Óseðjandi – að virkja virkjananna vegna

Enginn raforkuskortur er yfirvofandi á Íslandi, skrifar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Látum ekki blekkjast af framkvæmdaglöðum lukkuriddurum. Stöndum vörð um íslenska náttúru um leið og við gerum Ísland jarðefnaeldsneytislaust.“

Auglýsing

Nýjasta keppi­kefli orku­iðn­að­ar­ins er að sann­færa lands­menn um að á Íslandi sé orku­skort­ur, í það minnsta að við getum ekki losað okkur við jarð­efna­elds­neyti án þess að fara út í meiri­háttar virkj­ana­fram­kvæmd­ir. Látið er líta svo út að það að byggja fleiri virkj­anir sé í þágu umhverf­is­verndar – nánar til­tekið til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þessar skoð­anir heyr­ast frá stjórn­mála­fólki jafnt sem for­svars­fólki orku­fyr­ir­tækja og síð­ast en ekki síst frá einu öfl­ug­asta rík­is­fyr­ir­tæk­inu, Lands­virkj­un.

Við fram­leiðum fjórum sinnum of mikið af raf­magni

Þegar brýn mál blasa við hér inn­an­lands, eins og að skipta út jarð­efna­elds­neyti fyrir raf­magn í sam­göngum er almenn­ingi sagt að ekki sé til næg orka – og að nauð­syn­legt sé að vinna frek­ari spjöll á íslenskri nátt­úru svo við eigum örugg­lega nóg raf­magn í orku­skipt­in. Merki­lega lítið er rætt um þá stað­reynd að tæp­lega 80%[1] þeirrar raf­orku sem fram­leidd er á Íslandi fer til stór­iðju. Íslend­ingar fram­leiða með öðrum orðum 4-5x meiri raf­orku en þeir þurfa, utan stór­iðj­unn­ar.

Lands­virkjun í slæmum félags­skap

Lands­virkjun er fyr­ir­tæki í rík­i­s­eigu. Stærstu við­skipta­vinir Lands­virkj­unar eru meðal verstu umhverf­is­sóða heims. Þetta eru Alcoa sem rekur álver á Reyð­ar­firði og Rio Tinto sem rekur álver í Straums­vík, en þessi fyr­ir­tæki eru á alræmdum listum yfir 100 verstu fyr­ir­tækin í umhverf­is­mál­u­m[2].

Auglýsing

Lands­virkjun fær sínar tekjur m.ö.o. frá tveimur af verstu umhverf­is­sóðum heims. Þau við­skipti hafa verið rétt­lætt með ótrú­legum útúr­snún­ing­um[3] um lofts­lags­á­vinn­ing, fjölgun íbúa á lands­byggð­inni og gríð­ar­legri arð­semi.

Lands­virkjun er svo ábyrg fyrir stærstu með­vit­uðu eyði­legg­ingu á íslenskri nátt­úru, Kára­hnjúka­virkj­un. Allt var það gert í nafni arð­semi og ætl­aðs sam­fé­lags­legs ávinn­ings.

Hvað varð um ávinn­ing­inn?

Flest sjá sem betur fer orðið í gegnum slaka rök­semda­færslu um alheims­á­vinn­ing í lofts­lags­málum vegna stór­iðju á Ísland­i[4]. Aðrar rétt­læt­ingar hafa verið álíka hæpn­ar: Arð­semi Kára­hnjúka­virkj­unar átti að vera 14%, og fjölga íbúum á Aust­ur­land­i[5]. Árleg arð­semi hefur í besta falli verið 3% þegar mjög vel hefur árað og íbúum á Aust­ur­landi fjölg­aði aðeins um 607 frá 2003 til 2012[6], sem er tíma­bilið áður en bygg­ing virkj­un­ar­innar hófst þar til fimm árum eftir gang­setn­ingu henn­ar. Kís­il­verið á Bakka átti líka að leysa mörg vanda­mál á Norð­aust­ur­landi en hefur í raun verið lítt eða ekki starf­andi frá gang­setn­ingu. Íslenskt sam­fé­lag hefur tapað gríð­ar­miklum fjár­munum á því[7].

Óseðj­andi virkja­na­gleði

Hingað til hefur rétt­læt­ing á eyði­legg­ingu nátt­úr­unnar í nafni stórra virkj­ana því oft­ast reynst vera rök­leysa þegar upp er stað­ið. Og af hverju er raf­orkan sem þegar er fram­leidd hér ekki til kaups fyrir raf­væð­ingu íslensks sam­fé­lags? Vegna þess að orku­iðn­að­ur­inn virð­ast vera óseðj­andi. Þegar búið er að eyði­leggja eina nátt­úruperlu með virkj­un, vegum og vinnu­búðum vegna fram­kvæmd­anna, og raf­lín­um, grípur um sig óró­leiki og orku­iðn­að­ur­inn linnir ekki látum fyrr en hann fær næstu nátt­úruperlu til að leggja undir sig – og svo þá næstu. Rétt­læt­ingin er alltaf ein­hver, oft mjög óraun­hæf eins og 14% arð­semi, en alltaf er hún yfir­varp og dul­bún­ingur raun­veru­legs til­gangs: Að virkja virkj­an­anna vegna.

Eng­inn raf­orku­skortur er yfir­vof­andi á Ísland­i[8] og við fram­leiðum nú þegar mun meiri raf­orku en sam­fé­lagið þarfn­ast. Látum ekki blekkj­ast af fram­kvæmdaglöðum lukku­ridd­ur­um. Stöndum vörð um íslenska nátt­úru um leið og við gerum Ísland jarð­efna­elds­neyt­is­laust[9].

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Heim­ild­ir:

[1] Orku­tol­ur-2019-is­lenska.pdf (orku­stofn­un.is)

[2] PERI - Combined Toxic 100 Geen­house 100 Indexes (umass.edu)

[3] Sér­fræð­ingur grípur í tómt (fretta­bla­did.is)

[4] Kolin í Kína - Vísir (vis­ir.is)

[5] Virkj­unin mun skila Lands­virkjun 14% arð­semi (mbl.is)

[6] Hag­stof­an.is

[7] Dýr­mæt­asti líf­eyr­is­sjóður þjóð­ar­innar - Land­vernd

Stór­iðju­stefnan = nýju fötin keis­ar­ans - Vísir (vis­ir.is)

[8] https://www.fretta­bla­did.is/­marka­dur­inn/­for­stjori-or-tel­ur-orku­verdid-til-­stor­idju-or­did-hatt/

[9] Jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland 2035 – Skýrsla - Land­vernd

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar