Víddir fagmennskunnar

Ingileif Ástvaldsdóttir
19154270071_9f26da3643_z.jpg
Auglýsing

Það er ekki bara á litla Íslandi sem fram fer menntapóli­tísk umræða. Um þessar mundir ræða Norð­menn um plagg sem fjallar um ­skóla fram­tíð­ar­inn­ar. Nefnd, Ludvigsen-ut­valget, sem var ­skipuð breiðum hópi fólks, hefur unnið að því að ræða og gerasam­an­tekt sem fjallar um skóla fram­tíð­ar­inn­ar. Á meðan á vinnu hóps­ins stóð hélt hann úti heima­síðu með kynn­ingu á vinn­unni og fréttum af fram­gangi henn­ar.

Norsku kenn­ara­sam­tökin hafa nú krufið ­sam­an­tekt­ina og gefið út hefti með spurn­ingum og umræðu­punktum sem félags­menn þeirra geta nýtt sér til að ræða fag­lega sín á milli og við aðra um inni­hald, áhrif og fram­kvæmd vinnu Ludvig­sen nefnd­ar­inn­ar. Í heft­inu er gengið út frá því að fag­mennska kenn­ara standi á tveimur stólp­um: frels­inu til að velja þá kennslu­að­ferð sem hentar hverju sinni (n. metodefri­het) og ábyrgð hvers kenn­ara á vali sínu á kennslu­að­ferð (n. metodeansvar). Með útgáfu norsku kenn­ara­sam­tak­anna á heft­inu sýna þau að kenn­arar eru til­búnir til að ræða stefnur og strauma sem eru gefin út af mennta­yf­ir­völd­um. Enda er það auð­velt þar sem vinnan hefur verið skýrt afmörkuð og upp­lýs­ingum um hana verið komið á fram­færi jafn­óðum og hún hefur verið unn­in.

Í umræð­unni und­an­farið um árangur eða ekki árangur af lestr­ar­kennslu­að­ferð­inni Byrj­enda­læsi og þjóð­ar­sátt­mála mennta­mála­ráð­herra um efl­ingu læsis hefur margt komið fram. Í upp­hafi hennar þótti skóla­fólki vegið að fag­mennsku sinni þar sem gefið var í skyn að skólar hefðu án athug­unar og umræðu­laust inn­leitt nýja kennslu­að­ferð og að lítt væri fylgst með því hvort settum mark­miðum væri náð.

Auglýsing

Á síð­ustu dögum hafa fjöl­margir Byrj­enda­læs­is-­skólar og fræðslu­skrif­stofur sveit­ar­fé­laga tekið saman tölur og gögn um árangur nem­enda sinna á sam­ræmdum prófum og öðrum lestr­ar­prófum og birt á heima­síðum sín­um. Þar á meðal er skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar. Þar kemur m.a. fram að fjöl­breyttar aðferðir við lestr­ar­kennslu skili mestum árangri. Þessi við­brögð sýna vel að skól­arnir hafa aflað gagna til að fylgjast ­með árangri nem­enda. Enda er það verk­efni hvers skóla að fylgj­ast með því hvort og hvernig nem­endur þeirra læra.

Í umræð­unni hefur einnig verið talað um raun­prófun kennslu­að­ferða og vísun í gagn­reyndar aðferðir hefur einnig verið áber­andi. Sé tekið mið af lík­an­inu hér fyrir neðan um gagn­reyndar aðferðir má sjá að vinnu­lag skól­anna og mat á árangri sam­ræm­ist því lík­ani. Lyk­il­at­riðið í því er nem­and­inn og aðstæður hans. Rann­sóknir einar og sér duga ekki til, þær þarf að aðlaga veru­leika og aðstæðum í hverju til­viki fyrir sig.

mynd gagnreynd adferd

Kjarni gagn­reyndra aðferða sam­kvæmt þessu lík­ani er fag­mennska þess sem veluraðferð­irnar og færir rök fyrir vali sínu. Hún á sam­hljóm með rann­sóknum og skrifum Trausta Þor­steins­son­ar, fyrsta for­stöðu­manns Mið­stöðvar skóla­þró­unar við HA um það sem hann kall­aði sam­virka fag­mennsku kenn­ara. Sú fag­mennska ein­kenn­ist meðal ann­ars af því að líta á starf sitt sem náms­ferli í stöð­ugu sam­starfi þeirra sem að skóla­starf­inu koma, kenn­ara, for­eldra, nem­enda og stofn­ana og fag­stétta utan skól­ans.

Ljóst er að lyk­ill­inn að gæða­starfi í skólum fram­tíð­ar­innar er fag­mennska þeirra sem þar starfa í sam­starfi við for­eldra, stoð­þjón­ustu og yfir­völd. Svo sam­virk fag­mennska fái áfram að þroskast og eflast, þarf þegar umræð­unni slotar að byggja upp traustið sem skadd­að­ist á meðan á henni stóð. Í þeirri upp­bygg­ingu ber allt skóla­fólk ábyrgð en mik­il­væg­asta hlut­verkið í upp­bygg­ing­unni hafa ­mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið og nýstofnuð Mennta­mála­stofn­un.

Höf­undur er skóla­stjóri Þela­merk­ur­skóla og vara­for­maður Skóla­stjóra­fé­lags Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None