Umhverfisvernd í öndvegi á nýju kjörtímabili

Tryggvi Felixson og Ágústa Þóra Jónsdóttir, varaformaður og formaður Landverndar, segja tíu brýn loftslags-, umhverfis- og náttúruverndarmál eigi að hafa forgang við upphaf nýs kjörtímabils.

Landvernd
Auglýsing

Lofts­lags-, umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­mál hafa verið áber­andi í umræð­unni í nýlið­inni kosn­inga­bar­áttu. Gera verður ráð fyrir að þau verði ríkur þátt í starfi Alþings og rík­is­stjórn­ar­innar á kom­andi kjör­tíma­bili. Land­vernd hefur staðið vakt­ina í umhverf­is­vernd í lið­lega hálfa öld. Við upp­haf nýs kjör­tíma­bils viljum við því til­greina brýn mál sem sam­tökin telja að eigi að hafa for­gang.

 1. Lýsa strax yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um.
 2. Gera fram­sækna og raun­hæfa ætlun um að losa Ísland við jarð­efna­elds­neyti sem orku­gjafa, sem lögð yrði fyrir Alþing­i. 
 3. Lög­festa mark­mið í lofts­lags­málum og koma stig­hækk­andi gjaldi á alla losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Um leið þarf að tryggja að gjaldið auki ekki á mis­skipt­ingu í sam­fé­lag­in­u. 
 4. Lög­binda ákvæði Árósa­samn­ings­ins um rétt­indi umhverf­is­sam­taka, sam­ræma lög um mat á umhverf­is­á­hrifum og alþjóð­legum skuld­bind­ingum og inn­leiða ákvæði um umhverf­is- og nátt­úr­vernd í stjórnarskrá. 
  Auglýsing
 5. Stofna þjóð­garð til að styrkja vernd hálend­is­ins, auka öryggi og bæta aðgengi gesta, end­ur­skipu­leggja stjórn­sýslu nátt­úru­verndar til efla hana og hag­ræða, fylgja eftir vinnu við ramma­á­ætl­un, og setja á ótíma­bundið bann við frek­ari virkj­unum á hálend­in­u. 
 6. Gera átak í end­ur­heimt vist­kerfa svo sem vot­lendis og stöðva beit á illa förnu landi. Bæta og fylgja eftir lögum og reglum um fram­andi ágengar teg­undir og lögum er varða

  lausa­göngu búfjár.
 7. Inn­leiða frek­ari aðgerðir og umbætur á styrkja­kerfi til að tryggja sjálf­bæra land­nýt­ingu og mat­væla­fram­leiðslu. 
 8. Fram­fylgja af krafti stefnu í úrgangs­málum „Í átt að hringrás­ar­hag­kerfi“ og opna aðgengi almanna­hags­muna­sam­taka að stjórn Úrvinnslu­sjóðs. 
 9. Koma böndum á og stöðva nei­kvæð umhverf­is­á­hrif fisk­eldis í sjó­kvíum með nauð­syn­legum umbótum á lögum og reglum sem um það gilda. 
 10. Heim­ila sveit­ar­fé­lögum að leggja gjöld á nagla­dekk í þeim til­gangi að draga úr notkun þeirra og  bæta þannig loft­gæði og heilsu­far íbú­a.  

Stjórn Land­verndar hvetur alla þing­menn til að kynna sér fram­an­greind mál og halda þeim til haga þegar Alþingi tekur til starfa. Stjórn­sýslan og stofn­anir rík­is­ins búa yfir þekk­ingu til að útfæra fram­an­greind atriði þannig að vel fari. Stjórn og starfs­menn Land­verndar eru að sjálf­sögðu einnig reiðu­búin að veita frek­ari upp­lýs­ingar og stuðn­ing við nán­ari útfærslu. Hafa ber í huga að  lið­sveitir sér­hags­muna munu að vanda reyna að koma í veg fyrir fram­göngu þjóð­þrifa­mála.

Höf­undar eru for­maður og vara­for­maður Land­vernd­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar