Spurningum Jóhannesar svarað

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar bar fram nokkrar spurningar til hagfræðinga um sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Hér er tilraun til að svara þessum spurningum.

Auglýsing

Hag­fræði er lík­leg­ast ekki upp­á­halds­fræði­grein Jóhann­esar Þórs Skúla­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar. Í ágúst í fyrra sagði hann grein­ina þurfa „stundum að taka aðeins meira mið af raun­veru­leik­an­um“ þegar Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, var­aði við áhætt­unni sem fylgdi því að opna landa­mæri Íslands fyrir túrist­um.

Jóhannes gagn­rýndi einnig ummæli Gylfa í Kast­ljós­við­tali í síð­ustu viku, en þar var­aði pró­fess­or­inn við því að stefna 90 pró­sentum hag­kerf­is­ins, sem væru utan ferða­þjón­ust­unnar og hefðu ekki borið mik­inn skaða af krepp­unni, í hættu með frek­ari opnun landamær­anna.

Í Face­book-­færslu sem Jóhannes skrif­aði í kjöl­far við­tals­ins bar hann fram „nokkrar spurn­ingar til hag­fræð­inga“. Sjálf­sagt er að svara þessum spurn­ing­um, þótt óvíst sé hvort svörin muni styrkja traust hans til hag­fræð­inn­ar.

Hall­inn kemur frá ferða­þjón­ust­unni

Meðal þess sem Jóhannes veltir fyrir sér er hvort það sé virki­lega rétt hjá Gylfa að kreppan nái ekki mikið út fyrir þau 10 pró­sent hag­kerf­is­ins sem eru háð ferða­þjón­ust­unni, þar sem rík­is­sjóður sé rek­inn með svo miklum halla.

Ef betur er að gáð virð­ist þó engin þver­sögn vera fólgin í þessu. Hall­inn í rík­is­fjár­málum er vissu­lega mik­ill, en hann virð­ist fyrst og fremst stafa af minni skatt­tekjum frá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum og auk­inni greiðslu atvinnu­leys­is­bóta hjá þeim sem unnu í grein­inni.

Sam­kvæmt tölum frá Hag­stof­unni jókst halli hins opin­bera um 170 millj­arða króna í fyrra, þar sem tekjur dróg­ust saman um 30 millj­arða króna á meðan útgjöldin juk­ust um 140 millj­arða króna.

Auglýsing

Hægt er að útskýra nær allan tekju­sam­drátt­inn, eða um 27 millj­arða króna, með minni greiðslu virð­is­auka­skatts fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu og tengdum grein­um. Hér er ótal­inn sam­drátt­ur­inn í tekju­skatts­greiðslum ein­stak­linga innan ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna, en ætla má að hann hlaupi á tugum millj­arða þar sem launa­tengd gjöld atvinnu­grein­ar­innar dróg­ust saman um 100 millj­arða króna í fyrra. Ef ferða­þjón­ustan væri talin frá hefðu tekjur hins opin­bera því lík­lega auk­ist – ekki minnkað – í fyrra.

Aukin útgjöld rík­is­ins má svo að miklu leyti rekja til auk­inna greiðslna atvinnu­leys­is­bóta og hluta­bóta. Hér er hlutur grein­ar­innar einnig stór, en sam­kvæmt tölum Vinnu­mála­stofn­unar má rekja alla­vega um 40 pró­sent alls auk­ins atvinnu­leysis í fyrra til ferða­þjón­ust­unnar eða tengdra greina. Einnig má nefna sér­tæk úrræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar, líkt og frestun skatt­greiðslna, lok­un­ar­styrki, ferða­gjöf og brú­ar­lán, en alls runnu tvær af hverjum þremur krónum til atvinnu­grein­ar­inn­ar, sam­kvæmt nýlegri frétt RÚV.

Sá mikli halli sem Jóhannes nefnir er því ekki merki um að kreppan hafi náð að dreifa sér um allt hag­kerf­ið. Hall­inn sýnir frekar hversu langt rík­is­stjórnin hefur gengið til að styðja við ferða­þjón­ust­una nú þegar rekstr­ar­grund­völlur hennar hefur horf­ið.

Við erum ekki að fórna ferða­þjón­ust­unni

Í Face­book-­færsl­unni sinni spyr Jóhannes einnig hvort í lagi sé að fórna ferða­þjón­ust­unni þar sem hin 90 pró­sent hag­kerf­is­ins séu í góðum mál­um, þrátt fyrir öll þau góðu áhrif sem atvinnu­greinin hefur haft á íslenskt efna­hags­líf síð­ustu árin.

Það er rétt hjá honum að ris ferða­þjón­ust­unnar hafi verið jákvætt fyrir íslenskan efna­hag. Vax­andi fjöldi ferða­manna hefur aukið útflutn­ings­tekjur lands­ins, við­haldið við­skipta­af­gangi við önnur lönd og styrkt krón­una, auk þess sem hann hefur skapað þús­undir starfa.

Sem betur fer hef ég þó ekki áhyggjur af því að verið sé að fórna ferða­þjón­ust­unni fyrir heild­ar­hags­muni hag­kerf­is­ins. Líkt og sjá má á aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem renna að mestu leyti til ferða­þjón­ust­unn­ar, hefur áhersla frekar verið lögð á hið gagn­stæða. Stjórn­völd hafa styrkt atvinnu­grein­ina svo að efna­hags­legur við­snún­ingur verði hrað­ari þegar far­aldr­inum lýkur og hægt verði að taka á móti miklum fjölda ferða­manna aftur á ný.

Sömu­leiðis er erfitt að sjá að atvinnu­grein­inni sé fórnað með því að við­halda ströngum sótt­vörnum á landa­mær­un­um, þar sem ávinn­ingur ferða­þjón­ust­unnar við að draga úr þessum vörnum er óljós.

Slakar varnir myndu auka hætt­una á fleiri smitum inn­an­lands, sem stjórn­völd myndu bregð­ast við með ströngum tak­mörk­un­um, líkt og sam­komu­bönn­um, fjölda­tak­mörk­unum og lok­un­um. Þessar tak­mark­anir kæmu sér jafnilla fyrir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem og önnur fyr­ir­tæki.

Einnig er óvíst hvort margir ferða­menn myndu vilja koma til lands­ins þótt slakað yrði á sótt­vörnum á landa­mær­un­um. Ferða­vilji hefur verið lít­ill um allan heim á meðan far­ald­ur­inn hefur geis­að, hvernig sem tak­mark­an­irnar hafa verið á meðal komu­far­þega. Á Spáni eru til að mynda litlar tak­mark­anir á landa­mær­un­um, en þar geta ferða­menn sem ekki koma frá áhættu­svæðum kom­ist inn í landið án smit­prófs og sótt­kví­ar. Samt sem áður var 89 pró­senta sam­dráttur í komu ferða­manna til lands­ins í jan­ú­ar, miðað við árið á und­an.

Eng­inn græðir á fleiri smitum

Aðgerðir stjórn­valda í þessum far­aldri snú­ast ekki um að „fórna“ 10 pró­sentum hag­kerf­is­ins innan ferða­þjón­ust­unnar til að vernda hin 90 pró­sent­in. Líkt og auk­inn halla­rekstur hins opin­bera sýnir er frekar verið að reyna að vernda ferða­þjón­ust­una fyrir áhrifum far­ald­urs­ins, svo hún nái sér fyrr á strik að honum lokn­um.

Á meðan þurfa stjórn­völd að sjá til þess að efna­hags­leg áhrif krepp­unn­ar, sem hafa hingað til verið fyrst og fremst í ferða­þjón­ust­unni og tengdum grein­um, smit­ist ekki út í allt hag­kerf­ið. Líta má á harðar sótt­varn­ar­að­gerðir á landa­mær­unum sem lið í slíkri aðgerð, þar sem eng­inn myndi hagn­ast á auknum fjölda inn­an­lands­smita.

Höf­undur er rit­stjóri Vís­bend­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit