Ómögulegt að stýra markaðsþróun á húsnæðismarkaði með góðum vilja

10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Eitt af því sem nú er að farið að ná eyrum stjórn­mála­manna eru erf­ið­leikar margra á hús­næð­is­mark­aði. Í ein­faldri mynd þá er vöntun á litlum og með­al­stórum íbúðum á höf­uð­borg­ar­svð­inu, eft­ir­spurnin er tölu­vert meiri en fram­boð­ið, enda stórir árgangar ungs  fólks að stíga inn á fast­eigna­markað á hverju ári. Lítið hefur verið byggt eftir skell­inn frá hruni, þó mörg fast­eigna­verk­efni séu nú á upp­bygg­ing­ar­tíma. Lána­stofn­anir gera miklar kröfur um greiðslu­hæfi og eig­in­fjár­fram­lag til þess að geta fengið lán, og því gengur fólki verr að kaupa íbúðir en áður.

Þrátt fyrir þetta þá hefur þró­unin á Íslandi verið í takt við það sem gerst hefur í öðrum lönd­um, þar sem miklir erf­ið­leikar á hús­næð­is­mark­aði kom fram í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar. Til dæmis er með­al­aldur kaup­enda fyrstu íbúðar kom­inn í um 31 ár hér á landi, sem er nálægt með­al­tal­inu í Bret­landi.

Hús­næð­is­mark­að­ur­inn hefur verið vin­sælt þrætu­epli í bak­landi stjórn­ar­flokk­anna og hafa stjórn­völd ­sýnt fádæma vilja til þess að nota almannafé til að hafa tíma­bundin áhrif á fast­eigna­mark­að­inn. Um 80 millj­arða gjafir úr rík­is­sjóði til sumra þeirra sem voru með verð­tryggðar hús­næð­is­skuldir eru til marks um það. Sumir vilja meina að þessi aðgerð skapi enn meiri vanda fyrir þá sem eru á leigu­mark­aði, eins og bent er á í grein Guð­mundar Guð­munds­son­ar, Hvar, hvernig hvenær?.

Auglýsing

Nú ætla stjórn­völd að fara byggja tölu­vert af nýjum húsum og koma upp 2.300 félags­legum íbúðum á næstu árum, þar af eru 400 á  dag­skrá næsta ári og þeim fylgir 1,5 millj­arður króna í fjár­lög­um, sem er reyndar grun­sam­lega lág fjár­hæð miðað við fjölda íbúða.

Áætl­unin nær fram á árið 2019, en fólk verður að minna sig á að umboð rík­is­stjórn­ar­innar verður end­ur­nýjað 2017. Lof­orð um eyðslu fjár­muna, til bygg­inga á íbúð­um, á árunum 2018 og 2019 eru því orðin tóm, enda algjör­lega óljóst hvernig fjár­lög þess­ara ára munu líta út eða hvaða stjórn­mála­menn munu marka stefn­una í rík­is­fjár­mál­un­um. Það kann ekki góðri lukku að stýra að lofa upp í erm­ina á sér en það er verið að gera þarna.

Auk þess verður ekki séð að nægi­lega nákvæmar útlist­anir séu komnar fram um það hvernig ríkið eigið að stíga inn á bygg­inga­mark­að­inn, og gera eitt­hvað sem bygg­ing­ar­að­ilar sjálfir geta gert án þess að rík­is­á­byrgð komi hvergi nærri. Sterkir inn­viðir á leigu­mark­aði verða ekki byggðir upp á einni nóttu, og það er ekki að sjá að þessi áform stjórn­valda um upp­bygg­ingu á þessum fjölda ­í­búða breyti stóru mynd­inni nokk­uð. Þessi fjöldi er nálægt árlegri þörf á mark­aðn­um, og því er þetta í reynd bara lít­ill dropi í haf­ið, á meðan ekki fylgir vel útfærð stefna um hvernig inn­við­irnir á leigu­mark­að­i verða byggðir upp, með lögum og regl­um, og sér­tækum lausn­um. Þeir sem lásu text­ann sem fylgdi und­ir­ritun kjara­samn­inga, þar sem því var lofað að miklar umbætur ættu eftir að koma fram á hús­næð­is­mark­aði, almennu fólki á vinnu­mark­aði til heilla, hafa vafa­lítið haldið að von væri á vel útfærðri stefnu en það sést ekki í hana enn­þá.

Það er mikil þörf fyrir góðar hug­myndir á hús­næð­is­mark­aði, og mik­il­vægt að mála­flokk­ur­inn fá þá athygli sem hann á skil­ið, eins og Bene­dikt Sig­urð­ar­son hefur bent á í fróð­legum greinum á vef Kvenna­blaðs­ins. En góður vilji leysir engan vanda, allra síst ef vilj­inn til þess að eyða skattfé í upp­bygg­ingu á fjölda íbúða sem varla nær árlegri upp­bygg­ing­ar­þörf, verður skyn­sem­inni yfir­sterk­ari. Von­andi koma fram vel útfærðar sér­tækar lausnir á þeim vanda­málum sem glímt er við, sem geta til dæmis dregið úr bygg­ing­ar­kostn­aði, því það er að mörgu að hyggja. Ekki síst ef stjórn­ar­flokk­arnir ætla að gera alvöru úr því að afnema verð­trygg­ingu lána, því þá þarf að end­ur­skipu­leggja fjár­mögn­un­ar­hluta hús­næð­is­mark­að­ar­ins allan í leið­inni.

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None