Óseðjandi – að virkja virkjananna vegna

Enginn raforkuskortur er yfirvofandi á Íslandi, skrifar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Látum ekki blekkjast af framkvæmdaglöðum lukkuriddurum. Stöndum vörð um íslenska náttúru um leið og við gerum Ísland jarðefnaeldsneytislaust.“

Auglýsing

Nýjasta keppi­kefli orku­iðn­að­ar­ins er að sann­færa lands­menn um að á Íslandi sé orku­skort­ur, í það minnsta að við getum ekki losað okkur við jarð­efna­elds­neyti án þess að fara út í meiri­háttar virkj­ana­fram­kvæmd­ir. Látið er líta svo út að það að byggja fleiri virkj­anir sé í þágu umhverf­is­verndar – nánar til­tekið til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þessar skoð­anir heyr­ast frá stjórn­mála­fólki jafnt sem for­svars­fólki orku­fyr­ir­tækja og síð­ast en ekki síst frá einu öfl­ug­asta rík­is­fyr­ir­tæk­inu, Lands­virkj­un.

Við fram­leiðum fjórum sinnum of mikið af raf­magni

Þegar brýn mál blasa við hér inn­an­lands, eins og að skipta út jarð­efna­elds­neyti fyrir raf­magn í sam­göngum er almenn­ingi sagt að ekki sé til næg orka – og að nauð­syn­legt sé að vinna frek­ari spjöll á íslenskri nátt­úru svo við eigum örugg­lega nóg raf­magn í orku­skipt­in. Merki­lega lítið er rætt um þá stað­reynd að tæp­lega 80%[1] þeirrar raf­orku sem fram­leidd er á Íslandi fer til stór­iðju. Íslend­ingar fram­leiða með öðrum orðum 4-5x meiri raf­orku en þeir þurfa, utan stór­iðj­unn­ar.

Lands­virkjun í slæmum félags­skap

Lands­virkjun er fyr­ir­tæki í rík­i­s­eigu. Stærstu við­skipta­vinir Lands­virkj­unar eru meðal verstu umhverf­is­sóða heims. Þetta eru Alcoa sem rekur álver á Reyð­ar­firði og Rio Tinto sem rekur álver í Straums­vík, en þessi fyr­ir­tæki eru á alræmdum listum yfir 100 verstu fyr­ir­tækin í umhverf­is­mál­u­m[2].

Auglýsing

Lands­virkjun fær sínar tekjur m.ö.o. frá tveimur af verstu umhverf­is­sóðum heims. Þau við­skipti hafa verið rétt­lætt með ótrú­legum útúr­snún­ing­um[3] um lofts­lags­á­vinn­ing, fjölgun íbúa á lands­byggð­inni og gríð­ar­legri arð­semi.

Lands­virkjun er svo ábyrg fyrir stærstu með­vit­uðu eyði­legg­ingu á íslenskri nátt­úru, Kára­hnjúka­virkj­un. Allt var það gert í nafni arð­semi og ætl­aðs sam­fé­lags­legs ávinn­ings.

Hvað varð um ávinn­ing­inn?

Flest sjá sem betur fer orðið í gegnum slaka rök­semda­færslu um alheims­á­vinn­ing í lofts­lags­málum vegna stór­iðju á Ísland­i[4]. Aðrar rétt­læt­ingar hafa verið álíka hæpn­ar: Arð­semi Kára­hnjúka­virkj­unar átti að vera 14%, og fjölga íbúum á Aust­ur­land­i[5]. Árleg arð­semi hefur í besta falli verið 3% þegar mjög vel hefur árað og íbúum á Aust­ur­landi fjölg­aði aðeins um 607 frá 2003 til 2012[6], sem er tíma­bilið áður en bygg­ing virkj­un­ar­innar hófst þar til fimm árum eftir gang­setn­ingu henn­ar. Kís­il­verið á Bakka átti líka að leysa mörg vanda­mál á Norð­aust­ur­landi en hefur í raun verið lítt eða ekki starf­andi frá gang­setn­ingu. Íslenskt sam­fé­lag hefur tapað gríð­ar­miklum fjár­munum á því[7].

Óseðj­andi virkja­na­gleði

Hingað til hefur rétt­læt­ing á eyði­legg­ingu nátt­úr­unnar í nafni stórra virkj­ana því oft­ast reynst vera rök­leysa þegar upp er stað­ið. Og af hverju er raf­orkan sem þegar er fram­leidd hér ekki til kaups fyrir raf­væð­ingu íslensks sam­fé­lags? Vegna þess að orku­iðn­að­ur­inn virð­ast vera óseðj­andi. Þegar búið er að eyði­leggja eina nátt­úruperlu með virkj­un, vegum og vinnu­búðum vegna fram­kvæmd­anna, og raf­lín­um, grípur um sig óró­leiki og orku­iðn­að­ur­inn linnir ekki látum fyrr en hann fær næstu nátt­úruperlu til að leggja undir sig – og svo þá næstu. Rétt­læt­ingin er alltaf ein­hver, oft mjög óraun­hæf eins og 14% arð­semi, en alltaf er hún yfir­varp og dul­bún­ingur raun­veru­legs til­gangs: Að virkja virkj­an­anna vegna.

Eng­inn raf­orku­skortur er yfir­vof­andi á Ísland­i[8] og við fram­leiðum nú þegar mun meiri raf­orku en sam­fé­lagið þarfn­ast. Látum ekki blekkj­ast af fram­kvæmdaglöðum lukku­ridd­ur­um. Stöndum vörð um íslenska nátt­úru um leið og við gerum Ísland jarð­efna­elds­neyt­is­laust[9].

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Heim­ild­ir:

[1] Orku­tol­ur-2019-is­lenska.pdf (orku­stofn­un.is)

[2] PERI - Combined Toxic 100 Geen­house 100 Indexes (umass.edu)

[3] Sér­fræð­ingur grípur í tómt (fretta­bla­did.is)

[4] Kolin í Kína - Vísir (vis­ir.is)

[5] Virkj­unin mun skila Lands­virkjun 14% arð­semi (mbl.is)

[6] Hag­stof­an.is

[7] Dýr­mæt­asti líf­eyr­is­sjóður þjóð­ar­innar - Land­vernd

Stór­iðju­stefnan = nýju fötin keis­ar­ans - Vísir (vis­ir.is)

[8] https://www.fretta­bla­did.is/­marka­dur­inn/­for­stjori-or-tel­ur-orku­verdid-til-­stor­idju-or­did-hatt/

[9] Jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland 2035 – Skýrsla - Land­vernd

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar