Lærdómurinn af hruninu og eftirleik þess

Auglýsing

Hrunið haustið 2008 og ýmis­legt sem hefur gerst síðan hefur kennt mér margt. Ég tók saman tíu atriði sem ég lít á sem lær­dóm­s­punkta af hrun­inu og ýmsu sem hefur gengið á eftir það.

1. Ekki búast við að stjórn­mála­menn leysi vand­ann. Þeir hafa tak­mörkuð áhrif á líf okkar sem höfum engan áhuga á því að taka þátt í flokks­starfi, og það er ekk­ert vit í því að halda að þeir muni draga vagn­inn í vanda þjóð­ar­inn­ar. Þeir gera það ekki. Þeir geta í besta falli skapað aðeins betri umgjörð fyrir fólkið til þess að leysa vanda­mál, skapa atvinnu og verð­mæti, og þjón­ust­una úr sam­eig­in­legum sjóðum okk­ar. En ekk­ert meira. Gildir þá einu hvort það eru stjórn­mála­menn sem kenna sig við vinstri eða hægri. Hver er sinnar gæfu smið­ur.

2. Það á að borga skuld­irnar sem maður stofnar til með samn­ingum og reyna að skulda sem allra minnst. Þetta er elsta hag­fræði­ráð sög­unn­ar. Heil­brigð skyn­semi. Ég lifi eftir þessu og hef alltaf gert. Þetta hefur reynst mér og mínum vel. Þetta er gott og gilt ráð, alveg sama hvað gengur á. Best er að skulda ekk­ert, eða sem minnst miðað við aðstæð­ur. Ég ótt­ast að það sé nú kom­inn upp hópur af fólki sem finnst eðli­legt að aðrir borgi skuldir sem það stofn­aði til, svo að þeirra per­sónu­lega líf sé betra. Það er ekki gott vega­nesti í líf­inu að lifa eftir þessu og mun alveg örugg­lega leiða hóp­inn sem svona hugsar til efna­hags­legrar glöt­unar síð­ar. En von­andi er hann minni en ég held.

Auglýsing

3. Verð­trygg­ingin sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafði for­ystu um að inn­leiða fyrir ríf­lega 30 árum er ágæt, svo lengi sem verð­bólgan er lág. Verð­bólgan er vanda­málið ekki verð­trygg­ing­in. Best væri samt ef það þyrfti enga verð­trygg­ingu.

4. Inn­reið sam­fé­lags­miðla, snjall­síma og spjald­tölva í líf okk­ar, á sama tíma og hruns-­tím­inn hefur verið í gangi, er miklu merki­legri atburður en hrunið í mínum huga. Sam­fé­lags­leg umræða hefur gjör­breyst á örskömmum tíma, á aðeins um sex árum. Fólk rit­stýrir umræð­unni sjálft, strax, og er miklu tengd­ara en áður. Það hefur verið merki­legt að fylgj­ast með þess­ari breyt­ingu, ofan í þessa miklu tíma hér á landi. Ég er viss um að mikil tæki­færi felist í dýpri áhrifum inter­nets­ins á líf okk­ar, en ógn­anir sömu­leið­is.

Útibú Kaupþing banka í Lúxemborg. Útibú Kaup­þing banka í Lúx­em­borg.

5. Það verður að afnema rík­is­á­byrgð á fjár­mála­þjón­ustu einka­rek­inna banka. Því miður virð­ist langt í þetta. Bless­un­ar­lega er umræða um banka­starf­semi og ömur­lega sið­ferð­is­bresti henn­ar, sem felst í þjóð­nýt­ingu taps­ins ef illa fer en einka­væð­ingu gróð­ans þegar vel geng­ur, komin af stað. En betur má ef duga skal. Ennþá finnst mér sá atburð­ur, þegar banka­menn í Kaup­þingi ákváðu að fella niður per­sónu­lega ábyrgð á tug­millj­arða skuld­bind­ingum sín­um, rétt áður en bank­inn hrundi eins og spila­borg, vera ein­hver sið­laus­asti gjörn­ingur íslenskrar við­skipta­sögu. Hæsti­réttur hefur bless­un­ar­lega dæmt þetta ólög­mætt og snúið áhrif­unum frá því sem banka­menn­irnir sjálfir vildu. Nokkrum vikum eftir þetta voru 500 millj­ónir evra lán­aðar til Kaup­þings, allt á ábyrgð rík­is­sjóðs, sem end­aði með ömur­legu 35 millj­arða tapi skatt­greið­enda. Ef þetta hefði allt verið á ábyrgð hlut­haf­ana ein­göngu, þá hefði þetta verið skárra.

6. Um tólf pró­sent fólks kann ekki að fara með pen­inga. Þetta sagði mér mætur hag­fræð­ingur ekki fyrir svo löngu. Það skiptir engu máli hvort það er góð­æri eða ekki. Þetta hlut­fall fólks er alltaf í pen­inga­vand­ræðum og hluti þess í van­skil­um. Þetta eru gömul sann­indi sem mik­il­vægt er að hafa bak við eyrað. Það hafa það ekki allir gott í því sem kallað er góð­æri. Góð­æri er bara orð sem vænt­an­lega blaða­menn eða stjórn­mála­menn hafa fundið upp. Var til dæmis góð­æri víða á lands­byggð­inni fyrir hrun­ið? Í útflutn­ings­geir­an­um? Nei. Það var ekki þannig. Það er ekk­ert algilt efna­hags­á­stand til. Sumir hafa það gott, meðan aðrir berj­ast í bökk­um. Það eru ekki allir undir sama hatti.

leigjendur Leigj­endur hafa fengið nei­kvæðu áhrifin af hrun­inu af miklum þunga.

7. Það er of lítið hugsað um kom­andi kyn­slóðir þegar svona atburðir verða. Kjör­tíma­bilin eru fjögur ár og stjórn­mála­menn eru að flýta sér að koma miklu í verk. Umboðið verður kannski ekki end­ur­nýj­að, hugsa þeir. Þetta leiðir til þess að kom­andi kyn­slóðir fá höggin á sig, hvort sem það er vegna mik­illar hækk­unar fast­eigna- og leigu­verðs, þar sem ein­blínt var á að grípa inn í mark­aðs­for­sendur fólks­ins sem skuldar núna, frekar en að styðja við þá sem eru að koma út á mark­að­inn síð­ar. Þetta eru val­kostir sem stjórn­mála­menn standa frammi fyrir og mér finnst stundum hafa komið í ljós að kom­andi kyn­slóðir eru oftar en ekki aft­ast á for­gangs­list­an­um.

8. For­sendu­brestur er orð sem ég skil ekki almenni­lega. Sér­stak­lega þegar kemur að íbúða­fjár­fest­ing­um. Fólk er mis­jafn­lega í stakk búið til að fjár­festa í hús­næði. Sumir eiga mik­inn pen­ing, aðrir lít­inn, osvfrv. For­sendur fyrir lán­töku eru aldrei almennar að þessu leyti, og aðstæður geta verið hag­felldar sumum en ekki öðr­um. Stað­setn­ingar fast­eigna skipta líka máli, tíma­lengd lána og hvort um er að ræða fyrstu, aðra eða þriðju eign, svo dæmi séu tek­in. Allt eru þetta for­sendur sem skipta máli. Hvenær bresta for­send­urnar allar í einu hjá öll­um, alveg sama hvernig staðan er hjá fólki? Ég skil ekki þetta orð og finnst eins og þetta sé fyrst og fremst póli­tískt vin­sæld­ar­orð, uppgvötað af stjórn­mála­mönn­um.

9. Það er ekki til full­komið rétt­læti þegar svona atburðir ger­ast. Og það þýðir ekk­ert að pirra sig á því. Fyrst og fremst eru þetta áhuga­verðir tímar að upp­lifa. Ég trúi því líka að stjórn­mála­menn séu að reyna sitt besta, og gangi gott eitt til, en það þýðir samt ekki að treysta á þá alfar­ið.

10. Lífið er stutt, maður verður að njóta þess með sínu fólki. Af hverju lærir maður það af þessum hrun atburð­um? Af því þeir mega ekki taka frá manni of mikla orku, eins og þeir geta hæg­lega gert þar sem Ísland er lítið og öll þekkjum við fólk sem hefur glímt við ýmsa erf­ið­leika sem tengj­ast hrun­inu. Þegar öllu er á botn­inn hvolft er margt miklu alvar­legra en hrunið og eft­ir­leikur þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None