Óseðjandi – að virkja virkjananna vegna

Enginn raforkuskortur er yfirvofandi á Íslandi, skrifar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Látum ekki blekkjast af framkvæmdaglöðum lukkuriddurum. Stöndum vörð um íslenska náttúru um leið og við gerum Ísland jarðefnaeldsneytislaust.“

Auglýsing

Nýjasta keppi­kefli orku­iðn­að­ar­ins er að sann­færa lands­menn um að á Íslandi sé orku­skort­ur, í það minnsta að við getum ekki losað okkur við jarð­efna­elds­neyti án þess að fara út í meiri­háttar virkj­ana­fram­kvæmd­ir. Látið er líta svo út að það að byggja fleiri virkj­anir sé í þágu umhverf­is­verndar – nánar til­tekið til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þessar skoð­anir heyr­ast frá stjórn­mála­fólki jafnt sem for­svars­fólki orku­fyr­ir­tækja og síð­ast en ekki síst frá einu öfl­ug­asta rík­is­fyr­ir­tæk­inu, Lands­virkj­un.

Við fram­leiðum fjórum sinnum of mikið af raf­magni

Þegar brýn mál blasa við hér inn­an­lands, eins og að skipta út jarð­efna­elds­neyti fyrir raf­magn í sam­göngum er almenn­ingi sagt að ekki sé til næg orka – og að nauð­syn­legt sé að vinna frek­ari spjöll á íslenskri nátt­úru svo við eigum örugg­lega nóg raf­magn í orku­skipt­in. Merki­lega lítið er rætt um þá stað­reynd að tæp­lega 80%[1] þeirrar raf­orku sem fram­leidd er á Íslandi fer til stór­iðju. Íslend­ingar fram­leiða með öðrum orðum 4-5x meiri raf­orku en þeir þurfa, utan stór­iðj­unn­ar.

Lands­virkjun í slæmum félags­skap

Lands­virkjun er fyr­ir­tæki í rík­i­s­eigu. Stærstu við­skipta­vinir Lands­virkj­unar eru meðal verstu umhverf­is­sóða heims. Þetta eru Alcoa sem rekur álver á Reyð­ar­firði og Rio Tinto sem rekur álver í Straums­vík, en þessi fyr­ir­tæki eru á alræmdum listum yfir 100 verstu fyr­ir­tækin í umhverf­is­mál­u­m[2].

Auglýsing

Lands­virkjun fær sínar tekjur m.ö.o. frá tveimur af verstu umhverf­is­sóðum heims. Þau við­skipti hafa verið rétt­lætt með ótrú­legum útúr­snún­ing­um[3] um lofts­lags­á­vinn­ing, fjölgun íbúa á lands­byggð­inni og gríð­ar­legri arð­semi.

Lands­virkjun er svo ábyrg fyrir stærstu með­vit­uðu eyði­legg­ingu á íslenskri nátt­úru, Kára­hnjúka­virkj­un. Allt var það gert í nafni arð­semi og ætl­aðs sam­fé­lags­legs ávinn­ings.

Hvað varð um ávinn­ing­inn?

Flest sjá sem betur fer orðið í gegnum slaka rök­semda­færslu um alheims­á­vinn­ing í lofts­lags­málum vegna stór­iðju á Ísland­i[4]. Aðrar rétt­læt­ingar hafa verið álíka hæpn­ar: Arð­semi Kára­hnjúka­virkj­unar átti að vera 14%, og fjölga íbúum á Aust­ur­land­i[5]. Árleg arð­semi hefur í besta falli verið 3% þegar mjög vel hefur árað og íbúum á Aust­ur­landi fjölg­aði aðeins um 607 frá 2003 til 2012[6], sem er tíma­bilið áður en bygg­ing virkj­un­ar­innar hófst þar til fimm árum eftir gang­setn­ingu henn­ar. Kís­il­verið á Bakka átti líka að leysa mörg vanda­mál á Norð­aust­ur­landi en hefur í raun verið lítt eða ekki starf­andi frá gang­setn­ingu. Íslenskt sam­fé­lag hefur tapað gríð­ar­miklum fjár­munum á því[7].

Óseðj­andi virkja­na­gleði

Hingað til hefur rétt­læt­ing á eyði­legg­ingu nátt­úr­unnar í nafni stórra virkj­ana því oft­ast reynst vera rök­leysa þegar upp er stað­ið. Og af hverju er raf­orkan sem þegar er fram­leidd hér ekki til kaups fyrir raf­væð­ingu íslensks sam­fé­lags? Vegna þess að orku­iðn­að­ur­inn virð­ast vera óseðj­andi. Þegar búið er að eyði­leggja eina nátt­úruperlu með virkj­un, vegum og vinnu­búðum vegna fram­kvæmd­anna, og raf­lín­um, grípur um sig óró­leiki og orku­iðn­að­ur­inn linnir ekki látum fyrr en hann fær næstu nátt­úruperlu til að leggja undir sig – og svo þá næstu. Rétt­læt­ingin er alltaf ein­hver, oft mjög óraun­hæf eins og 14% arð­semi, en alltaf er hún yfir­varp og dul­bún­ingur raun­veru­legs til­gangs: Að virkja virkj­an­anna vegna.

Eng­inn raf­orku­skortur er yfir­vof­andi á Ísland­i[8] og við fram­leiðum nú þegar mun meiri raf­orku en sam­fé­lagið þarfn­ast. Látum ekki blekkj­ast af fram­kvæmdaglöðum lukku­ridd­ur­um. Stöndum vörð um íslenska nátt­úru um leið og við gerum Ísland jarð­efna­elds­neyt­is­laust[9].

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Heim­ild­ir:

[1] Orku­tol­ur-2019-is­lenska.pdf (orku­stofn­un.is)

[2] PERI - Combined Toxic 100 Geen­house 100 Indexes (umass.edu)

[3] Sér­fræð­ingur grípur í tómt (fretta­bla­did.is)

[4] Kolin í Kína - Vísir (vis­ir.is)

[5] Virkj­unin mun skila Lands­virkjun 14% arð­semi (mbl.is)

[6] Hag­stof­an.is

[7] Dýr­mæt­asti líf­eyr­is­sjóður þjóð­ar­innar - Land­vernd

Stór­iðju­stefnan = nýju fötin keis­ar­ans - Vísir (vis­ir.is)

[8] https://www.fretta­bla­did.is/­marka­dur­inn/­for­stjori-or-tel­ur-orku­verdid-til-­stor­idju-or­did-hatt/

[9] Jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland 2035 – Skýrsla - Land­vernd

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar