Vondar fréttir fyrir boðbera góðra frétta

000-Del6352343.jpg
Auglýsing

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, skrifar grein í Frétta­blaðið í dag undir fyr­ir­sögn­inni „Góðar frétt­ir“ . Þar segir hún að „þungu fargi hafi verið létt af þjóð­inni þegar rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs tók við vorið 2013. Á aðeins einu ári hefur núver­andi rík­is­stjórn lyft grettistaki og komið efna­hags­líf­inu á réttan kjöl“. Hún segir líka að ótrú­leg umskipti hafi orðið í efna­hags- og atvinnu­líf­inu á aðeins einu ári.

Í kjöl­farið hefst upp­taln­ing á þeim góðu efna­hags­legu verkum sem rík­is­stjórnin hef­ur, að sögn Silju Dagg­ar, lyft grettistaki með til að koma efna­hags­líf­inu á réttan kjöl.

Afleið­ingar nið­ur­fell­ingaEftir slíkan inn­gang, og eins dig­ur­barka­legar full­yrð­ing­ar, átti maður von á því að þing­mað­ur­inn myndi rök­styðja mál sitt almenni­lega það sem eftir lifði grein­ar. Það er enda lítið mál að rök­styðja þær efna­hags­legu full­yrð­ingar sem eru sannar með raun­veru­legum dæm­um.

Þess í stað eyðir Silja Dögg þorra grein­ar­innar í að fjalla um skulda­nið­ur­fell­ing­arnar undir milli­fyr­ir­sögn­inni „Allt á upp­leið“. Þar rekur hún að hin ómark­vissa 80 millj­arða króna gjöf rík­is­stjórn­ar­innar úr rík­is­sjóði til sumra heim­ila muni lækka mán­að­ar­lega greiðslu­byrði af lánum og hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur fjöl­skyldna sem hana fá. Nú skulum við skoða þessar full­yrð­ingar aðeins bet­ur. Það er vissu­lega rétt að sum heim­ili munu hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur sínar og lækka greiðslu­byrði. Á meðal þeirra eru 446 heim­ili sem eiga meira en 100 millj­ónir króna í hreina eign, 3.199 heim­ili sem eiga á bil­inu 50-99 millj­ónir króna í hreinni eign og 12.906 heim­ili sem eiga á bil­inu 20-49 mill­ljónir króna í hreinni eign. Þessi heim­ili, og þau 10.911 til við­bótar sem eiga 10-19 millj­ónir króna í hreinni eign, munu fyrst og síð­ast nota þennan pen­ing í aukna neyslu.

Auglýsing

Það mun valda ruðn­ings­á­hrifum á fast­eigna­mark­aði og gera þeim sem eiga í erf­ið­leikum með að koma þaki yfir höf­uðið enn erf­ið­ara fyrir að gera slíkt. Þetta á til dæmis við um öryrkja, lágt laun­aða og eign­ar­lausa.

Velur sér grein­ing­ar­að­ilaÞing­mað­ur­inn segir auk þess að „skulda­leið­rétt­ingin hefur hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækj­u­m[...]Stand­ard&Poor´s breytti láns­hæf­is­horfum Rík­is­sjóðs Íslands úr nei­kvæðum í stöðugar þar sem dregið hefur úr áhættu sem teng­ist rík­is­fjár­mál­u­m“.

Þegar mat Stand­ard&Poor´s frá því í jan­úar 2014, sem Silja Dögg styðst við, er lesið kemur þó í ljós að þetta er fjarri lagi. Þar segir að fyr­ir­tækið hafi breytt mati sínu á horfum Íslands í stöðugar vegna þess að skulda­nið­ur­fell­ing­ar­gjafir rík­is­stjórn­ar­innar væru ólik­legar til að auka skuldir rík­is­sjóðs þar sem þær væru fjár­magn­aðar með sér­tekj­um, nefni­lega banka­skatti á þrotabú föllnu bank­anna.

Það er umhugs­un­ar­efni þar sem slita­stjórn Glitnis hefur sagt að hún muni fara með skatt­inn fyrir dóm­stóla og Tryggvi Þór Her­berts­son, verk­efna­stjóri skulda­nið­ur­fell­ing­ar­inn­ar, sagði við RÚV í morgun að hugs­an­lega þyrfti að aft­ur­kalla hluta aðgerð­anna færi svo að hluti sér­tekn­anna myndu ekki inn­heimt­ast. Til við­bótar lagði Tryggvi Þór líka ríka áherslu á að fólk gerði sér grein fyrir að aðgerð­irnar væru fjár­magn­aðar úr rík­is­sjóði, sem var hressandi hrein­skilni.

Þess utan fer þing­mað­ur­inn mjög frjáls­lega með sann­leik­ann þegar hún segir aðgerð­irnar hafa hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum láns­hæf­is­fyr­ir­tækj­um. Moody´s sagði til dæmis í mati sínu í des­em­ber 2013 að kaup­máttur heim­ila myndi örugg­lega aukast en það myndi verð­bólga líka gera. Fyrir vikið myndu vextir hækka og kaup­mátt­ar­aukn­ingin drag­ast saman sam­hliða. Þetta er fínt orða­lag yfir að pissa í skó­inn. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur ítrekað varað við skulda­nið­ur­fell­ing­ar­að­gerð­unum og telur þær mis­ráðn­ar.

Seðla­banki Íslands, sem þekkir málið lík­ast til best allra, hefur að end­ingu sett fram þá rök­studdu full­yrð­ingu að aðgerð­irnar muni auka verð­bólgu vegna auk­innar einka­neyslu.

Hag­vöxtur í höftumSilja Dögg minn­ist líka á að hag­vöxtur á Íslandi sé nú með því mesta sem þekk­ist og að atvinnu­leysi sé minna en víð­ast hvar. Nú skulum við líta fram­hjá þeirri stað­reynd að á Íslandi eru í gildi mjög umfangs­mikil fjár­magns­höft sem skekkja allt hag­kerfið og allar hag­töl­ur. Við erum nátt­úru­lega ekki eðli­legir þátt­tak­endur í alþjóð­legu efna­hags­lífi, heldur súkkulaði, og það verður að mæla okkur sem slíkt.

Hag­vöxtur er vissu­lega að taka við sér hér eftir mögur ár, og því ber að fagna. Í fyrra var hann 3,3 pró­sent og spár fyrir þetta ár gera ráð fyrir að hann verði svip­að­ur, eða 3,4 pró­sent á þessu ári. Þessi hag­vöxtur er drif­inn áfram af af auk­inni einka­neyslu, auk­inni fjár­fest­ingu einka­að­ila og auknum útflutn­ings­verð­mæt­um.

Sitj­andi stjórn­völd geta auð­vitað ekki hreykt sér af hag­vexti síð­asta árs, enda var ekki unnið eftir þeirra fjár­lögum þá. Af þeim þremur breytum sem keyra áfram hag­vöxt á þessu ári liggur fyrir að rík­is­stjórnin ber ekki ábyrgð á auk­inni fjár­fest­ingu einka­að­ila né auknum útflutn­ings­verð­mætum sjáv­ar­út­vegs (vegna heims­mark­aðs­verðs á fiski), áls (vegna heims­mark­aðs­verðs á áli) né fjölda ferða­manna, enda ekki til heild­stæð ferða­manna­mála­stefna hjá henni. Eina sem rík­is­stjórnin ber að hluta til ábyrgð á er aukin einka­neysla vegna skulda­nið­ur­fell­inga-­pen­inga­gjafa henn­ar. Og, líkt og áður sagði, er talið að verð­bólga sem hin aukna einka­neysla skapar muni éta þann ávinn­ing upp í náinni fram­tíð.

Atvinnu­leysi hefur líka hríð­lækk­að, og er það fagn­að­ar­efni. Það er þó ekki þannig að störf hafi verið að skap­ast vegna aukn­ingar í opin­berum fram­kvæmdum heldur vegna auk­innar fjár­fest­ingar einka­að­ila, sér­stak­lega í bygg­ing­ar­iðn­aði.

Söfnum ekki gjald­eyriÞing­mað­ur­inn talar líka um að við­skipta­jöfn­uður sé jákvæð­ur. Hann hefur reyndar verið nei­kvæður um 2,7 millj­arða króna það sem af er þessu ári.

Vöru­skipta­jöfn­uð­ur, mun­ur­inn á því sem við flytjum inn og út, er sömu­leiðis nei­kvæður um tæpa tíu millj­arða króna það sem af er ári. Er þar tekið til­lit til þess að í águst var hann jákvæður um 6,5 millj­arða króna. Á sama tíma í fyrra var vöru­skipta­jöfn­uð­ur­inn jákvæður um 29,7 millj­arða króna. Við­snún­ing­ur­inn er því sirka 40 millj­arðar króna. Þetta er gríð­ar­legt áhyggju­efni vegna þess að hér eru auð­vitað höft og Íslend­inga vantar til­finn­an­lega gjald­eyri til að hjálpa til við rýmkun þeirra. Það sem af er þessu ári erum við hins vegar að eyða miklu meira en við öfl­um.

Að lokum hreykir þing­mað­ur­inn sér af jákvæðum rekstri rík­is­sjóðs. Um það þarf ekk­ert að hafa mörg orð. Nýi Lands­bank­inn, sem er að mestu í eigu rík­is­ins, greiddi 20 millj­arða króna í arð­greiðslur til hans. Sú arð­greiðsla varð til þess að tekju­jöfn­uður var jákvæður um 13,3 millj­arðar króna um mitt þetta ár. Án arð­greiðsl­unn­ar, sem er ekki eitt­hvað sem ríkið getur treyst á að skili sér árlega af jafn miklum þunga, enda und­ir­liggj­andi rekstur Lands­bank­ans frekar slak­ur, væri rekstur rík­is­sjóðs nei­kvæður um 6,7 millj­arða króna. Þegar tekið er til­lit til þess að tekjur á borð við auð­legð­ar­skatt, sem skil­aði yfir níu millj­örðum króna í rík­is­kass­ann á þessu ári, munu hverfa á því næsta er staða rík­is­sjóðs áfram erf­ið.

Það skiptir sann­ar­lega máli hverjir stjórnaSilja Dögg er ánægð með sinn flokk og sína rík­is­stjórn. Í nið­ur­lagi greinar sinnar segir hún: „Það skiptir sann­ar­lega máli hverjir stjórn­a!“

Auð­vitað er það rétt hjá henni. Það skiptir máli hverjir stjórna. Á mörgum svið­um. En þegar kemur að þeim efna­hags­bata sem Ísland í höftum hefur verið að upp­lifa und­an­farin miss­eri má alveg segja að hann hafi átt sér stað þrátt fyrir rík­is­stjórn­ina, alls ekki vegna henn­ar.

Ég sýni því fullan skiln­ing að þing­menn séu að ota sínum póli­tíska tota. Síð­asta rík­is­stjórn var engu skárri í þeim efnum þegar hún hreykti sér af eigin ágæti, oft án nokk­urrar inni­stæðu, en bar síðan fyrir sig frasan „hér varð hrun“ þegar hún gerði mis­tök líkt og um fang­els­is­frels­un­ar­spjald í Mata­dor væri um að ræða. Ég get hins vegar ekki sýnt því skiln­ing að þing­menn beri val­kvæða steypu án nokk­urs inni­halds fyrir kjós­endur lands­ins. Við eigum kröfu á meira.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None