Árið 2014: Namaste

arid2014-robertmarshall.jpg
Auglýsing

Fólk er alls kon­ar. Engir tveir menn eru eins og eng­inn einn maður er alltaf eins og hann sjálf­ur. Það tekur flesta alla ævina að kom­ast að því hvernig þeir vilja verða. Manni tekst ekki alltaf að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Mann­skepnan getur verið í senn blíð og grimm og allt þar á milli.

Róbert Marshall Róbert Mars­hall

Stjórn­mál eru heill­andi, en á sama tíma erf­ið, vegna þess að þau snú­ast um sam­töl milli fólks sem kemur með ólíka nálgun og ólíkt skap­ferli að borð­inu. Það mætir til leiks með mis­mun­andi útgáfur af sjálfu sér. Þess vegna skipta kurt­eisi og mannasiðir miklu máli. Þannig aukast lík­urnar á því að fólk sé hátíð­ar­ein­takið af sjálfu sér. Það sama má segja um vin­áttu. Það er eig­in­lega ekk­ert jafn gagn­legt í stjórn­málum og vin­átta. Þeim mun fleiri vini sem maður á því betur geng­ur. Að ræða sam­an, leysa úr málum og finna mála­miðl­an­ir; allt verður þetta auð­veld­ara ef fólk þekk­ist og getur gert grín, hlegið og virt hvort ann­að. Áferð stjórn­mál­anna verður líka betri. Það er allt annað mál að horfa á vini, með ólíkar skoð­an­ir, ræða saman en fólk sem þekk­ist ekki.

Auglýsing

Ein alvar­leg­ustu tíð­indi íslenskra stjórn­mála



En stjórn­mál snú­ast líka um að senda skýr skila­boð. Þannig hafði fram­ganga eins stjórn­mála­flokks í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í ár, nánar til­tekið Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, mikil og nei­kvæð áhrif á tíð­ar­and­ann. Af mál­flutn­ingi efstu manna þar mátti helst skilja að flokk­ur­inn væri jú vissu­lega vinur flug­vall­ar­ins en óvinur múslima. Þetta eru ein alvar­leg­ustu tíð­indi íslenskra stjórn­mála í ára­tugi. Við vitum að for­dómar spretta af fáfræði. Við vitum líka að þrátt fyrir hátt mennt­un­ar­stig og opna umræðu fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lags­ins verða ávallt til ein­hverjir for­dóm­ar. Það er verk­efni þeirra sem stýra sam­fé­lag­inu að umgang­ast for­dóma sem þjóð­fé­lags­mein því fái þeir að grass­era geta afleið­ing­arnar orðið skelfi­leg­ar. Allir bera ábyrgð. Það getur ekki talist hlut­verk fjöl­miðla að umgang­ast for­dóma­fullar skoð­anir eins og gild sjón­ar­mið. Þær eru það ekki. Nálg­unin hlýtur að vera gagn­rýn­in. Rasismi á sér ekki málsvörn. Mis­munun minni­hluta­hópa er ólög­leg og sið­laus. Það sama á við um for­dóma­fulla hat­ursum­ræðu. Hana má ekki umbera. Það hvort og hvar nokkur hund­ruð múslimar, sem hafa verið nágrannar okk­ar, vinir og sam­land­ar, í ára­tugi byggja sér bæna­hús er ekki eitt­hvað sem „þarf að ræða“ umfram aðrar hús­bygg­ingar í okkar landi. Múslimar eru alls kon­ar, kristnir eru alls kon­ar, fólk er alls kon­ar.

Ég hef áhyggjur af því að for­ysta Fram­sókn­ar­flokksns vilji ekki senda skýr skila­boð vegna þess að hún vilji eiga það inni að láta skína í þennan kol­svarta spaðaás í erminni rétt fyrir næstu kosn­ing­ar.

Þessi þróun mála er okkur í Bjartri fram­tíð áhyggju­efni. Við leggjum mikla áherslu á mann­rétt­indi og frelsi ein­stak­linga til þess að vera eins og þeir kjósa sjálfir að vera. Fólk trúi því sem það vill trúa og elski þá sem það vill elska. Allir geti leitað ham­ingj­unnar á sínum for­send­um. Íslend­ingar eiga tugi orða sem lýsa snjó­komu en bara eitt, frekar lélegt, yfir prinsipp. Þetta er grund­vall­araf­staða.

Munum ekki vinna með flokki sem gælir við for­dóma



Vin­átta getur verið hörð og mjúk. Harða sortin segir til vamms. Þess vegna urðu þeir margir hnuggnir og fálátir við mig og okkur í Bjartri fram­tíð fram­sókn­ar­menn­irnir þegar við sendum þau skýru skila­boð að engin flokkur væri jafn­langt frá okkur og sá flokkur sem fóstr­aði hat­ursum­ræðu. Við munum ekki starfa með flokki sem gælir við for­dóma­fylg­ið. Ég fann að þeim fannst þetta ósann­gjarnt og sum­part var það rétt. Það er vont að verða fyrir for­dóm­um. Það er nefni­lega svo sorg­legt við þetta mál að fáir fram­sókn­ar­menn eru ras­ist­ar. Þeir eru auð­vitað alls konar líka. Þess vegna er svo skrítið hvað við­brögðin við ömur­legri fram­göngu odd­vit­ans í Reykja­vík í vor voru mátt­leys­is­leg. Ein af þeim fyrstu sem ég hitti á þing­inu þegar ég kom aftur til starfa í haust eftir langt veik­inda­hlé, var fyrr­nefndur odd­viti. Mig rak í rogastanz. Fram­sókn­ar­mönnum var þá ekki meira í nöp við mál­flutn­ing hans í borg­ar­stjórnar­kosn­ing­unum en svo að hann var kall­aður inn á þing sem vara­þing­maður nokkrum mán­uðum eftir að hafa teiknað flokk­inn upp sem xen­ofó­bíska poppúlista­grúppu gegn­sýrða af umburð­ar­leysi, útlend­inga­ótta og for­dóm­um. Ég hélt að slík fram­ganga í öllum stjórn­mála­flokkum á Íslandi kall­aði snar­lega á kröfu um afsögn, afsök­un­ar­beiðni og skýra yfir­lýs­ingu með for­dæm­ingu flokks­for­yst­unnar á slíkum mála­til­bún­aði. Alla­vega yrði hún ekki verð­launuð með inn­köllun á þing og klappi á bak­ið. Því að það er pólítísk ákvörðun hverjir koma inn á þing sem vara­þing­menn. Það eru skila­boð.

Ég hef áhyggjur af því að for­ysta Fram­sókn­ar­flokksns vilji ekki senda skýr skila­boð vegna þess að hún vilji eiga það inni að láta skína í þennan kol­svarta spaðaás í erminni rétt fyrir næstu kosn­ing­ar. Sam­fé­lag okkar yrði veik­ara á eft­ir. For­dóma­fullir kjós­endur myndu ekki aðeins kjósa slíkan mál­flutn­ing heldur líka fá stað­fest­ingu á að þeirra sjón­ar­mið séu gildar og góðar skoð­an­ir. Eitt­hvað sem „þyrfti að ræða“. Með því færu enn einar kos­ing­arnar í súg­inn og fram­tíð­ar­hags­munum yrði fórnað á alt­ari skamm­tíma­hags­muna for­ystu stjórn­mála­flokks sem virð­ist ekki hafa grund­vall­araf­stöðu í mann­rétt­ind­um. Er prinsipp­laus. Það er verk­efni allra að rétta þann kúrs strax. Sér­stak­lega þeirra sem kjósa að starfa með full­trúum slíkra sjón­ar­miða.

Lífið of stutt fyrir kjaftæði



Ég slas­að­ist illa í ár. Dó næst­um. Það breytir sýn manns á líf­ið. Maður sér betur um hvað þetta snýst allt sam­an: leit hverrar mann­eskju að ham­ingj­unni. Á eigin for­send­um. Lífið er of stutt fyrir kjaftæði eins og það sem boðið var uppá í vor. For­dómar bitna á fólki. Þeir sem búa til skjól fyrir for­dóma tak­marka og ganga á rétt minni­hluta­hópa til að leita ham­ingj­unn­ar. Hver mann­eskja er sér­stök og dýr­mæt.

Allir jóga­leið­bein­end­urnir sem hafa tekið þátt í bata mínum enda sína kennslu á orð­inu namaste sem á upp­runa sinn í hindúisma. Inter­netið geymir marg­vís­legar útlist­anir á raun­veru­legri þýð­ingu hug­taks­ins en fyrir mér snýst það um hneigja sig fyrir ljós­inu í öðr­um. Vita að allir eiga eitt­hvað gott inni í sér og að það er það sem maður á að virða. Kveikja á því. Sálin í mér, sér sál­ina í þér. Munum að kær­leik­ur­inn er lyk­il­hug­tak kristn­innar sem á sinn hápunkt nú um jól­in. Munum Pál: Kær­leik­ur­inn gleðst ekki yfir órétt­vís­inni, en sam­gleðst sann­leik­an­um. Allir eru alls kon­ar. Namaste.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None