Múgæsingur og ofsóknir, eða er kerfið kannski að virka?

IMG_1005-1.jpg
Auglýsing

„Mis­notkun á valdi er mis­þyrm­ing á lýð­ræð­inu og ein­hver alvar­leg­asta birt­ing­ar­mynd spill­ing­ar. Íslenskar rann­sókn­ar- og eft­ir­lits­stofn­anir misstu stjórn á sér á eft­ir­hrunsár­un­um. Rétt­indum fólks var vikið til hliðar og margir emb­ætt­is­menn stærðu sig af mála­fjölda við ákaft lófatak blogg­heima­fólks, fjöl­miðla og stjórn­valda“.

Svona hefst eft­ir­máli bókar Egg­erts Skúla­son­ar, And­er­sen skjöl­in- rann­sóknir eða ofsókn­ir?.  Í raun má segja að þessi máls­grein lýsi mjög skýrt skoðun Egg­erts á því hvað hafi átt sér stað hér­lendis eftir banka­hrun­ið.

Eggert Skúlason. Egg­ert Skúla­son.

Auglýsing

Að múgæs­ing­ur, sem her­menn umræð­unnar hafi kynt und­ir, hafi þrýst á að ein­hverjir yrðu látnir bera ábyrgð á hrun­inu. Að rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur hafi í kjöl­farið ætlað sér að gera upp banka­hrunið með aðstoð lög­reglu og ákæru­valds. Að Gunnar And­er­sen hafi síðan verið ráð­inn for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til að búa til saka­menn úr öllum banka­mönn­unum og emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara notað til að annað hvort hafa af þeim æruna með lekum eða til að koma þeim í fang­elsi. Leiði­ta­mir og prinsip­lausir fjöl­miðlar hafi spilað undir á lúðra og tekið undir ofsókn­irnar að ósekju. „Segja má að við fall banka­kerf­is­ins hafi „ást­ar­sam­band“ margra fjöl­miðla­manna við bankana, þessi alþjóð­legu land­vinn­ing­ar­fyr­ir­tæki, breyst í hat­ur. End­ur­spegl­uðu þeir vita­skuld huga almenn­ings í þessu efn­i,“ segir Egg­ert í bók­inni.

Nið­ur­staðan sé nokk­urs konar rétt­ar­morð sem fram­tíðin muni verða nefnt í sömu andrá og Guð­mund­ar- og Geir­finns­málin þegar þjóðin skamm­ast sín yfir lög­leys­unni sem stemmn­ing sam­tím­ans kall­aði yfir blásak­laust fólk.

Um þessa sýn fjallar bók Egg­erts. Og um Gunnar And­er­sen.

Gunnar Andersen var á endanum rekinn úr forstjórastóli Fjármálaeftirlitsins, ákærður og dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gunnar And­er­sen var á end­anum rek­inn úr for­stjóra­stóli Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, ákærður og dæmdur í tólf mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi.

„Rann­sókn­ar­geggj­un“ og stemmn­ings­kýrslur



Sögu­skoðun Egg­erts er í raun ekk­ert ný. Og hún end­ur­speglar það sem margir við­mæl­enda hans í bók­inni hafa áður haldið fram á opin­berum vett­vangi. Tónn­inn er sá að hér hafi runnið á land­ann „rann­sókn­ar­geggj­un“ og til að kynda undir hana hafi verið skrifuð „stemmn­ings­skýrsla“ af rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is. Þetta sjá­ist meðal ann­ars af því að við­brögð Íslend­inga við sínu efna­hags­á­falli sé mun ofstæk­is­fyllra en ann­arra landa.

Það er auð­velt að selja þessa ein­földu sögu­skoðun ef ekki væri fyrir stað­reynd­ir. Ein stað­reyndin er sú að aldrei áður í heims­sög­unni hafa bankar og fylgitungl þeirra sett heilt sam­fé­lag á hlið­ina. Aldrei áður hefur banka­kerfi verið meira en tíu sinnum stærra en þjóð­ar­fram­leiðsla rík­is­ins sem hýsti það. Sam­an­lagt er gjald­þrot íslensku bank­ana eitt stærsta gjald­þrot sem orðið hefur í heim­in­um. Aðrar þjóðir hafa ekki sett upp rann­sókn­ar­nefnd sem skrif­aði 2.300 blað­síðna skýrslu þar sem allri banka­leynd var aflétt og allir gjörn­ingar banka- og athafna­manna opin­beraðir hverjum þeim sem nennti að lesa.

Skýrslan er ekki galla­laust verk og í henni var að finna stað­reynd­ar­vill­ur. En sú heild­ar­mynd sem skýrslan dró upp og þær fléttur sem hún sýndi hafa ekki verið dregnar í efa og til­urð þeirra er erfitt að hafna. Þar er lýst athöfnum sem fullt til­efni er að ætla að séu mögu­lega umboðs­svik, inn­herja­svik, mark­aðs­mis­notk­un, fjár­dráttur og ýmis konar önnur brot.

Þar sem flest hinna ætl­uðu brota eru for­dæma­laus er eðli­legt að dóm­stólar skeri úr um hvort athafn­irn­ar, sem ekki er deilt um að hafi átt sér stað, séu ólög­leg­ar. Margar þeirra juku á vanda íslensks efna­hags­lífs og sá vandi lenti af fullum krafti á íslenskum almenn­ingi eftir hrun­ið.

Og í nán­ast öllum þeim hrun­málum sem lokið hefur með dómi Hæsta­réttar hefur verið sak­fellt. Stóra und­an­tekn­ingin er Vafn­ings­málið svo­kall­aða.

Stjórn­völd og múgæs­ing­ar­fólkið



Eitt megin ein­kenni skoð­unar Egg­erts á eft­ir­hrunsár­unum er að ákveðið póli­tískt hólf álits­gjafa og stjórn­mála­manna séu ein­hvers­konar ger­endur í þeim ofsóknum sem margir hafa orðið fyr­ir. Á meðal þeirra sem hann telur til eru Guð­mundur Andri Thors­son, Þor­valdur Gylfa­son, Hall­grímur Helga­son, Gylfi Magn­ús­son, William Black og auð­vitað ætluð for­seta­hjón múgæs­ing­ar­inn­ar, þau Egill Helga­son og Eva Joly. Til við­bótar nafn­greinir Egg­ert slatta af Mogga­blogg­ur­um. Þau áttu að hafa skapað stemmn­ing­una með umræðu­þátt­töku og ný rík­is­stjórn Stein­gríms J. Sig­fús­sonar og Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur gripið hana og beitt fyrir sig sem póli­tísku vopni.

Nokkrir veik­leikar blasa við á þess­ari sögu­skýr­ingu. Það var til að mynda rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ing­ar, hin svo­kall­aða hrun­stjórn, sem setti á fót emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, samdi um starfs­lok Jónasar Fr. Jóns­sonar sem for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem rýmdi fyrir Gunn­ari And­er­sen og fór fyrir laga­setn­ingu um skipan rann­sókn­ar­nefndar Alþingis með öllum þeim heim­ildum og aflétt­ingu banka­leyndar sem henni fylgdi. Hún lagði því grunn­inn af því sem koma skyldi.

Eva Joly fær ekki háa einkunn hjá Eggerti Skúlasyni. Eva Joly fær ekki háa ein­kunn hjá Egg­erti Skúla­syn­i.

Óprút­tnir fjöl­miðlar



Þáttur fjöl­miðla í ofsókn­unum fær nokkuð mikið vægi í bók Egg­erts. Þar eru til að mynda tvær ótrú­legar sög­ur, hafðar eftir ónafn­greindum fyrrum frétta­mönn­um, um starfs­hætti frétta­stofu Stöðvar 2. Önnur snýst um að frétta­maður hafi fundið gögn í and­dyri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vorið 2009 sem inni­héldu nöfn aðila sem átti að fram­kvæma hús­leit hjá. Þetta hafi frétta­stofa Stöðvar 2 notað sem skipti­mynt til að koma á „góðu sam­starfi“ við Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. Það hafi reynst „gift­ur­drjúg ákvörðun fyrir frétta­stofu Stöðvar 2“, segir Egg­ert.

Hin sagan segir af frétta­manni Stöðvar 2 sem hafi fengið við­tal við Stefán Skjald­ar­son, þáver­andi skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Sam­kvæmt bók­inni gekk frétta­mað­ur­inn út „með sjö fyrstu frétt­ir“.

Þessar sögur verður að skýra nán­ar. Ef frétta­stofa er að gera sam­komu­lag við eft­ir­lits­stofnun um upp­lýs­inga­flæði umfram aðra þá er það bein­línis í and­stöðu við fjöl­miðla­lög. Fyrir utan að vera algjör­lega út í hött og að brjóta flest öll prinsipp blaða­mennsku. Enda hljóma þessar sögur ótrú­lega.

Egg­ert segir hins vegar að margir fjöl­miðla­menn hafi myndað trún­að­ar­sam­bönd við alls konar ónafn­greint fólk innan eft­ir­lits­stofn­anna og tekið þau trún­að­ar­sam­bönd, sem tryggðu stans­laust flæði frétta, fram yfir það að segja satt og rétt frá. Nú er vert að minn­ast á að Egg­ert rit­stýrir í dag fjöl­miðli (DV) og er marg­reyndur fjöl­miðla­mað­ur. Það er miður hversu litla trú hann hefur á stétt sinni og starfs­mönn­um. Þetta er reyndar sjón­ar­mið sem oft hefur komið fram hjá mönnum sem eru sak­born­ingar í saka­málum og lög­mönnum þeirra. En stenst sjaldn­ast skoð­un.

Í raun virð­ist sem eini fjöl­mið­ill­inn sem Egg­ert sé sáttur við á þessu tíma­bili sem er til umfjöll­unar í bók­inni sé vef­mið­ill­inn Pressan, sem var og er að stærstu leyti í eigu Björns Inga Hrafns­son­ar, útgef­anda DV og yfir­manns Egg­erts.

Egg­ert segir að fjöl­miðlar hafi tekið þátt í ofsókn­unum með því að birta nöfn og myndir af þeim sem voru til rann­sóknar hverju sinni. Í þessu ljósi er mik­il­vægt að hafa í huga að öll nöfn voru birt og allri banka­leynd var aflétt í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, sem var til sölu í öllum bóka­búðum og sat á toppi met­sölu­lista, auk þess sem hún er aðgengi­leg án end­ur­gjalds á inter­net­inu. Það var, og er, ábyrgð­ar­hluti hjá fjöl­miðlum að fjalla um málið með sama hætti í kjöl­far­ið, og fjar­stæðu­kennt að gera þá kröfu á les­endur að þeir hafi rann­sókn­ar­skýrsl­una til hlið­sjónar þegar þeir eru að lesa fréttir um þau mál sem til­greind eru í skýrsl­unni. Auk þess er ekki til það vest­ræna ríki í heim­inum þar sem fjöl­miðlar birta ekki myndir af mönnum sem grun­aðir eru um stór­fellda efna­hags­glæpi.

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis skilaði skýrslu í apríl 2010. Í henni var bankaleynd aflétt af gjörðum innan gömlu bankana og allir þátttakendur í þeim nafngreindir. Skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis skil­aði skýrslu í apríl 2010. Í henni var banka­leynd aflétt af gjörðum innan gömlu bank­ana og allir þátt­tak­endur í þeim nafn­greind­ir.

Gunnar og aflands­fé­lögin



Vert er að taka fram að minnst er á grein­ar­höf­und á einum stað í bók­inni. Þar er látið liggja að því að hann hafi ekki sýnt því áhuga að opin­bera aðkomu Gunn­ars And­er­sen að aflands­fé­lögum Lands­bank­ans með því að þiggja gögn á fundi sem haldin var síðla árs 2011 frá hópi sem safnað hafði slíkum sam­an. Þau gögn hafi síðar verið uppi­staðan í frétta­skýr­ingu Kast­ljóss um sama mál, sem hafi ýtt af stað ferli sem end­aði með brott­rekstri Gunn­ars. Margt í þess­ari frá­sögn er ekki rétt.

Tengsl Gunn­ars við aflands­fé­lög höfðu verið mikið í fréttum á þessum tíma, sér­stak­lega eftir að Sig­urður G. Guð­jóns­son, lög­maður Sig­ur­jóns Þ. Árna­son­ar, vakti athygli á þeim í þrumu­ræðu yfir fjöl­miðla­mönnum í port­inu fyrir aftan hér­aðs­dóm í jan­úar 2011, í kjöl­far þess að Sig­ur­jón hafði verið hnepptur í gæslu­varð­hald. Erfitt var að sjá að umrædd gögn bættu neinum nýjum upp­lýs­ingum við um aðkomu Gunn­ars að aflands­fé­lög­unum og í ljósi þess að sá sem bauð gögnin var greini­lega mjög upp­sigað við Gunnar leið grein­ar­höf­undi eins og um hann­aða atburð­ar­rás væri að ræða til að koma höggi á hann. Auk þess hefur grein­ar­höf­undur fengið stað­fest að umfjöllun Kast­ljóss nokkrum mán­uðum síðar hafi alls ekki byggt ein­vörð­ungu á umræddum gögn­um, heldur mun víð­tæk­ari rann­sókn­ar­vinnu.

Kerfið virkar



Auð­vitað fjallar bók­in, nokkuð ítar­lega, um starfs­tíma Gunn­ars And­er­sen í stóli for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þar er rakið að Gunnar var yfir­lýs­ing­arglaður um árangur rann­sókna sinna á hrun­mál­um, að hann klíndi ásök­unum um eigið van­hæfi sökum tengsla við aflands­fé­lög Lands­bank­ann á það að gagn­rýnendur hans vildu koma á hann höggi, að hann hafi lekið gögn­um, verið ákærður og dæmd­ur.

Og það var rétt ákvörðun hjá stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að segja Gunn­ari And­er­sen upp störf­um. Hæfi hans til að gegna starfi for­stjóra var alls ekki hafið yfir allan vafa vegna aflands­fé­laga­tengsla hans og þegar hann var kærður til lög­reglu vegna leka á gögnum úr Lands­bank­anum um við­skipti þing­manns sem hann vildi koma höggi á var brott­hvarf hans algjör­lega meit­lað í stein. Gunnar var síðar dæmdur í tólf mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir þann verkn­að. Sömu­leiðis hefur emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara fellt niður um helm­ing þeirra hrun­mála sem Fjár­mála­eft­ir­litið sendi til þess. En allt þetta hefur legið fyrir í nokkur ár og sýnir að ef menn brjóta af sér í opin­beru starfi þá er þeim refs­að. Kerfið virk­aði.

Í bók­inni er líka fjallað um nokkra menn sem fengu stöðu sak­born­inga sem síðar hefur verið aflétt. Afstaða þeirra, og reiði, er skilj­an­leg. Best væri að þeir myndu allir gera eins og Ingólfur Guð­munds­son, sem varð að hætta sem fram­kvæmda­stjóri líf­eyr­is­sjóðs verk­fræð­inga að kröfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og fara í mál. Ingólfur vann nefni­lega sitt mál. Og sýndi þar með að kerfið virk­aði.

Sögu­bar­átta



Bók Egg­erts er nokkuð lip­ur­lega skrifuð og heldur les­and­anum vel. Hún fer vel yfir starfs­tíma Gunn­ars And­er­sen í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og frá­sagnir þeirra ein­stak­linga sem voru til rann­sókn­ar, og urðu fyrir tjóni vegna þess, eru áhuga­verð­ar. Sömu­leiðis eru sögur sem vekja athygli fyrir að vera nán­ast reyfara­kennd­ar. Meðal þeirra er sagan af fyrrum starfs­manni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem ætl­aði að selja Hreið­ari Má Sig­urðs­syni gögn á bíla­stæð­inu fyrir utan Árbæj­ar­kirkju.

En þrátt fyrir að aðal­tit­ill bók­ar­innar sé And­er­sen-skjölin þá finnst manni að Gunnar And­er­sen og menn­irnir sem segja sögu sína vera í ákveðnu auka­hlut­verki. Helsti til­gangur bók­ar­innar sé að koma á fram­færi þeirri skoðun höf­undar bók­ar­inn­ar, og núver­andi rit­stjóra DV, að íslenskar eft­ir­lits­stofn­anir séu rotn­ar, að ákæru­valdið sé rot­ið, að fjöl­miðl­arnir séu rotnir og rétt­ar­kerfið sé rot­ið. Að allar þessar stoð­ir, með hjálp rot­inna stjórn­mála­manna og rot­inna álits­gjafa, sé ástæða þess að menn hafi verið rann­sak­aðir og dæmdir fyrir for­dæma­laus lög­brot hér­lend­is.

Svo er líka hægt að hafa þá skoð­un, eftir að hafa kynnt sér hin meintu lög­brot og þau ótrú­lega athæfi sem áttu sér stað í aðdrag­anda hruns­ins, að þar geti verið um mjög stór­felld lög­brot að ræða sem höfðu sam­verk­andi miklar afleið­ingar fyrir íslenskt sam­fé­lag. Og að réttur far­vegur fyrir slík mál sé að þau séu rann­sök­uð, ákært sé í þeim sem til­efni þykir til og að dóms­valdið taki síðan afstöðu til þeirra.

Um þetta snýst sú bar­átta um sög­una sem nú stendur yfir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None