Kjósið mig, ég skal gefa ykkur fullt af peningum

Auglýsing

Það er að mörgu leyti búið að vera hressandi að fylgj­ast með umræðum um skulda­nið­ur­fell­ing­una und­an­farna daga. Rök þeirra sem hana styðja snú­ast ekki lengur um leið­rétt­ingu á for­sendu­bresti. For­sendu­brest­ur­inn er nefni­lega aug­ljós­lega ekki til staðar gagn­vart lang­flestum þiggj­endum pen­inga­gjaf­ar­inn­ar.

Fast­eigna­verð á Íslandi hefur hækkað um 380 millj­arðar króna á tveimur árum og verð­bólga hefur verið undir verð­bólgu­mark­miði í níu mán­uði. Þess utan er for­sendu­brest­ur­inn svo þunn skýr­ing að það tókst ekki einu sinni að til­greina hann í lög­unum um nið­ur­fell­ing­arn­ar. Upp­haf­lega var for­sendu­brest­ur­inn skil­greindur þannig að hann hafi átt sér stað á tíma­bil­inu 2007-2010 og væri öll verð­bólga umfram með­al­verð­bólgu.

Í loka­út­færsl­unni er búið að þrengja tíma­bilið niður í 2008-2009 og hlut­falls­leg stærð for­sendu­brests­ins bundin við það að kosta ekki meira en 80 millj­arða króna. Með öðrum orðum fer for­sendu­brest­ur­inn eftir því hversu margir vilja fá hann leið­rétt­an, ekki eftir því sem raun­veru­lega gerð­ist.

Auglýsing

Lof­orð um að gefa bein­harða pen­ingaOg margir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins eru hættir að hengja sig í for­sendu­brest­inn. Sig­rún Magn­ús­dóttir sagði til að mynda í Kast­ljósi á fimmtu­dag að Fram­sókn hefði verið kosin út á skulda­nið­ur­fell­ing­una. Núna væru þau ein­fald­lega að efna kosn­inga­lof­orðið sem tryggði þeim völd­in. Eygló Harð­ar­dóttir tók í svip­aðan streng dag­inn eftir í sjón­varps­við­tali.

þá stendur eftir hið heið­ar­lega svar. Þau voru kosin til að gera þetta. Þau eru að efna það kosningaloforð

Þegar rök­semdin um for­sendu­brestin hefur verið hrakin með tölum úr raun­veru­leik­an­um, og aug­ljóst er að skulda­nið­ur­fell­ingin fer til 28 pró­sent þjóð­ar­innar og að allt of stóru leyti til fólks eins og for­manna stjórn­mála­flokka á Alþingi sem þurfa ekk­ert á henni að halda, eða fólks í svona stöðu, þá stendur eftir hið heið­ar­lega svar. Þau voru kosin til að gera þetta. Þau eru að efna það kosn­inga­lof­orð. Lof­orð um að gefa þeim sem settu x við B bein­harða pen­inga.

For­dæmið komiðMeð stóra kosn­inga­lof­orði sínu um pen­inga­gjafir breytti Fram­sókn íslenskum stjórn­mál­um. Lof­orð hafa hingað til snú­ist um að lofa ein­hverjum opin­berum fram­kvæmd­um, skatta­lækk­unum eða útgjalda­aukn­ingum í ákveðna mála­flokka. Ekki um að það verði bara lagt inn á lán þeirra sem kjósa við­kom­andi flokk.

Önnur stjórn­mála­öfl hljóta að sjá popúl­ískt tæki­færi í þess­ari eðl­is­breyt­ingu. Fram­sókn tókst að ná í 24,4 pró­sent atkvæða og borg­aði út til 28 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Eftir sitja rúm 70 pró­sent þjóð­ar­innar án pen­inga­gjaf­ar. Með sömu rökum og beitt var áður má alveg færa rök fyrir því að þessi hluti þjóð­ar­innar hafi orðið fyrir for­sendu­bresti.

Eftir sitja rúm 70 pró­sent þjóð­ar­innar án pen­inga­gjaf­ar. Með sömu rökum og beitt var áður má alveg færa rök fyrir því að þessi hluti þjóð­ar­innar hafi orðið fyrir for­sendu­bresti. Leigj­end­ur, háskóla­nemar, ungt fólk, öryrkjar, skuld­laus­ir, óverð­tryggðir lán­takar og bara allir aðrir sem borga fyrir nið­ur­fell­ing­arnar hinna með skattfé sínu.

Gagna­grunn­ur­inn er til staðarÞað hljóta að vera tæki­færi í því að blása upp for­sendu­brest þessa hóps fyrir næstu kosn­ing­ar. Og lofa þessum hópi ca. 1,5 milljón krónum á haus í skaða­bætur vegna for­sendu­brests­ins gegn því að þeir kjósi við­kom­andi stjórn­mála­afl.

Það myndi kosta um 350 millj­arða króna, sem er ekki fjarri þeirri tölu sem heyrð­ist í aðdrag­anda kosn­ing­anna þegar verið var að ræða um verð­bólgu­bætur til hluta verð­tryggðra lán­tak­enda. Svo væri auð­vitað hægt að þynna þessa tölu aðeins niður þegar í ljós kemur að það er ekki alveg til svona mikið í rík­is­sjóði.

Og það væri ekk­ert mál að greina þennan hóp frá hin­um. Gagna­grunn­ur­inn er til staðar hjá rík­is­skatt­stjóra. Allir sem fengu ekki vinn­ing í rík­islottó­inu núna, fá hann næst.

Það sem við vorum kosin til að geraTil að rök­styðja þessa veg­ferð er hægt að nota nákvæm­lega sömu rök og Fram­sókn hefur stuðst við und­an­farin ár. Hér varð for­sendu­brest­ur, hópur varð fyrir honum og við ætlum að bæta honum tjón­ið. Þegar for­sendu­brest­ur­inn er hrak­inn með raun­gögnum er síðan hægt að segja bara: „já, en við erum að efna það sem við vorum kosin til að ger­a“.

Það er hægt að höfða til alls þess rúm­lega 2/3 hluta þjóð­ar­innar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „al­menn­ing“ og býr í húsum sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „heim­il­in“ í landinu

Það er hægt að höfða til alls þess rúm­lega 2/3 hluta þjóð­ar­innar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „al­menn­ing“ og býr í húsum sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „heim­il­in“ í land­inu. Snjall stjórn­mála­maður gæti sagt við þennan hóp: „verið mín heim­ili. Leyfið mér að leið­rétta ykkar for­sendu­brest“.

Í kjöl­farið geta allar kosn­ingar snú­ist um hvað stjórn­mála­flokk­arnir geta lofað stórum hópum í bein­hörðum pen­ingum sem sóttir eru með skatt­beit­ing­ar­vald­inu í sam­eig­in­lega sjóði. For­dæmið er kom­ið.

Svona gæti þetta gengið á víxl nokkrar kosn­ingar í röð. Þangað til að rík­is­sjóður væri tóm­ur. Og sam­fé­lagið hrun­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None