Bankaskattur ekki afnuminn og stöðugleikaframlög verða 339 milljarðar

Sérstakur bankaskattur verður áfram lagður á 2016 þrátt fyrir að ríkið eigi þorra þess bankakerfis sem það skattleggur. Lánakjör almennings eru verri vegna skattsins og greiðslubyrði hærri.

bankaskattur-1.jpg
Auglýsing

Hinn svo­kall­aði banka­skatt­ur, 0,376 pró­sent af öllum skuld­um fjár­mála­fyr­ir­tækja, hefur ekki verið aflagður þrátt fyrir að slitum á búum Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans sé nú að mestu form­lega lok­ið. Þegar fjár­lög voru lögð fram í haust kom fram að skatt­ur­inn ætti að skila 26,8 millj­örð­u­m króna í rík­is­sjóð. Í loka­út­gáfu fjár­laga, sem lá fyrir síð­ustu helgi fyrir jól, er búið að taka til­lið til þess að 17 millj­arða króna greiðsla frá slita­bú­un­um muni ekki skila sér. 

Þess í stað mun skatt­ur­inn skila 9,8 millj­örðum króna. ­Uppi­staðan af þeirri upp­hæð mun koma frá þremur stærstu við­skipta­bönk­um lands­ins: Lands­bank­an­um, Arion banka og Íslands­banka sem munu fleyta hon­um, að minnsta kosti að hluta, yfir á við­skipta­vini sína. Ríkið mun eiga tvo af þessum bönkum að öllu leyti á næsta ári auk þess sem það á 13 pró­sent hlut í Arion banka. Því er ríkið nú að mestu að skatt­leggja banka­eignir sem það á sjálft með þeim afleið­ingum að lána­kjör sem bjóð­ast almenn­ingi eru verri en ella.

Brú­aði fjár­laga­gat og jók tekjur fyrir leið­rétt­ingu

Banka­skatt­ur­inn var fyrst lagður á af rík­is­stjórn­ ­Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna í árs­lok 2010. Í frum­varp­inu stóð að mark­mið lag­anna væri tví­þætt: „ann­ars vega að afla rík­inu tekna til að mæta þeim mikla ­kostn­aði sem fallið hefur á rík­is­sjóðs vegna hruns íslenska fjár­mála­kerf­is­ins, hins vegar að draga úr áhættu­sækni fjár­mála­fyr­ir­tækja með því að leggja sér­stakan skatt á skuld­ir þeirra vegna þeirrar kerf­is­á­hættu með til­heyr­andi kostn­aði sem áhættu­söm ­starf­semi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóð­ar­bú­ið.“ Skatt­pró­sentan var ákveðin 0,041 pró­sent. Þegar þessi skattur var lagður á vor­u slitabú föllnu bank­anna und­an­skilin greiðslu hans.

Auglýsing

Þegar rík­is­stjórn­ Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks kynnti áform sín um skulda­leið­rétt­ingu á völdum verð­tryggðum hús­næð­is­lánum fyrir um 80 millj­arða króna í nóv­em­ber 2013 kom í ljós að rík­is­sjóður myndi fjár­magna þær. Til að auka tekjur sínar svo hægt yrði að standa undir þessum aukna kostn­aði átti að hækka hinn sér­staka banka­skatt enn meira og láta hann auk þess ná til fjár­mála­fyr­ir­tækja í slita­ferli. Á end­anum var hann hækk­aður úr 0,041 pró­sent skulda fjár­mála­fyr­ir­tækja í 0,376 ­pró­sent. Þessi hækk­un, sem var afgreidd á Alþingi í des­em­ber 2013, skil­aði því að skatt­ur­inn var 36,5 millj­arðar króna á árinu 2014.Sam­kvæmt fjár­lög­um ­fyrir árið 2015 átti hann að skila 34,7 millj­ónum króna í kass­ann í ár. Því hefur banka­skatt­ur­inn nú þegar skilað rík­is­sjóði 71,2 millj­örðum króna.

Leiðréttingin var fjármögnuð með fé sem ráðstafað var úr ríkissjóði. TIl að auka tekjur ríkissjóðs var bankaskattur hækkaður og látinn ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð líka. MYND: BÞHRúm­lega 40 millj­arðar koma í reiðufé

Þegar slitabú föllnu bank­anna breyt­ast í venju­leg ­eign­ar­halds­fé­lög eftir að nauða­samn­ingar þeirra eru frá­gengnir munu þau eðli­lega hætta að greiða umræddan skatt. Það ger­ist auð­vitað eftir að þau greiða hin svoköll­uðu stöð­ug­leika­fram­lög til rík­is­sjóðs.

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar um frum­varp til­ fjár­laga, sem birt var í kjöl­far þess að fjár­lögin voru afgreidd út úr ­nefnd­inni til sam­þykktar nokkrum dögum fyrir jól, kemur fram að ríkið mun­i ­tekju­færa sam­tals 348,3 millj­arða króna vegna stöð­ug­leika­fram­lag­anna. Þar mun­ar lang­mest um 95 pró­sent hlut í Íslands­banka sem met­inn er á 184,7 millj­arða króna. Sam­kvæmt því verð­mati er búist við að Íslands­banki, að með­töldum þeim fimm pró­sent hlut sem ríkið heldur þegar á, selj­ist fyrir meira en sem nem­ur eigin fé hans, en það er um 193 millj­arðar króna.

Það virð­ast fáir hafa trú á því á fjár­mála­mark­aðnum að slík­ ­sala sé raun­hæf. Stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eru lík­ast til eina inn­lenda blokkin sem hefur getu til að kaupa stóran banka sem stend­ur, hafa til að mynda verið til­búnir að greiða 0,6 til 0,8 af bók­færðu eigin fé þeirra.

Önnur stærsta eignin sem rík­inu verður afhend er 84 millj­arða króna skulda­bréf frá slita­búi Kaup­þings með veði í Arion banka. Það greið­ist vænt­an­lega ekki fyrr en bank­inn hefur verið seldur en nýir stjórn­end­ur ­Kaup­þings munu fá allt að þrjú ár til að gera það.

Í vand­ræðum með að borga fram­lagið

Svo þarf nátt­úru­lega að taka til­lit til þess að slita­bú­in greiða ekki lengur banka­skatt, og það mun lækka tekjur rík­is­ins um 17 millj­arða króna. Auk þess verður ríkið af vaxta­tekjum af víkj­andi lánum en fær á mót­i auknar arð­greiðslur frá Íslands­banka og vaxta­tekjur af skulda­bréf­inu frá­ ­Kaup­þingi. Allt í allt lækkar þetta stöð­ug­leika­fram­lögin um 9,4 millj­arða króna. Þau verða því sam­tals 338,9 millj­arðar króna. Af þeirri upp­hæð mun 41,8 millj­arðar króna ber­ast í greiðslum nú. Þ.e. bein­hörðum pen­ing­um. Afgang­ur­inn er í formi eigna.

Því er alls ekki svo að rík­is­sjóður fái mörg hund­ruð millj­arða króna inn­spýt­ingu í reiðufé um kom­andi ára­mót. Þvert á móti.

Raunar ber­ast fregnir af því að slita­búin séu í vand­ræð­u­m ­með að greiða fram­lögin sem þó á að greiða. Ástæðan sé sú að það félag ­rík­is­meg­inn sem eigi að taka við þeim sé ekki enn til­búið til að gera það. Því munu fyrstu greiðsl­ur, og yfir­færsla eigna, að öllum lík­indum ekki eiga sér­ ­stað fyrr en í jan­ú­ar, þrátt fyrir að slita­búin hefðu verið til­búin að greiða þau fyrir ára­mót.

Almenn­ingur er að ­borga banka­skatt­inn

Nú er ljóst að þorri þess kostn­aðar sem lenti á rík­inu við hrunið verður greiddur upp þegar stöð­ug­leika­fram­lög­unum verður komið í verð. Því á sú for­senda upp­runa­lega banka­skatts­ins ekki lengur við. Auk þess má setj­a ­mik­inn fyr­ir­vara við þá skýr­ingu að skatt­ur­inn dragi úr áhættu­sækn­i ­bank­anna.  Fremur má segja að hann hvetj­i til henn­ar, þar sem skatt­ur­inn gerir bönk­unum erf­ið­ara fyrir að skila við­un­and­i af­komu af und­ir­liggj­andi rekstri. 

En banka­skatt­ur­inn er líka risa­stórt neyt­enda­mál, að minnsta ­kosti ef útskýr­ingar við­skipta­bank­anna eru teknar trú­an­leg­ar. Þegar Líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hófu að bjóða miklu betri kjör á íbúða­lánum en við­skipta­bank­arnir á ár­inu sem er að líða bentu þeir m.a. á að líf­eyr­is­sjóðir þyrftu ekki að borga ­banka­skatt.

Í einka­sam­tölum segja stjórn­endur bank­anna að þeir gætu boðið almenn­ingi betri kjör ef þeir væru ekki að borga þessa skatta. Banka­skatt­ur­inn er til að mynda 0,376 pró­sent skattur á allar skuldir bank­anna. Því sé hann bein­línis álag ofan á útlán. Með­ öðrum orðum er almenn­ingur að borga banka­skatt­inn - sem not­aður hefur verið til­ að skila rík­is­sjóði afgangi und­an­farin ár – að minnsta kosti að hluta. Sam­tals greiddu Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn átta millj­arða króna í banka­skatt í fyrra, munu greiða annað eins í ár og uppi­stöð­una af 9,8 millj­örð­u­m króna sem hann á að skila í rík­is­sjóð á næsta ári. Stjórn­endur bank­anna, og hags­muna­sam­tök þeirra, hafa gagn­rýnt skatt­lagn­ing­una harð­lega, bæði í einka­sam­tölum og opin­ber­lega. 

Þar sem afgangur á rekstri rík­is­sjóðs yrði nei­kvæður á næsta ári án banka­skatts­ins, og án ein­skiptis­tekna vegna stöð­ug­leika­fram­lags­ins, þá verður að telj­ast afar ólik­legt að stjórn­völd ætli sér að fella hann úr gildi í nán­ustu fram­tíð. Jafn­vel þótt hann skili almenn­ingi verri lána­kjörum og hærri greiðslu­byrði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None