Ísland getur auðveldlega staðið við sinn hlut

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að seinagangur, frestun og ábyrgðarleysi í loftslagsmálum verði ekki liðið lengur.

Mynd: Aðsend.
Mynd: Aðsend.
Auglýsing

Ég segi stundum þegar aðgerðir í lofts­lags­málum ber á góma, að við getum í það minnsta ekki borðað okkur út úr vand­an­um. Þó að þorri hinna með­vit­uðu Evr­ópu­búa hættu að borða dýra­af­urðir og gerð­ust Vegan myndi það ekki valda þeim straum­hvörfum sem að ýmsir halda eða í það minnsta óska sér. Sama dag og skýrsla IPCC kom út tví­taði hinn þekkti lofts­lags­vís­inda­maður Mich­ael E. Mann að kjöt­neysla bæri ábyrgð á ekki nema 3% af kolefn­islos­un­inni, en jarð­efna­elds­neyti 67%. Hann átti við held ég nauta­kjöt (beef), en tók fram að vissu­lega skiptu litlu sneið­arnar í kolefn­islos­un­ar­-kök­unni líka miklu máli þegar kemur að nauð­syn­legum sam­drætti.

Með þessu er ég ekki að gera lítið úr teng­ingu fæðu­vals í bar­átt­unni við hlýnun jarð­ar, en það þarf bara svo miklu meira til. Rauður þráður í nýlegri bók Mich­ael E. Mann; The New Climate War er sá að stóru alþjóða fyr­ir­tækin í vinnslu olíu, gass og kola vilja gjarnan stýra umræð­unni á þann veg að fólk ásaki sig sjálft og fyrir lifn­að­ar­hætti sína. Og sökin er þá líka stjórn­valda sem af veikum mætti reyna upp­fylla áætl­anir sínar um sam­drátt í los­un. Á meðan athyglin er ekki á stór­fyr­ir­tækj­unum geta þau bara haldið áfram að moka og dæla úr jörðu og mótað almenn­ings­á­litið sér í vil. 

Stór­tæk orku­skipti þurfa að eiga sér stað á næstu 10-20 árum eigi það að takast að fletja út koltví­sýr­ings­aukn­ing­una í loft­hjúpi jarð­ar. Svo ekki sé talað um að ná að beina línu­rit­inu niður á við. Raf­orku­fram­leiðslan stendur undir ekki minna en þriðj­ungi los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu. Og sam­göngur hátt í 20%. Breytt land­notk­un, land­bún­aður (þar með sjáv­ar­út­veg­ur) er með um 25%. Skiptir gríð­ar­miklu máli, en jarð­efna­elds­neyti kemur þar minna við sög­u.  

Auglýsing
Í Evr­ópu­ríkj­um, í Banda­ríkj­unum og víðar hefur mönnum síð­asta ára­tug­inn eða svo orðið þó nokkuð ágengt við að skipta út jarð­efna­elds­neyti fyrir vind- og sól­ar­orku. Enn er þó starf­rækt urm­ull af stórum kola­orku­verum, rétt eins og var um miðja síð­ustu öld. En mikli áform eru í píp­unum og þessir grænu orku­gjafar eru orðnir vel sam­keppn­is­hæfir um verð. Skítugu orku­ver­unum verður lokað á end­an­um.

En hingað heim. Það veldur óhjá­kvæmi­lega sam­visku­biti hjá okkur flestum að heyra stöðugt þá stað­reynd end­ur­tekna að Ísland mengi mest í Evr­ópu þegar horft er á losun koltví­sýr­ings á mann. Þá verður að hafa í huga að álverin þrjú og Járn­blendið á Grund­ar­tanga sem standa undir 35-40% af heild­inni koma okkur efst á þennan vafa­sama lista. Stór­iðjan fellur hins vegar undir við­skipti ESB með los­un­ar­heim­ildir (ETS-­kerf­ið) og telst því ekki á beinni ábyrgð stjórn­valda.

Stóra áskor­unin hér á næstu árum felst í orku­skiptum í sam­göngum á landi og á sjó og í fiski­skip­um. En þó útgerðin hafi dregið umtals­vert úr kaupum á olíu síð­ustu 20-30 árin standa fisk­veiðar samt enn undir rúm­lega 10% allrar árlegrar los­un­ar. Áætlað hefur verið að raf­væð­ing alls bíla­flot­ans þyrfti raf­orku sem sam­svarar rúm­lega Hraun­eyja­foss­virkj­un, en orku­geta hennar er 1.300 GWh (210 MW). Ef fiski­skipa­flot­inn yrði “fræði­lega” raf­væddur í einni hend­ingu þyrfti aðra eins virkj­un.

Raf­elds­neyti á fleygi­ferð

Á síð­ustu vikum og mán­uðum hef ég fregnað af ekki færri en fjórum áformum sem öll snúa að því að þróa raf­elds­neyti með fram­leiðslu þess í huga á skip eða far­ar­tæki. Með raf­elds­neyti er átt við orku­bera eins og vetni, met­anól eða amm­on­íak. 

  • Alþjóð­legt fyr­ir­tæki, H2V, hefur samið við HS Orku um aðstöðu undir met­an­ólfram­leiðslu við Reykja­nes­virkjun og 30MW afl úr jarð­hita­virkj­un.
  • Íslenska nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækið Car­bon Recycl­ing hefur hafið sam­starf við Kís­il­ver Elkem á Grund­ar­tanga um þróun á fram­leiðslu á met­anóli. CO2 frá verk­smiðj­unni verður hrá­efni í vinnsl­una. Ávinn­ing­ur­inn er því tvö­faldur í raun. 
  • Lands­virkjun og hafn­ar­yf­ir­völd í Rott­er­dam hafa und­ir­ritað sam­starfs­samn­ing um þróun á vetn­is­fram­leiðslu og flutn­ings­fyr­ir­komu­lagi þess til Hollands á markað á meg­in­land­inu. Áætlað er að afl­þörf til þessa geti numið 200-500 MW.
  • Þá var í sumar und­ir­rituð vilja­yf­ir­lýs­ing um grænan orku­garð á Reyð­ar­firði þar sem þróa á leiðir til fram­leiðslu á raf­elds­neyti með vetni. Fjarð­ar­byggð á beina aðild, en danskt nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki (CIP) kemur að verk­efn­inu ásamt Lands­virkj­un. Áhersla er m.a. á orku­skipti í skipa­flutn­ing­um.

Kröfur auknar á Ísland?

Í sjálfu sér þarf ekki hlut­falls­lega mikla aukn­ingu í raf­orku­fram­leiðslu með vatns­afli, jarð­hita eða jafn­vel vindi til að ná fram orku­skiptum hér inn­an­lands. Ég ætla hér að leyfa mér að spá því að innan fárra ára verði í lofts­lags­sam­vinnu á vett­vangi S.þ. þrýst á ríki sem búa ríku­lega yfir end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum að þau leggi fram drjúgan skerf til orku­skipt­anna á heims­vísu. Ísland og fleiri ríki við N-Atl­ants­hafið verða þar á með­al, ekki síst vegna mik­illa mögu­leika á beislun vinds­ins. Þar verði ekki síst horft til land­grunns­ins, en tækni við fljót­andi vind­garða fleygir fram. En ekki síður til jarð­hit­ans og frek­ari nýt­ingu vatns­afls þar sem tæknin er þekkt og vel við­ráð­an­leg.  

En auð­vitað koma upp hags­muna­á­rekstrar og ólík sjón­ar­mið í umræð­unni. Hvort vega þyngra rök umhverf­is- og nátt­úru­verndar sem beitt er gegn virkj­unum og ekki síður vind­myllum eða þá aðgerðir í lofts­lags­mál­um? Í Nor­egi hafa þegar orðið átök í nokkrum umhverf­is­vernd­ar­sam­tökum vegna þessa, einkum út af vind­orkunni. Norð­menn flytja mikla orku úr landi sem kemur á margan hátt í stað jarð­efna­elds­neyt­is. Þeir eru líka stórir í olí­unni eða það er önnur saga.

Og hvar standa stjórn­málin í þessum mik­il­vægu málum hér á landi? Þögnin er í raun alls­ráð­andi, fæstir þora fyrir sig litla líf að minn­ast á orku­málin og alls ekki að setja þau í sam­hengi við aðgerðir í lofts­lags­mál­um, nema á mjög almennum nót­um. Stjórn­mála­flokk­arnir kom­ast ekki hjá því á næstu mán­uðum og árum að svara því hvar og hvernig eigi að afla orku til ávinn­ings fyrir lofts­lag­ið. Auð­veld­ast er eins og hingað til að benda bara á Ramma­á­ætlun sem er löngu strönduð uppi á skeri. Fáir leggja í að nefna vind­ork­una sem kost af ótta við fyr­ir­sjá­an­leg við­brögð. En stjórn­málin þurfa fram­tíð­ar­sýn og þor til að fylgja henni eft­ir. Alþjóð­legar skuld­bind­ingar reka á eftir okkur eins og oftast, en gæti líka fært okkur efna­hags­legan ávinn­ing, rétt eins og bind­ing koltví­sýr­ings í bergi í stórum stíl, sem mögu­lega er handan við horn­ið. 

Eða eins og Land­vernd segir í harð­orðri yfir­lýs­ingu eftir birt­ingu vís­inda­skýrsl­unn­ar, að þá verður ekki lið­inn lengur seina­gang­ur, frestun og ábyrgð­ar­leysi í lofts­lags­mál­un­um.

Höf­undur er veð­ur­fræð­ingur og rit­stjóri Bliku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit