Sérfræðingur bullar um orkumál

Ágúst Hafberg
Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Ket­ill Sig­ur­jóns­son, Orku­blogg­ari,  hefur verið áber­andi síð­ustu miss­eri í umræðu um orku­mál á Íslandi. Hann starfar við ráð­gjöf og við­skipta­þróun í raf­orku­málum en ekki kemur fram fyrir hvern hann vinn­ur.

Þann 26 maí sl. setur hann á vef mbl.is mjög harð­orðan pistil þar sem hann full­yrðir margt um orku­verð til álvera á Íslandi og í heim­in­um. Slíkur pist­ill frá sér­fræð­ingi í orku­málum gæti verið mjög áhuga­verður og upp­ljóstrandi. En þessi pist­ill er skrif­aður af ann­að­hvort mik­illi van­kunn­áttu eða ein­beittum vilja til að fara rangt með stað­reynd­ir.  Slíkt verður að telj­ast mjög alvar­legt af manni sem gefur sig út fyrir að vera sér­fræð­ingur á svið­inu.

Við hjá Norð­ur­áli fylgj­umst náið með orku­mörk­uðum í heim­in­um. Við sækjum okkur mikið af upp­lýs­ingum og þar á meðal mikið af gögnum frá CRU sem er breskt fyr­ir­tæki sem gefur út mikið af grein­ingum á áliðn­aði og er mjög virt í þeim heimi. Hér á landi kaupa bæði álfyr­ir­tækin og orku­fyr­ir­tækin upp­lýs­ingar frá CRU og eru þær almennt taldar þær áreið­an­leg­ustu sem fáan­legar eru. Ket­ill Sig­ur­jóns­son vísar í gögn frá CRU en fer rangt með töl­ur. Grein­ing hans er því bæði röng og mis­vísandi.

Auglýsing

Skýrar upp­lýs­ingar teknar úr sam­hengiKet­ill segir að hann ætli að setja upp­lýs­ingar fram með skýrum hætti. En svo velur hann að birta sam­an­burð á tölum sem eru ekki sam­an­burð­ar­hæf­ar. CRU birtir kostn­að­ar­tölur orku fyrir álfyr­ir­tæki og þær inni­fela allan kostnað við raf­ork­una. Ket­ill ákveður hins vegar að draga flutn­ings­kostnað á Íslandi frá verð­inu hér og bera það þannig saman við erlendan heild­ar­kostn­að. Þetta er röng fram­setn­ing þar sem ein­fald­lega er verið að hag­ræða tölum til að fá þá nið­ur­stöðu sem höf­undi þókn­ast. Slíkt er ekki boð­legt í fag­legri umfjöll­un.

Í fram­haldi af þessu full­yrðir Ket­ill að stór­iðja hér­lendis greiði 20 USD/MWst fyrir raf­ork­una og þar með sé verðið með því lægsta í heim­in­um. Þetta er auð­vitað kol­rangt hjá Katli enda ber hann hér saman epli og app­el­sín­ur. Það kemur fram í árs­reikn­ingi Lands­virkj­unar að meðal orku­verð sem stór­iðjur greiddu fyr­ir­tæk­inu árið 2014 var um 26 USD/MWst. CRU metur að meðal orku­verð til álvera á Íslandi sé nokkru hærra en Lands­virkjun gefur upp, eða  um 30 USD/MWst. Það er 50% hærra en Ket­ill full­yrðir að álver á Íslandi séu að greiða. Meðal verð til álvera utan Kína (sem er yfir­leitt ekki tekið með í slíkan sam­an­burð) er sam­kvæmt CRU um 29 USD/MWst. Stað­reyndir tala hér sínu máli.

Orku­kostn­aður íslenskra álvera er lík­lega um 20% hærri en norskra álveraSam­an­burð­ur­inn við önnur lönd er því einnig rangur hjá Katli. Hann heldur því fram að með­al­orku­verð til álvera á Íslandi sé með því lægsta í heim­inum þegar fyrir liggur að sam­kvæmt þeim gögnum sem hann vísar sjálfur til, upp­lýs­ingar CRU, þá greiða álver á Íslandi verð sem er um eða yfir með­al­verði til álvera í heim­in­um. Verðið er þannig hærra en orku­verðið sem álver í Nor­egi, Rúss­landi, Kana­da, Ástr­alíu og mörgum fleiri löndum greiða. Sé allt talið til er orku­kostn­aður íslenskra álvera lík­lega 20% hærri en álvera í Nor­egi í dag.

Þessi skelfi­lega með­ferð Ket­ils á tölum veldur því að það stendur ekki steinn yfir steini í grein hans. Full­yrð­ingar hans um lágt orku­verð hér á landi í sam­an­burði við önnur lönd eru út í hött. Meira er ekki um þessa illa unnu grein­ingu að segja.

Ég verð þó að bæta einu við. Ket­ill segir að orka sé að losna frá Norð­ur­áli árið 2019. Það er ekki rétt. Þessi orka er samn­ings­bundin með sér­stöku fram­leng­ing­ar­á­kvæði  í samn­ing­un­um.  Norð­urál er að nota þessa orku í dag og ætlar að nota hana áfram um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. Hún er því ekk­ert að losna – það er mis­skiln­ingur Ket­ils.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjóri með um sexfalt hærri laun en fólkið á lægstu laununum
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins veltir því fyrir sér hvernig maður, sem er með um tvær milljónir í laun á mánuði, hafi meiri áhyggjur af verkföllum en velferð starfsfólks sem heyri beint undir hann.
Kjarninn 28. janúar 2020
Milliliðir í ferðaþjónustu hafa sótt í sig veðrið
Velta ferðaskipuleggjenda og bókunarþjónustu hefur aukist verulega á síðustu árum. Fjöldi þeirra starfar á Íslandi og hefur hlutur þeirra í heildarneyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands nærri tvöfaldast á áratug.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ásmundur keyrði fyrir rúmlega 320 þúsund krónur á mánuði
Ásmundur Friðriksson var, enn og aftur, sá þingmaður sem keyrði mest allra í fyrra. Alls kostaði akstur Ásmundar skattgreiðendur 3,8 milljónir króna, sem er 52 prósent meira en kostnaður þess sem keyrði næst mest.
Kjarninn 28. janúar 2020
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None