Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Í stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins er smá kafli um nátt­úr­una og verður að skoða það sem svo að þar fari stefna flokks­ins í umhverf­is­mál­um, þeim mik­il­væga mála­flokki.

Þarna eru talin upp nokkur atriði. Þau snú­ast ekki um þau vanda­mál sem við er að etja heldur eru settar fram hálf draum­kenndar hug­myndir um það hvernig hægt gæti verið að hagn­ast á öllu sam­an.

Fyrsti lið­ur­inn er um að selja þekk­ingu í orku­málum til útlanda. Þetta hefur nú verið gert um langt skeið og verður von­andi fram­hald á. Og sjálf­sagt að hið opin­bera styðji við slíkt, en sem stefnu­mál stjórn­mála­flokks er þetta ekki merki­legt.

Auglýsing

Að efla grænan iðnað þar á meðal vetn­is­fram­leiðslu er hér stefnu­mál. En sagt að verk­efnin þurfi að vera skýr­ari. Það má segja það sama um stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Síðan er stungið upp á sér­stöku lofts­lags­ráðu­neyti. Myndi það ein­falda stjórn­kerfið eða flækja það?

Að efla hringrás­ar­hag­kerfið er nefnt. Eins og hver önnur klisja.

Og Fram­sókn vill upp­fylla heims­mark­mið Sam­ein­uðu Þjóð­anna þar á meðal að því er varðar lofts­lags­mál. Hvaða mark­mið á nákvæm­lega að upp­fylla og hvern­ig?

­Stærri skref í orku­skiptum í sam­göngum verða vænt­an­lega vegna nýrrar tækni. Það er tæknin sem hamlar mest t.d. í sjó­flutn­ingum og veið­um. Og hvað ætlar Fram­sókn að gera til þess að styðja við slíka tækni­þró­un? Það kemur ekki fram í þessu plaggi.

Og síðan er klykkt út með því að tala um mögu­leika á útflutn­ingi á raf­elds­neyti (ekki farið neitt nánar út í það), hreinu vatni og spenn­andi nýsköpun í því sam­bandi. En hvar kemur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn við sögu í þeim mál­um?

Ekki er þetta nú mjög bita­stætt. Það eru engin mark­mið, og þá engar leiðir að mark­mið­um. Og engar aðgerðir til eins eða neins. Manni dettur í hug að ein­hver góður og gegn Fram­sókn­ar­maður hafi lokið við að moka hest­hús­flór­inn og síðan sest niður með hundi sínum og spjallað við hann í trún­aði: „Snati minn, það er að koma upp lofts­lags­vá. Kannske getum við grætt á þessu öllu sam­an.“

Sam­an­tekt

Póli­tískt er þetta senni­lega nokkuð sterk stefna miðað við kjós­enda­hóp Fram­sókn­ar­flokks­ins sem er fólk sem vill ekki miklar breyt­ing­ar. Fyrir þá er þessi stefna, eða stefnu­leysi, gulls ígildi. Vand­inn er bara sá að breyt­ingar koma, hvort sem við viljum eða ekki. Stefnan er það óljós að hægt ætti að vera að ná saman með öllum flokk­um.

Efna­hags­lega er ekk­ert á þessu að græða. Engin umfjöll­un.

Sam­fé­lags­leg skírskotun er engin í þess­ari stefnu.

Tækni­leg mál eða lausnir eru ekki nefndar í stefn­unni. Margt af því sem nefnt er sem tæki­færi strandar á því í dag að ekki hefur tek­ist að leysa tækni­vanda­mál.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar