Umhverfisvernd í öndvegi á nýju kjörtímabili

Tryggvi Felixson og Ágústa Þóra Jónsdóttir, varaformaður og formaður Landverndar, segja tíu brýn loftslags-, umhverfis- og náttúruverndarmál eigi að hafa forgang við upphaf nýs kjörtímabils.

Landvernd
Auglýsing

Lofts­lags-, umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­mál hafa verið áber­andi í umræð­unni í nýlið­inni kosn­inga­bar­áttu. Gera verður ráð fyrir að þau verði ríkur þátt í starfi Alþings og rík­is­stjórn­ar­innar á kom­andi kjör­tíma­bili. Land­vernd hefur staðið vakt­ina í umhverf­is­vernd í lið­lega hálfa öld. Við upp­haf nýs kjör­tíma­bils viljum við því til­greina brýn mál sem sam­tökin telja að eigi að hafa for­gang.

 1. Lýsa strax yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um.
 2. Gera fram­sækna og raun­hæfa ætlun um að losa Ísland við jarð­efna­elds­neyti sem orku­gjafa, sem lögð yrði fyrir Alþing­i. 
 3. Lög­festa mark­mið í lofts­lags­málum og koma stig­hækk­andi gjaldi á alla losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Um leið þarf að tryggja að gjaldið auki ekki á mis­skipt­ingu í sam­fé­lag­in­u. 
 4. Lög­binda ákvæði Árósa­samn­ings­ins um rétt­indi umhverf­is­sam­taka, sam­ræma lög um mat á umhverf­is­á­hrifum og alþjóð­legum skuld­bind­ingum og inn­leiða ákvæði um umhverf­is- og nátt­úr­vernd í stjórnarskrá. 
  Auglýsing
 5. Stofna þjóð­garð til að styrkja vernd hálend­is­ins, auka öryggi og bæta aðgengi gesta, end­ur­skipu­leggja stjórn­sýslu nátt­úru­verndar til efla hana og hag­ræða, fylgja eftir vinnu við ramma­á­ætl­un, og setja á ótíma­bundið bann við frek­ari virkj­unum á hálend­in­u. 
 6. Gera átak í end­ur­heimt vist­kerfa svo sem vot­lendis og stöðva beit á illa förnu landi. Bæta og fylgja eftir lögum og reglum um fram­andi ágengar teg­undir og lögum er varða

  lausa­göngu búfjár.
 7. Inn­leiða frek­ari aðgerðir og umbætur á styrkja­kerfi til að tryggja sjálf­bæra land­nýt­ingu og mat­væla­fram­leiðslu. 
 8. Fram­fylgja af krafti stefnu í úrgangs­málum „Í átt að hringrás­ar­hag­kerfi“ og opna aðgengi almanna­hags­muna­sam­taka að stjórn Úrvinnslu­sjóðs. 
 9. Koma böndum á og stöðva nei­kvæð umhverf­is­á­hrif fisk­eldis í sjó­kvíum með nauð­syn­legum umbótum á lögum og reglum sem um það gilda. 
 10. Heim­ila sveit­ar­fé­lögum að leggja gjöld á nagla­dekk í þeim til­gangi að draga úr notkun þeirra og  bæta þannig loft­gæði og heilsu­far íbú­a.  

Stjórn Land­verndar hvetur alla þing­menn til að kynna sér fram­an­greind mál og halda þeim til haga þegar Alþingi tekur til starfa. Stjórn­sýslan og stofn­anir rík­is­ins búa yfir þekk­ingu til að útfæra fram­an­greind atriði þannig að vel fari. Stjórn og starfs­menn Land­verndar eru að sjálf­sögðu einnig reiðu­búin að veita frek­ari upp­lýs­ingar og stuðn­ing við nán­ari útfærslu. Hafa ber í huga að  lið­sveitir sér­hags­muna munu að vanda reyna að koma í veg fyrir fram­göngu þjóð­þrifa­mála.

Höf­undar eru for­maður og vara­for­maður Land­vernd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar