Kerfisuppfærsla óskast strax

Ragnheiður Sveinþórsdóttir segir frá reynslu sinni af baráttu við Sjúkratryggingar Íslands í aðsendri grein.

Auglýsing

Við unn­um.

Við, for­eldar þriggja barna sem fædd­ust ein­göngu með skarð í gómi, fengum loks­ins sam­þykki Sjúkra­trygg­inga Íslands til að laga fæð­ing­argall­ann hjá börn­unum okk­ar. Þetta er örlít­ill hópur barna, örfáir for­eldrar sem sneru bökum sam­an, fengu þjóð­ina í lið með sér og við unn­um. Unnum „kerf­ið“ sem sagði nei án þess að nokkur skildi af hverju. Kannski er barna­legt af mér að orða þetta svona en þannig er til­finn­ing­in.

Við hjónin höfum barist fyrir rétt­indum sonar okkar í 6 ár; við höfum skrifað ótal bréf til þing­manna og fengið svör frá nán­ast öllum flokk­um, við höfum sótt fundi stjórn­mála­flokka til að vekja athygli á mál­inu, þing­menn hafa fjallað um okkur í ræðu­stóli Alþing­is, við höfum farið á fund í Heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, farið í við­töl í blöð­um, útvarpi og sjón­varpi, við höfum skrifað face­book-­færslur sem hafa verið deilt svo þús­undum skipti, ráð­herra hefur breytt reglu­gerð oftar en einu sinni og bætt við bráða­birgð­ar­á­kvæði í reglu­gerð­ina sem um ræðir núna korteri fyrir kosn­ing­ar, við höfum kært Sjúkra­trygg­ingar þrisvar sinnum til Úrskurð­ar­nefndar vel­ferð­ar­mála, tvisvar til Per­sónu­vernd­ar, einu sinni til Umboðs­manns Alþingis og í ár kærðum við til Hér­aðs­dóms. Dag­ur­inn okkar í dóm­sal átti að vera núna í októ­ber.

Auglýsing

Okkur hjónum hefur orðið tíð­rætt um „kerf­ið“ und­an­farna daga; af hverju gefur „kerf­ið“ ekki eftir fyrr en í fulla hnefa þó að all­ir/flestir sjái órétt­læt­ið? Af hverju þarf venju­legt fólk að halda áfram svo árum skipti til að ná fram rétt­læti? T.d. í banka­hrun­inu þá upp­götv­uðum við Siggi að und­ir­skriftir okkar höfðu verið fals­aðar á lána­um­sókn sem bank­inn vott­aði að væru okkar und­ir­skrift­ir, við kærðum málið til lög­reglu en bank­inn gaf ekki eftir fyrr en korter í að málið færi fyrir dóm. Af hverju þarf venju­legt fólk að hafa getu, orku og fjár­magn til að fara alla leið? Og hvað með hina sem skortir eitt af þessu?

Við erum auð­vitað hopp­andi glöð yfir þeirri nið­ur­stöðu að Sjúkra­trygg­ingar sjái sóma sinn í að klára að leið­rétta fæð­ing­argalla skarða­barna. Það breytir því samt ekki að „kerf­ið“ þarf upp­færslu. „Kerf­ið“ þarf að sjá heild­ar­mynd­ina og hætta að treysta því að fólk hafi ekki allt sem þarf til að berj­ast alla leið. Ríkið inni í rík­inu, sem þessar stofn­anir virð­ast margar vera, þurfa að spila með lið­inu sem við þjóðin erum. Það eru forn­gripir í innstu kimum hverrar stofn­unar sem þarf að hreinsa út. Við þurfum að útrýma þeim til að fylgja þróun sam­fé­lags­ins. Þeir eru þarna alls staðar ...

Okkur langar að þakka ykkur öllum sem studduð okkur í bar­átt­unni. Þegar við erum svona fá þá er stuðn­ingur þús­unda ómet­an­leg­ur, það eru engin orð sem geta lýst þakk­læt­inu sem við berum í brjósti. Orð virð­ast svo lít­il­væg en ég vona að þau skili sér til sem flestra og þið vitið að þið skiptuð máli og tókuð þátt í skrefi að kerf­is­upp­færslu sem er löngu tíma­bær.

Höf­undur er móð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar