Vel heppnaðar breytingar - Hvað næst?

13223523394_c752e6b142_z.jpg
Auglýsing

Eins og virðist ætla að verða raunin, þá munu breytingar ríkisstjórnarinnar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda skila velflestum heimilum í landinu auknum ráðstöfunartekjum.

Ráðast ætti í næstu skattabreytinar í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga á næstu mánuðum. Þá þarf að lækka tryggingargjaldið verulega sem og aðra skatta á atvinnulífið. Skatta sem að hin norræna velferðarstjórn, er sat hér á síðasta kjörtímabili, kom að mestu á. Skal það gert í þeim tilgangi að veita atvinnulífinu meira svigrúm til hækkunar launa og fjölgun starfa í landinu.

Kristinn Karl Brynjarsson. Kristinn Karl Brynjarsson.

Auglýsing

Fjölgun starfa þyrfti þó að mestu að vera í framleiðslugreinunum á kostnað þjónustugreina svo ávinningurinn af hverju nýju starfi verði sem mestur.

Á komandi haustþingi eiga svo stjórnvöld að vinna að því að færa þrep virðisaukaskatts enn nær hvort öðru til dæmis um fjögur prósent hvort um sig í átt að hvort öðru.

Verði einhverra mótvægisaðgerða þörf við þær breytingar væri óvitlaust að taka út miðþrepið í tekjuskattnum. Enda bitnar það þrep helst á millistéttinni í landinu, eða þorra þeirra sem eru á vinnumarkaði. Einnig ætti að lækka tekjuskattsprósentuna niður í 35 prósent eins og hún var árið 2008. Halda ætti hátekjuskattinum inni eitthvað áfram, en hækka viðmið hans upp í 1 - 1,2 milljónir.

Þá verður lægra þrep virðisaukaskatts komið í 15 prósent og það hærra í 20 prósent og tekjuskattur þorra launamanna í landinu verður þá 35 prósent.

Í tengslum við síðustu fjárlög kjörtímabilsins ætti svo að koma þrepum virðisaukaskatts saman í eitt þrep 17 -18 prósent.

Við alla þessa vinnu þarf þó ríkja skilyrðislaus agi í ríkisfjármálum, þ.e. að ríkissjóður verði rekinn með afgangi. Þarf í þeirri viðleitni að ráðast enn frekar á ýmsa útgjaldaliði ríkissjóðs sem ekki beinlínis falla undir grunnþarfir eða grunnþjónustu.

Jafnframt þarf hér eftir sem hingað til að forgangsraða í þágu grunnþarfa þjóðarinnar, eins og heilbrigðis- og velferðarmála, menntamála, öryggismála og annarra innviða sem við sem þjóð byggjum afkomu okkar á.

Höfundur er annar varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None