Pólitískar goðsagnir

000-Par2268902.jpg
Auglýsing

Guðmundur Gunnarsson. Guð­mundur Gunn­ars­son.

Okkar veru­leiki bygg­ist á goð­sögnum og raun­vís­ind­um. Með því að leita stans­laust að sann­leik­anum tekst raun­vís­ind­unum að sanna sig á hverjum degi.

Goð­sögnin segir okkur að vel útspek­úleruðum sér­fræð­ingum sé fært að reikna börn í kon­ur. Þessu hafa vís­indin hafn­að. Goð­sögnin eru hin póli­tísku sann­yndi og sam­fé­lags­legum veru­leika þess sem talar hverju sinni.

Auglýsing

Þetta er goð­sögnin sem við upp­lifum á hverjum degi í fréttum fjöl­miðla þegar útvarpað er frá mál­flutn­ingi núver­andi ráð­herra. Ráð­herrar rjúka hins vegar upp í hvert skipti sem þeir eru spurðir um hvers vegna þeir hafi ekki staðið við gefin lof­orð þá hrópa þeir að það séu lyg­ar. Samt eru vel aðgengi­legar á net­inu ræð­ur, greinar og við­töl þar sem þetta kemur fram.

Lof­orð um afnám verð­trygg­ing­ar, 250 millj­arða skulda­nið­ur­fell­ing hjá heim­il­unum og kostnað af því muni erlendir hrægamma­sjóðir bera. Fyrsta verk ráð­herr­anna yrði þeir kæm­ist til valda að leggja strax 12 millj­arða til Land­spít­al­ans. Þeir halda því fram að þeir hafa þegar hækkað fram­lög til heil­brigð­is­mála. Þrátt að fyrir liggi tölur um hið gang­stæða. Ef ein­hver bendir á þessi mál­flutn­ingur stand­ist ekki þá er við­kom­andi úthróp­aður sem lyg­ari.

Núver­andi ráð­herrar fóru mik­inn í stjórn­ar­and­stöðu og skömm­uð­ust m.a. yfir því að hér væru engar erlendar fjár­fest­ing­ar, ef þeir kæmust til valda myndi þeir taka höndum saman við atvinnu­líf­ið, auka erlendar fjár­fest­inga og verð­mæta­sköpun svo hægt væri að minnka krónu­magn í umferð, lækka vexti og losa okkur við verð­trygg­ing­una. Núna lýsir for­sæt­is­ráð­herra því hins vegar yfir að Ísland þurfi ekki erlenda fjár­festa, því  hann ætli sér að ráð­stafa líf­eyr­is­sparn­aði lands­manna í fjár­fest­ing­ar.

Núna lýsir for­sæt­is­ráð­herra því hins vegar yfir að Ísland þurfi ekki erlenda fjár­festa, því  hann ætli sér að ráð­stafa líf­eyr­is­sparn­aði lands­manna í fjárfestingar.

Ráð­herrar hafa ítrekað lýst því yfir að þeir vilja starfa í góðri sátt og sam­starfi við þjóð­ina og sam­tök launa­manna en sáttin verði að vera á grund­velli þess sem rík­is­stjórnin leggi fram. Fjár­mála­ráð­herra bætti vel í þetta með ræðu í Val­höll á laug­ar­dag­inn um að sam­tök launa­manna skipti hann engu. Það sé hann sem ráði.

Það varð áber­andi í ræðum ráð­herra sem ríktu fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar, að Ísland hafi verið fátæk­asta landi í heimi í lok 19. ald­ar­innar og þjóð­inni hafi undir stjórn þeirra flokka tek­ist að verða rík­asta þjóð í heimi.

Þeir segja sögu Íslands hvernig þjóð­inni tókst að rífa sig undan Dön­um. Henni hafi tek­ist að kom­ast undir rík­is­stjórnir Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­manna og það hafi leitt sam­fellds ævin­týris og fram­farir þjóð­ar­innar ótrú­leg­ar.

Hér er verið að ýkja og bera saman örbyrgð for­tíðar og allsnægtir nútíðar til þess að sann­færa okkur um hversu gott við höfum undir þeirra stjórn­mála­flokka sem hafi stjórnað hér þennan tíma.

Græða á dag­inn og grilla á kvöldin er mót­tó­ið. Græðgin sé sú dyggð sem við eigum að til­einka okkur.

Græða á dag­inn og grilla á kvöldin er mót­tó­ið. Græðgin sé sú dyggð sem við eigum að til­einka okk­ur. Þessu er haldið að okkur þrátt fyrir að fyrir liggi fyrir gögn sem sýni allt ann­að.

Lands­fram­leiðsla á mann á Íslandi í lok 19. ald­ar­innar sýnir að Ísland var á þessu sviði í miðju Evr­ópu­ríkja. Evr­ópa var þá rík­asta svæðið í heimi Staða þess var marg­falt hærri en öll Asía svo maður tali nú ekki um Afr­íku.

Ísland var þannig meðal 20 rík­ustu þjóða heims­ins fyrir 150 árum. Jú Íslend­ingum tókst að halda svip­aðri stöðu með aukn­ingu lands­fram­leiðslu og náði nokkrum sætum upp á við á þeirri við­bót sem okkur tókst að græða í seinni heim­styrj­öld­inni á óförum hinna Evr­ópu­ríkj­anna. En styrj­öldin fór fram á þeirra land­svæði sem voru rústir einar í stríðs­lok.

Og síðan tókst okkur að halda stöðu okkar með því ná út marg­faldri Mars­hall­að­stoð í sam­an­burði við aðrar Evr­ópu þjóðir g víkj­andi risa­lánum út á til­vist kalda­stríðs­ins og her­stöðv­ar­innar á Reykja­nesi.

Póli­tískar goðsagnir eru mörgum stjórn­mála­mönnum nauð­syn­legar til þess að efla sam­stöðu, búa til sjálfs­myndir sem þeim henta svo maður tali nú ekki um mótun sið­ferð­is. Þeir gerðu Bjart í Sum­ar­hús að þjóð­hetju. Manni sem ein­angr­aði sig upp á heiðum langt frá sam­fé­lag­inu og mis­þyrmdi öllu sem nálægt honum var; konum sín­um, börnum og dýr­um.

Hér ríkja ráð­herrar sem hafa vaðið yfir tungu­mál okkar á skítugum skónum og rifið í sig merk­ingu orða. Snúa út úr hverri spurn­ingu sem til þeirra.

Það er ætíð fyrsta verk ein­ræð­is­stjórna að móta goðsagnir og ráð­ast að tungu­mál­inu og sam­skiptum þjóð­ar­innar m.a. með því að eyði­leggja merk­ingu orða.

Þetta er ástæða þess að þjóðin er ósátt og kemur saman á Aust­ur­velli.

Hún er ósátt að hér ríki ráð­herrar sem telja það vera ómögu­leika að fara að vilja þjóð­ar­inn­ar.

Ráð­herra sem taka hags­muni örfárra útgerð­ar­fyr­ir­tækja fram yfir hags­muni almenn­ings.

Sagan sýnir okkur hins vegar að póli­tískar goðsagnir enda ávalt með því að skapa glund­roða meðal þjóða og auka á sundr­ung.

Það er það sem er að ger­ast þessa dag­ana hér á landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None