Lausnin á vanda fjölmiðla liggur hjá lesendum þeirra

Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, gagn­rýndi nýverið pæl­ingu sem birt­ist í Kjarn­anum í síð­ustu viku harka­lega og í löngu máli á Face­book-­síðu sinni. Þar fór hún í gegnum þær aðfinnslur sem gerðar voru við störf hennar í umræddri pæl­ingu og sagði sína skoðun á þeim.

Það má hrósa Ragn­heiði Elínu, sem var aug­ljós­lega mjög ósátt við skrif­in, fyrir það að gagn­rýni hennar var öll efn­is­leg. Hún fór ekki í þann far­veg að væna Kjarn­ann um að vera að ganga erinda ann­arra stjórn­mála­afla eða hags­muna­að­ila fyrir það að þykja emb­ætt­is­verk hennar gagn­rýn­is­verð og skrifa um það. Hún lýsti ein­fald­lega annarri skoðun á sama hlut. Það sem Kjarn­anum þótti gagn­rýn­is­vert þótti henni alls ekki. Með þess­ari fram­setn­ing­u skilur hún sig frá mörgum öðrum stjórn­mála­mönnum nútím­ans sem sjá heim­inn sem liða­keppni. Annað hvort ertu með þeim eða á móti.

Ragn­heiður Elín gerir raunar mikið úr því að umrædd pæl­ing sé birt nafn­laus. Enn og aftur er því til­efni til að ítreka að Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legu frétta­bréfi Kjarn­ans, nokk­urs konar staf­rænu dag­blaði okkar sem birt­ist í póst­hólfi þús­unda manna á hverjum morgni. Hún er að öllu leyti og alltaf á ábyrgð rit­stjóra Kjarn­ans, sem er ábyrgð­ar­maður mið­ils­ins, líkt og annað rit­stjórn­ar­legt efni sem á miðl­inum birt­ist. Nafn­laus skrif tíðkast í nán­ast öllum skrif­uðum íslenskum frétta­miðl­um. Morg­un­blað­in­u/Mbl.is, Frétta­blað­in­u/­Vísi, DV/D­V.is, Við­skipta­blað­in­u/vb.is og Eyj­unn­i/­Press­unni.

Auglýsing

Eina sem ég geri athuga­semd við í gagn­rýni Ragn­heiðar Elínar er ákall hennar eftir því að Kjarn­inn eigi frekar að leggja fram sína til­lögu til að leysa stefnu­mótun í ferða­þjón­ustu til fram­tíðar í stað þess að gagn­rýna frum­varp hennar um nátt­úrupassa, sem náði ekki fram að ganga. Stjórn­mála­menn eru kosnir á þing vegna hug­mynda sinna um hvernig megi bæta sam­fé­lag­ið. Sumum þeirra er falið að sinna ráð­herra­störfum til að ýta þeim hug­myndum í verk. Það er þeirra hlut­verk. Fjöl­miðlar hafa hins vegar það hlut­verk að veita aðhald, ekki að leysa þau vanda­mál sem ráð­herrum gengur illa að leysa.

Þú ert svona vegna þess að þú ert hinsegin



Líkt og áður sagði er það sjald­gæft að íslenskur stjórn­mála­maður bregð­ist jafn mál­efna­lega við gagn­rýni og Ragn­heiður Elín gerði. Það er ekk­ert að því þegar við­fangs­efni eru ósátt við skrif fjöl­miðla. Þau bæði eiga og mega gagn­rýna skrif. Þannig fáum við frjóa þjóð­fé­lags­um­ræðu.

Mun algeng­ara er hins vegar að stjórn­mála­menn ásaki fjöl­miðla um ein­elti, loft­árásir, um að vera mál­gagn stjórn­mála­flokka, að ganga erinda ein­hverra hags­muna­að­ila eða jafn­vel til­greindra stofn­ana. Sumir stjórn­mála­menn hafa bein­línis kallað eftir fjöl­miðlum sem skilja flokk­inn þeirra betur en þeir sem fyrir eru og sagt að það væri gott fyrir hann að eiga sitt eigið dag­blað, til að auka þann skiln­ing.  Eða annað í þeim dúr. Stjórn­mála­menn með mikil völd hafa meira að segja látið í það skína að rík­is­mið­ill­inn geti átt von á nið­ur­skurði ef hann hagi frétta­flutn­ingi sínum ekki meira eftir þeirra höfði.

And­lag frétta sem eig­endur fjöl­miðla



Það er eng­inn fjöl­mið­ill á Íslandi algjört mál­gagn. Þ.e. ekki í þeim skiln­ingi að eini til­gangur hans sé að standa með ákveð­inni hug­mynda­fræði, boða ein­hverja ákveðna stefnu eða verja ákveðna hags­muni og að öll verk hans eigi að skoð­ast í því ljósi. Það er hins vegar stað­reynd að fólk sem hefur beinan hag af því að hafa áhrif á umræð­una sækir í miklum mæli eftir að kom­ast yfir fjöl­miðla hér­lend­is. Fólk sem vill að sagan dæmi það á ákveð­inn hátt, hefur beina fjár­hags­lega hags­muni af því að alþjóða­sam­skipti eða inn­an­rík­is­póli­tík þró­ist á ákveð­inn hátt eða er sjálft bein­línis and­lag frétta og á jafn­vel frelsi sitt undir því að fjallað sé um það á ákveð­inn hátt. Sumir gera þetta beint og opin­bera sig sem eig­endur miðla. Aðrir gera þetta með því að fjár­magna tap­rekstur fjöl­miðla undir borð­inu.

Og það eru skýr dæmi þess að hags­munir þess­arra eig­enda eða stjórn­enda hafi haft áhrif á skrif fjöl­miðla.

Svona hefur ástandið verið alveg frá því að það mjög óheil­brigða fjöl­miðla­lands­lag sem rekstur flokks­blaða var rann sitt skeið. Sjálf­stæður rekstur fjöl­miðla sem byggja á hug­sjón og fag­mennsku er galin við­skipta­hug­mynd. Það getur hver sem vill séð með því að skoða tekjur stjórn­enda Kjarn­ans á síð­asta ári í nýbirtum tekju­blöð­um.

Fríða Garð­ars­dótt­ir, ein þeirra sem reyndi að koma ítar­efn­is­blað­inu Krítík á lagg­irnar fyrir um fimm árum síð­an, lýsir því ágæt­lega á Face­book-­síð­unni sinn hvernig sú bar­átta að búa til gagn­rýn­inn miðil fer fram. Þar segir hún: „Á meðan á verk­efn­inu stóð benti hróð­ugur atvinnu­fjár­festir mér m.a. á að: „Al­menna reglan er að fólk fjár­festir fyrir annað af tveimur Á-um: Á-góða eða Á-hrif“.“ Ágóði í fjöl­miðla­rekstri er ekki þekktur á Íslandi og því er nokkuð aug­ljóst eftir hvoru Á-inu flestir eig­endur eru að sækj­ast eft­ir.

Breytt fjöl­miðlaum­hverfi og meiri áhrif les­enda



Þrátt fyrir að fjöl­miðlaum­hverfið á Íslandi fyrir hrun hafi verið tekið af lífi í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis hefur eng­inn stjórn­mála­maður eða -flokkur á Íslandi það á stefnu­skrá sinni að berj­ast fyrir að breyta því. Þess í stað á sér stað t.d. bein opin­ber nið­ur­greiðsla á starf­semi val­inna fjöl­miðla. Um það má lesa hér og hér.

Með ein­földum póli­tískum aðgerðum væri hægt að styrkja starfs­um­hverfi fjöl­miðla, t.d. með hert­ari sam­keppn­is­lög­gjöf, minnkun umsvifa RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði og jafn­vel styrkj­um. Við hjá Kjarn­anum höfum til að mynda litið á það sem brjóst­vörn sjálf­stæði rit­stjórnar okkar að þeir hlut­hafar sem starfa við rekstur mið­ils­ins eiga stóran hlut í hon­um. Til við­bótar stendur til að þróa reglur um hvern­ig ­sam­skiptum hlut­hafa við starfs­menn skuli hátt­að, sem munu inni­halda mjög ströng vernd­ar­á­kvæði til að vernda algjört sjálf­stæði rit­stjórn­ar. Þessar reglur verða sendar fjöl­miðla­nefnd og gerðar opin­berar þegar þær eru full­unn­ar.

Það er hins vegar eng­inn vilji hjá flestum íslenskum stjórn­mála­mönnum að reka hér heil­brigt fjöl­miðlaum­hverfi. Að minnsta kosti finn ég það ekki sem mál á stefnu­skrá neins stjórn­mála­manns eða –flokks.

Les­endur ráða algjör­lega



Bless­un­ar­lega er þessi hug­mynda­fræði­lega eymd stjórn­mála­manna að eiga sér stað sam­hliða bylt­ingu. Bylt­ingu í aðgengi að upp­lýs­ing­um, að þátt­töku, að umræðu og neyslu fjöl­miðla. Net­ið, sam­fé­lags­miðlar og snjall­tæki hafa breytt öllu. Því geta les­endur hætt að horfa til stjórn­mála­manna sem lausnar á vanda­mál­inu og leyst það sjálf­ir.

Sú lausn er ein­föld: Les­andi, sem er ­skyn­samur og sjálf­stæður ein­stak­ling­ur, verður að mynda sér heild­stæða afstöðu gagn­vart fjöl­miðli. Er hann rek­inn með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi í sinni frétta­vinnslu eða er hægt að finna dæmi þess í skrifum hans að mið­ill­inn sé að verja sér­hags­muni ein­hverra eig­enda, stjórn­mála­manna eða ann­arra afla? Fjöl­miðla­neyt­and­inn verður ein­fald­lega að taka upp­lýsta og sjálf­stæða ákvörðun um hvort hann treysti fjöl­miðli. Ef hann gerir það og vill stuðla að betra fjöl­miðla­lands­lagi þá getur hann sýnt það traust í verki með því að styðja við starf­semi hans með margs­konar hætti. Hann getur gert það með áskrift, með því að hjálpa til við staf­ræna dreif­ingu efnis eða með aug­lýs­inga­kaupum ef við­kom­andi er í þannig stöðu.

Val um líf eða dauða fjöl­mið­ils liggur ekki hjá eig­endum hans, starfs­fólki hans eða fjár­mála­stofn­un­um. Lausnin liggur hjá les­end­unum sjálf­um. Ef þeir kjósa með fót­un­um, eða í þessu til­felli með aug­unum og putt­un­um, þá mun það styrkja íslenskt fjöl­miðlaum­hverfi hratt og örugg­lega. Þeir miðlar sem njóta ekki trausts munu hverfa og hinir sem vinna sér það inn standa áfram.

Og afleið­ingin verður meðal ann­ars sú að í stað ásak­ana um loft­árásir og ein­elti þá verða stjórn­mála­menn að vanda gagn­rýni sína á fjöl­miðla og rök­styðja hana almenni­lega. Svona eins og Ragn­heiður Elín gerði á sunnu­dag­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None