Sérfræðingur bullar um orkumál

Ágúst Hafberg
Silicor-Materials-a-Katanesi-Faxafloahafnir-nr-2.jpg
Auglýsing

Ket­ill Sig­ur­jóns­son, Orku­blogg­ari,  hefur verið áber­andi síð­ustu miss­eri í umræðu um orku­mál á Íslandi. Hann starfar við ráð­gjöf og við­skipta­þróun í raf­orku­málum en ekki kemur fram fyrir hvern hann vinn­ur.

Þann 26 maí sl. setur hann á vef mbl.is mjög harð­orðan pistil þar sem hann full­yrðir margt um orku­verð til álvera á Íslandi og í heim­in­um. Slíkur pist­ill frá sér­fræð­ingi í orku­málum gæti verið mjög áhuga­verður og upp­ljóstrandi. En þessi pist­ill er skrif­aður af ann­að­hvort mik­illi van­kunn­áttu eða ein­beittum vilja til að fara rangt með stað­reynd­ir.  Slíkt verður að telj­ast mjög alvar­legt af manni sem gefur sig út fyrir að vera sér­fræð­ingur á svið­inu.

Við hjá Norð­ur­áli fylgj­umst náið með orku­mörk­uðum í heim­in­um. Við sækjum okkur mikið af upp­lýs­ingum og þar á meðal mikið af gögnum frá CRU sem er breskt fyr­ir­tæki sem gefur út mikið af grein­ingum á áliðn­aði og er mjög virt í þeim heimi. Hér á landi kaupa bæði álfyr­ir­tækin og orku­fyr­ir­tækin upp­lýs­ingar frá CRU og eru þær almennt taldar þær áreið­an­leg­ustu sem fáan­legar eru. Ket­ill Sig­ur­jóns­son vísar í gögn frá CRU en fer rangt með töl­ur. Grein­ing hans er því bæði röng og mis­vísandi.

Auglýsing

Skýrar upp­lýs­ingar teknar úr sam­hengiKet­ill segir að hann ætli að setja upp­lýs­ingar fram með skýrum hætti. En svo velur hann að birta sam­an­burð á tölum sem eru ekki sam­an­burð­ar­hæf­ar. CRU birtir kostn­að­ar­tölur orku fyrir álfyr­ir­tæki og þær inni­fela allan kostnað við raf­ork­una. Ket­ill ákveður hins vegar að draga flutn­ings­kostnað á Íslandi frá verð­inu hér og bera það þannig saman við erlendan heild­ar­kostn­að. Þetta er röng fram­setn­ing þar sem ein­fald­lega er verið að hag­ræða tölum til að fá þá nið­ur­stöðu sem höf­undi þókn­ast. Slíkt er ekki boð­legt í fag­legri umfjöll­un.

Í fram­haldi af þessu full­yrðir Ket­ill að stór­iðja hér­lendis greiði 20 USD/MWst fyrir raf­ork­una og þar með sé verðið með því lægsta í heim­in­um. Þetta er auð­vitað kol­rangt hjá Katli enda ber hann hér saman epli og app­el­sín­ur. Það kemur fram í árs­reikn­ingi Lands­virkj­unar að meðal orku­verð sem stór­iðjur greiddu fyr­ir­tæk­inu árið 2014 var um 26 USD/MWst. CRU metur að meðal orku­verð til álvera á Íslandi sé nokkru hærra en Lands­virkjun gefur upp, eða  um 30 USD/MWst. Það er 50% hærra en Ket­ill full­yrðir að álver á Íslandi séu að greiða. Meðal verð til álvera utan Kína (sem er yfir­leitt ekki tekið með í slíkan sam­an­burð) er sam­kvæmt CRU um 29 USD/MWst. Stað­reyndir tala hér sínu máli.

Orku­kostn­aður íslenskra álvera er lík­lega um 20% hærri en norskra álveraSam­an­burð­ur­inn við önnur lönd er því einnig rangur hjá Katli. Hann heldur því fram að með­al­orku­verð til álvera á Íslandi sé með því lægsta í heim­inum þegar fyrir liggur að sam­kvæmt þeim gögnum sem hann vísar sjálfur til, upp­lýs­ingar CRU, þá greiða álver á Íslandi verð sem er um eða yfir með­al­verði til álvera í heim­in­um. Verðið er þannig hærra en orku­verðið sem álver í Nor­egi, Rúss­landi, Kana­da, Ástr­alíu og mörgum fleiri löndum greiða. Sé allt talið til er orku­kostn­aður íslenskra álvera lík­lega 20% hærri en álvera í Nor­egi í dag.

Þessi skelfi­lega með­ferð Ket­ils á tölum veldur því að það stendur ekki steinn yfir steini í grein hans. Full­yrð­ingar hans um lágt orku­verð hér á landi í sam­an­burði við önnur lönd eru út í hött. Meira er ekki um þessa illa unnu grein­ingu að segja.

Ég verð þó að bæta einu við. Ket­ill segir að orka sé að losna frá Norð­ur­áli árið 2019. Það er ekki rétt. Þessi orka er samn­ings­bundin með sér­stöku fram­leng­ing­ar­á­kvæði  í samn­ing­un­um.  Norð­urál er að nota þessa orku í dag og ætlar að nota hana áfram um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. Hún er því ekk­ert að losna – það er mis­skiln­ingur Ket­ils.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None