Kjósið mig, ég skal gefa ykkur fullt af peningum

Auglýsing

Það er að mörgu leyti búið að vera hressandi að fylgj­ast með umræðum um skulda­nið­ur­fell­ing­una und­an­farna daga. Rök þeirra sem hana styðja snú­ast ekki lengur um leið­rétt­ingu á for­sendu­bresti. For­sendu­brest­ur­inn er nefni­lega aug­ljós­lega ekki til staðar gagn­vart lang­flestum þiggj­endum pen­inga­gjaf­ar­inn­ar.

Fast­eigna­verð á Íslandi hefur hækkað um 380 millj­arðar króna á tveimur árum og verð­bólga hefur verið undir verð­bólgu­mark­miði í níu mán­uði. Þess utan er for­sendu­brest­ur­inn svo þunn skýr­ing að það tókst ekki einu sinni að til­greina hann í lög­unum um nið­ur­fell­ing­arn­ar. Upp­haf­lega var for­sendu­brest­ur­inn skil­greindur þannig að hann hafi átt sér stað á tíma­bil­inu 2007-2010 og væri öll verð­bólga umfram með­al­verð­bólgu.

Í loka­út­færsl­unni er búið að þrengja tíma­bilið niður í 2008-2009 og hlut­falls­leg stærð for­sendu­brests­ins bundin við það að kosta ekki meira en 80 millj­arða króna. Með öðrum orðum fer for­sendu­brest­ur­inn eftir því hversu margir vilja fá hann leið­rétt­an, ekki eftir því sem raun­veru­lega gerð­ist.

Auglýsing

Lof­orð um að gefa bein­harða pen­ingaOg margir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins eru hættir að hengja sig í for­sendu­brest­inn. Sig­rún Magn­ús­dóttir sagði til að mynda í Kast­ljósi á fimmtu­dag að Fram­sókn hefði verið kosin út á skulda­nið­ur­fell­ing­una. Núna væru þau ein­fald­lega að efna kosn­inga­lof­orðið sem tryggði þeim völd­in. Eygló Harð­ar­dóttir tók í svip­aðan streng dag­inn eftir í sjón­varps­við­tali.

þá stendur eftir hið heið­ar­lega svar. Þau voru kosin til að gera þetta. Þau eru að efna það kosningaloforð

Þegar rök­semdin um for­sendu­brestin hefur verið hrakin með tölum úr raun­veru­leik­an­um, og aug­ljóst er að skulda­nið­ur­fell­ingin fer til 28 pró­sent þjóð­ar­innar og að allt of stóru leyti til fólks eins og for­manna stjórn­mála­flokka á Alþingi sem þurfa ekk­ert á henni að halda, eða fólks í svona stöðu, þá stendur eftir hið heið­ar­lega svar. Þau voru kosin til að gera þetta. Þau eru að efna það kosn­inga­lof­orð. Lof­orð um að gefa þeim sem settu x við B bein­harða pen­inga.

For­dæmið komiðMeð stóra kosn­inga­lof­orði sínu um pen­inga­gjafir breytti Fram­sókn íslenskum stjórn­mál­um. Lof­orð hafa hingað til snú­ist um að lofa ein­hverjum opin­berum fram­kvæmd­um, skatta­lækk­unum eða útgjalda­aukn­ingum í ákveðna mála­flokka. Ekki um að það verði bara lagt inn á lán þeirra sem kjósa við­kom­andi flokk.

Önnur stjórn­mála­öfl hljóta að sjá popúl­ískt tæki­færi í þess­ari eðl­is­breyt­ingu. Fram­sókn tókst að ná í 24,4 pró­sent atkvæða og borg­aði út til 28 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Eftir sitja rúm 70 pró­sent þjóð­ar­innar án pen­inga­gjaf­ar. Með sömu rökum og beitt var áður má alveg færa rök fyrir því að þessi hluti þjóð­ar­innar hafi orðið fyrir for­sendu­bresti.

Eftir sitja rúm 70 pró­sent þjóð­ar­innar án pen­inga­gjaf­ar. Með sömu rökum og beitt var áður má alveg færa rök fyrir því að þessi hluti þjóð­ar­innar hafi orðið fyrir for­sendu­bresti. Leigj­end­ur, háskóla­nemar, ungt fólk, öryrkjar, skuld­laus­ir, óverð­tryggðir lán­takar og bara allir aðrir sem borga fyrir nið­ur­fell­ing­arnar hinna með skattfé sínu.

Gagna­grunn­ur­inn er til staðarÞað hljóta að vera tæki­færi í því að blása upp for­sendu­brest þessa hóps fyrir næstu kosn­ing­ar. Og lofa þessum hópi ca. 1,5 milljón krónum á haus í skaða­bætur vegna for­sendu­brests­ins gegn því að þeir kjósi við­kom­andi stjórn­mála­afl.

Það myndi kosta um 350 millj­arða króna, sem er ekki fjarri þeirri tölu sem heyrð­ist í aðdrag­anda kosn­ing­anna þegar verið var að ræða um verð­bólgu­bætur til hluta verð­tryggðra lán­tak­enda. Svo væri auð­vitað hægt að þynna þessa tölu aðeins niður þegar í ljós kemur að það er ekki alveg til svona mikið í rík­is­sjóði.

Og það væri ekk­ert mál að greina þennan hóp frá hin­um. Gagna­grunn­ur­inn er til staðar hjá rík­is­skatt­stjóra. Allir sem fengu ekki vinn­ing í rík­islottó­inu núna, fá hann næst.

Það sem við vorum kosin til að geraTil að rök­styðja þessa veg­ferð er hægt að nota nákvæm­lega sömu rök og Fram­sókn hefur stuðst við und­an­farin ár. Hér varð for­sendu­brest­ur, hópur varð fyrir honum og við ætlum að bæta honum tjón­ið. Þegar for­sendu­brest­ur­inn er hrak­inn með raun­gögnum er síðan hægt að segja bara: „já, en við erum að efna það sem við vorum kosin til að ger­a“.

Það er hægt að höfða til alls þess rúm­lega 2/3 hluta þjóð­ar­innar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „al­menn­ing“ og býr í húsum sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „heim­il­in“ í landinu

Það er hægt að höfða til alls þess rúm­lega 2/3 hluta þjóð­ar­innar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „al­menn­ing“ og býr í húsum sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „heim­il­in“ í land­inu. Snjall stjórn­mála­maður gæti sagt við þennan hóp: „verið mín heim­ili. Leyfið mér að leið­rétta ykkar for­sendu­brest“.

Í kjöl­farið geta allar kosn­ingar snú­ist um hvað stjórn­mála­flokk­arnir geta lofað stórum hópum í bein­hörðum pen­ingum sem sóttir eru með skatt­beit­ing­ar­vald­inu í sam­eig­in­lega sjóði. For­dæmið er kom­ið.

Svona gæti þetta gengið á víxl nokkrar kosn­ingar í röð. Þangað til að rík­is­sjóður væri tóm­ur. Og sam­fé­lagið hrun­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None