200 ár frá orrustunni við Waterloo

h_51948154-1.jpg
Auglýsing

Í dag, 18. júní, eru liðin 200 ár frá einni fræg­ustu orr­ustu mann­kyns­sög­unn­ar,  við Waterloo í Belg­íu, þar sem her­veldi Napól­e­ons Bonap­arte var end­an­lega brotið á bak aft­ur. Tug­þús­undir manna (og 15 þús­und hross) lágu í valnum þegar orr­ust­unni, sem stóð í nokkra klukku­tíma, lauk. Allir þekkja nafn for­ingj­ans sem beið lægri hlut í þessum blóð­uga bar­daga en færri vita nöfn sig­ur­vegar­anna. Belgar hafa látið gera sér­stakan minn­is­pen­ing í til­efni tíma­mót­anna. Frakkar reyndu að koma í veg fyrir útgáf­una, en líkt og Napól­eon forðum biðu þeir þar lægri hlut.

Íbúum borg­ar­innar Charler­oi, 46 kíló­metrum sunnan við Brus­sel, leist ekki á blik­una þegar Napól­eon Bonap­arte birt­ist þar um miðjan júní 1815 með 125 þús­und her­menn sína og 25 þús­und hesta. Um hádeg­is­bil 15. júní hélt hers­ingin af stað í átt að Brus­sel. Á þeirri leið er bær­inn Ligny og þangað var komið 84 þús­und manna her­lið Prússa undir stjórn Geb­hard Leber­echt von Blücher.

Napól­eon skipti liði sínu upp þannig að um það helm­ingur þess stefndi til Ligny en hinum hluta liðs­ins ætl­aði Napól­eon að tefla gegn tæp­lega 70 þús­und manna liði (Bret­ar, Hol­lend­ingar og Belgar) undir stjórn Well­ingtons hers­höfð­ingja sem hafði komið sér fyrir við Quatre Bras, skammt fyrir sunnan Waterloo. Blücher vissi að þrátt fyrir að lið sitt væri fjöl­menn­ara var her Napól­e­ons betur vopnum búinn en hann batt hins­vegar vonir við að Well­ington hers­höfð­ingi (Arthur Wellesley) kæmi sér til aðstoð­ar. Keppi­kefli Napól­e­ons var hins vegar að þessir tveir herir næðu ekki að sam­ein­ast gegn sér.

Auglýsing

Til bar­daga kom milli liðs­sveita Well­ingtons og Napól­e­ons við Quatre Bras, báðir drógu sveitir sínar til baka en Well­ington, sem var þraut­reyndur hers­höfð­ingi, fór með stærstan hluta liðsafla síns til Waterloo og kom sér þar fyr­ir.

Orr­ustan við LignyÞótt bar­dag­inn við Ligny 16. júní 1815 falli iðu­lega í skugg­ann af orr­ust­unni við Waterloo tveimur dögum síðar á hann ekki skilið að falla í gleymsk­unnar dá. Þarna vann Napól­eon Bonap­arte sinn síð­asta sigur í orr­ustu en það var þó vart nema hálfur sig­ur. Í þess­ari orr­ustu missti Napól­eon um það bil 12 þús­und manns og úr liði Blüchers féllu álíka marg­ir. Blücher sjálfur slas­að­ist tals­vert eftir að hestur hans varð fyrir skoti og hers­höfð­ing­inn lenti undir hon­um. Lið Blüchers hörf­aði undan sveitum Napól­e­ons sem taldi rang­lega að allur vindur væri þar með úr her Prússa. Blücher, sem var tæp­lega 73 ára, hafði hins vegar ekki sagt sitt síð­asta orð en stefndi fljót­lega liði sínu í átt­ina að Waterloo, til liðs við Well­ington og sveitir hans.

Stytta af hertoganum af Wellington í London. Önnur þekkt stytta er í Glasgow. Mynd: EPA Stytta af her­tog­anum af Well­ington í London. Önnur þekkt stytta er í Glas­gow. Mynd: EPA

17. júní 1815Þegar sveitir Napól­e­ons ætl­uðu að sækja fram gegn her Well­ingtons við Quatre Bras þar sem barist var dag­inn áður (16. júní) gripu þær í tómt. Napól­eon ætl­aði þá að beina sveitum sínum í átt að Waterloo en þá gerði úrhellis­rign­ingu og tún og akrar sem her­sveit­irnar fóru um urðu á auga­bragði ein for­ar­vilpa sem varð nán­ast ófær og ferð her­sveit­anna með níð­þungar fall­byssur sótt­ist seint. Segja má að þarna hafi veðrið gengið í lið með Well­ington sem von­að­ist til að sveitir Blüchers næðu fram til Waterloo áður en her Napól­e­ons léti til skarar skríða.  Úrhellið gerði Blücher líka erfitt fyr­ir. Dag­ur­inn leið án þess að til átaka kæmi.

Orr­ustan við Waterloo18. júní var Well­ington hers­höfð­ingi snemma á fót­um. Hann skrif­aði Blücher bréf þar sem hann útskýrði stöð­una og sagði að ef her­sveitir Blüchers næðu ekki fram í tíma myndi hann(Well­ington) hörfa í átt­ina til Brus­sel. Hrað­boði reið með skila­boðin og kom með það svar frá Blücher að her sinn, að minnsta kosti hluti hans, myndi ná til Waterloo í tæka tíð.

Napól­eon snæddi morg­un­verð með hers­höfð­ingum sín­um. Nokkrir þeirra höfðu efa­semdir um hern­að­ar­á­ætlun Napól­e­ons en hann sagði allar slíkar áhyggjur ástæðu­laus­ar, Bret­arnir væru ekki miklir her­menn og Well­ington ekki mik­ill her­stjórn­andi. Þegar svo bár­ust fréttir af því að her Blüchers væri á leið­inni sagði Napól­eon að sá gaml­ingi (Blücher) færi nú ekki hratt yfir og hann þyrfti að minnsta kosti tvo daga í þetta ferða­lag, ef hann kæm­ist þá alla leið. Napól­eon hafði ætlað her sínum að ráð­ast gegn sveitum Well­ingtons klukkan níu um morg­un­inn en úrhellis­rign­ing varð til þess að ekki var blásið til atlögu fyrr en skömmu fyrir hádegi. Kannski varð þessi töf völd að ósigri Napól­e­ons.

napoleon Napól­eon Bonap­ar­te. Mál­verkið er eftir franska lista­mann­inn Jacques-Louis Dav­id. Mynd: EPA

 

Erfitt er að sjá fyrir sér atburði þessa dags, enda segja sagn­fræð­ingar gjarna að engin orð geti lýst þeim hryll­ingi sem þarna átti sér stað. Her­menn úr liðum beggja féllu þús­undum saman og særðir og dauð­vona lágu í for­inni án þess að fá nokkra aðstoð, tróð­ust jafn­vel undir í atgang­in­um. Þús­undir hesta lágu um allan víg­völl­inn, margir þeirra hel­særð­ir, aðrir dauð­ir.

Þegar leið á dag­inn virt­ist her Napól­e­ons vera að ná yfir­hönd­inni og Well­ington und­ir­bjó und­an­hald sinna manna. En þá bár­ust þær fréttir að gamli prúss­neski hers­höfð­ing­inn Blücher væri að nálg­ast með sveitir sín­ar. Þetta olli því að Napól­eon gat ekki beitt öllum liðs­styrk sínum gegn her Well­ingtons því nú var að honum sótt úr tveimur átt­um. Þegar her­sveitir Blüchers náðu til Waterloo varð Napól­eon fljót­lega ljóst að bar­áttan væri töpuð og um átta leytið um um kvöldið kom skip­unin til manna hans að nú  skyldi hver og einn bjarga sér eins og best hann gæti. Orr­ustan var töp­uð.

For­ing­inn sjálfur komst við illan leik undan á flótta og til­kynnti form­lega afsögn sína í París fjórum dögum síð­ar. Napól­eon bár­ust jafn­framt fregnir af því að Prússar ætl­uðu sér að ná hon­um, lif­andi eða dauð­um, og ætl­aði þá að reyna að kom­ast á skip til Amer­íku. Bretar hand­tóku Napól­eon áður en af því varð og fluttu síðar til eyj­ar­innar Sankti Hel­enu þar sem hann lést 5. maí 1821 tæp­lega 52 ára, far­inn að heilsu. Margir sagn­fræð­ingar hafa sagt og skrifað að með ósigri Napól­e­ons við Waterloo hafi verið endi bund­inn á frönsku bylt­ing­una og stór­veld­is­drauma Frakka. Bretar hafi jafn­framt andað létt­ar.

Well­ington hers­höfð­ingi, sem hafði tekið þátt í 60 orr­ust­um, snéri sér að stjórn­málum og var um tíma for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands.  Hann lést 83 ára gam­all 1852. Blücher hers­höfð­ingi sett­ist að í Krobielowice í suð­vest­ur­hluta Pól­lands og lést þar tæp­lega árið 1819, tæp­lega 77 ára að aldri.

Waterloo í dagAllir sem koma til Waterloo skynja anda sög­unn­ar.  Straumur fólks til að skoða þetta sögu­fræga svæði hófst í raun strax dag­inn eftir orr­ust­una. Þá streymdu Belgar á stað­inn til að sjá með eigin augum ummerkin eftir hild­ar­leik­inn. Dag­lega kemur fjöldi fólks til Waterloo til að sjá þessar sögu­frægu slóð­ir. Á staðnum er sögu­safn og minja­gripa­versl­un, og stutt kvik­mynd sem lýsir gangi orr­ust­unnar er sýnd margoft á hverjum degi í sér­stökum kvik­mynda­safni. Margir klöngr­ast líka þrepin 226 upp á Ljóna­hæð­ina svo­nefndu „Butte de Lion“ en þaðan er mjög gott útsýni yfir svæðið þar sem orr­ustan fór fram. Hæðin er 43 metra há, keilu­laga, og gerð úr jarð­vegi af svæð­inu. Stytt­an, ljón sem lætur aðra fram­lopp­una hvíla á hnetti, er steypt í brons.
  1. júní ár hvert er sett á svið sýn­ing þar sem líkt er eftir orr­ust­unni 1815. Þátt­tak­endur eru ár hvert um fimm þús­und og mik­ill fjöldi fólks streymir þennan dag til Waterloo til að fylgj­ast með. Að þessu sinni búast skipu­leggj­endur við um 200 þús­und áhorf­end­um.

Minnispeningurinn umdeildi sem Belgar létu gera. Mynd: EPA Minn­is­pen­ing­ur­inn umdeildi sem Belgar létu gera. Mynd: EPA

Minn­is­pen­ing­ur­inn umdeildiTil að minn­ast þess að 200 ár eru nú liðin frá orr­ust­unni við Waterloo ákváðu belgísk stjórn­völd að láta gera sér­stakan minn­is­pen­ing, að verð­gildi tveggja evra. Þessi hug­mynd féll í grýttan jarð­veg meðal Frakka sem sögðu að slíkur pen­ingur myndi ein­ungis ýfa upp gömul sár og í dag hefði Evr­ópa þörf fyrir sam­stöðu en ekki ágrein­ing vegna gam­alla deilu­mála og átaka. Auk þess mættu aðild­ar­lönd evr­unnar ekki láta slá sér­staka mynt nema hún hefði annað verð­gildi en venju­leg evru­mynt. Þetta ákvæði, um annað verð­gildi, ákváðu Belgarnir að not­færa sér og létu slá sér­stakan minn­is­pen­ing, 70 þús­und stykki, verð­gildið er 2.5 evr­ur. Við þessu útspili Belga áttu Frakkar ekk­ert svar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None