Auglýsing

Skatt­svik eru óþol­andi. Sér­stak­lega vegna þess að þorri þeirra sem stunda þau í miklum mæli er ríkt fólk sem vill borga sem minnst til baka til sam­fé­lags­ins sem býr til arð­inn þeirra og það þiggur þjón­ustu frá.

Um ald­ar­mótin síð­ustu fóru íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki að bjóða við­skipta­vinum sínum upp á „skatta­hag­ræði“ með því að flytja eignir sínar og arð raf­rænt til skatta­skjóla þar sem þeir þurftu að greiða minna í skatta. Í ein­földu máli felst í slíku fyr­ir­komu­lagi að ríki sem sér­hæfa sig í að fela pen­inga ríkra, fyrir stjórn­völdum þeirra landa sem þeir til­heyra, taka þóknun fyrir ómakið sem er mun lægri en skatt­arnir sem hinir ríku sleppa við að borga. Þannig geta ríki á borð við Sviss, Lúx­em­borg, Kýpur og alls konar exó­tískar aflandseyjar haft miklar tekjur af því að hafa skatt­tekjur af öðr­um.

Líkt og með svo margt í nútíma­heimi þá er þetta þjón­usta sem býðst sum­um, ekki öll­um. Þessi teg­und af skatta­hag­ræði á því ekk­ert sam­eig­in­legt með til að mynda sam­keppni milli landa um að búa til sem hag­kvæmd­ast skattaum­hverfi til að reyna að lokka til sín flest fyr­ir­tæki eða hæfi­leika­fólk. Hún snýst bara um að skapa leiðir til að fela pen­inga þeirra sem eiga mikið af þeim fyrir þeim sem telja sig eiga rétt­mæta hlut­deild í þeim, til dæmis skatta­yf­ir­völd­um.

Auglýsing

Þjóðar­í­þrótt jakka­fata­klæddraÁ góð­ær­is­ár­unum fyrir hrun var það regla fremur en und­an­tekn­ing að þeir ein­stak­lingar sem áttu arð­bær­ustu rekstr­ar­fyr­ir­tæki Íslands geymdu hluti sína í þeim í erlendum félög­um. Hvort sem um var að ræða eign­ar­hluti í bönk­um, fjár­fest­inga­fé­lögum með Group-við­skeyt­um, smá­sölu­keðj­um, trygg­inga­fé­lög­um, flug­fé­lögum eða skipa­fé­lögum þá voru þeir nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust geymdir erlend­is. Það varð nán­ast að þjóðar­í­þrótt jakka­fata­klæddra íslenskra fjár­mála­manna að stofna útlensk félög til að geyma arð­inn sinn í.

Í þessi félög streymdu síðan arð­greiðslur vegna bólu­hagn­að­ar­ins sem við­skiptin sem þessir aðilar áttu, oft á tíðum við sjálfan sig, á síð­ustu árunum áður en íslenska banka­kerfið hrundi eins og spila­borg vegna gjörða þeirra.

Starfs­stöðvar íslenskra banka í Lúx­em­borg sáu að mestu um þetta ómak. Þeir settu upp félög í Lúx­em­borg, Hollandi, á Kýp­ur, Mön, Jersey, Guernsey, Bresku-Jóm­frú­areyj­unum á Cayman-eyjum eða hvar sem er þar sem „skatta­hag­ræð­ið“ og leyndin var nægj­an­lega mik­il. Í þessi félög streymdu síðan arð­greiðslur vegna bólu­hagn­að­ar­ins sem við­skiptin sem þessir aðilar áttu í, oft á tíðum við sjálfan sig, á síð­ustu árunum áður en íslenska banka­kerfið hrundi eins og spila­borg vegna gjörða þeirra. Öllum sem kunna að leggja saman er ljóst að þeir sem lán­uðu þessum aðil­um, oft á tíðum bankar sem þeir stýrðu sjálfir en ríkið þurfti svo að end­ur­reisa þegar allt fór á hlið­ina, hefur gengið afar illa að end­ur­heimta nokkuð af þessu fé. Það fór til „mo­ney-hea­ven“ sem er fínt en vill­andi orð yfir tax-haven (skatta­skjól).

Eitt­hvað af þessum pen­ingum hefur reyndar skilað sér til baka í íslenskt sam­fé­lag í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Með henni var þessum aðilum gert kleift að koma með stríðs­á­góð­ann sinn heim. Sú upp­hæð sem hefur verið keyrð í gegnum þessa leið er vel á annað hund­rað millj­arðar króna. Þeir Íslend­ingar sem hafa skipt erlendum gjald­eyri fyrir íslenskar krónur hafa fengið tug­millj­arða króna afslátt á íslenskum eignum vegna þessa. Fjár­fest­inga­leiðin er því tær birt­ing­ar­mynd mis­mun­un­ar. Í gegnum hana geta útvald­ir, þeir sem eiga pen­inga erlend­is, keypt sér betri lífs­kjör. Og það er leynd­ar­mál hverjir þetta eru. Seðla­bank­inn neitar að upp­lýsa um það.

Pen­ingar á TortólaNú býðst íslenskum stjórn­völdum að kaupa upp­lýs­ingar um aflands­fé­lög sem skráð eru í eigu Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­um. Stjórn­völd ríkja út um allan heim hafa keypt gögn sem þessi og notað þau til að end­ur­heimta fullt af pen­ingum sem bíræfnir hvít­flibba­glæpa­menn komu und­an.

Magn íslenskra aflands­fé­laga er það mikið að óum­deilt er að hluti þeirra hefur verið not­aður til að koma pen­ingum sem verða til á Íslandi hjá því að verða skatt­lagðir hér.

Í lok árs 2013, rúmum fimm árum eftir banka­hrun og setn­ingu fjár­magns­hafta, áttu íslenskir aðilar enn tæpa 1.500 millj­arða króna erlend­is, sam­kvæmt hag­tölum Seðla­banka Íslands. Þar mátti meðal ann­ars finna upp­lýs­ingar um að eignir Íslend­inga á Tortóta-eyju væru 28,5 millj­arðar króna. Fjöldi þeirra félaga sem íslenskir aðilar eiga, og eru með heim­il­is­festi í póst­hólfi á þeirri eyju, hleypur á hund­ruð­um. Engir pen­ingar eru þó geymdir á Tortóla. Þeir eru, eða voru að minnsta kosti, aðal­lega í ríkjum eins og Hollandi (429 millj­arðar króna í lok árs 2013) eða Lúx­em­borg (132,4 millj­arðar króna í lok árs 2013).

Það liggur því fyrir að það er eftir ein­hverju að seil­ast. Samt virð­ist vera eins og kerfið á Íslandi vilji ekki kaupa þessi gögn. Það vill ekki gera einka­að­ilum það kleift að kaupa þau. Og það er látið í það skína að kaupin séu ein­hvers­konar ómögu­leiki vegna þess hvernig selj­and­inn vill fá greitt.

Rétt­læt­is­mál að kaupa og birta listaÞeir átu ekki kök­una en sátu uppi með það hlut­verk að þrífa rjómann af inn­bú­inu eftir að slóð­arnir voru búnir að slafra henni í sig.

Það er ekki bara hag­kvæmt að kaupa þessi gögn. Það er rétt­læt­is­mál að gera það, og birta opin­ber­lega. Íslend­ing­arnir sem áttu ekki aflands­fé­lög hafa þurft að burð­ast með afleið­ingar raun­veru­leika-Mata­dors þeirra sem áttu slík félög á und­an­förnum árum. Þeir átu ekki kök­una en sátu uppi með það hlut­verk að þrífa rjómann af inn­bú­inu eftir að slóð­arnir voru búnir að slafra henni í sig. Þeir eiga skilið að vita hverjir græddu á þessum hörm­ungum og þeir eiga skilið að pen­ing­unum sem var stungið undan verði skil­að. Íslend­ingar eiga líka skilið að fá að vita hvort, og þá hverj­ir, þess­arra aðila nýttu sér úrræði Seðla­bank­ans til að koma þessum pen­ingum aftur til Íslands til að kaupa lífs­gæði á afslætti.

Í októ­ber skrif­aði ég leið­ara þar sem farið var fram á að upp­taka af sím­tali Geirs H. Haarde og Dav­íðs Odds­sonar um að lána Kaup­þingi tæpa 80 millj­arða króna yrði birt strax, enda hefur lán­veit­ingin sem eng­inn vill bera ábyrgð á kostað íslenska skatt­greið­endur 35 millj­arða króna. Það er vert að end­ur­taka þá bón, þar sem upp­takan hefur enn ekki verið birt.  Leynd yfir þessum hlutum er óþol­andi og hún á ekki að líð­ast.

Sama gildir um gögn um skattaund­an­skot. Þeir sem hafa stundað slík hafa hlunn­farið íslenskan almenn­ing um háar fjár­hæð­ir. Kaupið  gögnin og birtið á mjög áber­andi stað. Strax.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None