tivoli bíll
Auglýsing

Flestir nýbak­aðir for­eldrar eyða tals­verðum tíma í að velja nafn á afkvæmið þótt þess séu dæmi að stjórn­samar ömmur hafi þrifið hvít­voð­ung­inn úr örmum for­eldranna við skírn­ar­font­inn þegar prest­ur­inn spyr um nafn­ið. Til­kynnt svo hátt og skýrt nafn barns­ins, sem kannski var ekki það sem for­eldr­arnir höfðu ákveð­ið. Stundum hafa orðið eft­ir­mál vegna slíkra atvika.

En það eru ekki ein­ungis börn sem fá nöfn. Bíla­fram­leið­endur gefa til dæmis bílum sínum nöfn, eða ein­kenna þá með tölu­stöf­um, jafn­vel tölu- og bók­stöf­um. Volkswagen er þannig ekki bara Volkswagen heldur getur hann líka verið Golf eða Passat svo dæmi sé tek­ið. Ef ein­hver skyldi láta sér til hugar koma að bíla­fram­leið­endur ákveði í skynd­ingu hvaða nafn skuli gefið bílnum er það alrangt. Bak­við nafnið á nýrri bíl­gerð (týpu) liggur mikil und­ir­bún­ings­vinna. Í við­tali í frönsku dag­blaði fyrir skömmu, við kynn­ing­ar­stjóra hjá stórum bíla­fram­leið­anda, kom fram að miklum tíma sé varið í að velja nafn þegar fyr­ir­tækið setur nýjan bíl á mark­að­inn. Mik­il­vægt er að nafnið sé sem alþjóð­leg­ast þannig að sem flestar þjóð­ir, burt­séð frá tungu­máli, geti tekið sér það í munn. Nafnið þarf líka að vera þannig að það fest­ist í minni og fólk tengi það við ákveðna bíl­teg­und. Áður­nefndur kynn­ing­ar­stjóri nefndi Toyota Corolla sem dæmi. „Þegar nafnið Corolla er nefnt vita allir hvað við er átt“ sagði kynn­ing­ar­stjór­inn sem bætti því svo við að hann gæti ekki botnað í hvers vegna Toyota hefði valið að skipta þessu nafni út fyrir hið ein­kenni­lega heiti Auris „sem eng­inn veit hvernig á að bera fram“. 

Getur bíll heitið Tivoli?     

Orðið Tivoli eða Tívolí tengja lang­flestir í dag við skemmti­garð­inn heims­þekkta í Kaup­manna­höfn, sem var stofn­aður 1843. Upp­haf­lega hét skemmti­garð­ur­inn Kjöben­havns Tivoli og Vaux­hall, stofn­and­inn skírði stað­inn eftir Jar­din de Tivoli í París (sem hafði nafnið frá ítalska bænum Tivoli, skammt frá Róm) og Vaux­hall Gar­dens í London. Almenn­ingur kall­aði skemmti­garð­inn frá upp­hafi Tivoli, Vaux­hall nafnið (sem breskur bíla­fram­leið­andi hefur notað um ára­tuga skeið) hvarf.   

Auglýsing

Fyrir nokkru fengu hug­mynda­smiðir suð­ur­-kóreska bíla­fram­leið­and­ans SsangYong (sem eng­inn veit hvernig á að bera fram) þá bráð­snjöllu hug­mynd, að þeim þótti, að kalla nýjan smá­jeppa SsangYong Tivoli. Smá­jepp­inn er seldur undir þessu nafni víða um heim. For­svars­menn Tívolís í Kaup­manna­höfn voru ekki jafn upp­rifnir yfir nafn­inu á þessum smá­jeppa og vildu fá bann sett á notkun nafns­ins. Það mál er nú til með­ferðar hjá dönsku einka­leyfa­stof­unni. Tivoli smá­jepp­inn er hins­vegar til sölu víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Tívolí í Kaup­manna­höfn reynir af fremsta megni að koma í veg fyrir að nafn skemmti­garðs­ins sé notað á alls kyns vör­ur, vann til dæmis fyrir skömmu mál gegn hrein­læt­is­tækja­fram­leið­and­anum Geberit, sem vildi skíra nýja gerð sal­ern­is­setu Tivoli. Að sögn fjöl­miðla­full­trúa Tívolís koma árlega upp nokkur mál af þessu tagi, flest enda þau með sam­komu­lagi.

