Er þekktasta drottning forn-Egypta loks fundin?

Kristinn Haukur Guðnason
Egyptaland
Auglýsing

Breski forn­leifa­fræð­ing­ur­inn Nicholas Reeves, sem starfar við Arizona háskóla, telur að hann hafi mögu­lega fundið graf­hýsi þekkt­ustu drottn­ingar Egypta­lands til forna, ­Nefer­titi, sem uppi var meira en 3000 árum síð­an. Slíkur fundur yrði einn sá ­merki­leg­asti í sög­unni og gæti varpað ljósi á ævi drottn­ing­ar­innar sem að miklu ­leyti er hulin ráð­gáta.

Kon­ungs­hjónin sem umbyltu land­inu

Lítið er vitað um upp­runa Neferiti annað en að hún var af tignum ætt­um. Hún varð drottn­ing Egypta­lands og fremsta eig­in­kona fara­ós­ins Amen­hot­ep IV sem ríkti um 1353-1336 f.Kr. Það var snemma á hinu svo­kall­aða Amarna ­tíma­bili sem var sér­stakt vel­meg­un­ar­skeið í forneg­yp­skri sögu. Hjónin eru hvað fræg­ust fyrir að hrófla við trú­ar­brögðum lands­ins. Þau tóku upp ein­gyð­is­trú á sól­ar­guð­inn A­ten og byggðu nýja höf­uð­borg sem kall­að­ist Akhenaten og faraó sjálfur tók sama ­nafn. Neferiti tók nafnið Nefer­neferu­at­en. Hún ól faraó sex dætur en engan son en hann átti þó fleiri börn með hinum eig­in­konum sín­um, þar á meðal hinn fræga Tu­t­ank­hamun sem seinna varð fara­ó. 

Neferiti var drottn­ing þar til Akhenaten dó en þá er eins og hún hafi horfið af yfir­borði jarð­ar. Engar heim­ildir eru til­ um afdrif hennar eftir það. Vanga­veltur eru uppi um það hvort að hún hafi ver­ið ­myrt því að kon­ungs­hjónin eign­uð­ust marga óvini þegar þau hrófl­uðu við trúnn­i. Einnig hefur því verið haldið fram að hún hafi skipt um nafn og stýrt land­in­u ­sem faraó meðan Tut­ank­hamun var of ungur til þess. Það var einmitt Tut­ank­hamun, ­sem sneri Egypta­landi aftur til fjöl­gyð­is­trúar og færði höf­uð­borg­ina aftur til­ Þebu. Nefer­titi var einnig fræg fyrir feg­urð sína. Thut­mose, einn merkast­i lista­maður forn­aldar sem starf­aði við hirð fara­ós, gerði and­lit henn­ar ó­dauð­legt með einni fræg­ustu brjóst­mynd sög­unn­ar.

Auglýsing

KV 62

Í Dal kon­ung­anna eru ótal graf­hýsi faraóa og ann­arra ­kon­ung­bor­inna grafin í klettana. Dal­ur­inn liggur nálægt borg­inni Luxor (áð­ur­ Þebu) við bakka Níl­ar­fljóts í hjarta Egypta­lands. Hug­myndin um fram­halds­líf var einn af horn­steinum hug­ar­heims Forn-Eg­ypta og greftr­un­ar­siðir því teknir mjög al­var­lega. Það gat tekið ára­tugi að grafa hvert graf­hýsi sem voru ríku­lega skreytt af fær­ustu lista­mönnum forn­aldar og troð­fyllt af gulli og gim­stein­um. Eg­yptar trúðu því að fólk gæti tekið með sér ver­ald­lega hluti inn í fram­halds­líf­ið. Í hvert sinn sem nýr faraói tók við var strax haf­ist handa við að grafa fyrir hann graf­hýsi. Á 19. öld hófu ævin­týra­gjarnir menn frá­ Vest­ur­löndum að leita í daln­um. Sumir af fræði­legum áhuga en aðrir í gróða­von. 

Hvert graf­hýsið á fætur öðru fannst og fjöl­margir verð­mætir munir voru tekn­ir úr þeim. Sum hýsin höfðu reyndar verið rænd mörgum öldum áður og önnur höfðu að ­miklu leyti skemmst í flóðum og öðrum nátt­úru­ham­för­um. Árið 1922 fann breski ­forn­leifa­fræð­ing­ur­inn Howard Carter graf­hýsi sem nefnt var KV 62 og þar lá Tu­t­ank­hamun fara­ói. Tut­ank­hamun dó ungur og þótti alls ekki meðal merki­leg­ust­u fara­ó­anna en graf­hýsi hans var það heil­legt að þetta þykir í dag einn ­merki­leg­asti fundur í sög­unni. Þús­und­ir­ muna fund­ust í graf­hýs­inu og það tók um níu ár að flokka og greina þá alla.

 

Bak­við vegg­inn

Nú í sumar kom forn­leifa­fræð­ing­ur­inn Nicholas Reeves með þá ­kenn­ingu að graf­hýsi Tut­ank­hamuns sé stærra en hingað til hefur verið talið. Eftir að hafa rann­sakað ljós­myndir sem teknar voru í mjög hárri upp­lausn af ­mynd­skreyttum veggj­unum sá hann vís­bend­ingar um að tveir veggir gætu ver­ið inn­sigl­aðar dyr. Hann seg­ir: „Því lengur sem ég horfði, þeim mun meiri ­upp­lýs­ingar fann ég um að ég væri að sjá eitt­hvað í alvöru. Ef ég hef rang­t ­fyrir mér þá hef ég rangt fyrir mér. En ef ég hef rétt fyrir mér þá er það hreint út sagt yfir­þyrm­andi. Þá mun heim­ur­inn hafa orðið athygl­is­verð­ar­i ­stað­ur­.....að minnsta kosti fyrir Egypta­lands­fræð­inga.“Inn­rauðu ljósi var beint að veggnum til að sjá hvort ein­hver hita­munur væri á þeim. Það reynd­ist vera og má nú fast­lega gera ráð fyrir því að hólf eða her­bergi séu handan veggj­anna tveggja. Egypsk stjórn­völd eru komin í málið og forn­minja­ráð­herrann Mamdouh el-Da­maty segir að næstu skref séu að nota svo­kall­aða jarð­rat­sjá til­ þess að sjá inni í berg­ið. Reeves telur lík­legt að bak­við vegg­inn hvíli ­stjúp­móðir Tut­ank­hamuns, drottn­ingin Nefer­titi. Til stuðn­ings þess­ari til­gát­u ­nefnir hann að graf­hýsi Tut­ank­hamuns sé mun minna en ann­arra faraóa og sé hann­að frekar eins og fyrir drottn­ingu en kóng. Hafa ber einnig í huga að hann dó innan við tví­tugt og ólík­legt að graf­hýsi hafi verið til­búið fyrir hann. Til­gátan er því sú að KV 62 hafi upp­runa­lega verið grafið fyrir Nefer­titi en þegar Tut­ank­hamun lést langt fyrir aldur fram hafi hann fengið hluta þess en ­Nefer­titi þá inn­sigluð af. Það væri ekki eins­dæmi. Graf­hýsi Amen­hot­eps III (WV22) afa Tut­ank­hamuns  er t.a.m. tví­skipt.

 

Við­brögðin

Þó að eg­ypsk stjórn­völd styðji rann­sóknir Reeves á KV 62 og leggi mikla áherslu á að kom­ast að hinu sanna varð­andi leyndu her­bergin tvö þá eru þau ekki sann­færð um að Nefer­titi finn­ist þar. El-Da­maty stígur var­lega til jarðar og seg­ir: „Ef það er satt, þá sjáum við fram á upp­götvun sem myndi skyggja á fund Tut­ank­hamuns ­sjálfs.“ Hann er þó von­góður um að eitt­hvað nýtt finn­ist sem varpi ljósi á tíma­bil­ið. Það ­sem gefur fólki mikla von er sú stað­reynd að KV 62 er nú þegar heil­leg­asta graf­hýsið í daln­um. 

Ef drottn­ingin liggur handan inn­sigl­aðra veggja má ætla að gríð­ar­legir fjár­sjóðir finn­ist í her­bergj­un­um, alger­lega óhultir fyr­ir­ graf­ar­ræn­ingj­um. Nýjar vegg­myndir gætu fund­ist í her­bergj­unum sem gæfu okk­ur inn­sýn inn í líf Nefer­titi og sam­tíma­fólks henn­ar. Svo auð­vitað múmían sjálf ­sem gæti sagt okkur heil­mikla sögu svo lengi sem hún væri nokkuð heil­leg. Banda­ríski ­rit­höf­und­ur­inn Michelle Moran, sem skrifað hefur sögu­legar skáld­sögur um drottn­ing­una er vit­an­lega mjög spennt yfir rann­sókn­un­um. „Að finna graf­hýsi hennar yrði ótrú­legt. Það myndi svara mörgum ósvöruðum spurn­ingum eins og hvenær hún dó, hvernig hún dó og þeim vanga­veltum um hvort hún hafi stýrt ­rík­inu eftir að maður hennar féll frá­.“ 

Margir af leið­andi fræði­mönnum á svið­inu hafa þó sínar efa­semdir um mögu­legan fund. Þar á meðal Aidan Dod­son við Bristol há­skóla sem segir að alls sé óvíst hvort að annar greftr­un­ar­salur finnist handan veggj­anna, hvað þá drottn­ing­ar­inn­ar. 

Árið 2003 þótt­ist sagn­fræð­ing­ur­inn Joann Fletcher við York háskóla hafa borið kennsl á Nefer­titi í öðru graf­hýsi, KV 35 ­sem Frakk­inn Victor Loret fann árið 1898. Sú múmía hefur ekki verið nafn­greind en DNA rann­sóknir sýna að sú kona var móðir Tut­ank­hamuns og jafn­framt syst­ir ­föður hans, Akhenatens. Það þótti ekki óeðli­legt á þeim tíma að fara­óar giftu­st ­systrum sínum eða jafn­vel dætr­um. Kenn­ing Fletchers reynd­ist því ekki á rök­um reist. En þó að til­gáta Reeves virð­ist dig­ur­barka­leg og jafn­vel glæfra­leg þá verður mjög fróð­legt að sjá hvað ger­ist á næstu vikum og mán­uð­um. Heim­ildir frá­ þessu tíma­bili mann­kyns­sög­unnar fyrir rúmum 3000 árum eru fáar og fræði­menn ­ganga yfir­leitt um í myrkr­inu. Fundir á borð við KV 62 ger­ast ekki oft og því er nauð­syn­legt að nýta þá til fulln­ustu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None