Störfum fjölgað þar sem atvinnuleysið er minnst

Atvinnuleysið á Norðurlandi vestra er minna en alls staðar annars staðar á landinu. Samt verður störfum þar fjölgað um 30 með sértækum aðgerðum.

ríkisstjórn
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands ákvað fyrir helgi að „styrkja inn­viði, atvinnu­líf og sam­fé­lag á Norð­ur­landi vestra með marg­vís­legum aðgerð­u­m,“ en áætlað er að aðgerð­irnar muni kosta 316 millj­ónir króna. Mark­miðið með aðgerð­unum er „að skapa þjóð­hags­legan ávinn­ing og aðstæður svo góðum fram­tíð­ar­störfum á svæð­inu fjölg­i.“ 

Aðgerð­irnar sem rík­is­stjórnin sam­þykkti að farið verði í byggja allar á til­lögum lands­hluta­nefndar fyrir Norð­ur­land vestra, norð­vest­ur­nefnd­inni, sem skil­aði til­lögum til Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra í fyrra. Sig­mundur fagn­aði þess­ari ákvörðun fyrir helg­ina, sagði hana eðli­legt fram­hald af aðgerðum víða um land í þeim til­gangi að styrkja byggð í land­inu öllu. 

Rík­is­stjórnin segir líka að Norð­ur­land vestra hafi ekki notið góðs af sér­tækum aðgerðum stjórn­valda á und­an­förnum árum, ólíkt Vest­fjörð­um, Aust­ur­landi og Suð­ur­landi, auk þess sem fjórir íviln­un­ar­samn­ingar vegna nýfjár­fest­inga á Suð­ur­nesjum hafi verið gerð­ir. Sitt sýn­ist þó hverjum um þessa full­yrð­ingu, til dæmis hefur fram­kvæmda­stjóri Fjórð­ungs­sam­bands Vest­fjarða bent á að aðgerð­irnar á Vest­fjörðum hafi verið í vega­sam­göngum og ofan­flóða­vörn­um, en ekki til að auka atvinnu­mögu­leika. 

Auglýsing

Atvinnu­leysið minnst á Norð­ur­landi vestra 

Til­gang­ur­inn með aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar er að snúa við nei­kvæðri byggða­þróun á svæð­inu og efla mann­líf. Íbúum þar hefur fækkað tals­vert og hag­vöxtur er minni en víða ann­ars stað­ar. 

Sam­kvæmt til­lög­unum sem rík­is­stjórnin hefur sam­þykkt er áætlað að til verði 30 ný störf á Norð­ur­landi vestra. Hvergi á land­inu er atvinnu­leysi minna en á Norð­ur­landi vestra. Sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá Vinnu­mála­stofnun mæld­ist atvinnu­leysið þar 1,2 pró­sent í nóv­em­ber, á meðan atvinnu­leysi á lands­byggð­inni í heild er 2,4 pró­sent. Mest er atvinnu­leysið á Suð­ur­nesjum, 3,4 pró­sent. 

Sam­kvæmt töl­unum frá Vinnu­mála­stofnun var með­al­fjöldi atvinnu­lausra á Norð­ur­landi vestra 41 ein­stak­lingur í nóv­em­ber, en í lok mán­að­ar­ins voru 55 ein­stak­lingar án vinnu á svæð­in­u. 

Af þessum 55 ein­stak­lingum voru lang­flest­ir, eða 32, í sveit­ar­fé­lag­inu Skaga­firði. Átta voru atvinnu­lausir á Skaga­strönd og átta í Húna­þingi vestra. Þá voru fimm atvinnu­lausir á Blöndu­ósi og tveir í Húna­vatns­hreppi. Ef litið er til atvinnu­leysistalna eftir lands­hlutum á þessum tíma und­an­farin tíu ár hefur það alltaf mælst minnst eða næst­minnst á Norð­ur­landi vestra. 

Fjórð­ungur í opin­berri þjón­ustu 

Í nýrri skýrslu sem gerð var fyrir Byggða­stofnun og kom út fyrr í þessum mán­uði kemur fram að á Norð­ur­landi vestra voru 26% fram­leiðsl­unnar í störfum í opin­berri þjón­ustu, eða rúmur fjórð­ung­ur. Hlut­fallið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er til sam­an­burðar 16%. Hvergi var hlut­fall opin­berrar þjón­ustu hærra en á Norð­ur­landi vestra árið 2013. 

Í sömu skýrslu kemur fram að tveir lands­hlutar skeri sig úr þegar hag­vöxtur lands­hluta er skoð­að­ur, en það eru Norð­ur­land vestra og Vest­firð­ir. Á báðum stöðum var hag­vöxtur frá alda­mótum og til árs­ins 2013 undir tíu pró­sent­um, en alls staðar ann­ars staðar var hann yfir 10 pró­sent­u­m. 

Þegar árin 2009 til 2013 eru skoðuð er hins vegar munur á þessum tveimur lands­hlut­um, þar sem fram­leiðsla dróst einna mest saman þar, um 11%, á meðan vöxtur var á Norð­ur­landi vestra um 4%. 

Fólks­fækkun hefur einnig verið í þessum tveimur lands­hlutum milli áranna 2000 og 2013 sam­kvæmt áður­nefndri skýrslu Byggða­stofn­un­ar, og einnig þegar mann­fjölda­tölur frá Hag­stofu Íslands eru skoð­aðar fram til þessa árs. Hins vegar hefur íbúum á Vest­fjörðum fækkað meira heldur en íbúum á Norð­ur­landi vestra. Íbúar á Vest­fjörðum voru 6.497 tals­ins í upp­hafi þessa árs og hafði fækkað um 1.145 ein­stak­linga frá árinu 2000. Íbúar á Norð­ur­landi vestra voru hins vegar 6.723 og hafði fækkað um 735 á sama tíma­bil­i. 

Af hverju þessi nefnd á sama tíma og sókn­ar­á­ætl­an­ir?  

Nefndin var skipuð af for­sæt­is­ráð­herra í maí 2014, og í hana sett­ust Stefán Vagn Stef­áns­son, Héð­inn Unn­steins­son, Sig­ríður Svav­ars­dótt­ir, Unnur Val­borg Hilm­ars­dóttir og Val­garður Hilm­ars­son. Öll voru sveit­ar­stjórn­ar­fólk á svæð­inu nema Héð­inn, sem kom inn sem starfs­maður ráðu­neyt­is­ins. 

Til­vist og starf­semi norð­vest­ur­nefnd­ar­innar hefur verið gagn­rýnd, ekki síst fyrir það að hún er sér­tæk fyrir Norð­vest­ur­land og ekki sam­bæri­legar nefndir að störfum fyrir aðra lands­hluta. Þó kemur fram í skýrslu nefnd­ar­innar að skipan hennar sé fyrsta skrefið í átt til úttektar á svæðum sem hafi átt við meiri erf­ið­leika að etja en önnur svæð­i. 

Hún starfar einnig á sama tíma og sókn­ar­á­ætl­anir fyrir alla lands­hluta eru í gildi. Sig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra skrif­uðu undir slíkar sókn­ar­á­ætl­anir fyrir alla lands­hlut­ana í febr­úar á þessu ári. 

Sókn­ar­á­ætl­an­irnar gilda fyrir árin 2015 til 2019, en sókn­ar­á­ætl­anir höfðu áður verið í gildi í þrjú ár, þ.e. frá því í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar. Mark­miðið með sókn­ar­á­ætl­unum var að færa aukna ábyrgð á útdeil­ingu fjár­magns til lands­hluta­sam­taka sveit­ar­fé­laga og „ein­falda fram­lög til ein­stakra lands­hluta, gera þau gegn­særri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlut­lægum mæli­kvörðum varð­andi stöðu svæð­is­ins.“ Mikið af því sem kemur fram í skýrslu norð­vest­ur­nefnd­ar­innar er byggt á vinnu sem þegar hafði verið unnin af Byggða­stofnun í tengslum við sókn­ar­á­ætl­anir lands­hluta. 

Líka vilji fyrir álveri 

Undirritun viljayfirlýsingar um álverið fór fram í ráðherrabústaðnum í sumar.

Til­lög­urnar sem rík­is­stjórnin sam­þykkti að ráð­ast í á svæð­inu eru af ýmsum toga. Til dæmis á að búa til nýja starfs­stöð þýð­ing­ar­mið­stöðvar utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á Sauð­ár­króki, auka umfangið á starfs­stöð Minja­stofn­unar Íslands á Sauð­ár­króki og koma á lagg­irnar mið­stöð fyrir frum­kvöðla í mat­væla­vinnslu. Þá á að efla starf­semi Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs, kanna hvort hægt sé að flytja eitt skip Land­helg­is­gæsl­unnar á Sauð­ár­krók og ráð­ast í ýmis við­halds­verk­efn­i. 

Þá er einnig vilji til þess innan stjórn­ar­innar að álver rísi í lands­hlut­an­um. Sig­mundur Davíð var við­staddur und­ir­ritun vilja­yf­ir­lýs­ingar um fjár­mögnun slíks álvers í sum­ar, en hún fór fram í ráð­herra­bú­staðn­um. Klappir Develop­ment vilja reisa 120 þús­und tonna álver við Haf­ur­staði í Skaga­byggð, og China Non­fer­rous Metal Industry's For­eign Engineer­ing and Construct­ion (NFC) rit­aði undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að fjár­magna bygg­ing­una. Áætl­anir þeirra gera ráð fyrir 240 var­an­legum störfum í álver­inu og allt að 800 tíma­bundnum við bygg­ing­una. Það er hins vegar ljóst að orka liggur ekki á lausu fyrir slíkt verk­efni auk þess sem álverð og staðan á þessum mörk­uðum almennt er langt frá því að vera hag­stæð. 

Engu að síður fengu Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Norð­ur­landi vestra 30 millj­ónir króna vegna upp­bygg­ingar iðn­að­ar­svæðis þar sam­kvæmt til­lögu meiri­hluta fjár­laga­nefndar Alþing­is, en sam­tökin höfðu óskað eftir 70 millj­ónum við fjár­laga­nefnd í haust. 

Meiri mið­stýr­ing og óskýr aðferða­fræði

Sá lands­hluti sem stendur verr en Norð­ur­land vestra þegar kemur að hag­vexti og fólks­fækkun er Vest­firð­ir. Þegar greint var frá nið­ur­stöðum norð­vest­ur­nefnd­ar­innar fyrir ári síðan vöktu þær ekki síst hörð við­brögð á Vest­fjörð­um. Gísli Hall­dór Hall­dórs­son, bæj­ar­stjóri á Ísa­firði, kall­aði strax eftir því að sam­bæri­leg nefnd yrði sett á lagg­irnar fyrir efl­ingu á Vest­fjörð­um. „Við sjáum að þessir lands­hlut­ar, Norð­vest­ur­land og Vest­firð­ir, eru bæði lands­hlutar sem hafa átt mjög í vök að verj­ast og það sem Vest­firðir hafa svo umfram eru mjög erf­iðar sam­göng­ur, þannig að það er svona eins og að byrja næst neðst að byrja á Norð­vest­ur­land­i.“ Frið­björg Matth­í­as­dótt­ir, for­maður Fjórð­ungs­sam­bands Vest­fjarða og for­seti bæj­ar­stjórnar í Vest­ur­byggð, furð­aði sig einnig á til­lög­unum og hafði áhyggjur af aðferða­fræð­inni sem var við­höfð með skipan nefnd­ar­inn­ar. 

Og nú þegar búið er að ákveða verk­efni sem ráð­ist verður í sagði Aðal­steinn Ósk­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Fjórð­ungs­sam­bands Vest­fjarða, að stefna stjórn­valda sé ekki skýr. „Maður sér ekki alveg hvaða aðferða­fræði stjórn­völd ætla að beita í byggða­mál­um, er það með svona bein­um, mið­stýrðum aðgerðum eða ætla menn að efla land­svæðin í að taka ákvarð­anir á eigin for­sendum og fylgja því eft­ir,“ sagði hann við RÚV. Ann­ars staðar á lands­byggð­inni væri unnið eftir sókn­ar­á­ætl­unum og lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga hefðu lagt áherslu á að sú vinna yrði efld, en það hefur ekki verið gert. Vinna eins og í norð­vest­ur­nefnd­inni væri mun mið­stýrð­ari heldur en sókn­ar­á­ætl­an­irn­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None