Hvernig verndum við andlega líðan ungmenna á tímum COVID-19 faraldursins?

Margir samverkandi þættir, m.a. samkomutakmarkanir og áhyggjur af því að smitast, hafa haft slæm áhrif á líðan bæði drengja og stúlkna, skrifa sálfræðingarnir Þórhildur Halldórsdóttir og Ingibjörg Eva Þórisdóttir.

Auglýsing

Hjá sál­fræði­deild Háskól­ans í Reykja­vík og Rann­sóknum og grein­ingu hefur verið mark­visst fylgst með líðan ung­menna á tímum COVID-19. Við birtum nýverið grein í Lancet Psychi­atry sem byggði á svörum allra 13-18 ára ung­menna á lands­vís­u.(1) Nið­ur­stöð­urnar stað­festu grun margra um að van­líðan hjá ung­mennum hefur aukist, þá sér­stak­lega meðal stúlkna.

Í fram­hald­inu af þessum nið­ur­stöðum köf­uðum við dýpra í hvað það er við far­ald­ur­inn sem hefur mest áhrif á líðan 16-17 ára ung­menna.(2) Nið­ur­stöð­urnar benda til þess að margir sam­verk­andi þættir tengdir COVID-19 hafi haft slæm áhrif á líðan bæði drengja og stúlkna. Margt af því teng­ist sam­komu­tak­mörk­un­um, en þar má einna helst nefna breyt­ingar á dag­legri rútínu og skóla­starfi, að hitta ekki vini í eigin per­sónu og að eyða löngum stundum heima fyr­ir. Það er hins vegar athygl­is­vert að það eru ekki ein­ungis sam­komu­tak­mark­anir sem hafa slæm áhrif á líð­an. Áhyggjur af því að fólk smit­ist af veirunni og að veikj­ast sjálf voru einnig meðal helstu þátta sem höfðu slæm áhrif á líðan ung­menna.

Í ljósi þess­ara nið­ur­staða fögnum við yfir­lýs­ingum stjórn­valda um að stefnt sé að því var­an­legri sam­komu­tak­mark­anir miði að því að ung­menni geti haldið sem mest í dag­lega rútínu sem stuðlar að heilsu og vellíðan eins og að mæta í skóla og eiga í félags­legum sam­skiptum sem og stunda íþróttir og tóm­stunda­starf. En nú þegar skóla­starf er að hefj­ast og veiran herjar á sam­fé­lagið í stærstu COVID-19 bylgj­unni til þessa virð­ist þó óhjá­kvæmi­legt að það verði tak­mark­anir á skóla­starfi þegar nem­endur og starfs­fólk verða settir í sótt­kví. Hvað getum við gert þá til að stuðla að vellíðan ung­menna?

Auglýsing

Þar sem við þurfum að læra að lifa með veirunni, þá er tíma­bært að rann­saka leiðir til að stuðla að vellíðan ung­menna undir hvers konar tak­mörk­unum sem kunna að verða inn­leidd­ar. Sumir af þessum þáttum sem ung­menni bentu helst á í tengslum við and­lega van­líðan er hægt að vinna með óháð gild­andi tak­mörk­un­um. Það er til að mynda hægt að hvetja til og aðstoða ung­menni við að halda svip­aðri dag­legri rútínu (t.d. vakna á svip­uðum tíma, að tann­bursta sig og klæða sig, vera með ákveðið náms­svæði, við­halda reglu­legum mat­máls­tím­um) hvort sem þau eru í stað­námi eða tíma­bundnu fjar­námi. Við spurðum einnig ung­menni hvort að ein­hverjar breyt­ingar í hegðun þeirra hafði átt sér stað með til­komu far­ald­urs­ins og könn­uðum svo hvort að þessar hegð­un­ar­breyt­ingar tengd­ust van­líð­an. Þar nefndu ung­menni helst minni félags­leg sam­skipti í netheim­um, til dæmis minni tími í net­tölvu­leikjum með öðrum, minni sam­skipti við fjöl­skyldu í gegnum snjall­tæki og aukn­ingu í óvirkri sam­fé­lags­miðla­notkun (þ.e. að vera áhorf­andi frekar en að taka virkan þátt í miðl­in­um). Annar mögu­legur vett­vangur sem er óháður sam­komu­tak­mörk­unum líð­andi stundar til þess að bæta líðan ung­menna er að hvetja til og virkja ung­mennin okkar til félags­legra sam­skipta í netheim­um.

Við spurðum ung­menni einnig hvort það væri eitt­hvað tengt far­aldr­inum sem hefði haft góð áhrif á and­lega líð­an. Þá nefndu ung­menni einna helst þætti eins og meiri tími fyrir svefn og að vera með fjöl­skyld­unni, til að slaka á og að sinna áhuga­málum og minni streita vegna náms. Vissu­lega er það streitu­vald­andi fyrir fjöl­skyldur að vera í sótt­kví en það geta verið jákvæðar hliðar einnig sem hægt er að leggja áherslu á meðan á því stend­ur.

Það er aug­ljóst að við þurfum að við verðum að halda áfram að vera á varð­bergi varð­andi líðan ung­menna í far­aldr­inum og finna sem bestar leiðir til að lifa með veirunni sem stuðla að vellíðun þeirra. Við í LIFECOURSE rann­sókn­arteym­inu viljum sér­stak­lega þakka öllum ung­mennum og fjöl­skyldum þeirra sem tóku sér tíma til að taka þátt í rann­sókn­inni. Við viljum einnig vekja athygli á því að við munum halda áfram að meta líðan ung­menna og næsta fyr­ir­lögn spurn­inga­lista er nú í haust. Við hvetjum því öll ung­menni fædd 2004 og fjöl­skyldur þeirra til að kynna sér rann­sókn­ina á lifecour­se.is og taka þátt.

Um höf­unda: Þór­hildur Hall­dórs­dótt­ir, PhD í klínískri barna­sál­fræði, lektor við Háskól­ann í Reykja­vík, (thor­hild­ur­h@ru.is) og Ingi­björg Eva Þór­is­dótt­ir, PhD í sál­fræði, sér­fræð­ingur hjá Rann­sóknum og grein­ingu, (inga­eva@pla­netyout­h.org).

Um rann­sókn­ina: + LIFECOURSE rann­sóknin er lang­tíma­rann­sókn sem hlaut styrk frá evr­ópska rann­sókna­ráð­inu, undir for­ystu Ingu Dóru Sig­fús­dótt­ur, pró­fess­ors við Háskól­ann í Reykja­vík, Col­umbia Háskóla í New York og Karol­inska Háskóla í Stokk­hólmi. Núver­andi fram­halds­rann­sókn hefur hlotið styrk frá Rannís og er leidd af Þór­hildi Hall­dórs­dótt­ur, lektor við HR ásamt Ingu Dóru Sig­fús­dótt­ur, pró­fessor við HR.

Heim­ildir

(1) Thoris­dottir et al. (2021). Depressive symptoms, mental well­being, and substance use among ado­lescents before and during the COVID-19 pandemic in Iceland: a longitu­dinal, population-ba­sed stu­dy. Lancet Psychi­atry, 8(8): 663-672. https://doi.org­/10.1016/S2215-0366(21)00156-5

(2) Hall­dors­dottir et al. (2021). Ado­lescent well-being amid the COVID-19 pandem­ic: Are girls struggl­ing more than boys? JCPP Advances. https://doi.org­/10.1002/jcv2.12027

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar