Innviðir og hin ósýnilega hönd

Auglýsing

Í magn­aðri bók Edward Robb Ellis um sögu New York borgar (The Epic of New York City: A Narrative History) er rakin saga fórna og árekst­urs menn­ing­ar­strauma, sem á sér ekki margar fyr­ir­myndr ann­ars stað­ar. Hver dramat­íski atburð­ur­inn á fætur öðrum saumar saman ótrú­lega sögu borg­ar­sam­fé­lags, þar sem mestu öfgar stétta­skipt­ingar rúm­ast á pínu­litlu útnesi, Man­hatt­an. Þaðan flæða straumur og stefnur um allan heim, og hafa gert allt frá því að borgin varð til.

Eitt atriði sem lesa má um í bók­inni hefur skipt mestu máli í hag­sögu borg­ar­inn­ar. Það eru inn­viða­fjár­fest­ing­ar. Í nær öllum til­fellum þegar halla tekur undan fæti í New York bregð­ast stjórn­völd við með inn­viða­fjár­fest­ing­um. Þær eru sífellt í und­ir­bún­ingi, og þannig hefur það alltaf ver­ið. Þegar réttur tími þykir til eru sam­eig­in­legir sjóðir borg­ar­búa not­aðir til þess að styrkja inn­viði borg­ar­inn­ar.

Saga inn­viða­fjár­fest­inga



Þannig var það með bæði Brook­lyn brúna (1883) og Man­hattan brúna (1901). Þetta voru umdeildar fram­kvæmdir sem kost­uðu gríð­ar­lega fjár­muni og manns­líf sömu­leið­is. Upp­bygg­ing neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerf­is­ins, sem tekið var í notkun 1904, þótti verk­fræði­legt afrek og þykir raunar enn. Yfir þús­und kíló­metrar af lestar­teinum eru skipu­lagðir í þaula og kerfið mörgum öðrum borgum heims­ins fyr­ir­mynd. Gríð­ar­lega umfangs­miklar inn­viða­fjár­fest­ingar borg­ar­yf­ir­valda og stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um, í Krepp­unni miklu, eftir 1930, má einnig nefna í þessu sam­hengi.







Skate or die sögðu þeir í den. Einn af mörgum flottum görðum í NY. #nyc

Auglýsing


A photo posted by magnus­h12 (@magnus­h12) on



Það sama má segja um upp­bygg­ingu almenn­ings­garða og skipu­lags­heildir í hverf­um. Repúblikan­inn Rudy Guili­ani, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í New York, beitti sér fyrir betri verndun og upp­bygg­ingu almenn­ings­garða í borg­inni, meðal ann­ars með afþrey­ing­ar­átaki um gjörvalla borg á árunum 1994 til 1997, sem í dag þykir einkar vel heppn­að. Leik­vell­ir, íþrótta­mann­virki, teng­ingar með hlaupa- og hjóla­stíg­um. Fyrir öllu þessu var hugsað og voru aðgerð­irnar hluti af átaks­verk­efni sem mið­aði að því að gera borg­ina örugg­ari fyrir allar stéttir og skemmti­legri. Eftir að hafa lesið um sögu Giuli­ani (The Prince of the City: Giuli­ani, New York and Genius of Amer­ican Life) þá sér maður vel, hversu magn­aður stjórn­andi hann var, og þrátt fyrir oft umdeilda fram­komu þá hlust­aði hann á ólík sjón­ar­mið og reyndi að finna skyn­sama lausn. Þegar að þeim kom var hann ekki fastur í kredd­u-­trú eða frös­um, heldur horfði á praktískar lausn­ir.

Á innan við 25 árum hefur borgin umturnast, hvað glæpi varð­ar, og öruggi borg­ar­búa auk­ist. Árið 1991 voru framin 2.245 morð í New York, en í fyrra voru þau innan við tíu pró­sent af þeim fjölda, svo dæmi sé nefnt. Heild­rænt skipu­lag inn­viða­fjár­fest­inga borg­ar­inn­ar, yfir langt tíma­bil, á sinn þátt í þessu.

Sam­keppn­is­hæfni og inn­viðir



Þrátt fyrir að hafa farið upp með hægri vængnum á sínum póli­tíska ferli, þá fest­ist Giuli­an­i ekki í kreddum og ein­faldri lífs­sýn. Hann hik­aði ekki við að nýta sam­eig­in­lega sjóði, þegar þess þurfti, og beitti sér oft fyrir frum­legum lausnum á flóknum vanda­mál­um. Upp­bygg­ingin á opin­berum  svæð­um, almenn­ings­görðum og afþrey­ing­ar­svæð­um, til þess að vinna gegn hárri  glæpa­tíðni og félags­legum erf­ið­leik­um, er dæmi um þetta.

Inn­viða­fjár­fest­ingar sem styrkja til fram­tíðar



Á Íslandi eru inn­viða­fjár­fest­ingar oft ræddar með und­ar­legum for­merkj­um, að því er mér finnst.

Fámenn þjóð í stóru landi, sem á mik­ið undir nýt­ingu nátt­úru­auð­linda (sjáv­ar­út­vegi, ferða­þjón­ustu, orku­geira), hlýtur að þurfa að þaul­hugsa inn­viða­fjár­fest­ingar sínar ofan í minnstu smá­at­riði og hvernig þær geta styrkt hag­kerfið og mann­lífið til lengd­ar. Alveg eins og 110 ára gam­alt lest­ar­kerfi New York borgar gerir enn í dag.

