Tíu prósent traust og engu má breyta

Al--ingi.jpg
Auglýsing

Í ræðu á Alþingi í vik­unni vakti ég máls á því að skoða þyrfti starfs­um­hverfi alþing­is­manna. Starfs­um­hverfi og kjör hafi áhrif á vilja fólks til að sinna til­teknu starfi.

Mín spurn­ing er hvort að það sé klárt að núver­andi starfs­um­hverfi alþing­is­manna laði að okkar hæf­asta og besta fólk, og hvetji það til að leggja sig fram?  Ég tel ástæðu til að taka þá umræðu upp – jafn­vel þó að það séu vær­ingar á almennum vinnu­mark­aði.

Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og forstjóri. Sig­urður Örn Ágústs­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­stjóri.

Auglýsing

Starf alþing­is­manns er ein­stakt að því leiti að verk, eða verk­leysi, alþing­is­manna hefur bein áhrif á líf allra íslend­inga.

Það eru ríkir almanna­hags­munir að á þingi séu hverju sinni fólk sem hefur reynslu af því að taka mik­il­vægar ákvarð­an­ir, fólk sem hefur sýnt getu, dug og árangur í einka­geir­anum eða hjá hinu opin­bera. Að sem hæf­ast fólk fáist til starfa. Fólk með fjöl­breyttan bak­grunn. Því betra fólk, því betri ákvarð­an­ir. Því betra sam­fé­lag.

Starfs­að­staða hefur áhrif á mengi „um­sækj­enda“, þ.m.t. vinnu­tími, álag, fjöl­miðlasirkusinn, kommenta­stóð­ið, laun, tæki­færi til að hafa áhrif.

Alþingi nýtur rúm­lega tíu pró­sent trausts í sam­fé­lag­inu. Er það vís­bend­ing um að engu þurfi að breyta?

Al­þingi nýtur rúm­lega tíu pró­sent trausts í sam­fé­lag­inu. Er það vís­bend­ing um að engu þurfi að breyta?

Ein leið til að bæta vinnu­stað­inn er að end­ur­skoða og end­ur­hugsa starfs­að­stöð­una í heild sinni. Sem dæmi þarf ekki lengur að taka sér­stakt til­lit til sauð­burðar þegar verið er að setja upp starfs­á­ætlun fyrir þing­ið. Laga­setn­ingu í sífellt flókn­ara sam­fé­lagi þarf að bæta. Til þess þarf tíma og góðar upp­lýs­ing­ar. Það þarf að vera betri eft­ir­fylgni og end­ur­gjöf vegna starfa og vinnu þing­manna. Í dag geta alþing­is­menn kom­ist upp með að mæta illa í nefndir og í þing­ið, jafn­vel verið í fullu námi eða starfi, með þessu mik­il­væga starfi. Þessu þarf að breyta – sem dæmi má nefna að ég hef mætt á nefnd­ar­fund þar sem 5 af 9 þing­mönnum voru mættir – engir vara­menn boð­að­ir.

Þá stendur útaf sá þáttur sem fjöl­miðlar hafa mest fjallað um; launa­kjör.

Laun þing­manna sam­an­burð­ar­hæf við önnur störf?Grunn­laun alþing­is­manna eru 651.446 krónur á mán­uði. Ég not­aði grunn­laun alþing­is­manna sem við­mið því það er ein­fald­ast að bera þau saman við grunn­laun alþing­is­manna í sam­an­burð­ar­lönd­um.  Sá sam­an­burður verður þá fyrst mark­tækur þegar grunn­laun eru borin saman við með­al­laun í við­kom­andi land­i.  Launa­kjör íslenskra alþing­is­manna eru mun lak­ari en almennt þekk­ist erlend­is.

Nú er ljóst að grunn­laun alþing­is­manna eru umtals­vert hærri en lægstu laun í land­inu, og ívið hærri en með­al­laun. Sam­an­burður launa þing­manna við aðrar starfs­stéttir er skemmti­legur leik­ur, en oft ekki sann­gjarn. Það er ein­fald­lega eðl­is­munur á störfum og alþing­is­manna og ann­arra stétta. Hlut­verk alþing­is­manna er að gera sam­fé­lagið betra, bera ábyrgð á umhverfi atvinnu­lífs, halda úti góðri grunn­þjón­ustu. Síð­ast en ekki síst setja leik­reglur fyrir okkur hin. Þeir sem vinna við að setja leik­reglur eru eft­ir­sókn­ar­verður félags­skapur þeirra sem vilja hafa áhrif á regl­urn­ar. Í flestum lýð­ræð­is­sam­fé­lögum er sátt um að þeir hópar þurfi að búa við nægi­lega góð kjör til að vera ekki háðir fjár­hags­legum stuðn­ingi þeirra sem vilja hafa áhrif á leik­regl­ur.

Þeir sem vinna við að setja leik­reglur eru eft­ir­sókn­ar­verður félags­skapur þeirra sem vilja hafa áhrif á regl­urn­ar. Í flestum lýð­ræð­is­sam­fé­lögum er sátt um að þeir hópar þurfi að búa við nægi­lega góð kjör til að vera ekki háðir fjár­hags­legum stuðn­ingi þeirra sem vilja hafa áhrif á leikreglur.

End­ur­gjald fyrir vinnu­fram­lag fer almennt eftir vinnu­fram­lag­inu. Á almennum vinnu­mark­aði fá stjórn­endur alla jafna greitt eftir hæfi­leik­um, getu og árangri. Á þessu eru und­an­tekn­ing­ar, t.a.m. held ég að flestir íslend­ingar geti verið sam­mála því að bón­ussamn­ingar í íslenskum bönkum fyrir hrun voru glóru­lausir – enda engin teng­ing milli launa/­bónusa og raun­veru­legra verð­mæta­sköp­unar og það eru vís­bend­ingar um að slíkt ástand sé að skap­ast afur – en það er efni í aðra grein. Árangur þing­manna ætti að vera mældur í gæðum þeirra reglna sem þeir setja, ekki í mín­útum í ræðu­stól Alþing­is, veislu­stjórn á þorra­blótum eða eknum kíló­metrum um kjör­dæm­ið.

Þöggun eða umræða?Ég vek máls á þessu núna, svo hægt sé í tíma, að reyna að laða að enn betra og öfl­ugra fólk að starf­inu fyrir næsta þing. Það er afar ólík­legt að ég sjálfur njóti betri kjara og starfs­að­stöðu sem ég er að kalla eft­ir. Enda er leik­ur­inn ekki til þess gerð­ur. Ég vil ein­fald­lega laða að öfl­ugra fólk, fá betri ákvarð­ana­töku, öfl­ugri þing­menn. Af því að ég trúi því að það sé gott fyrir alla á Íslandi.

Til að mæta kostn­aði sem af þessu myndi hljót­ast má vel hugsa sér að fækka þing­mönn­um.

Það virð­ist vera áhugi á að taka þessa umræðu, en ótti hefur leitt til þögg­un­ar. Tveir fyr­ir­svars­menn verka­lýðs­fé­laga hafa sagt við mig að þeir væru efn­is­lega sam­mála mér, en það væri erfitt fyrir þá að taka þessa umræðu. Sama má segja um starf­andi þing­menn í öllum flokk­um. Þótt þetta sé við­kvæmt, þá verður að vera hægt að ræða þetta - mál­efna­lega.

Því segi ég, til þess að þetta starf sé raun­veru­legur val­kost­ur, fyrir þá sem hafa úr spenn­andi störfum að velja, þá þarf að hugsa starfs­um­hverfi og kjör alþing­is­manna upp á nýtt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit
None