Margt sagt með þegjandi þögninni

Sighvatur Björgvinsson er óánægður með að það hafi ekki verið fjallað um málalok í dómsmáli gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni í sjónvarpsfréttum RÚV.

Auglýsing

Um nokkra ára skeið hefur verið rakin í fjöl­miðlum ýtar­lega og í smá­at­riðum ákæra ákæru­valds­ins gegn Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni fyrir að hafa átt að strjúka rass gest­kom­andi stúlku við mat­ar­borð á heim­ili þeirra hjóna í Salobrena á Spáni. Ákæru­valdið krafð­ist skil­orðs­bund­ins fang­els­is­dóms yfir Jóni Bald­vin fyrir þessi alvar­legu brot, sem ákæru­valdið bar upp á hann. Tví­vegis var kærunni vísað frá hér­aðs­dómi með vísan til þess að lög hefðu ekki verið brotin og tví­vegis var mál­inu aftur vísað til hér­aðs­dóms með kröfu um efn­is­lega afstöðu og hófst þá þriðja lot­an. Allan þennan rauna­tíma allt frá árinu 2019 fjöll­uðu fjöl­miðlar þar á meðal RÚV ítar­lega um ákæru­efn­in, um þann, sem ákærður var, um þá, sem ákærunni hrundu af stað og um það hvernig hið opin­bera ákæru­vald gerði sak­ar­gift­irnar af sínum og krafð­ist þess aftur og ítrekað að hér­aðs­dómur fjall­aði efn­is­lega um þessar alvar­legu ákær­ur.

Upp rann stundin

Þá kom loks að því nú í morgun (mánu­dags­morg­un) að hér­aðs­dóm­ari kvað upp sinn efn­is­lega dóm. Í allan þann dag hefi ég verið upp­tek­inn við að und­ir­búa utan­lands­för og því ekki haft neinn tíma til þess að fylgj­ast með frétt­um. Hugs­aði mér því gott til glóð­ar­innar þegar þeim verkum var lokið og sett­ist við sjón­varpið í kvöld­frétta­tíma til þess að hlýða á frá­sögn sjón­varps RUV af mál­inu. Hver var efn­is­leg nið­ur­staða dóm­ar­ans? Hver var rök­stuðn­ingur hans fyrir dóm­in­um? Hvert var álit hans á vitn­is­burði ann­ars vegar þeirra, sem ákærðu fyrir þetta brot, og hins vegar hinna, sem við­staddir voru á vett­vangi? Hver var afstaða dóm­ar­ans til hins mikla máls­kostn­að­ar, sem svo löng dóm­gæslu­saga hlaut að hafa leitt af sér fyrir hinn ákærða?

Auglýsing
Og hvað heyrði ég? Ég heyrði ekk­ert af þessu sagt. “Ekki eitt einasta, einasta, einasta, and­skot­ans orð”, svo ég vitni til þekkts tón­list­ar­manns hinnar núlif­andi kyn­slóðar á Íslandi.

Ný fjöl­miðla­menn­ing

Nú er ég orð­inn aldr­aður maður – eins og Jón Bald­vin. Og ef til vill ekki jafn sam­gró­inn íslenskri fjöl­miðla­menn­ingu eins og ég og jafn­aldrar mínir í fjöl­miðla­heim­inum voru (og eru sumir enn) Þess vegna veit ég ekki hið sam­tíma­lega rétta svar við þess­ari ein­földu spurn­ingu: Myndi sjón­varp RÚV í kvöld­frétta­tíma hafa látið vera að skýra frá því ef krafa ákæru­valds­ins hefði dæmst rétt vera og JBH gert að sitja undir skil­orðs­bund­inni fang­els­is­refs­ingu fyrir gróft kyn­ferð­is­af­brot? Hvernig er þeirri spurn­ingu svar­að? Með þegj­andi þögn­inni frá RUV – nema hvað! 

Höf­undur var í nokkur ár rit­stjóri Alþýðu­blaðs­ins. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar