Sérfræðingur bullar um orkumál

Ágúst Hafberg
Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Ket­ill Sig­ur­jóns­son, Orku­blogg­ari,  hefur verið áber­andi síð­ustu miss­eri í umræðu um orku­mál á Íslandi. Hann starfar við ráð­gjöf og við­skipta­þróun í raf­orku­málum en ekki kemur fram fyrir hvern hann vinn­ur.

Þann 26 maí sl. setur hann á vef mbl.is mjög harð­orðan pistil þar sem hann full­yrðir margt um orku­verð til álvera á Íslandi og í heim­in­um. Slíkur pist­ill frá sér­fræð­ingi í orku­málum gæti verið mjög áhuga­verður og upp­ljóstrandi. En þessi pist­ill er skrif­aður af ann­að­hvort mik­illi van­kunn­áttu eða ein­beittum vilja til að fara rangt með stað­reynd­ir.  Slíkt verður að telj­ast mjög alvar­legt af manni sem gefur sig út fyrir að vera sér­fræð­ingur á svið­inu.

Við hjá Norð­ur­áli fylgj­umst náið með orku­mörk­uðum í heim­in­um. Við sækjum okkur mikið af upp­lýs­ingum og þar á meðal mikið af gögnum frá CRU sem er breskt fyr­ir­tæki sem gefur út mikið af grein­ingum á áliðn­aði og er mjög virt í þeim heimi. Hér á landi kaupa bæði álfyr­ir­tækin og orku­fyr­ir­tækin upp­lýs­ingar frá CRU og eru þær almennt taldar þær áreið­an­leg­ustu sem fáan­legar eru. Ket­ill Sig­ur­jóns­son vísar í gögn frá CRU en fer rangt með töl­ur. Grein­ing hans er því bæði röng og mis­vísandi.

Auglýsing

Skýrar upp­lýs­ingar teknar úr sam­hengiKet­ill segir að hann ætli að setja upp­lýs­ingar fram með skýrum hætti. En svo velur hann að birta sam­an­burð á tölum sem eru ekki sam­an­burð­ar­hæf­ar. CRU birtir kostn­að­ar­tölur orku fyrir álfyr­ir­tæki og þær inni­fela allan kostnað við raf­ork­una. Ket­ill ákveður hins vegar að draga flutn­ings­kostnað á Íslandi frá verð­inu hér og bera það þannig saman við erlendan heild­ar­kostn­að. Þetta er röng fram­setn­ing þar sem ein­fald­lega er verið að hag­ræða tölum til að fá þá nið­ur­stöðu sem höf­undi þókn­ast. Slíkt er ekki boð­legt í fag­legri umfjöll­un.

Í fram­haldi af þessu full­yrðir Ket­ill að stór­iðja hér­lendis greiði 20 USD/MWst fyrir raf­ork­una og þar með sé verðið með því lægsta í heim­in­um. Þetta er auð­vitað kol­rangt hjá Katli enda ber hann hér saman epli og app­el­sín­ur. Það kemur fram í árs­reikn­ingi Lands­virkj­unar að meðal orku­verð sem stór­iðjur greiddu fyr­ir­tæk­inu árið 2014 var um 26 USD/MWst. CRU metur að meðal orku­verð til álvera á Íslandi sé nokkru hærra en Lands­virkjun gefur upp, eða  um 30 USD/MWst. Það er 50% hærra en Ket­ill full­yrðir að álver á Íslandi séu að greiða. Meðal verð til álvera utan Kína (sem er yfir­leitt ekki tekið með í slíkan sam­an­burð) er sam­kvæmt CRU um 29 USD/MWst. Stað­reyndir tala hér sínu máli.

Orku­kostn­aður íslenskra álvera er lík­lega um 20% hærri en norskra álveraSam­an­burð­ur­inn við önnur lönd er því einnig rangur hjá Katli. Hann heldur því fram að með­al­orku­verð til álvera á Íslandi sé með því lægsta í heim­inum þegar fyrir liggur að sam­kvæmt þeim gögnum sem hann vísar sjálfur til, upp­lýs­ingar CRU, þá greiða álver á Íslandi verð sem er um eða yfir með­al­verði til álvera í heim­in­um. Verðið er þannig hærra en orku­verðið sem álver í Nor­egi, Rúss­landi, Kana­da, Ástr­alíu og mörgum fleiri löndum greiða. Sé allt talið til er orku­kostn­aður íslenskra álvera lík­lega 20% hærri en álvera í Nor­egi í dag.

Þessi skelfi­lega með­ferð Ket­ils á tölum veldur því að það stendur ekki steinn yfir steini í grein hans. Full­yrð­ingar hans um lágt orku­verð hér á landi í sam­an­burði við önnur lönd eru út í hött. Meira er ekki um þessa illa unnu grein­ingu að segja.

Ég verð þó að bæta einu við. Ket­ill segir að orka sé að losna frá Norð­ur­áli árið 2019. Það er ekki rétt. Þessi orka er samn­ings­bundin með sér­stöku fram­leng­ing­ar­á­kvæði  í samn­ing­un­um.  Norð­urál er að nota þessa orku í dag og ætlar að nota hana áfram um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. Hún er því ekk­ert að losna – það er mis­skiln­ingur Ket­ils.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Rúmlega 2.200 sýni voru tekin á landinu í gær.
33 ný smit – nýgengi komið yfir 140 á hverja 100 þúsund íbúa
33 greindust með smit af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None