Margt sagt með þegjandi þögninni

Sighvatur Björgvinsson er óánægður með að það hafi ekki verið fjallað um málalok í dómsmáli gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni í sjónvarpsfréttum RÚV.

Auglýsing

Um nokkra ára skeið hefur verið rakin í fjöl­miðlum ýtar­lega og í smá­at­riðum ákæra ákæru­valds­ins gegn Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni fyrir að hafa átt að strjúka rass gest­kom­andi stúlku við mat­ar­borð á heim­ili þeirra hjóna í Salobrena á Spáni. Ákæru­valdið krafð­ist skil­orðs­bund­ins fang­els­is­dóms yfir Jóni Bald­vin fyrir þessi alvar­legu brot, sem ákæru­valdið bar upp á hann. Tví­vegis var kærunni vísað frá hér­aðs­dómi með vísan til þess að lög hefðu ekki verið brotin og tví­vegis var mál­inu aftur vísað til hér­aðs­dóms með kröfu um efn­is­lega afstöðu og hófst þá þriðja lot­an. Allan þennan rauna­tíma allt frá árinu 2019 fjöll­uðu fjöl­miðlar þar á meðal RÚV ítar­lega um ákæru­efn­in, um þann, sem ákærður var, um þá, sem ákærunni hrundu af stað og um það hvernig hið opin­bera ákæru­vald gerði sak­ar­gift­irnar af sínum og krafð­ist þess aftur og ítrekað að hér­aðs­dómur fjall­aði efn­is­lega um þessar alvar­legu ákær­ur.

Upp rann stundin

Þá kom loks að því nú í morgun (mánu­dags­morg­un) að hér­aðs­dóm­ari kvað upp sinn efn­is­lega dóm. Í allan þann dag hefi ég verið upp­tek­inn við að und­ir­búa utan­lands­för og því ekki haft neinn tíma til þess að fylgj­ast með frétt­um. Hugs­aði mér því gott til glóð­ar­innar þegar þeim verkum var lokið og sett­ist við sjón­varpið í kvöld­frétta­tíma til þess að hlýða á frá­sögn sjón­varps RUV af mál­inu. Hver var efn­is­leg nið­ur­staða dóm­ar­ans? Hver var rök­stuðn­ingur hans fyrir dóm­in­um? Hvert var álit hans á vitn­is­burði ann­ars vegar þeirra, sem ákærðu fyrir þetta brot, og hins vegar hinna, sem við­staddir voru á vett­vangi? Hver var afstaða dóm­ar­ans til hins mikla máls­kostn­að­ar, sem svo löng dóm­gæslu­saga hlaut að hafa leitt af sér fyrir hinn ákærða?

Auglýsing
Og hvað heyrði ég? Ég heyrði ekk­ert af þessu sagt. “Ekki eitt einasta, einasta, einasta, and­skot­ans orð”, svo ég vitni til þekkts tón­list­ar­manns hinnar núlif­andi kyn­slóðar á Íslandi.

Ný fjöl­miðla­menn­ing

Nú er ég orð­inn aldr­aður maður – eins og Jón Bald­vin. Og ef til vill ekki jafn sam­gró­inn íslenskri fjöl­miðla­menn­ingu eins og ég og jafn­aldrar mínir í fjöl­miðla­heim­inum voru (og eru sumir enn) Þess vegna veit ég ekki hið sam­tíma­lega rétta svar við þess­ari ein­földu spurn­ingu: Myndi sjón­varp RÚV í kvöld­frétta­tíma hafa látið vera að skýra frá því ef krafa ákæru­valds­ins hefði dæmst rétt vera og JBH gert að sitja undir skil­orðs­bund­inni fang­els­is­refs­ingu fyrir gróft kyn­ferð­is­af­brot? Hvernig er þeirri spurn­ingu svar­að? Með þegj­andi þögn­inni frá RUV – nema hvað! 

Höf­undur var í nokkur ár rit­stjóri Alþýðu­blaðs­ins. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar