Níu áskoranir á nýju kjörtímabili

Formaður BHM skrifar um þau verkefni sem bíða stjórnvalda og vinnumarkaðarins á komandi kjörtímabili.

Auglýsing

Fyrsti dagur nýs kjör­tíma­bils er runn­inn upp. Margir eru í spennu­falli en á sama tíma er mikil eft­ir­vænt­ing í loft­inu. Lof­orð­in, slag­orð­in, orða­skak­ið, fund­irnir og upp­á­komurnar eru að baki og and­lit fram­bjóð­enda hverfa af aug­lýs­inga­skilt­um. Nýr veru­leiki blasir við og að líkum lætur myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. 

Snemma í aðdrag­anda kosn­inga átti ég fundi með for­ystu­fólki stjórn­mála­flokk­ana. Á þeim fundum kom ég á fram­færi sjón­ar­miðum BHM um þær áskor­anir sem bíða stjórn­valda og vinnu­mark­að­ar­ins. Af mörgu er að taka á nýju kjör­tíma­bili, en þó þetta hel­st:

 1. Menntun þarf að meta til launa: Á Íslandi er hvat­inn til mennt­unar hvað minnstur innan Evr­ópu og OECD ríkj­anna. Við verðum að meta sér­fræði­þekk­ingu og menntun til launa á Íslandi, að öðrum kosti er hætt við að við drög­umst aftur úr í lífs­gæðum og vel­ferð­ar­stigi.
 2. Byggjum á hug­viti: Stjórn­völd hafa lengi rætt um metn­að­ar­full áform um aukna fjöl­breytni útflutn­ings­at­vinnu­vega. Stað­reyndin er þó að Ísland hefur lengst af byggt á sveiflu­kenndri auð­linda­nýt­ingu. Þar er ferða­þjón­ustan okkar nýjasta bjarg­ræði. Ef tryggja á stöð­ug­leika, vöxt og sam­keppn­is­hæfni lands­ins verður að efla atvinnu­vegi sem byggja á hug­viti, menntun og nýsköp­un. Innan BHM eru 28 stétt­ar­fé­lög háskóla­mennt­aðs fólks og við erum reiðu­búin að koma að gerð atvinnu- og mannauðs­stefnu á Íslandi til að byggja um hag­kerfi fram­tíð­ar­inn­ar.
 3. Eyðum ómál­efna­legum launa­mun: Kyn, kyn­hneigð eða upp­runi eiga og mega ekki vera áhrifa­þáttur í launa­setn­ingu á íslenskum vinnu­mark­aði. Kyn­skiptur vinnu­mark­aður er þó því miður enn óásætt­an­leg stað­reynd á Íslandi. Þetta sýna meðal ann­ars nýlegar skýrslur Hag­stofu Íslands og starfs­hóps for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. 
 4. Jöfnum laun milli mark­aða: Árið 2016 var samið um að leggj­ast í vinnu við að jafna laun milli almenns mark­aðar og opin­bers mark­aðar í tengslum við breyt­ingar á líf­eyr­is­rétt­indum opin­berra starfs­manna. Í sam­tali BHM, BSRB og Kenn­ara­sam­bands­ins við ríkið um fyrr­nefnt sam­komu­lag hefur því miður virst tak­mark­aður áhugi á því að standa við sam­komu­lagið þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit í þeim efn­um. Fimm ár eru liðin og enn ekk­ert sam­komu­lag í sjónmáli.
  Auglýsing
 5. Styrkjum tengsl atvinnu­lífs og skóla: Háskóla­mennt­aðir koma oft verr und­ir­búnir á  íslenskan vinnu­markað en þeir sem hafa farið í verk­nám. Í nýrri úttekt OECD er bein­línis sagt að tengsl háskóla og atvinnu­lífs hér á landi séu of veik.  Við þurfum að styrkja þessi tengsl. Huga þarf betur að ein­stak­ling­smið­uðu námi á öllum skóla­stigum í stað þess að láta eitt yfir alla ganga. OECD hefur sér­stak­lega gagn­rýnt að íslenskir háskólar ein­blíni frekar á skrán­ing­ar­fjölda nem­enda en getu og frammi­stöðu þeirra. Þarna erum við aug­ljós­lega á rangri leið.
 6. Styðjum betur við nema og barna­fólk á vinnu­mark­aði: Miklar breyt­ingar urðu til bóta á náms­lána­kerf­inu á síð­asta kjör­tíma­bili. Það breytir því þó ekki að hlut­fall háskóla­nema sem telja sig ekki hafa fjár­hags­lega getu til að stunda háskóla­nám án þess að vera í vinnu sam­hliða er eitt það hæsta í Evr­ópu. Stjórn­völd þurfa að efla blöndun náms­styrkja og náms­lána og tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum þegar það fer út á vinnu­mark­að­inn. Þá þarf að hækka fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur og treysta jafn­rétt­is­hlut­verk kerf­is­ins. Núver­andi þak á greiðslum kemur sér­stak­lega illa við sér­fræð­inga og dregur úr hvötum til þess að öll kynin nýti sér þennan rétt jafnt.
 7. Hug­vit er lausnin við lofts­lags­vánni: Lofts­lags­mál eru ein stærsta áskorun okkar tíma og þar geta aðilar vinnu­mark­að­ar­ins ekki látið sitt eftir liggja. Í bar­átt­unni við lofts­lags­vána felst ein­stakt tæki­færi til að byggja upp nýsköp­un­ar­hag­kerfi á hug­viti og mennt­un. Slíkt verk­efni þolir enga bið og verður að vera for­gangs­mál. 
 8. Höldum í tekju­teng­ing­una: Ýmsar efna­hags­að­gerðir sem gripið var til vegna heims­far­ald­urs voru skyn­sam­legar og skil­uðu góðum árangri. Tekju­teng­ing atvinnu­leys­is­bóta, að minnsta kosti fyrst um sinn eftir atvinnu­missi, er skyn­sam­leg og sann­gjörn og best væri að festa hana í sessi. Tryggja þarf rétt­indi sjálf­stætt starf­andi og ein­stak­linga með bland­aða tekju­öflun á vinnu­mark­aði  til fram­búð­ar. Fólk án atvinnu á að geta að sótt sér menntun og færni sam­hliða atvinnu­leit, án þess að það skerði bóta­rétt. 
 9. Látum samn­inga taka við af samn­ing­um: Það verður að bæta vinnu­brögð og sam­skipti á vinnu­mark­aði í kringum kjara­samn­inga. Ómark­viss vinnu­brögð sem ein­kenn­ast meðal ann­ars af töfum og hót­unum koma niður á lífs­gæðum okkar allra. Ég styð heils­hugar mark­mið og ádrepur rík­is­sátta­semj­ara um að vinnu­reglan eigi að vera sú að samn­ingar taki við af samn­ing­um. En við verðum að byrja  strax og vanda vel til verka. Und­ir­bún­ingur okkar hjá BHM fyrir næstu kjara­lotu er þegar haf­inn. Sam­talið þarf að hefj­ast sem fyrst. 

Stuðn­ing við margt af því sem hér er upp talið má finna í kosn­inga­lof­orðum flestra þeirra stjórn­mála­flokka hverra full­trúar voru kosnir á þing í gær. Það er rétt rúm­lega ár í að samn­ingar renni út á almenna mark­aðnum og eitt og hálft ár í að flestir samn­ingar BHM renni sitt skeið. Sátt á vinnu­mark­aði er grund­völlur stöð­ug­leika í íslensku sam­fé­lagi. Nú skora ég á næstu stjórn að efna þau lof­orð og eiga í skil­virku sam­starfi við heild­ar­sam­tök launa­fólks á næsta kjör­tíma­bili. Við erum til­búin – með sjálf­bærni, sann­girni og sam­vinnu sem leið­ar­ljós. 

Höf­undur er for­maður BHM.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar