Hvernig verndum við andlega líðan ungmenna á tímum COVID-19 faraldursins?

Margir samverkandi þættir, m.a. samkomutakmarkanir og áhyggjur af því að smitast, hafa haft slæm áhrif á líðan bæði drengja og stúlkna, skrifa sálfræðingarnir Þórhildur Halldórsdóttir og Ingibjörg Eva Þórisdóttir.

Auglýsing

Hjá sál­fræði­deild Háskól­ans í Reykja­vík og Rann­sóknum og grein­ingu hefur verið mark­visst fylgst með líðan ung­menna á tímum COVID-19. Við birtum nýverið grein í Lancet Psychi­atry sem byggði á svörum allra 13-18 ára ung­menna á lands­vís­u.(1) Nið­ur­stöð­urnar stað­festu grun margra um að van­líðan hjá ung­mennum hefur aukist, þá sér­stak­lega meðal stúlkna.

Í fram­hald­inu af þessum nið­ur­stöðum köf­uðum við dýpra í hvað það er við far­ald­ur­inn sem hefur mest áhrif á líðan 16-17 ára ung­menna.(2) Nið­ur­stöð­urnar benda til þess að margir sam­verk­andi þættir tengdir COVID-19 hafi haft slæm áhrif á líðan bæði drengja og stúlkna. Margt af því teng­ist sam­komu­tak­mörk­un­um, en þar má einna helst nefna breyt­ingar á dag­legri rútínu og skóla­starfi, að hitta ekki vini í eigin per­sónu og að eyða löngum stundum heima fyr­ir. Það er hins vegar athygl­is­vert að það eru ekki ein­ungis sam­komu­tak­mark­anir sem hafa slæm áhrif á líð­an. Áhyggjur af því að fólk smit­ist af veirunni og að veikj­ast sjálf voru einnig meðal helstu þátta sem höfðu slæm áhrif á líðan ung­menna.

Í ljósi þess­ara nið­ur­staða fögnum við yfir­lýs­ingum stjórn­valda um að stefnt sé að því var­an­legri sam­komu­tak­mark­anir miði að því að ung­menni geti haldið sem mest í dag­lega rútínu sem stuðlar að heilsu og vellíðan eins og að mæta í skóla og eiga í félags­legum sam­skiptum sem og stunda íþróttir og tóm­stunda­starf. En nú þegar skóla­starf er að hefj­ast og veiran herjar á sam­fé­lagið í stærstu COVID-19 bylgj­unni til þessa virð­ist þó óhjá­kvæmi­legt að það verði tak­mark­anir á skóla­starfi þegar nem­endur og starfs­fólk verða settir í sótt­kví. Hvað getum við gert þá til að stuðla að vellíðan ung­menna?

Auglýsing

Þar sem við þurfum að læra að lifa með veirunni, þá er tíma­bært að rann­saka leiðir til að stuðla að vellíðan ung­menna undir hvers konar tak­mörk­unum sem kunna að verða inn­leidd­ar. Sumir af þessum þáttum sem ung­menni bentu helst á í tengslum við and­lega van­líðan er hægt að vinna með óháð gild­andi tak­mörk­un­um. Það er til að mynda hægt að hvetja til og aðstoða ung­menni við að halda svip­aðri dag­legri rútínu (t.d. vakna á svip­uðum tíma, að tann­bursta sig og klæða sig, vera með ákveðið náms­svæði, við­halda reglu­legum mat­máls­tím­um) hvort sem þau eru í stað­námi eða tíma­bundnu fjar­námi. Við spurðum einnig ung­menni hvort að ein­hverjar breyt­ingar í hegðun þeirra hafði átt sér stað með til­komu far­ald­urs­ins og könn­uðum svo hvort að þessar hegð­un­ar­breyt­ingar tengd­ust van­líð­an. Þar nefndu ung­menni helst minni félags­leg sam­skipti í netheim­um, til dæmis minni tími í net­tölvu­leikjum með öðrum, minni sam­skipti við fjöl­skyldu í gegnum snjall­tæki og aukn­ingu í óvirkri sam­fé­lags­miðla­notkun (þ.e. að vera áhorf­andi frekar en að taka virkan þátt í miðl­in­um). Annar mögu­legur vett­vangur sem er óháður sam­komu­tak­mörk­unum líð­andi stundar til þess að bæta líðan ung­menna er að hvetja til og virkja ung­mennin okkar til félags­legra sam­skipta í netheim­um.

Við spurðum ung­menni einnig hvort það væri eitt­hvað tengt far­aldr­inum sem hefði haft góð áhrif á and­lega líð­an. Þá nefndu ung­menni einna helst þætti eins og meiri tími fyrir svefn og að vera með fjöl­skyld­unni, til að slaka á og að sinna áhuga­málum og minni streita vegna náms. Vissu­lega er það streitu­vald­andi fyrir fjöl­skyldur að vera í sótt­kví en það geta verið jákvæðar hliðar einnig sem hægt er að leggja áherslu á meðan á því stend­ur.

Það er aug­ljóst að við þurfum að við verðum að halda áfram að vera á varð­bergi varð­andi líðan ung­menna í far­aldr­inum og finna sem bestar leiðir til að lifa með veirunni sem stuðla að vellíðun þeirra. Við í LIFECOURSE rann­sókn­arteym­inu viljum sér­stak­lega þakka öllum ung­mennum og fjöl­skyldum þeirra sem tóku sér tíma til að taka þátt í rann­sókn­inni. Við viljum einnig vekja athygli á því að við munum halda áfram að meta líðan ung­menna og næsta fyr­ir­lögn spurn­inga­lista er nú í haust. Við hvetjum því öll ung­menni fædd 2004 og fjöl­skyldur þeirra til að kynna sér rann­sókn­ina á lifecour­se.is og taka þátt.

Um höf­unda: Þór­hildur Hall­dórs­dótt­ir, PhD í klínískri barna­sál­fræði, lektor við Háskól­ann í Reykja­vík, (thor­hild­ur­h@ru.is) og Ingi­björg Eva Þór­is­dótt­ir, PhD í sál­fræði, sér­fræð­ingur hjá Rann­sóknum og grein­ingu, (inga­eva@pla­netyout­h.org).

Um rann­sókn­ina: + LIFECOURSE rann­sóknin er lang­tíma­rann­sókn sem hlaut styrk frá evr­ópska rann­sókna­ráð­inu, undir for­ystu Ingu Dóru Sig­fús­dótt­ur, pró­fess­ors við Háskól­ann í Reykja­vík, Col­umbia Háskóla í New York og Karol­inska Háskóla í Stokk­hólmi. Núver­andi fram­halds­rann­sókn hefur hlotið styrk frá Rannís og er leidd af Þór­hildi Hall­dórs­dótt­ur, lektor við HR ásamt Ingu Dóru Sig­fús­dótt­ur, pró­fessor við HR.

Heim­ildir

(1) Thoris­dottir et al. (2021). Depressive symptoms, mental well­being, and substance use among ado­lescents before and during the COVID-19 pandemic in Iceland: a longitu­dinal, population-ba­sed stu­dy. Lancet Psychi­atry, 8(8): 663-672. https://doi.org­/10.1016/S2215-0366(21)00156-5

(2) Hall­dors­dottir et al. (2021). Ado­lescent well-being amid the COVID-19 pandem­ic: Are girls struggl­ing more than boys? JCPP Advances. https://doi.org­/10.1002/jcv2.12027

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar