á ári á samn­ingnum við Norð­urál. Varla fara þeir að hagn­ast meira á Norsk Hydro? En hvernig gæti Lands­virkjun bjargað mál­un­um? Byrjum á mark­aðs­skrif­stofu Lands­virkj­un­ar. Allir vita að byggð­ar­vand­inn er hug­læg­ur. Eng­inn vill fara á skemmti­stað ef allir eru á leið­inni út, en allir vilja bæt­ast aftan við röð sé hún nógu löng. Nú er röðin víst á leið­inni suð­ur. Fólk hefur næga atvinnu en fer samt burt og á meðan það gerist mun atvinnu­lífið ekki verða fjöl­breytt­ara, svo ein­falt er það.

Hvað gæti mark­aðs­skrif­stofan gert?

Öflug mark­aðs­skrif­stofa sem getur gert Aust­ur­land áhuga­vert fyrir heila verk­smiðju hlýtur að geta gert svæðið spenn­andi fyrir fólk, sér­stak­lega á tímum þegar vinnu­staðir margra eru aðeins bundnir við tölvu en ekki borg eða land. Mark­aðs­skrif­stofan gæti höfðað til hins stress­aða Graf­ar­vogs­búa sem situr fastur á sinni Gull­in­brú og ein­beitt sér að því að koma jákvæðum fréttum af Aust­ur­landi í fjöl­miðla. Tölvu­fræð­ingar Lands­virkj­unar gætu aðstoðað stór­fyr­ir­tæki við að flytja einn og einn starfs­mann aust­ur, helst auð­vitað ein­hvern sem á ættir að rekja þang­að. Mark­aðs­skrif­stofan gæti fengið fyr­ir­tæki sem aðeins sinna síma­vinnu til að flytja hluta starf­sem­inn­ar. Ímyndið ykkur ef allar skoð­ana­kann­anir væru gerðar frá Reyð­ar­firði, ef þar risi félags­vís­indagallúp í stað­inn fyrir stór­iðjugúlag. Stjórn­ar­for­maður Lands­virkj­unar er bóndi fyrir norðan en fer létt með sinna störfum sínum beint úr sveit­inni gegnum tölvu og síma. Ef stjórn­ar­for­menn geta búið úti á landi þá ættu lægra settir starfs­menn að fara létt með það.

Norð­urál fékk 400 millj­ónir og lægsta orku­verð í heimi

Norð­urál fékk 400 millj­ónir í beinan rík­is­styrk fyrir utan lægsta orku­verð í heimi, hefði ekki mátt hjálpa nokkrum heim fyrir slíkan pen­ing? Hjá Lands­virkjun vinnur mikið af tækni­mennt­uðu fólki sem situr með hendur í skauti ef ekki er virkj­að. Ímyndið ykkur hví­líkt mennta­kerfi væri hægt að byggja upp á Aust­ur­landi með þessum mannauði! Þar gæti risið besti tækni­mennta­skóli á land­inu sem væri jafn­vel bein­tengdur við HÍ og TVÍ. Þarna væri alið upp æsku­fólk, upp­fullt af hug­myndum og eld­móði og ást á sínu Hér­aði. Fljóts­dal­ur­inn gæti orðið vísir að íslenskum síli­kon­dal. Lands­virkjun gæti gegnt lyk­il­hlut­verki í ferða­þjón­ustu. Það er búið að leggja nokkra millj­arða í rann­sóknir fyrir aust­an. Það er ekki tapað fé, þetta er upp­söfnuð þekk­ing sem okkur ber skylda til að ávaxta. Fáir þekkja hálendið betur en starfs­menn Lands­virkj­un­ar. Væri ekki flott ef allri þess­ari þekk­ingu væri komið til skila í glæsilegu hálend­issafni fyrir aust­an, þar sem maður myndi læra allt um fugla­líf, hrein­dýr, plöntur og jarð­fræði áður en maður legði á hálend­ið. Þarna mætti lífga við sög­una og þjóð­sög­ur. Fljóts­dal­inn mætti kynna sem heim­kynni Grýlu eins og hún kemur fyrir í hrylli­legu kvæði aust­firð­ings­ins Stef­áns Ólafs­son­ar. Grýla með höf­uðin þrjú og kaf­loð­inn kvið og eyru sem lafa sex saman sitt ofan á lær. Fynd­ist börnum ekki spenn­andi að fara á sögu­slóðir Grýlu? Væri hún ekki eigu­legur minja­grip­ur?

Að nýta þekk­ingu Lands­virkj­unar á nátt­úru Íslands

Eflaust vita Land­virkj­un­ar­menn af ótal perlum á hálend­inu sem þeir þora ekki að sýna neinum af ótta við að missa vinn­una. Of mikil þekk­ing almenn­ings hefur því miður eyði­lagt marga góða virkj­un­ar­kosti. Lands­virkjun gæti snúið við blað­inu og unnið að því að gera hálendi Aust­ur­lands að einum alls­herjar Gull­fossi. Gætu Dimmugljúfur ekki orðið Grand Canyon Íslands? Það væri jafn­vel hægt að láta fólk fljúga beint austur frá útlöndum en þarna stendur alþjóð­legur flug­völlur lítið sem ekk­ert not­að­ur. Van­nýtt auð­lind. Ég held að allir Lands­virkj­un­ar­menn gætu unnið Aust­firð­ingum eitt­hvað gagn ef raun­veru­legur vilji er fyrir hendi. En menn eru auð­vitað óþol­in­móðir og vilja vítamíns­sprautu fyrir atvinnu­lífið strax en ég er ansi hræddur um að þetta vítamín sé lík­ara amfetamíni, skamm­vinn örvun sem kallar á aðra sprautu. Ef árangur af ára­tuga land­græðslu­starfi ung­menna á íslandi verður þurrk­aður út á einu bretti með Eyja­bakka­lóni þá verða stjórn­mála­menn að skilja hvaða skila­boð þeir senda æsku­fólki lands­ins. Ef verk­fræð­ingar og stjórn­mála­menn mega sökkva þjóð­ar­ger­semum að vild og þykj­ast gera það fyrir Aust­firð­inga, þá hlýtur æskan að erfa gild­is­mat­ið. Hvað ætli gang­verðið sé á Kon­ungs­bók Eddu­kvæða? Okkur ber jú skylda til að selja allar auð­lind­ir.

Glað­heimar í Nóv­em­ber 1998 - Andri Snær Magna­son."

austurland

Hvað hefð­i ­gerst ef Lands­virkjun hefði bjargað Aust­ur­landi - á for­sendum Aust­ur­lands? 

Svona var sem­sagt greinin frá árinu 1998. Þetta var áður en allt ruglið byrj­aði, já ég segi næstum hrein­lega áður en menn byrj­uðu að eyði­leggja Ísland og þetta brjál­aða ,,á­stand" sem nú ríkir var orðið til, áður en nátt­úru­vernd­ar­fólk var flæmt úr Sjálf­stæðis og Fram­sókn­ar­flokki, áður en pól­er­ís­er­ingin sem við upp­lifum í dag varð til. Þetta var áður en ég varð öfga­maður og þetta var áður en 101 Reykja­vík varð ­níð­yrð­i og fjalla­grös urðu skammar­yrði um nýsköp­un. Þetta var áður en 95% af störfum á Íslandi sem tengj­ast að engu leyti stór­iðj­unni voru kölluð ,,eitt­hvað ann­að" með ákveðnum hæðn­is­tón. Þetta var áður en þessi mynd var búin til sem margir töldu óhjá­kvæmi­lega fram­tíð Íslands.

smelters

Ég ímynda mér hvað hefði gerst ef örfáir millj­arðar hefðu verið settir í að láta þetta allt verða að veru­leika, auð­vitað ekki 100% bók­staf­lega - en eitt­hvað í þessum anda. Ef menn hefðu lagt áherslu á mark­aðs­starf, flug­völl, mennt­un, nýsköp­un, ferða­mennsku, menn­ingu og betri nýt­ingu á fyr­ir­liggj­andi auð­lindum í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi - ef Lands­virkjun hefði bjargað Aust­ur­landi á for­sendum Aust­ur­lands - en ekki á for­sendum Alcoa. Ég ímynda mér hlið­ar­heim, annað land þar sem Ísland fór ekki í ruglið. Í þessum heimi voru Seyð­is­fjarð­ar­göng boruð en ekki aðrennsl­is­göng­in, þarna lifir Lag­ar­fljótið og Rauða­flúð öskr­ar og fossar falla frjálsir - Töfra­foss, Faxi og Kirkju­foss og selir kæpa upp með Jöklu og Kring­ils­árrani er örnefni sem eng­inn þekkir, leyni­staður fyrir nokkrar hræður og áhuga­menn um hrauka - en aðal­lega heim­kynni gæsa og hrein­dýra. Þetta er heimur þar sem Aust­ur­land óx af sjálfs­dáðum vegna þess að fólk vildi búa þar og sam­göngu­bylt­ingar með milli­landa­flugi breytti heims­mynd­inni og sjálfs­traustinu - enda er álíka langt til Edin­borg­ar frá Eg­ils­stöðum eins og til Reykja­vík­ur.

Þjóðin lagði allt undir og tvö­fald­aði orku­fram­leiðsl­una og eyði­lagð­i ­þjóð­mála­um­ræð­una og vina­bönd trosn­uðu og í nokkur ár héldu menn að Lands­virkjun hafi bjargað Aust­ur­landi. Að draumar verk­fræð­ing­anna hafi alveg óvart farið nákvæm­lega saman við þann kraft sem skapar líf­væn­legt og gott sam­fé­lag. Menn töldu sig sanna að verk­fræði­leg sóvíet stýr­ing á sam­fé­lagi gæti virkað í raun og veru.

En af hverju fækkar Aust­firð­ing­um?

En sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ingum fækkar fólki á Aust­fjörð­um, byggðin rétt heldur í horf­in­u ­með c.a 11.000 íbúa. Samt er þarna 1% af álf­ram­leiðslu ver­ald­ar, 0.2% af öllum fiski sem mann­kynið veiðir og orka sem gæti knúið Kaup­manna­höfn - samt rétt dugir það til að halda 11.000 manns í járnum með ein­hverjum hund­rað manna sveiflum til eða frá. Íbúar eru 400 fleiri en árið 1998 - er það góður árangur af ill­vígum deil­um, dauða Lag­ar­fljóts og 400 millj­arða fjár­fest­ing­um? Sjö árum eftir opnun Kára­hnjúka­virkj­unar - skilar Lands­virkjun þjóð­inni engum beinum arði, ekk­ert frekar en fyr­ir­tækið hefur gert í 50 ár, Alcoa lætur hagn­að­inn hverfa í skatta­skjóli og álverð í heim­inum er að hruni komið enda hafa kín­verjar byggt hund­rað álver og Kára­hnjúka­virkj­anir á und­an­förnum árum en sami hugs­un­ar­háttur þar í hams­lausri ,,upp­bygg­ing­u".

En fram­tíðin er björt er það ekki?

Því miður virð­ist það ekki vera. Svona lítur fram­tíðin út sam­kvæmt Orku­spár­nefnd Orku­stofn­unar árið 2015:

mannfjold

Og þarna fæ ég deja vu. Þarna er Ground­hog Day. Þetta er ­NÁ­KVÆM­LEGA sama fram­tíð­ar­spá og var uppi árið 1998 þegar ég skrif­aði grein­ina. Núna árið 2015 spá menn LÍNU­LEGRI HNIGNUN AUST­UR­LANDS. Hvers vegna? Jú - af því að ekk­ert meira er hægt að virkja á Aust­ur­landi og sjálf­virkni mun aukast í álverum og sjáv­ar­út­vegi - og þá er auð­vitað ekk­ert hægt að gera. Hvernig á að reikna út ,,eitt­hvað annnað". Má skýrslu­höf­undur ímynda sér? Má hann vera skap­andi? Má hann hafa sýn?

Það er nákæm­lega svona línu­rit sem knúði mig til að skrifa grein­ina fyrir 17 árum og það væri auð­vitað hægt að upp­færa hana. Það var ekki nátt­úru­verndin ein­göngu heldur ósigur sköp­un­ar­gáf­unnar og manns­and­ans sem mér fannst birt­ast í svona fram­setn­ingu á veru­leik­an­um. Að trúa því að ein­hver hefði í alvöru svo stór­feng­lega yfir­sýn að hann geti gert svona línu­rit um þróun á heilum lands­fjórð­ungi til 2050. Línu­ritin bera þess merki að vera ein­hvers­konar menntun og vís­indi en það er aug­ljóst að engin skap­andi hugsun hefur fengið að koma þar nærri og ekki er gert ráð fyrir henni. Árið 1998 var höf­undur pistils­ins heil­brigður ungur maður sem var ágætur í stærð­fræði og dug­legur að hellu­leggja en ákvað að fara gegn skyn­sem­inni og ykja ljóð í stað­inn, hann var nýbú­inn að eign­ast barn og hafði ákveðið að skrifa barna­bók og hann var nýbú­inn að gefa út rímna­disk. Hvernig hefði línu­rit fyrir svona mann átt að líta út?

Árið 1998 hélt ég reyndar að hræðslu­á­róð­ur­inn væri með­vit­að­ur, að hann væri úthugsað plott og línu­ritin væru sett fram til að hræða Aust­firð­inga og knýja þá til hlýðni við hina ein­földu heild­ar­lausn. En núna sér maður að þetta var bara venju­legt and­leysi. Bara hvers­dags­legt og grátt and­leysi.

Hvernig gætu Aust­firð­ingar orðið 20.000 árið 2030?

Ég held samt að Aust­firð­ingar gætu orðið 20.000 eða 30.000 árið 2050 og ég held að þeir hefðu getað það árið 1998 án stór­virkj­unar - ef þarfir og kraftur fólks­ins hefði fengið jafn mikla athygli og draum­órar Lands­virkj­un­ar. Ef menn hefðu þurft að horfast í augu við gam­al­dags við­horf og kasta þeim út í hafs­auga í stað þess að fá 400 millj­arða til að styrkja dauða heims­mynd. Og ég held að eitt­hvað í stíl við þess­ar hug­myndir frá árinu 1998 séu um það bil það sem Aust­ur­land þarf að gera - ef svæðið á að vaxa sem sam­fé­lag. En í stað þess að láta drauma sína ræt­ast hefur Aust­ur­land orðið fyr­ir­mynd fyrir sam­bæri­lega sóvét­hugsun um land allt það­an. Húna­vats­sýsl­urnar vilja líka láta bjarga sér og núna á að byggja mikla hryll­ings­fa­brikku við Húsa­vík - með beinum rík­is­styrk sem nemur um 2 millj­ónum á hvern Hús­vík­ing - já tvær millj­ónir á hvern íbúa fyrir 120 ,,störf" - allt á for­sendum verktaka og verk­fræð­inga. Hvað hefði Húsa­vík getað gert við tvær millj­ónir á mann - á sínum for­send­um?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None