Svar við grein: „Einvera barns – ómannúðleg framkoma við barn“

Þórhildur Halldórsdóttir, Hanna Steinunn Steingrímsdóttir og Berglind Sveinbjörnsdóttir svara grein Guðrúnar Ingu Torfadóttur og Perlu Hafþórsdóttur.

Þórhildur Halldórsdóttir, Hanna Steinunn Steingrímsdóttir og Berglind Sveinbjörnsdóttir
Auglýsing

Þann 25. júní 2021 birt­ist grein hér í Kjarn­anum sem ber heitið „Ein­vera barns – ómann­úð­leg fram­koma við barn“ skrifuð af Guð­rúnu Ingu Torfa­dóttur og Perlu Haf­þórs­dótt­ur.

Við viljum byrja á að þakka höf­undum fyrir að opna umræð­una um notkun ein­veru (e. time-out) á leik­skól­um. Í meg­in­dráttum erum við sam­mála mörgu af því sem höf­undar hafa að segja t.d. um noktun refs­ingar til að breyta hegð­un, skort á þjálf­uðu fag­fólki á leik­skól­um, mik­illi starfs­manna­veltu og að per­sónu­vernd­ar­lögum sé ekki fylgt. Hins vegar þykir okkur mik­il­vægt að leið­rétta rang­færslur og fyr­ir­byggja mis­skiln­ing varð­andi atferl­is­grein­ingu og sál­fræði­með­ferðir byggðar á henni.

Það fyrsta sem við viljum koma á fram­færi er afstaða Skinn­ers til refs­ing­ar. Skinner (1953) sagði að refs­ing væri vafasöm aðferð sem getur falið í sér margar óæski­legar nei­kvæðar afleið­ingar (s.s. valdið kvíða og van­líð­an) og benti á að „þegar til lengra tíma er litið eru ókostir refs­ingar svo miklir að það gagn­ist eng­um, hvorki þeim sem er refs­að, né þeim sem beita refs­ingu“ (p. 183). Það er því mik­il­vægt að árétta að Skinner og atferl­is­fræð­ingar eru tals­menn þess að nota aðrar leiðir til að takast á við krefj­andi hegð­un, til dæmis að for­eldrar sýni barni þol­in­mæði í erf­iðum aðstæðum og að kenna færni sem gæti gagn­ast barn­inu til að fá sínu fram. Það er því miður að refs­ing á borð við ein­veru sé það sem fólk hugsar um þegar tek­ist er á við hegð­un­ar­vanda með aðferðum atferl­is­grein­ingar þegar raunin er sú að megin áherslan er á að skilja hvað veldur hegð­un­ar­vand­anum og finna leiðir til að sporna við þeim vanda.

Auglýsing

Næsta atriði varðar hvernig atferl­is­fræð­ingar horfa á hegðun en greina­höf­undar skrifa að „hegð­un­ar­sér­fræð­ingar á borð við B.F. Skinner töldu börn vera alveg eins og dýr og að hegðun væri yfir­borðs­kennd“. Hér er um algengan mis­skiln­ing að ræða. Þeir sem vinna með fólki (at­ferl­is­fræð­ing­ar, sál­fræð­ing­ar, kenn­arar o.fl.) og fræði­menn sem rann­saka hegðun (þar á meðal Skinn­er), vita að hegðun barna er mjög flókin og ekki sam­bæri­leg hegðun ann­arra dýra. Núver­andi og fyrrum umhverf­is­að­stæður ein­stak­lings­ins, sem og erfða­fræði­legar og líf­fræði­legar breytur hafa áhrif á bæði hegð­un, til­finn­ingar og hugsun sem aðgreinir okkur frá öðrum dýr­um. Við sem störfum með börnum og for­eldrum þurfum að vera næm fyrir þeim fjöl­mörgu breytum sem hafa áhrif á hegðun hvers og eins um leið og við tökum til­lit til hins mikla breyti­leika sem ríkir á milli ein­stak­linga.

Þriðja atriðið varðar þegar greina­höf­undar skrifa að „barn sem er alið upp í atferl­is­stefnu, svo sem að það fari í time-out ef það slær annað barn, lærir ekki á aðstæður heldur lærir það einna helst á við­brögð þeirra full­orðn­u“. Atferl­is­fræð­ing­ar, meðal ann­ars und­ir­rit­að­ar, hafa hlotið fram­halds­menntun í atferl­is­grein­ingu og vinna eftir ströngum siða­reglum þar sem meðal ann­ars kemur fram að inn­grip ber að byggja á ítar­legu mati á því hvað barnið er að tjá með hegð­un­inni. Fjöl­margar rann­sóknir hafa sýnt að krefj­andi hegðun orsakast meðal ann­ars af því að ein­stak­ling­ur­inn á í erf­ið­leikum með að tjá þarfir og lang­an­ir, kröfur séu umfram getu o.s.frv. Þegar kemur að hegð­un­ar­vanda er því mark­miðið alltaf að reyna að kom­ast að því hvað veldur hegð­un­ar­erf­ið­leik­unum og hvað við­kom­andi er að reyna að segja, og hanna inn­gripið út frá þeim upp­lýs­ing­um. Með þessu er því megin áherslan lögð á að reyna að skilja hegðun barns­ins, að vinna fyr­ir­byggj­andi vinnu, sem og að kenna færni sem barnið mögu­lega skortir og leið­beina því þannig á jákvæðan og upp­byggi­legan hátt. Í flestum til­vikum eru fram­an­greindar aðferðir nægj­an­legar til að takast á við þá erf­ið­leika sem koma upp. Hins vegar eru til­vik þar sem börn sýna hegðun sem reyn­ist svo erfið að nauð­syn­legt er að tryggja öryggi barns­ins og þeirra sem eru í kringum barn­ið. Í þeim til­vikum getur verið best, líkt og greina­höf­undar benda á, að fara afsíðis með barnið og hjálpa því að róa sig nið­ur, sam­hliða því að kenna færni og minnka líkur á að barnið lendi í þessum aðstæðum aft­ur. Það er mjög mik­il­vægt, ef hegðun er talin vera það erfið að barnið sjálft og/eða aðrir gætu hlotið skaða af, að fá aðstoð fag­að­ila sem geta gert ítar­legt mat á því afhverju hegð­unin er að ger­ast og vinna að því að koma í veg fyrir að þessar aðstæður koma upp aft­ur.

Við stöndum í þeirri trú að þeir sem starfa með börn­um, sem og for­eldrar barna, vinni öll að sama mark­miði og teljum því sam­vinnu ólíkra fag­stétta og for­eldra mjög mik­il­væga. Okkar til­raun hér er að leið­rétta rang­færslur varð­andi atferl­is­grein­ingu og þær aðferðir sem eru byggðar á þeirri fræði­grein og vonum við að þetta inn­legg verði gagn­legt í áfram­hald­andi umræðu. Eins og flestar vís­inda­greinar þá hefur atferl­is­grein­ing vaxið og breyst í gegnum árin. Mik­il­vægt er að fag­að­ilar sem sinna börnum upp­færi sína þekk­ingu á þeim aðferðum sem eru not­að­ar. Að auki skiptir miklu máli að allir þeir sem vinna á leik­skólum fái fræðslu um þær siða­reglur sem gilda í þeirri vinnu sem og fræðslu um rétt­indi barna. Það voru mikil tíma­mót fyrir atferl­is­grein­ingu á Íslandi þegar Háskól­inn í Reykja­vík og Háskóli Íslands byrj­uðu að bjóða upp á meist­ara­nám í hag­nýtri atferl­is­grein­ingu fyrir tveimur árum, með það mark­mið að bæta þekk­ingu og færni fag­að­ila í þessum fræð­um. Við erum von­góðar um að þetta leiði til þess að meiri áhersla verði lögð á að skilja ástæður hegð­unar og kenna færni út frá þörfum hvers og eins.

Berg­lind Svein­björns­dótt­ir, PhD í atferl­is­grein­ingu, for­stöðu­maður MSc í Hag­nýtri Atferl­is­grein­ingu við Háskól­ann í Reykja­vík, (berg­lindsv@ru.is).

Hanna Stein­unn Stein­gríms­dótt­ir, PhD í atferl­is­grein­ingu, dós­ent við Háskól­ann í Reykja­vík, (hanna­stein­unn@ru.is).

Þór­hildur Hall­dórs­dótt­ir, PhD í klínískri barna­sál­fræði, lektor við Háskól­ann í Reykja­vík, (thor­hild­ur­h@ru.is).

Heim­ildir

  • Skinn­er, B. F. (1953). Sci­ence and human behavior. New York: Macmill­an.
  • Behavior Ana­lyst Certification Board. (2014). Pro­fessional and ethical compli­ance code for behavior ana­lysts. Litt­leton, CO: Aut­hor.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar