Topp 10 - Heimsóknir þjóðhöfðingja

Íslendingar alltaf tekið á móti erlendum þjóðhöfðingjum með stakri prýði. Kristinn Haukur Guðnason fer yfir tíu eftirminnilegustu opinberu heimsóknirnar á Íslandi.

Kristinn Haukur Guðnason
Reagangorbi
Auglýsing

Þegar frægir útlend­ingar koma hingað grípur oft um sig á­kveðið fár og þá sér­stak­lega þegar erlendir þjóð­höfð­ingjar mæta. Við höfum þó alltaf tekið á móti þeim með stakri prýði, sama hver á í hlut. Hér er far­ið ­yfir 10 eft­ir­minni­leg­ustu opin­beru heim­sókn­irnar á Íslandi.

10. David Ben Gurion – 1962

Hinn aldni for­sæt­is­ráð­herra og lands­faðir Ísra­els­rík­is­ heim­sótti Ísland ásamt konu sinni Paulu og fylgd­ar­liði í sept­em­ber 1962. ­For­sæt­is­ráð­herr­ann Ólafur Thors tók á móti þeim á Reykja­vík­ur­flug­velli og ­upp­hófst þá ein und­ar­leg­asta ást­ar­saga íslenskra utan­rík­is­mála. Ólafur og Ben G­urion urðu miklir mátar og gátu vart slitið sig frá hvorum öðr­um. Þeir jusu stans­laust lofi hver á annan og grín­uð­ust mik­ið, báðir með hár­greiðslu sem m­innti helst á brjál­aða vís­inda­menn úr bíó­mynd­um. Þeir gerðu mikið gys að and­stæð­ing­um sín­um. Ólafur sagði að stjórn­ar­and­staðan hér á landi væri verri en Arabar, Ben G­urion sagð­ist þó glaður vilja skipta. Ben Gurion hjónin fóru víða. Þau heim­sóttu m.a. Háskóla Íslands, Þjóð­minja­safn­ið, Stjórn­ar­ráð­ið, Þing­velli og ­bor­holu í Hvera­gerði. Í sam­tölum við fjöl­miðla var mest rætt um trú­mál og til­urð Ísra­els­rík­is.

9. Nicolae Ceausescu – 1970

Þann 12. októ­ber árið 1970 komu leið­togi rúm­enska komm­ún­ista­flokks­ins, Elena kona hans og fylgd­ar­lið skipað mörgum ráða­mönnum og frétta­mönnum í tveggja tíma en þó opin­bera heim­sókn til lands­ins. Þau voru á leið til Banda­ríkj­anna til að sitja afmæl­is­fund Sam­ein­uðu Þjóð­anna. Ceausescu hjónin heim­sóttu Bessa­staði í boð­i Krist­jáns Eld­járn og Nicolae hélt ræðu á rúm­ensku sem var sam­stundis þýdd á ensku. Á þessum tíma þótti Ceausescu meðal fram­sækn­ustu og sjálf­stæð­ustu leið­toga Aust­ur-­Evr­ópu og vest­rænir leið­togar bundu tölu­verðar vonir við hann. Á níunda ára­tugnum olli mis­heppnuð efna­hags­stjórn hans rúm­ensku þjóð­inni eig­in­legri hung­ursneyð. Ceausescu varð einn hatað­asti ein­ræð­is­herra ver­ald­ar. Þeg­ar komm­ún­ism­inn í Evr­ópu hrundi árið 1989 voru rúm­ensku for­seta­hjónin leidd fyr­ir­ af­töku­sveit.

Auglýsing

Ceausescu

8. Ric­hard Nixon og Geor­ges Pomp­idou – 1973

For­setar Banda­ríkj­anna og Frakk­lands hitt­ust á fundi í Reykja­vík sum­arið 1973 til þess að ræða sam­skipti ríkj­anna í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu en þau höfð­u verið stirð um nokkuð skeið, þá sér­stak­lega á valda­tíma Charles De Gaulle. ­For­set­arnir flugu báðir yfir Vest­manna­eyjar til að sjá gosið í Heimaey sem enn stóð yfir. Þegar þeir lentu spil­aði Lúðra­sveit Reykja­víkur þjóð­söngva Íslands­, Frakk­lands og Banda­ríkj­anna áður en for­set­arnir gengu á fund for­seta Íslands og ann­arra ráða­manna í Ráð­herra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu. Leið­toga­fund­ur­inn var svo hald­inn í Kjar­vals­stöðum sem voru þá nýbyggð­ir. Her­stöðvaand­stæð­ingar geng­u ­þús­undum saman í frið­sam­legri mót­mæla­göngu frá Alþing­is­hús­inu að ­Sjó­manna­skól­anum en gríð­ar­leg örygg­is­gæsla var á svæð­inu. For­set­arnir flugu svo heim strax eftir fund­inn

7. Jóhannes Páll páfi II – 1989

Hinn pólski Jóhannes Páll II varð fyrsti páf­inn til þess að ­sækja Norð­ur­löndin heim. Það gerði hann í júní­mán­uði árið 1989. Þegar hann kom til Íslands hafði hann kynnt sér íslenska sögu, goða­fræði og sér­stak­lega kristni­tök­una árið 1000. Hann tók þátt í sam­kirkju­legri guðs­þjón­ustu á Þing­völlum en aðal­við­burð­ur­inn var messa við Landa­kots­kirkju. Pallur var reistur fyrir páfa framan við ­kirkj­una og þús­undir manna sóttu mess­una. Athöfnin var ákaf­lega íburð­ar­mik­il. Kaþ­ólskir helgi­gripir voru fengnir að láni frá Þjóð­minja­safn­inu og nunn­urnar úr Kar­mel klaustr­inu í Hafn­ar­firði stráðu rósa­blöðum framan við fætur páfa þeg­ar hann gekk að pall­in­um. Páfi þótti þó hinn alþýð­leg­asti og rabb­aði við almenn­ing utan dag­skrár. Hann bless­aði stóran stál­kross sem stendur nú hjá sum­ar­búð­u­m ­skáta við Úlf­ljóts­vatn.

Vigdis 

6. Lýð­veld­is­há­tíðin – 1994

Þann 17. júní árið 1994 var 50 ára afmæli lýð­veld­is­ins fagnað um allt land og sér­stök hátíð­ar­dag­skrá var skipu­lögð á Þing­völl­u­m. Tug­þús­undir streymdu að og gríð­ar­mikil umferð­ar­teppa mynd­að­ist svo að margir misstu af allri hátíð­inni. Þeir sem komust á Þing­völl lentu í mik­illi rign­ing­u en hátíð­ar­dag­skráin tókst þó ágæt­lega. Hápunktur hátíð­ar­innar voru ávörp Nor­rænu þjóð­höfð­ingj­anna sem allir voru sam­an­komn­ir. Vig­dís Finn­boga­dótt­ir ­for­seti Íslands, Mar­grét Þór­hildur II Dana­drottn­ing, Har­aldur V Nor­egs­kon­ung­ur, ­Karl XVI Gústaf Svía­kon­ung­ur, Artti Aht­isa­ari for­seti Finn­lands og makar þeirra. Har­aldur átti trega­fyllstu ræð­una enda áttu Íslend­ingar og Norð­menn í fisk­veiði­deilu á þessum tíma. Karl Gústaf sló aftur á móti í gegn og þótt­i ­fynd­inn. Nor­ræn­ir ­þjóð­höfð­ingjar hafa margoft komið hingað til lands áður en þetta var í fyrsta ­skiptið sem þeir heim­sækja landið allir í senn.

5. Willy Brandt – 1967

Brandt var utan­rík­is­ráð­herra Vest­ur­-Þýska­lands þegar hann heim­sótti landið ásamt eig­in­konu sinni þann 24. júní 1967. Verð­andi Nóbels­verð­launa­haf­inn Brandt hafði lengi verið borg­ar­stjóri Vest­ur­-Berlínar og átti seinna eftir að verða kansl­ari. Hann var á ferð um Norð­ur­lönd til þess að ræða utan­rík­is­-og efna­hags­mál. Emil Jóns­son utan­rík­is­ráð­herra tók á móti honum á Reykja­vík­ur­flug­velli og Brandt fund­aði svo með nokkrum ráð­herrum og Ásgeiri Ás­geirs­syni for­seta. Brandt færði Íslend­ingum þá Berlín­ar­björn­inn, stytt­una sem nú stendur við Hellu­sund. Hann hélt svo merkan blaða­manna­fund þar sem hann ræddi m.a. um Evr­ópu­banda­lagið og utan­rík­is­stefn­una gagn­vart Sov­ét­ríkj­unum og Aust­ur-Þýska­landi. Brand­t ­sem var einn af merk­ustu stjórn­mála­mönnum 20. ald­ar­innar átti eftir að heim­sækja landið tví­vegis í við­bót áður en hann lést árið 1992 

4. Win­ston Churchill – 1941

Í miðjum hild­ar­leik seinni heim­styrj­ald­ar­innar var Ísland hernumið af Bret­um. For­sæt­is­ráð­herr­ann goð­sagna­kenndi kom í stutta og jafn­fram­t ­fyr­ir­vara­lausa heim­sókn til lands­ins þann 16. ágúst eftir að hann hafði fund­að ­með Banda­ríkja­for­set­anum Frank­lyn Roos­evelt á her­skipi á Atl­ants­hafi. Churchill kom ásamt syni Roos­evelts, Frank­lyn yngri og mörgum breskum her­for­ingj­um. Þeir héldu að Alþing­is­hús­inu þar sem Churchill ávarp­aði fjölda manns sem var þá ­saman kom­inn. Veif­aði hann sínu fræga V-merki sem stendur fyrir sigur (eða Vict­or­y). Churchill hélt svo að Suð­ur­lands­braut þar sem hann var við­staddur mikla her­sýn­ingu. Auk þess heim­sótti hann aðstöðu breska flug­hers­ins hér á landi og hvera­svæðin að Reykj­u­m í Mos­fells­sveit. Churchill þótti hinn vina­leg­asti í allri heim­sókn­inn­i, al­þýð­legur og ræð­inn. Hann hélt sama dag af landi brott á her­skipi sínu.



3. Krist­ján IX – 1874

Árið 1874 var 1000 ára afmæli Íslands­byggðar fagnað og þá kom Dana­kon­ungur í fyrsta sinn til lands­ins. Krist­ján IX kom ásamt yngsta syn­i sínum Valdi­mari og fylgd­ar­liði á tveimur skip­um, Jót­landi og Heimdalli, þann 30. júlí að Reykja­vík­ur­höfn. Lands­höfð­ing­inn Hilmar Fin­sen tók á móti þeim og bær­inn skart­aði sínu feg­ur­sta, fólk var prúð­búið og flaggað var við flest hús. Kon­ungur sótti messu í dóm­kirkj­unni og var svo við­staddur hátíð­ar­dag­skrá í Öskju­hlíð. Hleypt var úr fall­byssum til heið­urs kon­ungi en óhapp varð við skotin og tveir dátar misstu hönd. Svo var haldið upp á Geysi og loks Þing­velli þar sem fjöl­menn þjóð­há­tíð var haldin þann 6. ágúst. Á hátíð­inni var m.a. keppt í glímu, kórar sungu og drukkið fram á nótt. Kon­ungur hélt svo vita­skuld ræð­u. Hann hélt svo tvo dans­leiki í Reykja­vík áður en hann hélt aftur heim þann 10. ágúst. 

HH

 

2. Elísa­bet II – 1990

Komu Elísa­betar drottn­ingar og Fil­ippusar prins var beð­ið ­með mik­illi eft­ir­vænt­ingu á Íslandi. Heim­sóknin var í boði for­seta Íslands­, Vig­dísar Finn­boga­dótt­ur. Fjöldi fólks safn­að­ist saman í mið­borg Reykja­víkur og voru börn og ung­menni áber­andi mörg. Fólk flagg­aði bæði íslenska og breska ­fán­anum til heið­urs kon­ungs­hjón­unum og klapp­aði mikið fyrir þeim. Þau tóku því þó af miklu æðru­leysi, þóttu íburð­ar­lítil í klæðn­aði og alþýð­leg í fram­komu. Drottn­ingin gaf sig á tal við marga en á þessum tíma skildu ekki allir ensku. Þau heim­sóttu marga staði, m.a. Árna­stofn­un, Lista­safn Íslands, Nesja­velli og ­Þing­velli þar sem drottn­ingin gróð­ur­setti tré. Haldið var síð­deg­is­boð í kon­ung­legu snekkj­unni Britt­anníu og svo kvöld­verð­ar­boð á Hótel Sögu. Við Reykja­vík­ur­höfn var svo hleypt af 21 ­fall­byssu­skoti til heið­urs kon­ungs­hjón­unum

Elísabet 

1. Leið­toga­fund­ur­inn í Höfða – 1986

Leið­toga­fundur Ron­alds Reagan Banda­ríkja­for­seta og Mik­hails Gor­bachev aðal­rit­ara Sov­ét­ríkj­anna bar að með ein­ungis 10 daga fyr­ir­vara. Fund­ur­inn var liður í við­ræðum ríkj­anna um fækkun kjarn­orku­vopna í Evr­ópu. Gríð­ar­leg ­fjöl­miðla­at­hygli beind­ist strax að land­inu og örygg­is­gæsla hefur senni­lega aldrei verið meiri. Um 400 fylgd­ar­menn og um 1000 blaða­menn komu til lands­ins. ­Leið­tog­arnir fund­uðu í Höfða við Borg­ar­tún eins og frægt er orðið en eng­in ­form­leg nið­ur­staða náð­ist. Þó er talið að fund­ur­inn hafi skipt sköpum til­ ­lengri tíma séð því að ári seinna var mik­il­vægur afvopn­un­ar­samn­ing­ur und­ir­rit­aður milli ríkj­anna. For­seta­frúin Nancy Reagan var ekki með í för en Ra­isa Gor­bachev kom með og stal sen­unni meðan leið­tog­arnir fund­uðu. Hún­ heim­sótti m.a. Laug­ar­dals­laug, Breið­holt­ið, Árbæj­ar­safn og Þing­velli og heill­aði land og þjóð upp úr skónum.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None