Gingo var of líkt Twingo

Dæmi um mis­heppn­aðar nafn­giftir bíla­fram­leið­enda eru mörg. Fyrir rúmum ára­tug kynnti ítalski bíla­fram­leið­and­inn Fiat nýjan smá­bíl og búið var að útbúa kynn­ing­ar­efni og lit­prent­aða sölu­bæk­linga. Gingo átti hann að heita þessi nýi bíll. Renault fyr­ir­tækið franska var fljótt að bregð­ast við og krafð­ist þess að Fiat breytti nafn­inu, Gingo væri allt of líkt Twin­go, bíl sem Renault hefur fram­leitt um ára­bil. Þetta mál end­aði með því að Fiat dró upp gam­alt nafn, nafn sem ekki hafði verið notað um nokk­urra ára skeið, í stað Gingo fékk nýi bíll­inn nafnið Panda.

Upphaflega Gingo, en á endanum fékk þessi bíll nafnið Panda.

Ford Focus er í hópi mest seldu bíla heims. Þessi vin­sæli bíll er arf­taki hins vin­sæla Escort sem var fram­leiddur um rúm­lega þrjá­tíu ára skeið.  Þegar Ford fyr­ir­tækið kynnti Focus árið 1998 vakti nafnið litla hrifn­ingu útgef­enda þýsks tíma­rits sem ber sama nafn. Á end­anum náð­ist þó sam­komu­lag: Ford mátti nota nafnið en greiddi mjög háa pen­inga­upp­hæð (upp­hæðin aldrei gefin upp) til sam­tak­anna Lækna án landamæra.

Þegar þýski bíla­fram­leið­and­inn Audi setti á mark­að­inn bíl sem bar heitið Q7 brást Nissan fyr­ir­tækið við. Taldi sig eiga rétt á bók­stafnum Q, sem not­aður var á lúx­us­bíl­ana Infini­ti. Þjóð­verjarnir höfðu betur í þess­ari deilu og einnig þegar Renault vildi kalla til­tekna bíl­týpu Espace Qadra. Dóm­stóll úrk­urð­aði að Quadra nafnið væri of líkt Quattro nafni bíl­anna hjá Audi.  

Árið 1995 setti Volvo á mark­að­inn nýja „línu“ eins og fram­leið­endur orða það gjarna. Ætl­unin var að tvær nýjar gerðir myndu heita S4 og F4. Audi fyr­ir­tækið setti sig upp á móti þessu, sagði að þetta líkt­ist of mikið heit­inu á til­teknum gerðum Audi bíla sem bera bók­staf­inn S.

Touran og Turan

Árið 2003 frétti eig­andi Turan, lít­ils bíla­verk­stæðis í Ham­borg, að Volkswagen ætl­aði að setja á mark­að­inn nýja bíl­gerð, Tour­an. Verk­stæð­is­eig­and­inn beið átekta uns byrjað var að kynna Touran bíl­inn, þá tal­aði hann við lög­fræð­ing. Málið end­aði þannig að Volkswagen gaf öllum starfs­mönnum Touran nýjan bíl og borg­aði verk­stæð­is­eig­and­anum umtals­verða fjár­hæð. Verk­stæð­is­eig­and­inn vildi ekki upp­lýsa um upp­hæð­ina en sagði að hann gæti lagt frá sér skipti­lyk­il­inn og smurkönn­una.

Dauða­gildra og táfýlu­sokkar

Það er margt að var­ast þegar skíra skal nýjan bíl. Ekki bara að forð­ast nöfn eða bók­stafi sem þegar eru í notkun hjá öðrum fram­leið­end­um, líka þarf að huga að merk­ingu orða á ýmsum tungu­mál­um. Einn þekktur bíla­fram­leið­andi, sem ekki verður nafn­greindur hér, hafði ákveðið nafn til­tek­innar bíl­gerðar sem til stóð að fram­leiða fyrir Bras­il­íu­mark­að. Þegar betur var að gáð kom í ljós að nafnið sem fram­leið­and­anum fannst smellpassa þýddi „Dauða­gildra“ á portú­gölsku. Ekki beint heppi­legt nafn. Annar fram­leið­andi hafði ákveðið nafn sem hljóm­aði svo prýði­lega. Þangað til í ljós kom að þetta hljóm­fagra nafn þýddi „Tá­fýlu­sokk­ar“ á tungu­máli eins þeirra landa þar sem til stóð að selja bíl­inn. Nafn­inu var snar­lega breytt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None