Í ljósi þess hvernig íslenska hag­kerfið hefur breyst á und­an­förnum 10 árum, með gríð­ar­legri upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu, þá virð­ist hróp­andi þörf fyrir ítar­lega lang­tíma­sýn í inn­viða­fjár­fest­ing­um. Það á við um hið óhag­kvæma höf­uð­borg­ar­svæði ekki síst, þar sem bíla­borg­ar­bragur er á mik­il­væg­asta þjón­ustu­svæði lands­ins og útþenslu­stefna hefur ein­kennt skipu­lags­á­kvarð­anir um lengi.

Mann­bæt­andi skipu­lag á því svæði, sem ýtir betur undir nýsköpun og frum­kvöðla­starf­semi, gæti skipt meira máli fyrir landið en virð­ist í fyrstu, enda hefur sýnt sig að blóm­strandi borg­ar­sam­fé­lög leysa ósýni­lega krafta úr læð­ingi og styrkja heild­ina. Efl­ing fjórðu stoð­ar­innar undir hag­kerf­ið, alþjóða- og nýsköp­un­ar­geirans, hefur verið mikið rædd á Íslandi á und­an­förnum árum, en of lítið hefur verið gert af því að setja það í sam­hengi við inn­viða­fjár­fest­ingar hins opin­bera, bæði ríkis og sveit­ar­fé­laga. Til lengdar mun hag­kerfið ekki geta vaxið á grund­velli auð­lind­anna og því skiptir miklu máli að hugsa um þessi mál með fram­sýnum hætti.

Reynslan sýnir að hjá hinu opin­ber­a ­geta áhrifa­mestu ákvarð­an­irnir verið teknar og full ástæða til þess að velta þar við öllum stein­um. Ekki vantar að hug­myndir hafi komið fram um meiri sam­vinnu, eins og skýrsla breskra sér­fræð­inga frá árinu 1997, um mik­il­vægi þess að vera með eina skipu­lags­heild á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er til vitnis um. Meira og nán­ara sam­starf háskóla, atvinnu­lífs og sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu virð­ist aðkallandi þegar kemur að því að örva alþjóða- og nýsköp­un­ar­geir­ann. Eflaust mætti skoða sviðs­myndir erlendis frá, eins og New York, sem dæmi um áhrifa­miklar jákvæðar fyr­ir­mynd­ar.

Þörf fyri stór­auknar inn­viða­fjár­fest­ing­ar?



Inn­viða­fjár­fest­ingar á land­inu öllu hafa til þessa oft mið­ast við for­gangs­röðun í vega­á­ætl­un, sé mið tekið af opin­berri umræðu. Hröð upp­bygg­ing ferða­þjón­ust­unnar kallar á gjör­breytta sýn á verk­efn­ið, og ekki ólík­legt að fimm­földun á fjölda erlendra ferða­manna á ein­ungis rúm­lega ára­tug, ætti að vera nægi­leg for­senda til þess að end­ur­hugsa inn­viða­fjár­fest­ingar og stór­auka þær. Jarða­ganga­gerð er einn hluti af þess­ari heild­ar­mynd en mun víð­tæk­ari fjár­fest­ingar í þjóð­görðum lands­ins en hafa tíðkast til þessa virð­ast óhjá­kvæmi­leg­ar. Erfitt er að áætla upp­hæð­ir, án þess að skoða frum­gögn, en það ætti samt að gefa vís­bend­ingu um mik­il­vægi ferða­þjón­ust­unnar að erlendir ferða­menn skilja eftir mörg hund­ruð millj­arða í land­inu á hverju ári og sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum sem gerðar hafa verið meðal þeirra, er það  ís­lensk nátt­úra sem kveikir áhuga þeirra á land­inu. Eins og staðan er núna eru þjóð­garð­arnir á Íslandi óra­fjarri því sem þekk­ist víða erlend­is, þegar kemur að því að vernda umhverf­ið, tryggja öryggi og auka tekjur af ferða­þjón­ustu.

Styðst við staf



Hin ósýn­lega hönd mark­að­ar­ins mun ekki koma að upp­bygg­ingu þjóð­garða eða taka ákvörðun um inn­viða­fjár­fest­ing­ar, nema þá sem hrein við­bót. Margt í sög­unni sýnir einnig að ósýni­lega höndin styðst oft við staf sam­eig­in­legra sjóða, eins og borg­ar­stjóra­tíð hægri manns­ins Giuli­ani er til vitnis um, og for­seta­tíð fyrrum yfir­manns hans, Ron­alds Reag­ans, sömu­leið­is. Í mögn­uðum mik­il­vægum ræðum sín­um, ekki síst á erlendum vett­vangi, tal­aði sá síð­ar­nefndi ekki síst um mik­il­vægi frelsis og síðan einnig um að ríkið væri „vanda­mál­ið“. Samt hefur eng­inn for­seti í sögu Banda­ríkj­anna beðið þingið oftar um að hækka skulda­þak hins sam­eig­in­lega sjóðs lands­manna, en það var gert sautján sinnum í hans tíð.

Hin heil­brigða skyn­semi er oft vand­stillt á póli­tíska mæli­kvarða til hægri og vinstri og það sama á við um inn­viða­fjár­fest­ing­arn­ar. Ef þær eru vel und­ir­búnar og hugs­aðar geta þær verið mik­il­vægt skref fram á við, óháð því hvernig þær eru mældar póli­tískt eða úr hvaða flokki sá leið­togi er sem markar stefn­una.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None