Miklar fjárfestingar í nýsköpun en konur sniðgengnar

Fyrrverandi og núverandi stjórnarformaður Samtaka sprotafyrirtækja skrifa um kynjahallann í fjárfestingu í nýsköpunarverkefnum.

Auglýsing

Slá­andi tölur birt­ust í skýrslu Northstack um fjár­fest­ingar VC sjóða í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum á Íslandi þann 13. jan­ú­ar. Þar stóð að af þeim 25 fjár­fest­ingum sem gerðar voru á árinu 2021 fór engin til kven­kyns stofn­enda­teym­is, 3 fóru í blönduð teymi og 22 í karlateymi. Í kjöl­farið var bent á að fjár­fest hafi verið í einu kventeymi og upp­lýs­ing­arnar voru upp­færðar á Northstack. Þar með virt­ist málið vera útrætt. Afgreitt.

Síðan þá hefur staðið á við­brögðum og umfjöllun um mál­ið. Aldrei hefur jafn mikið fé runnið til VC sjóða á Íslandi og hefur verið fjallað um það án þess að nefna þessa öskr­andi snið­göngu kvenna í nýsköp­un, eins og það sé auka­at­riði, komi mál­inu ekki við. Fyrstu við­brögð hjá sumum eru að leita skýr­inga úr umhverf­inu. Eru nógu margar konur í nýsköp­un? Hvað eru margar konur að útskrif­ast úr STEM fög­unum (vís­indi, tækni, verk­fræði og stærð­fræð­i)? Þarf ekki að hvetja fleiri konur í nýsköpun og fleiri konur í stjórnir VC sjóða?

Ef við byrjum á að skoða hvort konur séu að mennta sig í STEM greinum er svarið já. Konur voru 54% þeirra sem útskrif­uð­ust með meistara­gráðu af Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði Háskóla Íslands árið 2019. Lægst var hlut­fallið á raf­magns- og tölvu­verk­fræði­deild eða 38%. Nýsköpun sprettur raunar úr öllum greinum og voru konur sem luku meistara­gráðu í meiri­hluta í öllum öðrum deildum HÍ. Konur vantar ekki meiri menntun sam­an­borið við karla, það er ljóst.

Auglýsing

Sækja konur í nýsköp­un? Til að kanna það liggur bein­ast við að skoða aðsókn í Tækni­þró­un­ar­sjóð. Þar er reyndar ekki hægt að skoða sam­setn­ingu tey­manna, en ef litið er til kyns verk­efn­is­stjóra voru 32% umsækj­enda kon­ur. Allt bendir til að fjár­fest­ingar í konum ættu að vera af stærð­argráðunni tífalt fleiri.

Eru konur lélegar í að reka fyr­ir­tæki? Rann­sóknir gefa sterkt til kynna að nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki leidd af konum nái betri árangri. Boston Consulting Group birti nið­ur­stöður rann­sóknar á 350 nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum yfir 5 ára tíma­bil undir yfir­skrift­inni Why Women-Owned Startups are a Better Bet árið 2018. Nið­ur­stöður voru m.a. að nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki leidd af konum skil­uðu yfir tvö­falt meiri tekjum en fyr­ir­tæki leidd af körlum, miðað við fjár­fest­ingu. Að auki hafa lausnir kvenna rík­ari fókus á umhverf­is- og sam­fé­lags­á­byrgð.

Á að hvetja fleiri konur til að stofna nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki? Á meðan konur fá ekki tæki­færi til að koma nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­unum sínum í réttan far­veg er ekki hægt að mæla með því við nokkra konu að leggja í þessa veg­ferð. Það þarf að byrja á hinum end­an­um, að treysta konum fyrir pen­ing­um, treysta þeim til að byggja upp öflug tækni­fyr­ir­tæki, þá fyrst er komin ástæða fyrir konur að velja nýsköpun og við lofum að það mun skila sér í betra sam­fé­lagi.

Kynja­hlut­fall fjár­fest­inga­stjóra sjóð­anna er nokkuð jafnt svo ekki skýrir það út mis­mun­un­ina. Er þá ekki hægt að segja þessa ytri þætti afgreidda og fara að ræða af alvöru hvað sé að valda því að VC sjóðir fjár­festi síður í kon­um? Um alþjóð­legt vanda­mál er að ræða, VC fjár­fest­ingar í nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum leiddum af konum féllu úr 2,8% árið 2020 í 2,3% 2021.

Mis­mun­unin krist­all­ast mögu­lega í fleiri þáttum s.s. í verð­mati á fyr­ir­tækjum eftir kyni og hversu snemma hug­mynd fær fjár­mögn­un, það er því mik­il­vægt að mæla þessa þætti. Við teljum að VC sjóðir á Íslandi og Líf­eyr­is­sjóð­irnir sem fjár­festa í þeim geti náð betri ávöxtun með því að sjá til þess að konur fái tæki­færi. Að auki er svo ósvífin snið­ganga kvenna í nýsköpun ekki sam­boðin landi sem trónir efst á heims­listum yfir kynja­jafn­rétti.

Íris Ólafs­dóttir er stofn­andi Kúlu 3D og Orb.green og frá­far­andi stjórn­ar­for­maður Sam­taka sprota­fyr­ir­tækja.

Fida Abu Libdeh er stofn­andi GeoS­il­ica og stjórn­ar­for­maður Sam­taka sprota­fyr­ir­tækja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar