Salan á Mílu

Það er hvorki hagkvæmt eða heppilegt út frá öryggis- neytenda eða gæðaþáttum að selja fyrirtæki sem hefur einokunarstöðu á markaði, skrifar Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur.

Auglýsing

Míla, eitt mik­il­væg­asta fyr­ir­tæki sem sinnir grunn­inn­viða­þjón­ustu, hefur verið selt úr landi til franskra fjár­festa. Rík­is­stjórnin brást alger­lega að tryggja að þessir grunn­inn­viðir væru í eigu almenn­ings. Inn­við­irnir sem Míla starf­rækir er und­ir­staða fjar­skipta­þjón­ustu í land­inu og eru jafn­mik­il­vægir inn­viðir eins og raf­orkan og hita­veit­an. Það hefur ríkt almenn sátt í sam­fé­lag­inu um að raf- og hita­veit­ur, grunn­inn­við­ir, skuli vera í eigu almenn­ings. Að auki skiptir starf­semi Mílu gríð­ar­lega miklu máli fyrir þjóðar­ör­yggi. Þjón­usta Mílu fer nær öllu leyti fram á ein­ok­un­ar­mark­aði, fyrir utan sam­keppni við Gagna­veitu Reykja­víkur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það er hvorki hag­kvæmt eða heppi­legt út frá örygg­is- neyt­enda eða gæða­þáttum að selja fyr­ir­tæki sem hefur ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði. Hættan er að fjár­festar ein­blíni á hagnað á kostnað við­halds, nýj­unga og gæði þjón­ustu auk þess að verð til not­enda hækk­ar.

Tryggja eign­ar­hald almenn­ings

Rík­is­stjórnin hefði getað tryggt eign almenn­ings á þess­ari þjón­ustu ef vilji og þor hefði verið fyrir hendi eða að flokk­ar, sér­stak­lega VG, hefðu staðið á sínu prinsippi. Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins er eng­inn vilji fyrir því að tryggja almenn­ingi eign­ar­hald á sam­fé­lags­legum mik­il­vægum innviðum eins og ljós­leið­ara­kerfi. Flokk­ur­inn sýndi það vel í verki þegar sá flokkur stjórn­aði Reykja­nesbæ þar sem allar eignir bæj­ar­ins sem hönd var á festandi voru seld­ar. Auk þess stóð Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að sölu á hlut rík­is­ins í HS Orku og hlut Hafn­ar­fjarðar í HS Veitum til fjár­festa. Enn­fremur hafa Sjálf­stæð­is­menn í Reykja­vík talað opin­skátt um að selja Gagna­veitu Reykja­víkur sem er í eigu OR og þar með Reyk­vík­inga. Mik­il­vægi Gagna­veitu Reykja­víkur hefur stór­auk­ist eftir söl­una á Mílu og það má aldrei ger­ast að það verði selt fjár­fest­um. Gagna­veita Reykja­víkur hefur haldið verði á ljós­leið­ara­þjón­ustu niðri, auk þess að fyr­ir­tækið hefur veitt góða þjón­ustu.

Auglýsing


Það er mikil ein­feldni hjá þeim sem dásama söl­una á Mílu til franskra fjár­festa að þarna séu aðilar sem ætli að auka þjón­ust­una á sama verði. Sömu aðilar hafa látið hafa eftir sér að fyr­ir­tækið verði ekki selt áfram til ann­ara fjár­festa. Hvaða trygg­ingu höfum við fyrir því? Ein­hver orð ein­hvers milli­stjórn­anda hjá þessum frönsku fjár­fest­um; Það er nákvæm­lega engin trygg­ing fyrir því að Míla verði ekki áfram­seld til brask­ara og vog­un­ar­sjóða ef því er að skipta, þess vegna stað­setta í Kína. Það sem er alvar­legra varð­andi söl­una á Mílu er sú stað­reynd að rökin fyrir söl­unni má allt eins heim­færa við sölu á Lands­virkj­un, Orku­veit­unni eða sölu ann­ara þjóð­hags­lega mik­il­vægra fyr­ir­tækja til fjár­festa. Hér verður að draga línu í sand­inn og hafna þess­ari útsölu­stefnu á eigum almenn­ings til áhættu­fjár­festa.

VG veldur von­brigðum

Það veldur mér miklum von­brigðum að hinir stjórn­ar­flokk­arn­ir, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og VG hafi leyft söl­unni að ganga í gegn og ekki lagt til að ríkið hrein­lega kaupi fyr­ir­tæk­ið. Ég er gap­andi af undrun á afstöðu VG í þessu máli. Sá flokkur hefur tapað nær öllum sínum prinsip málum í sam­starf­inu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hvernig ætlar flokk­ur­inn, með þess­ari afstöðu sinni, að stöðva hug­myndir og áætl­anir um sölu Lands­virkj­unar ef þær koma fram?

Auglýsing

Tíma­setn­ing söl­unnar er áhuga­verð í ljósi þess að alþingi er ekki að störfum og verið er að mynda rík­is­stjórn. Öllu óskilj­an­legra er sú afstaða for­manns VG og for­sæt­is­ráð­herra að lúffa fyrir söl­unni með því að boða nýtt frum­varp til laga sem setur fjar­skipta­fyr­ir­tækjum ákveðin skil­yrði. Að mínu mati hefði mátt stöðva söl­una þangað til að lögin hefðu tekið gildi. Öll aðkoma stjórn­valda að þessu máli ein­kenn­ist af van­mætti, aðgerða­leysi og ber keim af því að umb­una hags­munum fjár­glæfram­anna á kostnað íslenskra hags­muna.

Það er ekki allt falt fyrir pen­inga. Sumt á að vera í eigu almenn­ings á vegum hins opin­bera, eins og grunn­inn­við­ir, til að tryggja góða og örugga þjón­ustu. Við sem þjóð höfum byggt upp þessa inn­viði til að bæta þjón­ustu við íbúa þessa lands en ekki til að auka arð og eignir fjár­magns­eig­enda.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar