Salan á Mílu

Það er hvorki hagkvæmt eða heppilegt út frá öryggis- neytenda eða gæðaþáttum að selja fyrirtæki sem hefur einokunarstöðu á markaði, skrifar Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur.

Auglýsing

Míla, eitt mik­il­væg­asta fyr­ir­tæki sem sinnir grunn­inn­viða­þjón­ustu, hefur verið selt úr landi til franskra fjár­festa. Rík­is­stjórnin brást alger­lega að tryggja að þessir grunn­inn­viðir væru í eigu almenn­ings. Inn­við­irnir sem Míla starf­rækir er und­ir­staða fjar­skipta­þjón­ustu í land­inu og eru jafn­mik­il­vægir inn­viðir eins og raf­orkan og hita­veit­an. Það hefur ríkt almenn sátt í sam­fé­lag­inu um að raf- og hita­veit­ur, grunn­inn­við­ir, skuli vera í eigu almenn­ings. Að auki skiptir starf­semi Mílu gríð­ar­lega miklu máli fyrir þjóðar­ör­yggi. Þjón­usta Mílu fer nær öllu leyti fram á ein­ok­un­ar­mark­aði, fyrir utan sam­keppni við Gagna­veitu Reykja­víkur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það er hvorki hag­kvæmt eða heppi­legt út frá örygg­is- neyt­enda eða gæða­þáttum að selja fyr­ir­tæki sem hefur ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði. Hættan er að fjár­festar ein­blíni á hagnað á kostnað við­halds, nýj­unga og gæði þjón­ustu auk þess að verð til not­enda hækk­ar.

Tryggja eign­ar­hald almenn­ings

Rík­is­stjórnin hefði getað tryggt eign almenn­ings á þess­ari þjón­ustu ef vilji og þor hefði verið fyrir hendi eða að flokk­ar, sér­stak­lega VG, hefðu staðið á sínu prinsippi. Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins er eng­inn vilji fyrir því að tryggja almenn­ingi eign­ar­hald á sam­fé­lags­legum mik­il­vægum innviðum eins og ljós­leið­ara­kerfi. Flokk­ur­inn sýndi það vel í verki þegar sá flokkur stjórn­aði Reykja­nesbæ þar sem allar eignir bæj­ar­ins sem hönd var á festandi voru seld­ar. Auk þess stóð Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að sölu á hlut rík­is­ins í HS Orku og hlut Hafn­ar­fjarðar í HS Veitum til fjár­festa. Enn­fremur hafa Sjálf­stæð­is­menn í Reykja­vík talað opin­skátt um að selja Gagna­veitu Reykja­víkur sem er í eigu OR og þar með Reyk­vík­inga. Mik­il­vægi Gagna­veitu Reykja­víkur hefur stór­auk­ist eftir söl­una á Mílu og það má aldrei ger­ast að það verði selt fjár­fest­um. Gagna­veita Reykja­víkur hefur haldið verði á ljós­leið­ara­þjón­ustu niðri, auk þess að fyr­ir­tækið hefur veitt góða þjón­ustu.

Auglýsing


Það er mikil ein­feldni hjá þeim sem dásama söl­una á Mílu til franskra fjár­festa að þarna séu aðilar sem ætli að auka þjón­ust­una á sama verði. Sömu aðilar hafa látið hafa eftir sér að fyr­ir­tækið verði ekki selt áfram til ann­ara fjár­festa. Hvaða trygg­ingu höfum við fyrir því? Ein­hver orð ein­hvers milli­stjórn­anda hjá þessum frönsku fjár­fest­um; Það er nákvæm­lega engin trygg­ing fyrir því að Míla verði ekki áfram­seld til brask­ara og vog­un­ar­sjóða ef því er að skipta, þess vegna stað­setta í Kína. Það sem er alvar­legra varð­andi söl­una á Mílu er sú stað­reynd að rökin fyrir söl­unni má allt eins heim­færa við sölu á Lands­virkj­un, Orku­veit­unni eða sölu ann­ara þjóð­hags­lega mik­il­vægra fyr­ir­tækja til fjár­festa. Hér verður að draga línu í sand­inn og hafna þess­ari útsölu­stefnu á eigum almenn­ings til áhættu­fjár­festa.

VG veldur von­brigðum

Það veldur mér miklum von­brigðum að hinir stjórn­ar­flokk­arn­ir, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og VG hafi leyft söl­unni að ganga í gegn og ekki lagt til að ríkið hrein­lega kaupi fyr­ir­tæk­ið. Ég er gap­andi af undrun á afstöðu VG í þessu máli. Sá flokkur hefur tapað nær öllum sínum prinsip málum í sam­starf­inu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hvernig ætlar flokk­ur­inn, með þess­ari afstöðu sinni, að stöðva hug­myndir og áætl­anir um sölu Lands­virkj­unar ef þær koma fram?

Auglýsing

Tíma­setn­ing söl­unnar er áhuga­verð í ljósi þess að alþingi er ekki að störfum og verið er að mynda rík­is­stjórn. Öllu óskilj­an­legra er sú afstaða for­manns VG og for­sæt­is­ráð­herra að lúffa fyrir söl­unni með því að boða nýtt frum­varp til laga sem setur fjar­skipta­fyr­ir­tækjum ákveðin skil­yrði. Að mínu mati hefði mátt stöðva söl­una þangað til að lögin hefðu tekið gildi. Öll aðkoma stjórn­valda að þessu máli ein­kenn­ist af van­mætti, aðgerða­leysi og ber keim af því að umb­una hags­munum fjár­glæfram­anna á kostnað íslenskra hags­muna.

Það er ekki allt falt fyrir pen­inga. Sumt á að vera í eigu almenn­ings á vegum hins opin­bera, eins og grunn­inn­við­ir, til að tryggja góða og örugga þjón­ustu. Við sem þjóð höfum byggt upp þessa inn­viði til að bæta þjón­ustu við íbúa þessa lands en ekki til að auka arð og eignir fjár­magns­eig­enda.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar