Sérfræðingur bullar um orkumál

Ágúst Hafberg
Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Ket­ill Sig­ur­jóns­son, Orku­blogg­ari,  hefur verið áber­andi síð­ustu miss­eri í umræðu um orku­mál á Íslandi. Hann starfar við ráð­gjöf og við­skipta­þróun í raf­orku­málum en ekki kemur fram fyrir hvern hann vinn­ur.

Þann 26 maí sl. setur hann á vef mbl.is mjög harð­orðan pistil þar sem hann full­yrðir margt um orku­verð til álvera á Íslandi og í heim­in­um. Slíkur pist­ill frá sér­fræð­ingi í orku­málum gæti verið mjög áhuga­verður og upp­ljóstrandi. En þessi pist­ill er skrif­aður af ann­að­hvort mik­illi van­kunn­áttu eða ein­beittum vilja til að fara rangt með stað­reynd­ir.  Slíkt verður að telj­ast mjög alvar­legt af manni sem gefur sig út fyrir að vera sér­fræð­ingur á svið­inu.

Við hjá Norð­ur­áli fylgj­umst náið með orku­mörk­uðum í heim­in­um. Við sækjum okkur mikið af upp­lýs­ingum og þar á meðal mikið af gögnum frá CRU sem er breskt fyr­ir­tæki sem gefur út mikið af grein­ingum á áliðn­aði og er mjög virt í þeim heimi. Hér á landi kaupa bæði álfyr­ir­tækin og orku­fyr­ir­tækin upp­lýs­ingar frá CRU og eru þær almennt taldar þær áreið­an­leg­ustu sem fáan­legar eru. Ket­ill Sig­ur­jóns­son vísar í gögn frá CRU en fer rangt með töl­ur. Grein­ing hans er því bæði röng og mis­vísandi.

Auglýsing

Skýrar upp­lýs­ingar teknar úr sam­hengiKet­ill segir að hann ætli að setja upp­lýs­ingar fram með skýrum hætti. En svo velur hann að birta sam­an­burð á tölum sem eru ekki sam­an­burð­ar­hæf­ar. CRU birtir kostn­að­ar­tölur orku fyrir álfyr­ir­tæki og þær inni­fela allan kostnað við raf­ork­una. Ket­ill ákveður hins vegar að draga flutn­ings­kostnað á Íslandi frá verð­inu hér og bera það þannig saman við erlendan heild­ar­kostn­að. Þetta er röng fram­setn­ing þar sem ein­fald­lega er verið að hag­ræða tölum til að fá þá nið­ur­stöðu sem höf­undi þókn­ast. Slíkt er ekki boð­legt í fag­legri umfjöll­un.

Í fram­haldi af þessu full­yrðir Ket­ill að stór­iðja hér­lendis greiði 20 USD/MWst fyrir raf­ork­una og þar með sé verðið með því lægsta í heim­in­um. Þetta er auð­vitað kol­rangt hjá Katli enda ber hann hér saman epli og app­el­sín­ur. Það kemur fram í árs­reikn­ingi Lands­virkj­unar að meðal orku­verð sem stór­iðjur greiddu fyr­ir­tæk­inu árið 2014 var um 26 USD/MWst. CRU metur að meðal orku­verð til álvera á Íslandi sé nokkru hærra en Lands­virkjun gefur upp, eða  um 30 USD/MWst. Það er 50% hærra en Ket­ill full­yrðir að álver á Íslandi séu að greiða. Meðal verð til álvera utan Kína (sem er yfir­leitt ekki tekið með í slíkan sam­an­burð) er sam­kvæmt CRU um 29 USD/MWst. Stað­reyndir tala hér sínu máli.

Orku­kostn­aður íslenskra álvera er lík­lega um 20% hærri en norskra álveraSam­an­burð­ur­inn við önnur lönd er því einnig rangur hjá Katli. Hann heldur því fram að með­al­orku­verð til álvera á Íslandi sé með því lægsta í heim­inum þegar fyrir liggur að sam­kvæmt þeim gögnum sem hann vísar sjálfur til, upp­lýs­ingar CRU, þá greiða álver á Íslandi verð sem er um eða yfir með­al­verði til álvera í heim­in­um. Verðið er þannig hærra en orku­verðið sem álver í Nor­egi, Rúss­landi, Kana­da, Ástr­alíu og mörgum fleiri löndum greiða. Sé allt talið til er orku­kostn­aður íslenskra álvera lík­lega 20% hærri en álvera í Nor­egi í dag.

Þessi skelfi­lega með­ferð Ket­ils á tölum veldur því að það stendur ekki steinn yfir steini í grein hans. Full­yrð­ingar hans um lágt orku­verð hér á landi í sam­an­burði við önnur lönd eru út í hött. Meira er ekki um þessa illa unnu grein­ingu að segja.

Ég verð þó að bæta einu við. Ket­ill segir að orka sé að losna frá Norð­ur­áli árið 2019. Það er ekki rétt. Þessi orka er samn­ings­bundin með sér­stöku fram­leng­ing­ar­á­kvæði  í samn­ing­un­um.  Norð­urál er að nota þessa orku í dag og ætlar að nota hana áfram um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. Hún er því ekk­ert að losna – það er mis­skiln­ingur Ket­ils.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None