Tveir vinir endurskrifa söguna eftir eigin hentugleika

dav----1.jpg
Auglýsing

Það vakti nokkra athygli þegar Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fessor og umsjón­ar­mað­ur, ákvað að birta nið­ur­stöður sínar vegna rann­sókn­ar­verk­efnis um erlenda áhrifa­þætti íslenska banka­hruns­ins sem hann vinnur fyrir fjár­mála­ráðu­neyt­ið, í Morg­un­blað­inu í morgun. Verk­efnið er nefni­lega unnið fyrir tíu millj­ónir króna af skattfé og fyrir ráðu­neyti, og því við­eig­andi að nið­ur­stöð­urnar birt­ist fyrst í grein­ar­gerð eða skýrslu sem skilað sé til þess.

Nið­ur­stöð­urnar koma þó ekki mikið á óvart. Þær eru í grófum dráttum þess­ar: Vinstri stjórnin sem ýtti Davíð Odds­syni út úr Seðla­bank­anum sá til þess að 210 millj­arðar króna töp­uð­ust vegna þving­aðra flýt­i­sala á erlendum eignum fall­inna íslenskra banka, mis­tök Seðla­bank­ans undir stjórn Más Guð­munds­sonar gerðu það að verkum að ríkið tap­aði allt að 60 millj­örðum króna að óþörfu með sölu á FIH-­bank­anum og verð­matið á Arion banka og Íslands­banka var 307 millj­örðum krónum of lágt þegar þeir voru seldir til kröfu­hafa að und­ir­lagi vinstri stjórn­ar­innar árið 2009.

Í bak­her­berg­inu er tekið er undir þá kröfu Hann­esar að þessa þætti eigi alla að rann­saka, helst af óháðum sér­fræð­ingum sem hafa enga póli­tíska hags­muni af nið­ur­stöðu slíkrar ­rann­sókn­ar. Það er algjör­lega nauð­syn­legt að allt sé uppi á borðum varð­andi end­ur­skipu­lagn­ingu íslensks efna­hags­lífs og að hægt verði að fyr­ir­byggja að sömu mis­tök verði end­ur­tek­in.

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er tekið er undir þá kröfu Hann­esar að þessa þætti eigi alla að rann­saka, helst af óháðum sér­fræð­ingum sem hafa enga póli­tíska hags­muni af nið­ur­stöðu slíkrar rann­sókn­ar. Það er algjör­lega nauð­syn­legt að allt sé uppi á borðum varð­andi end­ur­skipu­lagn­ingu íslensks efna­hags­lífs og að hægt verði að fyr­ir­byggja að sömu mis­tök verði endurtekin.

Þar vakti hins vegar mesta athygli sú sögu­skýr­ing Hann­esar að veit­ing 500 millj­óna evra neyð­ar­láns til Kaup­þings 6. októ­ber 2008, með veði í FIH-­bank­an­um, hafi í raun verið frá­bær.

Í grein Hann­esar í Morg­un­blað­inu seg­ir: „Að til­hlutan Dav­íðs Odds­sonar seðla­banka­stjóra tók Seðla­bank­inn alls­herj­ar­veð í danska bank­an­um, svo að veðið átti að geta gengið upp í frek­ari kröfur seðla­bank­ans á Kaup­þing[...]Á önd­verðu ári 2009 var Davíð Odds­son hrak­inn úr stöðu seðla­banka­stjóra, en Már Guð­munds­son skip­aður eftir skamma hríð í hans stað. Már hafði fyrir hönd Seðla­bank­ans umsjón með sölu FIH banka haustið 2010 og sagði þá opin­ber­lega, að hún væri „hag­stæð“. Svo virð­ist sem Már hafi ekki séð fyr­ir, hvað hinir nýju eig­endur hlytu að gera, strax og þeir eign­uð­ust bank­ann. Þeir léku á hann.“

Í kjöl­farið fylgir löng upp­taln­ing á aðgerðum sem Már og Vinstri stjórnin hefði átt að grípa til svo að FIH hefði skilað gríð­ar­legum hagn­aði fyrir Ísland og Íslend­inga, vænt­an­lega aðgerðir sem Davíð hefði gripið til ef hann hefði haldið um stýr­ið. Merki­legt er að sögu­skýr­ingar Hann­esar eru að öllu leyti sam­hljóma þeim sem Davíð sjálfur setti fram í Reykja­vík­ur­bréfi sem hann skrif­aði í Morg­un­blaðið 21. jan­úar síð­ast­lið­inn. Þar sagði Davíð að Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra hefði tekið ákvörð­un­ina um lán­veit­ing­una, dönsk stjórn­völd hefðu full­yrt að veðið væri ­gott og vinstri stjórnin sem bar Davíð út úr Seðla­bank­anum með valdi hafi síðan klúðrað því að vinna almenni­lega úr veð­inu með þeim afleið­ingum að tap skatt­greið­enda varð eins og það varð.

Og svo bætti hann við: „Bank­inn FIH er enn starf­andi og laus­leg skoðun á eigin fé bendir til að hann sé enn mun meira virði en veð­skuldin var. Þeir sem eiga bank­ann nú virð­ast því mega vera mjög ánægðir með við­skipti sín við Seðla­banka Íslands.“ Allt alveg eins og hjá Hann­esi.

Skýr­ing Seðla­bank­ans á sölu FIH hefur reyndar alltaf verið sú að hefði bank­inn ekki selt á þeim tíma sem hann gerði hefðu dönsk stjórn­völd skrifað niður allt hlutafé hans í sept­em­ber 2010 og að danska fjár­mála­eft­ir­litið myndi í kjöl­farið taka bank­ann yfir. End­ur­heimtir Seðla­bank­ans vegna neyð­ar­láns­ins hefðu þá orðið núll.

En báðir vin­irn­ir, Hannes og Dav­íð, blása á þetta og kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að tap vegna neyð­ar­láns­ins sé öllum sem að mál­inu komu að kenna nema Dav­íð.

En báðir vin­irn­ir, Hannes og Dav­íð, blása á þetta og kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að tap vegna neyð­ar­láns­ins sé öllum sem að mál­inu komu að kenna nema Dav­íð. Hann hafi í raun gert allt rétt þegar hann lán­aði Kaup­þingi tugi millj­arða króna sem bank­inn hefur síðar verið sak­að­ur­ um að hafa eytt í að kaupa fullt af verð­lausum skulda­bréfum á yfir­verði af starfs­mönnum og vild­ar­við­skipta­vini sín­um. Í raun hefur það ætið verið nið­ur­staða þeirra félaga að ekk­ert sem gerð­ist í aðdrag­anda hruns­ins hafi verið fyrrum for­sæt­is­ráð­herr­anum og seðla­banka­stjór­anum að kenna.

Bak­her­berg­is­fólk hefur að þessu til­efni rifjað upp skop­mynd sem Hall­dór Bald­urs­son, einn besti blaða­maður lands­ins, teikn­aði í Morg­un­blaðið 28. sept­em­ber 2009 og hægt er að sjá efst á þess­ari grein. Myndin var teiknuð nokkrum dögum eftir að Davíð hafði verið ráð­inn rit­stjóri, og aðvar­anir um að nú yrði sagan skrifuð í gegnum fjöl­mið­il­inn með hætti sem hent­aði hans hug­mynd um eigin arf­leið höfðu verið bornar á torg. Í ljósi sam­hljóma nið­ur­stöðu Hann­es­ar, sem greitt var fyrir með skatt­fé, og sögu­skýr­ingum Dav­íðs, sem greitt er fyrir með kvóta­auð, eru margir sam­mála um að þær aðvar­anir séu nú að raun­ger­ast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None