Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Í stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins er smá kafli um nátt­úr­una og verður að skoða það sem svo að þar fari stefna flokks­ins í umhverf­is­mál­um, þeim mik­il­væga mála­flokki.

Þarna eru talin upp nokkur atriði. Þau snú­ast ekki um þau vanda­mál sem við er að etja heldur eru settar fram hálf draum­kenndar hug­myndir um það hvernig hægt gæti verið að hagn­ast á öllu sam­an.

Fyrsti lið­ur­inn er um að selja þekk­ingu í orku­málum til útlanda. Þetta hefur nú verið gert um langt skeið og verður von­andi fram­hald á. Og sjálf­sagt að hið opin­bera styðji við slíkt, en sem stefnu­mál stjórn­mála­flokks er þetta ekki merki­legt.

Auglýsing

Að efla grænan iðnað þar á meðal vetn­is­fram­leiðslu er hér stefnu­mál. En sagt að verk­efnin þurfi að vera skýr­ari. Það má segja það sama um stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Síðan er stungið upp á sér­stöku lofts­lags­ráðu­neyti. Myndi það ein­falda stjórn­kerfið eða flækja það?

Að efla hringrás­ar­hag­kerfið er nefnt. Eins og hver önnur klisja.

Og Fram­sókn vill upp­fylla heims­mark­mið Sam­ein­uðu Þjóð­anna þar á meðal að því er varðar lofts­lags­mál. Hvaða mark­mið á nákvæm­lega að upp­fylla og hvern­ig?

­Stærri skref í orku­skiptum í sam­göngum verða vænt­an­lega vegna nýrrar tækni. Það er tæknin sem hamlar mest t.d. í sjó­flutn­ingum og veið­um. Og hvað ætlar Fram­sókn að gera til þess að styðja við slíka tækni­þró­un? Það kemur ekki fram í þessu plaggi.

Og síðan er klykkt út með því að tala um mögu­leika á útflutn­ingi á raf­elds­neyti (ekki farið neitt nánar út í það), hreinu vatni og spenn­andi nýsköpun í því sam­bandi. En hvar kemur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn við sögu í þeim mál­um?

Ekki er þetta nú mjög bita­stætt. Það eru engin mark­mið, og þá engar leiðir að mark­mið­um. Og engar aðgerðir til eins eða neins. Manni dettur í hug að ein­hver góður og gegn Fram­sókn­ar­maður hafi lokið við að moka hest­hús­flór­inn og síðan sest niður með hundi sínum og spjallað við hann í trún­aði: „Snati minn, það er að koma upp lofts­lags­vá. Kannske getum við grætt á þessu öllu sam­an.“

Sam­an­tekt

Póli­tískt er þetta senni­lega nokkuð sterk stefna miðað við kjós­enda­hóp Fram­sókn­ar­flokks­ins sem er fólk sem vill ekki miklar breyt­ing­ar. Fyrir þá er þessi stefna, eða stefnu­leysi, gulls ígildi. Vand­inn er bara sá að breyt­ingar koma, hvort sem við viljum eða ekki. Stefnan er það óljós að hægt ætti að vera að ná saman með öllum flokk­um.

Efna­hags­lega er ekk­ert á þessu að græða. Engin umfjöll­un.

Sam­fé­lags­leg skírskotun er engin í þess­ari stefnu.

Tækni­leg mál eða lausnir eru ekki nefndar í stefn­unni. Margt af því sem nefnt er sem tæki­færi strandar á því í dag að ekki hefur tek­ist að leysa tækni­vanda­mál.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar